Þjóðviljinn - 21.02.1953, Side 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. febrúar 1953
Fallegur kjóll handa Lhu
Lísa er fimmtán ára. Hún
er há og grönn og finnst leið-
inlegt að líta út eins og stór
skólatelpa. Margar jafnöldrur
hennar eru orðnar fullorðins-
legar og geta verið í fallegum
kjólum, en sjálfri finnst henni
hún líta út eins og smátelpa.
Móðir hennar segir, a'ð hún geti
ekki verið í eins kjólum og
vinkonurnar og Lisa tekur til-
lit til móður sinnar. Samt sem
áður langar hana í föt, sem
gera hana dálítið fullorðins-
legri. Henni var gefið fallegt
Ijósgrátt efni í afmælisgjöf og
nú vill hún vita, hvort hún,
getur ekki fengið úr því kjól,
sem er ekki of skólastelpuleg-
ur.
Jú, Lísa getur sannarlega
fengið fallegan kjól. 1 raun-
inni ætti hún að vera því feg-
in áð hún er há og grönn,
því að slíkur vöxtur ber föt-
in vel. Hún getur huggað sig
við það, að það er verra fyrir
bústnu vinkonurnar hennar að
finna á sig snið. Lísa er grömi
í mittið og það er fallegt og
ætti hún að undirstrika og því
höfum við valið kjól með
ibreiðu nfittisstykki. Á hinn
bóginn mætti hún gjarnan vera
fyrirferðarmeiri yfir brjóstin
og mjaðmirnar. Kjóll með beru-
stykki og rykktu framstykki
er tilvalinn handa henni. Hún
getur einnig verið í víðu pilsi
með stórum, efnismiklum vös-
um, sem nú eru mjög í tízku.
Kjóllinn er skreyttur tauhnöpp-
um, sem hafa má tvílita, úr
sjálfu kjólefninu og með hvit-
um hring utanum, svo að þeir
fari vel við litla hvíta krag-
ann i hálsinn. Lísa ætti ekki
að forðast algerlega skóla-
stelpusniðið, hún ætti fremur
að leggja áherzlu á það. Það
þarf aðeins dálítið hugmynda-
flug til að losa kjólana hennar
við barnalega sniðið sem hún
er orðin leið á.
Sl-vfteiiifsaisi.
B 1-vítamínið er það efni sem
verndar líkamann gegn sjúk-
dómnum beri-beri sem var
mjög skæður í austurlöndum
vegna þess áð borðuð voru
ífáguð hrísgrjón. B 1-vítamínið
er þýðingarmikið fyrir vöxt
okkar, og börn þarfnast þess
"þvi' méira eh fulíorðnir. Skort,-
ur á b 1-vítamíni getur meðal
annars lýst sér með því að fólk
veröur lystarlítið og léttist.
MATURINN
MORGUN
l Kjötbrauð, soOnar og brúnaðai
í kartöflur, lauksósa. — Ávaxta
i grautur, rjómabland.
) Kjötbrauð: 20 g smjörlíki, 3
) msk hveiti, 1% dl mjólk, 1 tsk
) salt, % tsk pipar.
kg saxað kjöt (nauta- eða
'kindakjöt; má vera saltkjcf,
' en t.-ezt er að hafa nauta- og
1 svínakjöt til helminga), 1 bolii
brp.uðmolar. 1 tsk rifinn laukur,
1 1 tsk tómatkraftur; 2-3 sneiðar
' bacon.
' tjtbúinn er hveitijafningur úr
• mjóikinni, hvcitinu og smjör-
'íkinu, kryddað. Kjötinu og þr i
i sem eftir er hrært þar út í.
i Látið i smurt jólakökumót og
i bacon-sneiðarnar lagðar yfir.
. Bakað við meðalhita í um klst.
i Þessi skammtur er handa 4-6,
. en gott væri að matreiða tvo-
i faldan skammt og baka í 2
mótum. Bera annað fram á
, kvöidborðið á mánud.
Lauksósa: Laukurinn er skor-
inn i sneiðar, hitaður í srujör-
líkinu, hveitinu hrært út í,
þynnt út með mjólkinni og
kryddað. Einnig má bera brúna
' sósu með k-jötréttinum; súrt og
1 sætt.
Vítamínið er meðal annars í
hýði flestra korntegnnda, í geri,
grænmeti, eggjarauðum og
spendýralifur.
B 2-vítamínkomp!exið er eink-
um þýðingarmikið fyrir blóð-
myndunina,. Fyrir 25 árum tók
vísindamaðurinn Minot eftir því,
að lifrarfæði bar góðan árang-
ur við bló&leysi. 1948 tókst að
vinna b 12-vítamín úr lifur. En
til þess að fá eitt gramm af
vítamíninu þarf að nota þrjú
til fjögur þúsund kíló af lif-
ur. Af því má sjá hversu lítið
er um þetta vítamín í fæðu
okkar. Talið er að þörf manns-
ins fyrir þetta vítamín sé einn
milljónasti úr grammi á dag.
