Þjóðviljinn - 12.03.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1953, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. marz 1953 I þlÓOVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistallókkurinn. Rit,stjórar: Magnús Kjartansson: (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Áuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 18. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. —Lausasöluverð 1 kr.. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Dýrmætt tækifæri Þess sjást nú víða merki að mikil óánægja og vaxandi npplausn grefur um sig meðal flokksmanna og fylgis- manna allra hemámsíiokkanna. Þetta er eðlileg afleiðing stefnu þeirra og starfsnátta á undanförnum árum. Fólkið, sem trúði yfirlýsingum þeirra um að staðið skyldi á verði um sjálfstæði landsins og aldreii myndi til þess koma að erlent herlið yrði kvatt til landsins á friðartímum, hefur nú fengið að þreifa á efndunum. Þáð eru nú bráðum bðin tvö ár síðan formlegt hernám landsins fór fram að beiðni hernámsflokkanna allra, og þjóðin öll hefur fundið íyrir afleiðingum þess á einn eða annan hátt. Frammi fyrir þjóðinni standa því hernámsflokkarnir þrír, AB-flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæöis- flokkurinn, sem hræsmsfullir svikaflokkar og eiðrofar. Þeir hafa ofurselt land og þjóð dutlungum og vilja erlends herveldis, sem undirbýr árásarstyrjöld af kappi og hefur gert ísland að einum þætti þeirrar herstöðvakeðju sem það riðar af me§tri ákefð. Þessi landráðastarfsémi her- námsflokkanna hefur gert hvorttveggja í senn: Leitt yfir þjóðina hættu á algjöiri tortímingxi takist auðvaldi Banda- ríkjanna aö efna til allsherjarstyrjaldar milli þjóða heims- Ijis — og jafnframt kallað yfir íslenzkt þjóðemi og menn- mgu geigvænlega hættu afsiðunar og spillingar, sem hvar- vetha fylgir í kjölfar bandarísks hernáms. Þetta er nú þjóðinni allri aö verða æ ljósara. Þjóð- hollir og heiðarlegir íslendingar, sem áður hafa trúáð her- námsflokkunum og tekið yfirlýsingar þeirra hátíðlega, skilja að á oröum þeirra fyrir kosningar er ekkert mark takandi. Þeir eru. margreyndir að því að lofa öllu fögru þegar þeir eru að bella fylgi kjósenda en svíkja öll lof- orð og rjúfa alla eiða af fullkominni óskammfeilni strax að kosningum loknurn. Þessi er reynsla fólksins af her- námsflokkunum og með hana í huga mun það marka afstöðu sína til þeirra í kosningunum í vor. Það fer ekki hjá því að forsprakkar hemámsflokkanna verði þess varir hvað að þeim snýr í þessum efnum. Eigi að síður reyna þeir í lengstu lög að bera sig borgin- rnannlega. Það er t. d. ekki laust við áö vera spaugilegt þegar málgögn flokka sem liggur við algjörri sundrungu og upplausn láta svo í skrifum sínum sem þeir ei.gi sívax- andi fylgisaukningu að fagna meðal þjóðarinnar og sam- heldni þeirra og styrkur sé slíkur að annað eins hafi ekki áður þekkzt! En einmitt á þessa lund hefja blöð allra hernámsflokkanna kosningabaráttuna og eru AB-bláðið. og Morgunbl. fremst í þessum flónslega málflutningi. í sjálfu sér er blöðum hemámsflokkanna og marsjall- stefnunnar ekki of gott að ylja sér viö þennan gervield sjálfsblekkingar. En brátt munu þau komast að þeirri nið- urstöðu að það íslenzkt fólk sem flokkar þeirra hafa svik- ið og svívirt með þess eigin atkvæði að bakhjarli, lætur ekki endalaust blekkja sig. Um allt land em nú þúsundir rnanna og kvenna sem bíða,þess tækifæris með óþreyju að íá að kvitta fyrir framin þjóðsvik undanfarandi ára og vilja leggja fram krafta sína til þess að skapa landi og þjóð aðra og bjartari framtíð en henni er fyrirhuguö f amkvæmt áætlunum og stefnu þeirra þriggja afturhalds- flokka sem bera ábyrgð á hernámi landsins og þeim þræl- dómshiekkjum mai-sjailstefnunnar sem lagðir