Þjóðviljinn - 12.03.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1953, Blaðsíða 1
Naguib heímtar herinn á brott Naguib hershöfðingj, forsætis- ráðherra Egyptalands, sagði við bfaðamenn í fyrradag, að brezka íslendin^a Sósíalistaflokkurinn skorar á alla þjóðholla Islendinga að mynda frjáls stjórnmálasamtök til að leysa aftur af Islandi nýlendufjötraná binda endi á það niðurlægingartímabil sem nú stendur yfir stjórnin hefði rofið samkomulag- ið sem nýlega varð milli Egypta og Breta um framtíð Súdans. Hann bætti því við, að það væri skilyrðislaus krafa Egypta, að Bretar héldu burt með allan her- afla sinn frá Súezeiði. Selwyn Lloyd, aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta, vísaði þess- um ásökunum Naguibs á bug í brezka þinginu í gær og lýsti jafnframt yfir, að það yrði ekki .til að bæta sambúð landanna, é£ egypzkir ráðamenn héldu upp- teknum hætti með að gefa út „hlutdrægar og torráðnar yfir- lýsingar“. Lloyd var hylltur al í SLENDINGAR! SlÐASTA flokksþing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins samþykkti ávarp til íslenzku þjóðarinnar, sem lauk með þessum orðum: „VERKAMENN, sjómenn, bændur, menntamenn, millistéttir og sá hluti borgarasté'ttarinnar, sem er þjóðhollur og framfarasinnaður og ekki hefur gengið á mála hjá óvini íslands, auðdrottnunar- valdi Bandaríkjanna, allir þeir, sem imna frelsi lands og lýðs og kjósa velmegun og framfarir þjóðarinnar, verða nú að taka höndum saman, slíta af sér herfjötra hinna sviksamlegu borgara- flokka og skapa nýjan grundvöll að frjálsri stjórnmálastefnu á íslandi. HÖFUÐMARKMIÐ slíkra frjálsra stjómmálasam- ta'ka, þjóðfylkingar íslendinga, yrði að leysa. ís- land aftur úr þeim nýlendufjötrum, sem nú er Jsifellt verið að hneppa það í, og hnekkja þannig yfirdrottnun hins ameríska herveldis og erind- reka þess og bjarga þjóðinni úr þeim voða, sem hemám landsins hefur búið henni. MYNDUN slíkrar þjóðfylkingar og sigur hennar í frjálsum kosningum ér það mikla takmark, sem hver góður íslendingur verður nú að keppa heils hugar að. Það er eina leiðin — leið íslands út úr því niðurlægingartímabili í sögu þess, sem nú stendur yfir og verður að binda endi á.“ NÚ ER ENN Á NÝ vá fyrir dyrum. Fyrirhugað er að stofna íslénzkan her undir bandarískri yfir- stjóm. Fyrirhugaðar em miklar hemaðarfram- kvæmdir, bygging herskipahafna og hemaðar- flugvalla víðsvegar um landið. Stefnt er að því að gera ísland að einni mestu árásarstöð Banda- ríkjanna og samfelldum vígvelli, ef til styrjald- ar kemur. íslenzkt viðskip'talíf er hneppt í fjötra, samtímis því, sem stórveldi þau, sem ísland hef- ur verið ofurselt efnahagslega, neita að kaupa framleiðsluvörur þess. Fyrirhugað er að afhenda erlendu auðvaldi dýrmætustu auðlindir lands- ins, samtímis því sem íslenzk framleiðsla er tak- mörkuð. íslenzka þjóðin er í mikilli hættu stödd. OG NÚ ER TÆKIFÆRIÐ fyrir íslenzku þjóðina til að snúa af þeirri braut, sem stefnir í sjálfan voðann, af braut niðurlægingarinnar yfir á braut þjóðlegrar reisnar og framfara. Það standa kosn- Ingar fyrir dyrum. Ef öll alþýða landsins og allir þjóðhollir íslendingar taka höndum saman í þessum kosningum, er hægt að bjarga þjóðinni. FYRIR ÞVÍ skorar Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn á alla góða .íslendinga sem heilshugar vilja vinna að því að endurheimta| sjálfstæði landsins og að efnahagslegri framsókn á þjóðlegum grundvelli, svo og á öll samtök þeirra, hagsmunaleg, stjórnmálaleg og menning- arleg að taka höndum saman í kosningum þeim til Alþingjs, sem í hönd fara, á eftirfarandi grundvelli: 1. AÐ herverndarsamningnum verði sagt upp og allur erlendur her fluttur burt af íslandi. 