B 12-vítamínið hefur haft
mikla þýðingu fyrir læknavís-
indin, sem fengu með því á-
hrifamikið vopn gegn hinum
skelfilega sjúkdómi, sem kall-
ast blóðrýrnun (perniciös an-
æmi).
Og þetta voru aðeins örfá
nöfn úr hinum stóra og lífs-
nauðsynlega hópi B vítamína.
Rafmagnstakmörkun
laugardaginn 21. febrúar 1953:
Kl. 10.45-12.30:
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hvet-fi við Laugarnesv. að Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
Og, ef þörf krefur
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugvallar-
svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
isey, Kaplaskjól og Seltjarnames
fram eftir.
• *>
Kl. 18.15-19.15:
Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes.
N-evil Sbute:
HSióðpípusmiSurinn
Fjórða sprengjan féll fjær okkur; svo varð
noldiurt hlé, aðeins skothríð úr vélbyssum. Ég
reis upp og gekk fram í gauginn. Það var
dinfínt. Gluggi sem sneri út að litlum svölum
hafði opnazt upp á gátt. Ég fór út og leit í
kringum mig.
Yfir borginni var himininn dökkrauður af
eldsbjarmanum. Guiar eldtungur sáust víða.
Skotið var án afláts úr loftvarnabyssum.
Ég sneri mér við og Howard stóð hjá mér.
„Það gengur mikið á“, sagði hann.
Ég kinkaði kolli. „Viljið þér fara niður í byrg-
ið?“
,,Ætlið þér þaatgað?“
„Ég býst ekki við að við séum óhultari þar“,
sagði ég.
Við fórum niður í anddyrið til að athuga,
hvort við gætum orðið að einhverju liði. En við
gátum ekkert gert og brátt fórum við upp aftur,
settumst í stólana okkar við eldinn og helltum
aftur í glösin. Ég sagði: „Haldið sögunni á-
fram“.
Hann sagði: „Ég vona að ég þreyti yður ekki
með þessu öllu?“
Angerville er lrtil borg á milli París og Orl-
eans. Klukkan var langt getigin fimm þegar
Howard gekk af stað þangað með bömin í sól
og ryki.
Hann sagði að þetta hefði verið eitt erfiðasta
augnablik ævi sinnar. Síðan hann fór frá Cido-
ton hafði hann verið á leiðinni til Englands;
smám saman fór óttinn að gera vart við sig.
Fyrst í stað hafði honum fundizt ótrúlegt að
hann kæmist ekki á leiðarenda, þótt það yrði
ef til vill erfiðleikum bundið. En nú var honura
ljóst, að þetta átti ekki að takast. Það voru
Þjóðvérjar á milli hans og sundskis. 1 Anger-
ville beið hans tortíming, jafnvel fangelsi, ef
til' vill dauðt.
Hann hafði ekki miklar áhj'ggjur af því. Hann
var gamall og þreyttur; hann færi ekki á mis
við margt þótt lífi hans lyki nú. Nokkrar veiði-
ferðir, dútl 1 garðinum. En um, börnijr.gegndi,,
öðru máli. Eitihvern veginn varð . hann,, að,,
tryggja fran.tíð þeirra. Franska lögreglan gæti
tekið við Rósu og Pétri og komið þeim til ætt-
'ingjanna þótt síðar yrði En hvað gat hann gert
fyrir Sheilu og Ronna? Hvað yrði um þau. Og
hvað um litla, óhreina snáðann sem var í fylgd
með þeim, og garnlar konur höfðu grýtt,
blindaður af hatri og skelfingu. Hvað yrði um
hann.
Gamla mataninum leið mjög illa.
Hann átti ekki annars kost en ganga beint
til Angerville. Það voru Þjóðverjar að baki, í
norðri, austri og vestri. Hann treysti sér ekki
til að reyna að komast undan í suðurátt eins og
hermennirnir. höfðu gert; hann gæti ekki farið
hraðar en innrásarlierinn.. Hann yrði að taka
því sem að höndum bæri með ró og stillingu,
með því yrði bömunum bezt borgið.
Ronni sagði: „Heyrið þið í hljómsveitinni".
Þau voru komin langleiðna að borginni. Rósa
hrópaði af hrifningu. ..Heyrirðu Pétur“, sagði
hún og beygði sig niður að honum. „Hlustaðu".
