Þjóðviljinn - 10.03.1953, Qupperneq 10
10) _ ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 10. marz 1953
Nevil Shute:
58.
BorSstofan inni i skápum.
I ★
»
[ Gætuð þér hugsaf
• yður að hafa alh
; borðstofuna inn
Skápum? Einn mit
inn kost hefur slik’
fyrirkomulag, sen
* sýnt er hér á mynd
inni, plássið í þröng
1 um híbýlum notast %
' betur. En hætt er
við, að víða sé erfit'
1' að koma því við, o;
ekki viljum vif
halda því fram, af
; það sé til fyrír
■ myndar. Én þettr
er þó hugmynd, sem
' vgl er athugandi
1 Skápshurðirnar eri
■ á hjörum að neðar
og þegar þær efi
látnar niður, komá
' þær í staðinn fyr-
ir borð og bekki, einsog sýnt
er á myndinni. En í skápnum
ér geymt álít sem þarf tii mál-
tíðarinnar, matarílát og hnífa-
pör. Myndina tókum við úir
brezka ritinu Better Homes and
Gardens, en það er okkar skoð-
un, að bezt væri að íbúðirnar
væru svo rúmgóðar, að slíkar
tilfæringar sem. þessar væru ó-
þarfar. Hinsvegar er því ekki að
neita að víða er þröngt. í íbúð-
um og þar gæti hugmynd sem
þessi komið að gagni. En gall-
inn er bara sá, að þar er um
leið lítið af ónotuðu veggpiássi,
þar sem hægt væri að koma
skápum sem þessum fyrir.
Hvernig þekkja má efnin.
Bezta ráðið til að komast
fyrir um hvaða efni er í klæð-
un, er að taká þráð og kveikja
í honum og athuga hvernig
hann brennur. I bæklingi sem
erlend vefnaðarverksmiðja hef-
ur sent frá sér, eru gefnar
þessar ráðleggingar:
Gervisilki: Bráðnar þtegar
í því er kveikt og vefst upp í
íitla harða kúlu. Acetón leys-
ir það upp, og þáð er þvi ráð-
legast' áð fara varlega með
naglalakkið, ef maður er í kjól
úr gervisilki.
Baðmull: Brennur fljótt upp
og skilur eftir fínkorna, duft-
kennda ösku og glóð. Snýst
upp á þræðina þegar þeir
MATURINN
Á
MORGUN
Steiktur fis.kur með sósu — (
Sítrónusúpa, tvíbökur.
★
Ef fiskurinn er flakaður
, heima má sjóða beinið til að
fá soð í sósuna, sem verður
þá ólíkt betri, en sé hún bú-
in til úr vatni eingöngu. Fisk-
urinn er hreinsaður og skorinn
í stykki, laukurinn skorinn i
sneiðar, brúnaður í tólginni,
tekinn 'af pönnunni. Fiskin-
um velt upp úr hveiti blönd-
uðu salti og pipar. Brúnaður
i heitri feiti — soði hellt á.
Þegar fiskurinn er steiktur, er
feott að taka hann af pönn-
1 unni áður en sósan er jöfnuð,
svo að fiskurinn fari ekki í
sundur. Vandið til steikingar
á fiski, þá fáið þér fallegan ^
og bragðgóðan rétt. /
Súpan. —- Guli börkurinn /
rifinn af 2 sítrónum og soð- /
inn í 1% af vatni. Búinn til /
jafningur úr soðinu ;og 30 g <
af smjörlíki og 30 g af hveiti. (
I—2 egg þeytt í súpuskál, soð- ;
inu hellt út í sitrónusafann. )
blotna. Leysist upp í 80%
brennisteinsýrv.
Dynel (gerviefni, svipað or-
lon): Brennur ekki, en hleypur
og verður hart og stökkt.
Hampur og hör: Brennur
eins og pappír.
Sekkjabast (jute): Brennur
eins og pappír, en skilur eftir
meiri ösku en önnur jurta-
efni.
Sllki: Hreint og óblandað
silki brennur eins og ull. Silki
sem hefur verið baðað uppúr
málmsöltum, skilur eftir glóð.
Nælon: ÞráSúrinn bráðnar
áður en í honnm kviknar.
Leysist ekki upp í acetóni, en
hinsvegar í óblandaðri maur-
sýru.
Orlon-perlon: Bráðnar og
brennur, skilur eftir harða,
svarta ösku. Leysi.st ekki upp
í acetóni eða maursýru.
UIl: Brennur hægt og ljtktar
eins og þegar hár brennur.
(brennisteinn), sviðnar. Verð-
ur gul í saltpéturssýru.