2. AÐ þjóðin endurheimti sjálfsforræði sitt að fullu í stjómarháttum og efnahagsmálum. 3. AÐ staðið verði fast gegn öllum tilraunum til að koma upp íslenzkum her í hvaða mynd sem er. - « 4. AÐ staðið verði gegn öllum tilraunum erlends auðvalds til að sölsa undir sig íslenzkar auð- lindir. 5. AÐ þjóðin einbeiti orku sinni að því að koma upp stóriðju á grundvelli auðlinda sinna af eig- in rammleik. 6. AÐ nýtt verði til fulls atvinnutæki þjóðarinn- ar í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði og haf- in að nýju stefna nýsköpunar og framfara í þessum greinum. 7. AÐ stefnt sé að því, að öllum íslendingum, sem vilja vinna, sé tryggð atvinna. 8. AÐ unnið sé markvisst að bættum launakjörum og auknu félagslegu öryggi í náinni samvinnu við verkalýðssamtökin.; 9. AÐ ekki sé hvikað í landhelgismálunum. 10. AÐ íslendingar kappkosti að lifa í friði og vin- áttu við allar þjóðir, lýsi yfir ævarandi hlutleysi í ófriði og leggi fram sinn skerf til þess að stuðla að sáttum og friði í heiminum. SÓSÍALISTAFLOKKURINN mun að sínu leyti gæta þess vel, að ekkert, sem skilur og engar fyrri erjur standi í veginum fyrir sameiningu um hinn sameiginlega málstað yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, allra góðra íslendinga. Hann væntir hins sama af öllum öðrum aðilum. Hann treystir því, að enginn, sem heilshugar vill berjast fyrir málstað þjóðar sinnar, geri þann óvinafagnað að stofna til sundrungar í fylking- um þjóðhollra íslendinga á örlagastund. Hann óskar að eiga hið allra fyrsta viðræður við alla þá aðila, sem vilja vinna að því að koma á fót þessari fylkingu á þann hátt, sem heppilegast þykir. Hann er fús til.að ræða og ’taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnurn og hann er stað- ráðinn í að láta öll þrengri flokkssjónarmið víkja fyrir sameiginlegum málstað. Miðstjóm Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. þingmönnum úr öllum þingflokk- am að ræðu sinni lokinni. Frú Pandit adalritari SÞ? Öryggisráðið kom saman á fuhd í gær fyrir luktum dyr- um og var rætt um skipuni nýs manns í sæti Ti-ygve Lie, aðalritara SÞ. — Sövétríkim hafa lagt til að utanríkis- ráðherra Póllands, Stanislaw Skrzesewski, verði látinn taka- við, en talið er að Vesturveld- in muni annaðhvort stinga upp á Lester Pearson, utanríkisráð- herra Kanada, Carlos Romulo, fulltrúa Filippseyja hjá SÞ, eða Nasrullak Entezam, aðalfull- trúa írans hjá SÞ. Ólíklegt er talið að nokkur þessara fjög- urra muni hljóta löglega kosn- ingu. Hins vegar eru taldar líkur á, að samkomulag geti orðið um formann indversku sendinefndarinnar, frú Vijaya Lakhsmi Pandit, sem er systir Nehrús, en hún liefur lýst sig fúsa að taka við stöðunni, ef meirihluti stendur að kosnkigu hennar. Gromikó harðorður Gromikó, aðalfulltrúi Sovét- ríkjanna á þingi SÞ \ fjarveru Vishinskis, ásakaði Bandaríkin í ræðu í gær fyrir að hafa spillb öllum samkomulagstilraunum í Kóreu, og ákærði þau jafnframtí fyrir hryðjuverkin á varnarlaus- um föngum. Fimmfo birgðaskipið tii hersins er komið FYRIB aðelns nokkrum dögum lét fíá bryggju hérbirgðaskip það til Bandaríkjahers sem myndin hér að ofan sýnir. Flutti það hernum enn viðbót af vörubílum, byggingarefnl, vinnuvéliun ofl. — t ga«r lagðist. svo að bryggju fimmta skipið í lotu með birgðir til hei'sins. Fiytur það eun vörubíla og rúm- lega hálft annað þásund tonna af asfaltefni, auk annars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.