Þjóðviljinn - 12.03.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.03.1953, Blaðsíða 12
Enn um fundarhamar til Sameinuðu þjóðanna Barkartitað birki í spónastokki úr rauðviði fró Strofflbóiístrandínu er í hamrinum HJðÐmJINN Fimmtudagur 12. marz 1953 — 18. árgangur — 59. tölublað Skcriim höiðaletri er aðeins þekkist á Austurlandi Mámidaginn 9. marz afhenti Thor Thors sendiherra íonnanni stjórnmálanefndar Sameinuðu þjóð-anna fundarhamar að gjöf irá ríkisstjóm Islands. Hamar þessi er skorinn af Rík- arði Jónssyni, og fylgja honum öskjur, sem einnig eru útskom- ar með fangamarki Sameinuðu þjóðanna í höfðaletri. Á hamar- inn er letrað: „Með lögum skal lönd byggja". Ríkarður Jónsson hefur látið fylgja hamrinum þessa frásögn í bréfi til Kristjáns Albertsson- ar, sendiráðunautar, fulltrúa ís- lands á allsherjarþin.gi S. Þ.: „... Hamarinn. er gerður úr íslenzku birki, og var ég búinn að höggva til annan haus úr fínustu hvítbjörk, sem ég hélt að myndi líta út likt og bein, líkaði það þó ekki þegar til kom, fannst það of sviplaust og létt. Tók ég þá rótarbút, gamlan, sem flækzt hefur í íórum mínum í herrans mör.g ár, óafbirktur óg Fulltrúi síldar- útvegsmanna Síldarútvegsmenn hafa kosið fulltrúa sinn í sildarútvegsnefnd. Á kjörskrá voru 263, atkv. greiddu 242. Guðmundur Jörundsson útgerð armaður Akureyri var kosinn að- alfulltrúi með 127 atkv. Ólafur Jónsson Sandgerði fékk 111. Varafulltrúi var kosinn Baldur Guðmundsson útgm. Reykjavík. Valtýr Þorstetnsson útgm. á Ak- ureyri fékk 86. Fishibttíar Mtnir lausir Dönsku fiskibátamir, sem kyrrsettir voru í Póllandi á mánudaginn, fengu að halda úr höfn heim á leið í gær. Talsmaður danska (utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í gær, að pólska MIG-15 orustu- fl'Ugvélin mundi afhent Pólverj- um við fyrsta tækifæri. brúnn orðinn af lit síns eigin barkar, en þó mislitur. Tók ég nú það ráð að telgja efnið til, svo ,að ekki skorti nema að hrein- skera myndirnar. Safnaði ég nú saman nokkrum birkiberki af gömlum bút öðrum, sauð í mauk og setti bæði haus og hala þar ofan í, því vitanlega var birkið ekki gegnlitað af sjálfu sér. Ég þóttist viss um að barkarliturinn hlyti að brjóta sig inn í birkið, alveg eins og t. d. í barkarlitað skinn, svo sem fyrrum var gert. Þetta reyndist rétt vera, og veit ég ekki til að þetta ráð hafi áð- ur verið reynt, að lita birki með berki. Öllum er séð hafa, Framhald á 3. siðu. Lamdifieitiiim ER UPPSELDUR HJÁ ÚTGEFAXDA Síðasta hefti Landnemans, sem er 2. tölublað 7. árg., er nú með öllu uppselt hjá útgef- anda. Búið er að dreifa blað- inu til allra fastra áskrifenda, bæði hér i Reykjavík og úti á landi, en því til viðbótar varð lausasala svo mikil í bókabúð- um og veitingahúsum bæjarins, að upplagið er þrotið, aðeins n'okkur blöð óseid hjá bóka- búðunum. Þetta sýnir áþreifanlega, að íyrirkomulagsbreytingin hefur heppnazt vel og blaðið á mikl- uin og vaxandi vinsældum að fagna. — Nú verður upplagið stækkað og það eru tilmæli út- gáfustjórnai- til allra velunn- ara blaðsins að auka enn út- beiðslu þess og þar með áhrif. fíantjikjötið hrtsrf úr póstin- um á ieið tii Engltinds Margir íslendingar hafa þaö fyrir venju aö senda kunn- íngjum sínum