Gerviull (sehill): Bráðnar
ekki. Brenmir fljótt, skilur að-
eins litla ösku eftir. Leysist
ekki upp í aeetóni.
Rafmagnstakmörkun
Þriðjudagur 10. niai'z.
KI. 10.45-12.30:
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu og Bjai-kargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugvaJlar-
svæðinu, Vestui-höfnin með Örfir-
isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes
fram eftir.
Og, ef þörf krefur:
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík í
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur.
•
Kl. 18.15-19.15:
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
hoitið, Túnin, Teigarnir, ibúðar-
hverfi við Laugarnesv. og Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
fátt eitt um John; hún hafði borið sorg sina
þögul og án þess að kvarta. Svo hafði hann
birzt óvænt við húsdyrnar hjá hetmi. Hann
hafði bætt óþægindum ofan á sorgina sem fyrir
var.
Hann sneri sér á hina hliðina. Hann varð að
láta hana í friði, leyfa henni að tala ef hún
vildi, þegja ef hún vildi. Ef til vill sagði hún
hotium eitthvað meira þegar frá liði. Hún hafði
ótilkvödd sagt honum af John.
Hann lá lengi vakandi og hugsaði um þetta
fram og aftur. Loks sofnaði hann.
Hann vaknaði við grát um miðja nótt. Hann
opnaði augun; eitt barnanna var að gráta.
Hann settist upp, en Nicole varð fyrri til; hún
var komin fram úr áður en hann var búinn að
átta sig, og kraup hjá litlum sorgbitnum snáða,
sem grét beizklega.
Það var Villem og hann grét eins og hann
ætlaði að springa. Stúlkan lagði handlegginn
utanum hann-cg hughreysti hann mildum, mjúk-
um rómi. Gamli maðurinn fleygði frá sér tepp-
inu og fór fram úr.
„Hvað er að?“ spurði hann. „Hvað gengur
að honum?“
Stúlkaíi sagði: „Eg held hann hafi haft mar-
tröð. Hann sofnar bráðum aftur.“ Hún hélt á-
fram að hugga hann.
Howard var í mestu vandræðum. Hann var
vanur að tala við börnin eins og fullorðið fólk.
Það var ekki hægt nema þau skildu hann og
hann kunsii ekkert mál sem hollenzki-drengur-
inn skildi. Hann hefði getað tekið hann á kné
sér og talað við hann; hann hefði aldrei getað
hughreyst hann á sama hátt og stúllcan gerði.
Hann kraup hjá þeim. „Haldið þér aið eitthvað
sé að hcnum?“ spurði hann. „Ef til vill hefur
hann borðað eitthvað sem honum hefur orðið
illt af.“
Hún hristi höfuðið; gráturinn var í rénun.
„Eg held ekki,“ sagði hún lágt. „Hann vaknaði
tvisvar í nótt sem leið. Hann dreymir illa. Þetta
er martröð."
Gamli maðurinn minntist atburðanna í Pit-
hivíers; það var ekkert óeðlilegt þótt snáðann
dreymdi illa.
Hann hrukkaði ennið. „Vaknaði hann tvisvar
í nótt sem leið ?“ sagði hann. „Það vissi ég ekki“
Hún sagði: „Þér voruð þreyttur og sváfuð
vel. Auk þess voruð þér í öðru'herbergi. Eg
fór til hans og hann sofnaði fljótt aftur í bæði
skiptin.“ Hún laut yfir hann. „Hann er alveg
að sofna núna,“ sagði hún lágt.
Það varð löng þögn. Gamli maðurinn starði
í kringum sig; dauft bláleitt ljós logaði yfir
dyrunum. Dökkar verur hnipruðu sig á beddum;
tveir eða þrír hrutu; loftið var heitt og þungt.
Pötin límdust við hann. Þægilegt og áhyggju-
laust líf hans í Englandi virtist órafjarri. Þetta
var lífið sjálft. Hann var flóttamaður sem svaf
á hálmi í ónotuðu kvikmyndahúsi undir eftirliti
þýzks varðmanns, félagi hans var frönsk
og hópur útlendra barna í vörzlu hans. Og hann
var þreyttur, þreyttur, dauðþreyttur.
Stúlkan reis upp. Hún hvíslaði-: „Hann er
alveg að sofna. Eg fer að leggja hann útaf“.
Hún þagnaði og bætti síðan við: „Farið aftur
í rúmið, monsieur Howard. Þetta tekur engan
tíma.“
Hann hristi höfuðið, beið kyrr og virti hana
fyrir sér. Von bráðar var drengurinn steinsofn-
aður; hún lagði hann mjúklega á koddann og
breiddi teppið yfir hann. Svo reis hún á fætur.