„Hvað þá“, sagði Howard og kom aftur til
sjálfs sín. „Hvað er þetta?“
Ronni sagði: „Það er hljómsveit að spila.
Megum við fara og hlusta á hana?“ En hann
heyrði betur eai gamli maðurinn; Howard
heyrði ekki neitt.
En um leið og þau gengu inn í borgina bár-
ust ómar úr Ástardraumi að eyrum hans.
Á leiðinni fóru þau framhjá bílalest, sem
beið eftir bensíni. Hermennirnir komu honum
ókunuuglega fyrir sjónir; honum brá þegar
honum varð ljóst að þetta vom þýzkir her-
menn. Þeir voru í gráleitum einkennisbúning-
um. Sumir voru berliöfðaðir, aðrir með hjálma.
Þeir voru þreytulegir og sviplausir, gengu að
verki sínu eins og vélar. .
Sheila sagði: „Eru þetta hermenn frá Sviss,
Howard?“
,,Nei“, sagði hann. „Þeir eru ekki frá Sviss“.
Ronni sagði: „Þeir em ekki með eins húfur“.
Rósa sagði: „Hvaða hermeun eru það þá?“
.Hann safnaði börnunum kringum sig. „Ég
skal segja ykkur eitt“, sagði hann á frönsku.
„Þið skuluð ekki vera hrædd. Þeir eru þýzkir,
en þeir gera ykkur ekki neitt“.
Það var hermannahópur skammt frá þeim.
Yfimiaðurinn gekk í áttöna til þeirra; hann var
í háum svörtum stigvélum. „Þetta er gott að
heyra“, sagði hanrn á lélegri frönsku. „Við
erum vinir ykkar. Við færism ykkur frið. Bráð-
um getið þið farið heim til ykkar aftur".
Börnin störðu á hann eins og þau skildu
hann ekki, enda talaði hann málið illa.
Howard sagði á frönsku. ,,Það verður á-
nægjulegt, þegar friður kemst á aftur“. Það
var ástæðulaust að koma upp um sig.
Maðurinn brosti innihaldslausu brosi, „Hvað-
an komið þið?“
„Frá Pithiviers".
„Genguð þið alla leiðina?“
„Nei. Við fengum far með bíl sem bilaði
héma skammt frá“.
Þjóðverjinn sagði: „Einmitt það. Þá eruð
iþið svöng. Á torginu þarna er eldhústjald, sem
þið getið farið í“.
Howard sagði: . „Þakka yður fyrir“. Annað
var ekki hægt að segja.
Maðurinn var ánægður Hann leit á hópinn
og horfði þungbúinn á snáðann í mussunni.
Hann gekk til hans, tók um höfuð hans, ekki
óvingjamlega, og rannsakaði sárið á hálsi
■hans. Svo leit hann á hendurnar á sjálfum
sér og purrkaði af þeim með viðbjóði þegar
hann var búinn að haadfjatla höfuð drengs-
iris.
„Eirimitt það“, sagði hann. „Þarna við
ikirkjuna er sjúkraliús. Farið með hann til heil-
brig,ój§fulltrúans“. Hann sneri baki í þau og
fór til hinna mannanna
Sumir mannanna virtu þau fyrir sér, en eng-
inn ávarpaði þau. Þau héldu áfram inn í mið-
bæ. Þai var stórt torg fyrir framan gráa,
iþunglamalega kirkju. Á miðju torginu var
hljómsveitin að leika.
Það var þýzk herliljómsveit. Áheyrendur
voru flestir franskir. Nokkrr fölleitir, sljólegir
hermenn stóðu álengdar, virtust dauðþreyttir;
annars voru þarna aðallega karlar og konur
úr borgmni. Það stóð þarna og horfði for-
vitnislega á innrásarherinn, horfði á skriðdrek-
ana og einkennsbúnngar.a.
Ronni sagði á ensku: „Þarna er hljómsveitin.
Megum við hlusta á hana?
j :ng
/ Dóttir min er að læra að beita röddinni.
) . Fer henni mikið fram?
/ Já, hún styrkist. Áður kvörtuðu aðeins þeir
( sem búa hér í húsinu, nú eru þeir farnir að
( bera sig upp handan við götuna.
( •
) Hvað liefur komlð fyrir? Hefurðu slasað þig?
) Nei, ég veðjaöi við Jón að hann gæti ekki
) borið mlg upp stigann á háliesti — og ég vann.
( °
I Konan mín liafði mjög gaman af að leika. á
( pianó hér áður fyrr. En síðan böi-nin komu til
( sögunnar hefur hún engan tima til þess.
( Já, það kemur sér oft vel að eiga börn.
Þú segir áð sonúr þinn léiki eins og Pader-
ewsky?
Já, hann notar báðar hendurnar. .