hafa verið á þióðina. Það er nauðsynlegt að þetta fólk geri sér ljóst áð nú brakar í innviöum hernámsflokkanna þriggja, og aö ráða- klíkur þeirra óttast dóm kjósenda á vori, komandi. En þessum ótta verður ekki breytt í ótvíræðah veruleika nema með þrautseigu starfi þúsundanna sem skilja hvað er í húfi og hve kosningamar eru dýrmætt tækifæri til að knýja fram gagngerða stefnubreytingu í íslenzkum stjórn- málum. Þetta fólk þarf, þrátt fyrir allan smávægilegri skoðanaágreining, að taka höndum saman og heyja þá fcaráttu sem framundan er í einni samstilltri fylkingu með þeim flokki sem aldrei hefur bmgðizt alþýðunni eða mál- ýtað íslands, sameiningarflokki íslenzkrar alþýðu — Sós- í alistaflokknum. Uppganpr í austr!f hrörnun í vestri NiSurstö&ur nýjustu skýrslu Efnqhags nefndar S Þ fyrir Evrópu vekja afhygli | húsakynnum Þjóðabanda- lagsins sáluga í Genf í Sviss hafa undanfarin ár haft aðsetur sitt hagfræðing- ar af mörgum þjoðum, sém hafa það starf með hönd- um að fylgjast með heilsu- fari, atvinnuvega Evrópu. Frá þeim hafa borizt árlega heild- arskýrslur, auk athugana á þrengri sviðum, sem jafnt og þétt hafa imnið sér álit. Hag- fraeðingamir í Genf eru starfs lið Efnahagsnefndar SÞ fjTÍr Evrópu og starfi þeirra stjóm ar Sviinn Gunnar Myrdal, einn kunnasti hagfræðingur, sem nú er nppi. Víðkunn er ranii- sókn hans og konu hans, fé- lagsfræðingsins Alva, fyrir Camegiesjóðinn á kynþátta- vandamálinu í Bandaríkjun- um. Frá 1945 til 1947 var Myrdal viðskiptamálaráðherra í ríkisstjórn sósíaldemókrata í Svíþjóð en það ár tók hann við framlrvæmdastjórn Efna- hagsnefndarinnar. í því starfi nýtur hann fyllsta trausts ríkisstjórna bæði í Vestur- og Austur-Evrópulöndum og rit- in sem koma frá starfsliði hans þykja fræðimannleg og traust svo af ber. JglTT þessara rita og það veigamesta til þessa kom út í síðustu viku. Það er yfir- lit um þróunina í framleiðslu og viðskiptum í Evrópu síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Michael Hoffman, fréttaritari New York Times í Genf, kall- ar bókina „stórkostlega rann- sókn“ og segir: „Þetta er lang yfirgripsmesta krufning sem gerð hefur verið á Evr- ópu eftirstríðsáranna". Og niðurstaðan af þessari vand- virknislegu rannsókn er sú að Marshalllöndin í Vestur- Evrópu eiga við vaxandi og að þvi er virðist ólej'sanlega viðskiptaörðugleika að stríða og framleiðsla atvinnuvega þeirra stendur í stað effia minnkar jafnvel enda þótt uppgangstímar séu í öðmm heimshlutum. Hinsvegar hef- ur framleiðslan stóraukizt í Austur-Evrópu, framleiðslu- áætlanir staðizt að mestu og þar er verið að leggja grund- völl að velmegun og stöðöig- um framfömm. ^érfræðingar Efnahagsnefnd arinnar benda á að fram- tíðaráætlanir Marshallland- anna frá 1948 hafa farið ger- samlega út um þúfur. Sömu sögu er að segja af endurskoð aðri útgáfu þeirra frá miðju lári 1951. Orðrétt segja sér- fræðingarnir í Genf: þannig ríkti í ársbyrjun 1953 stöí’nun í framleiðslu og sam- dráttur í viðskiptum í Vest- ur-Evrópu og var það í al- gerri andstöðu \áð hálfs ann- ars árs gamla ályktun Greiðslubandalagsríkjánna um að tryggja framleiðsluaúkn- ingu lun fjórðung á fimm ár- um“. Og enhfremur segir: „I samanburði við þær háu vonir, sem menn gerðu sér í stríðslok, hafa framfarimar í atvinnulífi - Vestur-Evrópu ekki verið mjog uppörvandi.“ JJinsvegar segir um þróun- ina í • Austur-Evrópuríkj- umun (öðrum en Júgóslavíu) að þar hafi „verið framkvæmd byltingarkennd brej'ting á at- vinnulífinu og miklar f jarvídd- ir hafa opnazt fyrir frekari framþróun“. — Sérfræðingar efnahagsnefndarinnar rekja þau vandkvæði, sem gert hafa vart við sig í ýmsum fram- leiðslugreinum Austur-Evr- ópulandanna og álykta síð- an: „Yfirleitt hafa áætlanim- GUNNAR MYRDAL ar borið góðan árangur cf fallizt er á það, hvað látið hefur verið ganga fyrir“. — Langmest áherzla hefur verið lögð á uppbyggingu þungaiðn- aðarins en minni á fram- leiðslu neyzluvarnings og end- urbætur í landbúnaðinum. 