erlendis hangikjöt og annaö íslenzkt góð- meti fyrir jólin. í des. s.l. hugöist maður einn hér á landi senda eina slíka sendingu til Englands. — En hún komst aldrei til skila. Útbjó maðurinn böggul með hangikjöti og öðrum vamingi og póstlagði. Böggull þessi lenti í póstsendingu, sem send var utan með litlu brezku herskipi, og þegar til Englands kom var hann fluttur langar leiðir á landi með járnbrautarlestum og öðrum flutningatækjum áður en áfanga- stað var náð. Nú líður að því, að sendand- inn kemst á snoðir um að bögg- ullinn hafi verið lítið annað en umbúðimar, þegar hann komst loks í hendur mótt. og hangi- kjötið horfið. Kærir maðurinn þetta strax til póststjómarinnar hér á landi, en henni er þá með j öllu ókunnugt um þetta og hef- ur enga tilkynnipgu fen.gið um málið frá brezku póststjóminni. Hins vegar munu ekki hafa bor- izt fleiri kvartanir um póstsend- ingu þessa, nema þessi eina út <af hangikjötinu. Við nánari rannsókn póststjórn Pramhald á 11. síðu. Stjém A.S.B. endurkjörin Ljósmyndari Þjóðviljans átti í gær leið eftir Tjarnargötu. Hann komst þá í sumarskap, þvi í garðinum við nr. 24 voru nýút- sprungin bióm og önnur að því komin að springa út. Hann stóðst ekki mátið, að festa þetta skemmtilega vetrarfyrirbrigði á mynd,- Hins vegar kunni haiin ekki að nefna blómin réttnm nöfnum — eru lesend'umir betur að sér? Fyrsti vinnuskáli S.LB.S. aS Reykja- Euiidi tekinn í notkun í vor I vor verður fyrsti vinnuskalinn, sem SÍBS reisir að Keykja- lundi, tekinn í notkun, en ennþá hefur ekki endanlega verið á- kveðið kverskonar störf verða unnin þar. Þá hefur SHÍS einnig sótt til fjárhagsráðs um leyfi til að byggja tvo vinnuskála í viðbót og er þess fastlega vænzt að leyfi fáist bráðlega og unnt verði að hefja framkvæmdir. Happdrættið hefur gengið mjög vel Eins og kunnugt er, var starf- semi vöruhappdrættis SÍBS auk- in verulega um síðustu áramót með því að flokkunum var fjölg- að um helming svo að nú eru þeir tólf. vinningum fjölgað og vinningsupphæðimar hækkaðar. Hefur þessi breyting mælzt vel fyrir og hefur sala happdrættis- miða gengið mjög vel það sem af er árinu. Hagnaði vöruhapp- drættisins er varið til bygginga- framkvæmdanna iundi. að Reykja- Framleiðsla á plastvörum ráðgerð Fyrir nokkru fóru þeir Oddur Ólafsson og Ámi Einarsson ut- an á vegum SÍBS og sátu árs- mót berklavarnarsambandanna á Norðurlöndum. Mót þetta var að þessu sinni haldið í Danmörku í tilefni af 50 ára afmæli elzta félags berklasjúklinga á Norð- urlöndum. í þessari för kynnti Ámi sér framleiðslu á~' nauðsynjavörum úr plasti bæði í Danmörku og Svíþjóð, en vonir standa til að hægt verði að hefja framleiðslu á slíkum. vamingi að Reykja- lundi er fram líða stundir. Aðalfundur A. S. B., félags af- greiðslustúlkna í mjólkur- og brauíasölubúðum, var haldinn í fyrrakvöld og var stjóm félags- ins öll endurkjörin. Stjórnina skipa: Guðrún Finns- dóttir, formaður; Hólmfríður Helgadóttir, varaformaður; Birg- itta Guðmundsdóttir, ritari; Anna Gestsdóttir, gjaldkeri og Hulda Jónsdóttir, meðstjómandi. Hreyfilsmenn! Sameinizt um B-listann! Stjórnarkosning hefst í bifreiðastjórafélaginu Hreyfli í dag kl. 1 e.h. og stendur tii kl. 10 í kvöld. Á morgun heldur