„Jæja,“ sagði hún lágt. „Nú getum við sofið
þangað til næst.“
Hann sagði: ,,Góða nótt, Nicole..“
Hún sagði: „Góða nótt. Þór skuluð ekki fara
á fætur, þótt hann vakni. Hann er fljótur að
jafna sig.“
Hann vaknaði ekki aftur það sem eftir var
nætur. Klukkan sex voru allir komnir á stjá;
um lengri svefn var ekki að ræða. Howard fór á
fætur, dustaði fötin sín eins vel og hann gat;
honum fannst hann vera óhreinn og skeggjaður.
Stúlkan klæddi bömin með aðstoð Howards.
Henni fannst hún líka vera óhrein og rytjuleg;
hrokkið hár hennar var úfið og hún var með
höfuðverk. Hún þráði ekkert heitar en að kom-
ast í bað. En þama var ekki hægt að fara í foað,
það var ekki einu sinni hægt að þvo sér.
. Ronni sagði: „Mér finnst leiðinlegt hérna.
Megum við sofa á bóndabæ á morgun?“
Rósa sagði: „Hann meinar í kvöld, monsieur
Ronni er svo mikill kjáni."
Howard sagði: „Eg veit ekki hvar við sof-
um næstu nótt. Við sjáum nú til.“
Sheila ók sér og sagði: „Mig klæjar svo.“
Við því var ekkert að gera. Til þess að leiða
at%gli hennar að öðru leiddi Iioward börnin
fram í anddyrið þar sem þýzki matsveinninn
úthlutaði kaffikrúsum. Hverri krús fylgdi stór
ósjáleg brauðsneið. Howard lét bömin setjast og
sótti handa þeim brauð og ikaffi.
Nicole kom til þeirra og þau mötuðust öll
saman. Brauðið var hart og bragðlaust, kaffið
rammt og vont og þau kvörtuðu sáran. Gamli
maðurinn og stúlkan urðu að hafa sig öll við
til þess að athygli þýzka matsveinskis beindist
ekki að þeim. Dálítið súkkulaði var enn eftir,
hann skipti því á milli þeirra og það bætti úr
skák.
Brátt fóru þau út úr kvikmyndahúsinu, ýttu
bamavagninum á undan sér og gengu í átt-
ina til brautarstöðvarinnar. Þjóðverjar skálm-
uðu um göturnar, óku bifreiðum, stóðu við skrif-
stofudyr; verzluðu í búðunum. Þau reyndu að
fá keypt súkkulaði handa böraunum í mörg-
um verzlunum, en hermennimir höfðu keypt
allt sælgæti sem til var. Þau keyptu nokkra
brauðhleifa og brúna pylsu af vafasömum upp-
runa í nestið. Ávextir voru ófánalegir, en þau
keyptu nokkur salathöfuð.
Á stöðinni komust þau vandræðalaust gegnum
hliðið og afhentu þýzka verðinum miðana. Þau
settu bamavagninn upp á farangurspallinn og
settust síðan inn á þriðja farrými.
Þegar lestin var komin af stað tók Howard
eftir því að Rósa litla hélt á mjög óhréinum
svörtum og hvítum kettlingi.
Nicole var önug við hana í fyrstu. „Við höf-
um ekkert við kött að gera,“ sagði hún við
HUGMÉNDAAUÐGI.
Ungur maður brauzt svo að segja inn til
Sams Goldwyns hér um daginn: Eg hef alveg
stórkostlega hugmynd að kvikmyndahandriti,
sagði hann. Hann svíkur hana. Hún svíkur
hann. Það er ekið yfir barnið þeirra. Við bana-
beð þess hittast þau og sættast.
Kæri vinur, sagði Go'dwyn þreytuiega, það
er þegar búið að gera hundruð mynda af
þessu efni.
Það veit ég, sagði snillingurinn ungi, en það
nýja, það stórkostlega í þessari hugmynd er
það að atburðirnir gerast á Satúrnus.
B
Mig dreymdi í nótt að ég var að saga ein-
hver ósköp af viði. En sem betur fór vaknaði
ég í tæka tið.
1 t'æka tíð??
Já, annars hefði ég kannski þurft að höggva
bútana líka.
■
Þau ræddu brúðkaupsferðina, og hann stakk
upp á sjóférð. En ég er svo hrædd við sjóveik-
ina, sagði hún.
Hvaða vitieysa, ást er bezta meðal sem til er
gegn sjóveiki.
En heimferðin þá?