Þjóðviljinn - 08.03.1953, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudag'ur 8. marz 1953
Barnaíöf frá Paris
Frönsku tízkuhúsin gera ekki
einungis teikningar að klæðnaði
kvenna. 1 franska tízkutímaritinu
„Jardin de modes" fundum við
nýlega þessar myndir af barna-
fatnaði, og þó við höfum oft var-
að við öfgum í kvennatizkunni
frá Paris, þá skal það strax við-
urkennt, að þessi barnafatnaður
er bæði þokkalegur og skynsam-
legur. Sniðið er einfa't og þannig
að það hindrar ekki hreyfingar
barnanna. Ástæða er til að benda
á, hve auðvelt það væri að klippa
neðan af frakka stærri telpunnar
og rtota hann sem stuttkápu, þeg-
ar hún hefur vaxið upp úr hon-
um. Á minni myndinni eru fötin
sýnd aftan frá, og ekki eru þau
síður smekkleg þaðan að sjá.
■Daatur Parísar kjósa helzt að
ganga sjálfar i svörtum eða hvít-
um fötum, þær eru frábitnar
míklu litskrúði. En börnin sín
ikjæða þær í alía hugsanlega liti.
Sparikjólar telpnanna eru hvitir,
Ijósb'áir, Ijósrauðir, útsaumaðir
með rykktum borðum, en hvers-
dagsfötin eru gjarnan i gráum
íit. Öll fötin á myndunum eru grá,
enda er grár litur ákaflega hent-
ugur í hlífðarföt. Fellda pilsið
litlu telpunnar er líka grátt, en
blússarr sem við sjáum ekki á
| myndinni er i hárauðum ]it. Hatt-
ir, húfur, hálsklútar og vettling-
r eru líka i skærum litum, og
r því vel hægt að koma fyrir lita-
krúði, þótt hlífðarfötin séu ein-
t í gráum lit.
Frakki eldri telpunnar er úr
iðnu, þykku og mjúku ullarefni.
ikki litlu te’punnar er úr þétt-
fnari dúk og pilö hennar úr
unnu efni. Regnfrakki minni
rengsins er úr gagndreyptu
oplini og frakki stóra drengsins
r. sterku, þéttu tvidefni. ,r
^afmagnstakmörkun
'.unnudagur 8. marz
U. 10.45-12.30:
llíðarnar, NorðUrmýri, Rauðarár-
noltið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesv. og Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
•
Mánudagur 9. marz
Kl. 10.45-12.30:
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og AðaJstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbraut að sunnan.
Og, ef þörf krefur
Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes.
•
Kl. 18.15-19.15:
Nágrenni Reykjavikur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalinu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík i
Fossvogi. Laugarnes, meðfiam
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes. Árnes- og Rangárvallasýslur.
MATURINN
Á
MORGUN
Nætursaltaður fiskur, kartöfl-
ur. — Hrísgrjónavellingur.
út á fiskinn er sett (
egg, sem brytjað hef-
ijög smátt.
) Maturinn á þriðjudag:
Kjötsúpa
jÞar sem erfitt er að fá gul-
) rófur, verður auðyitað að sjóða (
) kartöflur i súpunni og þurrk- (
)að grænmeti, s.s. gulrætur og I
) hvítkál.
sjálfur iþennan kvíða .... af eigin raun. Ekkert
annað kemst að“.
Hún sagði lágt: ,,Já. Maður bíður og bíður
dag eftir dag. Og svo kemur bréf eða sím-
skeyti, og maður þorir ekki að opna það“. Hún
þagnaði. „Og loks opnar maður það“.
Hann kinkaði kolli. Samband þeirra var afar
aáið þessa stundina; þau höfðu orðið fyrir
sömu reynslti. Hann hafði einmitt beðið og beðið
á þennan hátt þegar Johns hafði verið saknað.
Þrjá daga hafði hann beðið; þá kom sím-
skeytið. Honum varð ljóst að hún hafði orðið
fyrir hinu sama; enda hafði móðir hennar sagt
henum það. Hann samhryggðist henni innilsga.
Allt í einu langaði hann til að tala um John
við hana. Hann liafði ekki getað minnzt á son
sinn við neinn síðan haan fórst. Hann hafði
óttazt samúð og dregið sig inn í skel. En þessi
stúlka hafðj þekkt John. Þau höfðu verið saman
á skíðum — verið vinir.
Hann blés frá sér reyknum. ,,Ég missti son
mian“, sagði hann lágri röddu og horfði beint
fram fyrir sig. „Hann fórst í flugferð — hann
var í flughemum. Þrjár Messerschmittvélar
skutu vél hans niður á heimleiö úr árásarferð.
Yfir Helgolandi".
Það varð þögn.
'Svo sneri hún sér að honum. ,,Ég veít það“,
sagði hún blíðlega. „Þeir skrifuðu mér af flug-
vellinum”.
ÁTTUNDI KAFLI
þeirra fyrir sér. „Betra getur þetta víst ekki
orðið“. Hún leit á hann. „Getið þér sofið þarna,
monsieur Hov/ard?"
Hann sagði: „Auðvitað, góða mín“.
Hún hló. „Jæja, við skulum þá reyna“.
Hann stóð og horfði á hana með ábreiðuna
í hendinni. „Má ég spyrja yður annarrar spurn-
ingar?"
Hún sneri sér að honum. „Já m'onsieur“.
„Þór hafið verið mér afar góð“, sagði haniri
lágt. ,,Ég skil það betur núna. Það hefur verið
vegna Johns?“
Það varð löng þögn. Hún stóð hreyfingarlaus
og horfði fram í salinn. „Nei“, sagði hún að
lokum. „Það var vegna barnanna“.
Hann sagði ekkert og skildi ekki hvað hún
átti við.