kosn- ingin áfram og verður þá kosið frá kl. 10 f Ji. til 10 e.h. I sjálfseignardeild Hreyfils hafa komið fram 2 listar. Annars vegar listi sameiningarmanna í Hreyfli,',og er hann B-listi. Hins- \egar Iisti afturhaldsins. — sá sem frægastur varð fyrir forustulilutverk um verkfallsbrot i verkfallinu í vetur, prýðir vara- formannssætl llstans. í ritarasætl er Jens Ragnarsson, fulltr. Borg- arbílstöðvarinnar, þessa klofnings- afsprengis Bergsteins, en vafa- samt er talið að sá ágæti maður hafi nokkru sinni komið á fund í Hreyfli, hvað þá unnið önnur störf í þágu félagsins. Ihaldið hefur með framboði þessu eim einu sinni hnoðað sam- an lista án tiUits tU hagsmuna HreyfUsmanna, lista sem einungis er miðaður vlð það hve þeir sem upp er stiUt hafa reynzt ihaldinu þægir. Eina ráðið tU að útrýma þess- ari pólitísku baráttu innan fé- lagsins 'Og* losna við áhrif Heim- dellinga er «ð láta afturhaldslist- ami verða í minnihluta. Hreyf Usmenn! Mótinælið báta- gjaldeyrisokri og skaítaálögum ríkisstjómarinnar með því að feUa lista ríkisstjómarflokkanna í Hreyfli’. Á Usta sameiningarmanna er Stefán O. Magnússon í formanns- sæti, Þorvaldur Guðjónsson vara- form., og Snorri Gunnlaugsson ritari. AlUr félagsmenn Hreyfils þekkja þessa þremenninga af áralangri reynslu sem ósérhiifna og dug- andi menn í félagsstarfi Hreyfils. Á afturhaldslistanum er Berg- steinn Guðjónsson í fomiannssæt- inu, og Eiríkur Stefánsson á BSR á alþióðaskák- móti f morgun áttu að fara flug- leiðis til Prestvíkur 3 ísl. stúd- .entár á alþjóðlaskákmót stúd' enta í Brussel, en sá fjórði kemur frá Svíþjóð. Annað alþjóðaskákmót stúd- enta verður haldið í Brussel 16.—26. þ. m. og er það haldið að tiihlutan 'alþjóðasambands stúdenta og stúdentasamtaka Brussel. 14—16 fjögurra manna sveitir keppa á mótinu. íslenzka sveitir er skipuð þessum mönn- um: Guðmundur Pálmason, hann kemur frá Svíþjóð, Þórir Ól'afs- son, Jón Einarsson og Guðjón Si'gurkarlsson. Fundur Kvenfélags sósial- er i Kvenféiag sósíaiista heldur félagsfund að Þórsgötu 1 í kvöld kl. 8.30 (það var missögn um fundartímann í blaðinu i gær). Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Önnur mál. 3. Sagt frá Kínaför: ísleifur Högnason. 4. Kaffidrykkja. Félagskonur eru beðnar að greiða árgjald á fundinum. 1 Sjálfseignadeild: Formaður: Stefán O. Magnússon. Varaform.: Þorvaldur Guðjónsson, Ritari: Snorri Gunnlaugsson. Varamenn: Kristján Jóhannesson, Þorvaldur Magnússon. Endursk.: Sigurður Bjarnason. Til vara: Steingrímur Gunnarsson. Styrktarsjóðsstj.: Jón Einarsson Efstasundi. Til vara Guðmundur Gunnlaugsson. Bilanefnd: Steingrímur Aðalsteins- son, Ólafur Jónsson, Kristján Jó- hannesson. Til vara Magnús Ein- arsson, Guðmundur Stefánsson, Þorsteinn Gís'ason. Gjaldskrárnefnd: Jónas Sigurðs-1 son, Sigurður Bjarnason. Til vara: Jón Guðmundsson, Þorvaldur Jó- hannesson. Skemmtinefnd: Snorri Halldórs- son. Til vara: Þorv. Magnússon. • Fjáröfluparnefnd Húsbyggingar- sjóðs: Vilhjálmur , Guðmundsson. Til vara: Þorkell Jónsson. Trúnaiðarmannaráð: Torf i Mark- ússon, Ingjaldur ísaksson, Magn- ús Jónsson, Jón Hösku1<lsson. Til vara: Björn Laxdal, Jóhann Há- konarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.