Þjóðviljinn - 10.03.1953, Page 1

Þjóðviljinn - 10.03.1953, Page 1
Þriðjudagur árgangur — 57. töiublað Stefán Jóhann Stefánsson markar stefnuna á aðalfundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur: Innlendan her og fjöl- mennara erlent herlið Byggnstu uiiiiioðsinenn Bandarikjanna eru fyrstir vaftdir tift frainhoðs ftijá ilokknum Á aðalfundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í fyrradag var stefna flokksins í sjálfstæðismálum enn einu sinni mörkuð af Stefáni Jóhanni Stefánssyni, en hann er sem kunnugt er formaður þingflokks Alþýðuflokksins, fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd og raun- verulegur formaður flokksins. Flutti Stefán nær klukkutíma ræðu um hernámið og stofnun innlends hers og var ræðu hans ákaft fagnað á fundinum. Stefán Jóhann lýsti yfir því 1 ræðu sinni að öll andstaða við hernám- ið og afleiðingar þess væri runnin undan rifj- um kommúnista. Þing- menn Alþýðuflokksins hefðu allir sem einn staðið að hernáminu 1951 og Alþýðuflokkn- nm bæri að fylkja sér um þá stefnu nú af enn meira kappi en nokkru sinni fyrr. Það væri helzt við hernámið að athuga að erlendi her- inn væri of fámennur; og væri knýjandi þörf „af öryggisástæðum“ að fjölgað yrði að mun í honum. Einnig þyrfti að styðja hernámsliðið til þess að hefja sem fyrst stórframkvæmdir þær sem nú eru á döfinni. Þá. vék Stefán að hug- myndinni um stofnun innlends hers. Sagðist hann telja það alveg sjálfsagða hugmynd að íslendingar tækju þátt í „vörnum landsins“ og bæri Alþýðuflokknum að beita sér fyrir því. Allt þetta mál kryddaði Stefán með harðvítugum ummælum um komm- únista og Rússa og sá þá í hverju horni. Talaði hann af miklum belg- ingi, eins og sá sem valdið hefur — enda hef- ur hann nú þegar tryggt sér öll völd í flokknum þrátt fyrir hina grátbros- legu atburði sem gerð- ust ó flokksþinginu í haust. Nu á ekki að dyliast Þessi fitefnuyfirlýsing Stefáns Jóhanns Stefánssonar er iþeim mun athyglisverðari sem Alþýðu- flokkurinn og Alþýðublaðið hafa undanfarið reynt að halda fram andstöðu við stofnun innlends hers. Var það ætlun Hanníbals að taka upp sama leikinn og fiokkurinn hefur leikið við tvenn- ar undanfarnar kosningar. Fyrir kosningamar 1946 var hengdur borði utan á Alþýðuhúsið með áletruninni: „Kjósið á móti afsali íslenzkra landsréttinda' — xA“. En eftir kosnin-garnar tók Al- þýðuflokkurinn fyllsta þátt í af- sali íslenzkra landsréttinda. Fvr- ir kosningar 1949 sóru svo bæði Gylfi og Hanníbal að aldrei rnyndu þeir sætta sig við erlent hemám, — bg samþykktu það svo báðir vorið 1951. Nú átti að reyna þetta einu sinni etin, en Stefán Jóhann telur hagkvæm- ara að ganga beint að hlutun- um að þessu sinni; og hefur ef- laust fengið um það fyrirmæli frá erlendum yfirboðurum sin- aim. Bandaiísk framboð Og auðvitað veit Stefán Jó- hann hvað hann er að fara. Al- þýðuflokkurinn hefur nú ákveð- ið þrjú framboð. Benedikt Grön- dal á að verða í kjöri í Borgar- fjarðarsýslu, en hann er og hef- ur ævinlega verið þægur um- 'boðsmaður bandarískrar ásælni hér á landi, og er auk þess einn af starfsmönnum og umboðs- mönnum Vilhjálms Þórs. í Hafnarfirði verður í kjöri Emil Jónsson, en hann var einn af þremenningunum sem flugu vestur um haf 1949 til að Undir- búa þátttöku fslands í Atianz- hafsbandalaginu og hernám landsins, og han í er einn af þeim mönnum sem Bandaríkja- metm treysta bezt hér á land. í þriðja lagi hefur svo framboð Guðmundar f. Guðmundssonar verið ákveðið í