„Maður missir trúna og heldur að allt sé illt
og svikult".
Hann horfði ringlaður á han.a.
„Ég liélt ekki að neinn væri til eins góður og
hughraustur og John“, sagði hún. „En mér
skjátlaðist, monsieur. Faðir hans var eins“,
Hún saeri sér undan. „Og nú verðum við að
fara að sofa1', sagði hún. Rödd hennar var
næstum kuldaleg; gamla manninum fannst kom-
kin múrveggur á milli þeirra. Hann skildi það
vel. Hún vildi ekki svara fleiri spurningum.
Hún vildi ekki tala meira um þetta.
Hann lagðist útaf á beddann og hreiddi á-
breiðuna yfir sig. Stúlkan lagðist einnig fyrir
á bedda hinum megin við börnin.
Kvikmyndahúsið var hálffullt af fólki sem
var að búa um sig undir nóttina. Loftið var
blandað matarlykt og tóbaksreyk; í hálfrökkr-
inu virtist loftið þykkt og þungt.
Howard leifc á stúlkuna. „Þekktuð þér son
minn svo vel?“ sagði hann. „Mér var ókunnugt
um það“.
Nú var eins og hún þyrfti að tala. ,,Við skrif-
uðumst^ á“, sagði hún. Svo hélt hún áfram og
talaði hratt: „Við skrifuðum hvort öðru í hverri
viku síðan við hittumst í Cidoton. Og við hitt-
umst einu sinni í París — rétt fyrir stríðið.
Það var í júni“. Hún þagnaði og bætti síðan
við: „Það er næstum liðið ár síðan“. .
Gamli maðurinn sagði: „Góða mín, ég hafði
ekki hugmynd um þetta“.
„Nei“ sagði hún. „Ég sagði foreldrmn mínum
ekki frá því heldur".
Hann þagð; meðan hann reyndi að átta sig
á þessu. „Og þeir skrifuðu yður“, sagði hann
loks. „En hvernig vissu þeir heimilsfang
yðar?“
Hún yppti öxlum. „Hann hefur séð fyrir því“,
sagði hún. „Hann var mjög góður maður, mon-
sieur, og við voruip miklir vinir .“
Hann sagði lágt: „Þér hljótið að hafa haldið
allt anaað um mig, ungfrú. Yður hefur fundizt
ég ruddalegur. En ég fullvissa yður imi að ég
vissi ekkert um þetta. Ekki liið allra minnsta“.
Það varð þögn.
„Má ég spyrja yður einnar spurningar?“
sagði hann nokkru síðar.
„Já auðvitað, mpnsieur Howard“.
Hann starði vandræðalegur fram fyrir sig.
„Móðir yðar sagði mér, að þér hefðuð átt erfitt“,
sagði hann. „Það hefði verið ungur maður —
sem nú væri dáinn. Var það ekki annar maður ?“
„Það var enginn annar maður“, sagði hún
lágt. „Enginn nema John“.
Hún hristi sig og settist upp. „Heyrið þér,“
sagði hún. „Við verðum að koma beddunum
fyrir, annars fáum við ekkert veggpláss“. Hún
reis á fætur og fór að draga til beddana. Hanm,
fór að hjálpa henni, ringlaður og viðutan og
nokkra stpnd unnu þau þegjandi.
„Jæja“, sagði hún loks og virti handarverk
Howard lá vakandi og hugur hans í uppnámi.
Undir niðri hafði hann víst vitað að eitthvað
var á milli Johns og þessarar stúlku, en hann
hafði aldrei hugsað þá hugsun til enda. Þegar
hann leit til baka mundi hann eftir ýmsu, sem
hefði getað leitt hann í allan sannleika. Hún
hafði einmitt notað orð Johns umkokkteil: „Sín
ögnin af hverju setur meltingima í lag“. Hann
mundi einmitt að honum hafði fundizt undarlegt
að hím skyldi segja þetta, en hatin hafði samt
ekki skilið hvers vegna.
Hversu náin hafði vinátta þeirra verið? Þau
höfðu skrifazt á og auk þess höfðu þau hitzt
í Paris rétt fyrir stríðið. Hann hafði ekki haft
hugmynd um það fyrr. En níi minntist hann
þess að tvær helgar í júní síðastliðið ár hafði
hann ekki séð Johm; hann hafði talið víst að
hann hefði verið störfum hlaðinn og því ekki
getað komið. Var það þá? Það hlaut að vera.
Hann fór að hugsa um Nicole. Honum hafði
fundizt hún undarleg ung stúlka; nú leit hann
hana öðrum eugum. Hann fór smátt og smátt
að skilja erfiðleika hennar vegna Johns og hans
sjálfs. Stúlkan virtist hafa sagt móður sinni
GLuihT oc mmm
Kórinn hafði sungið á sjúkrahúsinu. Eftir söng-
inn hélt stjórnandinn stutta tölu, og lauk henni
með þessum orðum:
Og svo vona ég að ykkur gangi vel í framtíð-
inni.
Takk fyrir, sömuleiðis, kvað við úr rúmi út við
gluggann.
B
Þú segist vera frlhyggjuniaður. Það þýðir að
þú trúir ekki á nokkurn skapaðan htut.
Ég trúi bara á það sem ég skil .
Nú jæja, það kemur í einn stað^ niður.
Foreldraratmir
Fyrst er maður í vandræðum með að kenna
barninu að tala. Svo þegar það er búið er
maður í vandiæðum með að láta það þegja.
Læknir: Vitið þér ekki að ég tek ekki á móti
sjúklingum nema til kl. 4.
Sjúklingur: Jú, en hundurinn vissi það ekki
þvi hann beit mig ekki fyrr en tíu minútur yfir.