1 löndum þessum er kolafram- leiðslan orðin fjórðungi meiri en fyrir stríð, framleiðsla jarðgass, stáls og raforku hefur næstum tvöfaldazt, framleiðsla efnáiðnáðarins hefur sexfaldazt i Póllandi ög nær þrefaldazt í Rúmeníu. • ^Jrastar hafa þó framfarirn- ar verið í Sovétríkjumun. „Margt bendir til þess að ef útþenslan heldur áfram með svipuðum hraða og hingað til muni í lok j-firstandandi ára- tugs framieiðsla og neyzla, heiztu iðnaðarhráefna verða í Sovétríkjunum jafn mikil eða meiri en í sjö iðnþróuðustu löndum Vestur-(Evrópu til samans", segja höfundar skýrslunnar. Þeir telja að sú 70% framleiðsluaukning frá 1951 til 1955, sem gert er ráð fyrir í j’firstandandi fimm ára áætlun Sovétrikjanna muni nást fyrr en áætlunin gerir ráð fyrir. Sérstök á- herzia er lögð á aukin af- köst hvers verkamanns í Sovétríkjunum og hina hrað- stígu aukningu i framleiðslu oliu, rafmagus, stáis og kola. • /^tvinnuleysi er ekki til i Austur-Evfópu en i Vest- ur-Evrópu eru 4,4 milljónir manna atvinnu'ausar. Heldur hefur dregið úr atvinnuleysi í norðvesturhluta álfunnar en það hefur aukizt sem þvi svarar í Miðjarðaihafslöndun- um, þar sem lífskjör manna versna jafnt og þétt. Lífskjör almennings hafa batnað í A-EvTppulöndunum vegna lækkandi verðlags en vegna hinnar . miklu f járfestingar hefur neyzlan aukizt. hægar en framleiðslan. Álit sérfræð- inga Efnahagsnefndarinnar er að rikisstjómirnar i Vestur- Evrópu hafi gert iUt verra méð stefnu sinni í fjármálum og atvinnumáliun. Þeir segja: „Það er ekki ólíklegt að auð- veldara yrði að ieysa vanda- málin varðandi jafnvægi í þjóðfélögunum og tekjuskipt- ingu, ef ríkisstjórnimar tækju sér fyrir hendur að auka þarf- irnar í stað þess að hafa of strangan liemil á útþenslu“. e Jþað sem veldur stöðnun í atvinnulífi Vestur-Evrópu á sama tíma og Austur-Evr- ópa og Bandaríkin lifa upp- gangstíma er vandkvæði á sölu framleiðslunnar og skortur á gjsldeyri til hrá- efnakaupa sem af útflutnings- kreppunni hlýzt. Vestur-Evr- ópuríkin verða æ háðári Bandarikjunum um kaup á nauðsynjum en þeim er að verulegu leyti fyrirmimað með tollmúrum að selja fram- leiðs'u sína til Bandaríkjanna. Fyrir stríð komu 37% af korninnflutningi Vestur-Evr- ópu frá Bandaríkjunum en nú 80%, af fóðurkornsinn- flutningnum 8% en nú 47%, af oííu- og feitiinnflutningnum 7% en nú 20%, af sykurinn- flutningnum 40% en nú 78?^, og þannig mætti lengi telja. Vestur-Evrópa er orðin einn helzti markaffurinn fyrir bandaríska framleiðslu en framleiðsla Vestur-Evrópu- rikjanna kemst ekki inn í Bandaríkin.. •* • . IP* þrjár leiðir er að velja fyrir Vestur-Evrópulönd- in til að afla þeirra 2000 til 2500 milljóna dollara á ári, sem skortir á að þau eigi fyrir þörfum: 1) Að auka út- flutninginn til Bandarikjanna, 2) að beina viðskiptunum annað en til Bandaríkjanna og 3) að sigra bandaríska fram- leiðendur í samkeppninni hvarvetna á heimsmarkaðín- um. Vegna vaxandi sölutregðu heimafyrir í Bandaríkjunum má telja leiðirnar 1) og 3) lokaðar. Leiðin 2) þýðir þa'ð áð leita verður aukinna við- skipta milli Austur- og Vest- ur-Evrópu en sérfræðingar Efnahagsnefndarinnar hafa þrásinnis bent á að þau eru eðlilegasta lausnin á vandan- um. En þar er ljón á vegin- um. Bandaríkjastjórn hefur fvrirboðjð Marshalllöndunum að selja Austur-Evrópuríkj- unum þær vörur, sem 'þau girnast til uppbyggingar þungaiðnaðar síns. Hinsvegar vilja Austur-Evrópuríkin ekki selja matvæli sín og liráefni fyrir eintómt glingur. I næsta mánuði kemur saman á veg- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.