Gúllbrkngu- og Kjósarsýslu, en hann er einn af meðlimum „varna: nálanefndar" sem á að try.ggja sem bezt hags- muni Bandaríkjanna við allar framkvæmdir. Þetta erú þau framboð sem enn hafa verið til- kynnt hjá Alþýðuflokknum, og þau sýna eins glöggt og kostur er, hver er stefna flokksins og hvernig hann ætlar sér að vinna að kosningum loknum. Ýmsir gerðu sér nokkrar von- ir um breytingu til batnaðar á Aiþýðuflokknum eftir atburðina á flokksþinginu í haust. Allar þær vonir hafa nú gersamlega brugðizt. Flokkurinn heldur ríg- fast við afturhaldsstefnu síi Stefán Jólianu og Bandaríkjadekur og Stefán Jóhann ræður öllu sem hann vill. Og Hanníbal Valdimarsson stendur í sömu sporunum og 1951, þegar hann lét kalla sig til Reykjavíkur á leynifundi til að samþykkja það hernám sem hann hafði heitstrengt að berj- ast í móti. 500 áskrifendur — 500 hækkunargjöld Eftir aö I*jóðviljimi stiekk- aði er liann kominn mer því marki að verða heimil- isblað. Það er hægt að fylffjast með því sem ger- ist bmanlands og titaii með því að lesa Þjóðvllj- ann elnan. En það getur enginn lylg/.t með því sem gerlst, án þess að lesa Þjóð- viljann — þótt menn lesi heriiámsblöðin öll fá þeir aðeins sania gutl í sama nóa. Enda bætast nú við áskrifendur á hverjum degi. lausasalan eykst og fleiri og fleiri greiða hækkunar- gjöld. En Þjóðviljinn getur ekki stækkað til frambúðar án þess að 500 nýir áskrifend- ur bætist við og 500 grelði hækkunargjöld. Þeim mörk- um verður að ná sem allra fyrst, og það er auðvelt að ná þeim uú, ef nægUega margir taka til starfa. Ger- um þá sókn jafn glæsUega og söfnunina í stækkunar- sjóðinn. Prokoféff látinn Á sunnudaginn lézt í Moskva rússneska tónskáldið Sergei Pro- koféff, 62 ára að aldri. Prokoféff var talinn meðal mestu tónskálda þessarar aldar. Hann samdi marg- ar óperur og balletttónlist, fiinm sinfóníur, þrjár kantötur og átta konserta. Auk þess samdi hann tónlist við margar kvikmyndir. Verk hans voru ieikin um allan heim og hann átti mikltim viu- sældum að fagna, bæðl í heima- landi sínu og á Vesturlönduni. KINVERSKA stúlkan Li Meng, sem dómstóll á Malakkaskaga dæmdi til dauða, hefur verið náð- uð og dómnum breytt í ævilangt fangelsi. Grafhýsi Leníns á Rauða torginu. Stalín var lagður til hinztu hvíldar við hlið Leníns í gær nVertu sœll kennarí okkar og leiStogí, kœri vinur og góSi félagi!" Útför Jósefs Stalíns fór fram í gær í Moskvu með mikilli viðhöfn og aö viöstöddum hundruðum þúsunda manna. Kista hans var flutt úr húsi verkalýðsfélaganna, þar sem hún hefur staöið undanfarna daga, í guafhýsi Leníns á Rauöa torginu. I gærmorgun snemma tóku helztu leiðtogar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og ráð- herrar sér stöðn við líkbörur Stalíns í húsi verkalýðsfélag- anna og stóðu þar síðasta heið- ursvörðinn. Kl. 10 mínútur yfir 10 eftir Moskvatíma lyftu nánustu samstarfsmenn Stalíns kistu hans af börunum og bábu hana útá fallbyssuvagn. Þegar kistu Stalins var IjJt af bör- unum var skotið af fallbyss- um í öllum borgiun Sovétríkj- anna, skipslúðrar þeyttir og blásið í verksmiðjuflautur. Öll vinna stöðvaðist og tveggja mínútna þögn ríkti um gervöll Sovétríkin. Hljómsveit lék sorgargöngu- lag Chopins og líkfylgdin lagði af stað áleiðis til grafhýsis Leníns á rauða torginu. Mal- énkoff, eftirmaður Stalíns sem forsætisráðherra Sovétríkjanna. gekk næstur líkvagninum, á aðra hönd hans gekk Bería varaforsætisráðherra og á hina Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.