Þjóðviljinn - 13.03.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. marz 1953
_i. í dag er föstudagurinn 13.
™ marz. — 72. dagur ársins.
GENGISSKBÁNING (Sölugengi):
1 bandarískur do'Iar kr. 16,32
1 kanadiskur dollar kr. 16,79
1 enskt pund kr. 45,70
100 danskar kr. kr. 236,30
100 norskar kr. kr. 228,50
100 sænskar kr. kr. 315,50
100 finsk mörk kr. 7,09
100 belgískir frankar kr. 32,67
10000 franskir frankar kr. 46,63
100 svissn. frankar kr. 373,70
100 tékkn. kcs. kr. 32,64
100 gyliini kr. 429,90
10000 lírur kr. 26,12
Söfnln eru opln:
LandsbókasafniS: kl. 10—12
13—19, 20—22 alla virka dage
nema laugard. kl. 10—12, 13—19
Þjóðminjasafnið: kl. 13—16 i
sunnudögum; kl. 13—15 þriðju
daga og fimmtudaga.
Ustasafn Einars Jónssonar: k!
13.30—-15.30 á sunnudögum.
Náttúrugripasafnlð: kl. 13.30-
15 á sunnudögum; kl. 14—II
þriðjcdaga og fimmtudaga.
t
Melkorka, tímarit
kvenna, hefur bor-
izt. — í>ar birtist
minningarkvæði
"um Katrínu Páls-
dottur, eftir Sig-
ríði Einars. Prú Sigríður Ei
ríksdóttir ritar greinina Svip
myndir frá friðarþingi. Nanna Ól-
afsdóttir skrifar um Sólskin í
Kína, með mörgum myndum. í>.
V. ritar greinina Hættumerki.
I’óra Vigfúsdódttir ritar minning-
argrein um Kristínu Qlafsdó.ttur
Chouillou. Þá er hannyrðaþáttur,
Utan úr heimi, og þýdd grein
Leikfangagjafir. Að lokum er
saga eftir kínverska rithöfundinn
Jou Shih: Móðir í ánauð. Ritið
er vandað jafnt að innihaldi og
búningi.
Eæknavarðstofan Austurbæjar-
skólanum. — Sími '5030.
Næturvarzla
í Ingólfsa,póteki.
Sími 1330.
Ást og kurteisi
Fyrir skömmu síðan kom það
atvik fyrir lögr'egluna í Málm-
haugum í Svíþjóð að kona
nokkur hringdi til hennar síðla
kvölds. Sagði hún frá því að
hún hefði rétt í þessu séð pilt
vera ,að klifrast inn um glugga
á húsinu, en hann ætti unn-
ustu þar í annarri íbúð. En
er hann hefði verið að vega
sig inn yfir gluggakistr^na,
hefðu tveir menn komið þjót-
andi, tekið í fætur hans, togað
hann niður, troðið honum inn
í bíl fyrir utan hliðið og ekið
þvínæst á braut. Hvað hefur
verið að gerast hér? spurði
aumingja konan sem var öll á
bandi unga mannsins í glugg-
anum. —- Það kom í ljós við
rannsókn að þessir þrír menn
vo.ru allir félagar, bæði „árás-
armennirnir“ og sá sem á var
ráðizt. Voru allir undir áhrif-
um áfengis. En eins og kunn-
ugt er þá eru drukknir menn
oft og tíðum kurteisin sjálf.
Er hinn trúlofaði fór að klifr-
ast inn um gluggann var fé-
lögum hans nóg boðið og
kærðu sig ekki um að hann
færi að fremja hneyksli. Þá
var það sem þeír tóku að toga
í hann í glugganum.
Kvikmyo dasý n: ugar Mllt
Nú er föstudagúr, og í kvöld er
hin vikulega kvikmyndasýning
MIR í Þingholtsstræti '27. Að
þessu sinni verður sýnd jarð-
ræktarmynd ein mikil, er nefn-
ist Eyðimörkum breytt í akur-
lönd — en eins og kunnugt er,
þá eru Rússar, sem gert hafa
myndina, mestir snillingar allra
þjóða í jarðræktarstörfum; leggja
líka meiri áherzlu á þau en
flestar aðrar þjóðir.
Höfðingleg gjöf til Hnífsdællnga
í gær barst Hnifsdælingasöfnun-
inni tilkynning um höfðinglega
gjöf. Árni Bjarnason bókaútgef-
andi á Akureyri hefur ákveðið
að gefa 300 bækur til Lestrarfé-
lags Hnífsdælinga. Flestar bók-
anna eru í 'bandi, svo glöggt er
um hversu myndarlega bókagjöf
hér er að ræða.
„Vændiskonurnar
eru horfnar af
götum stórborga
Bandaríkjanna",
segir Tíminn í gær
í stórri fyrirsögn.
Mun þetta eiga að vera sterk
sönnun þess að Bandaríkjamenn
eigi ekki við húsnæðisskort að.
etja.
Baðstofa
Jónasar Kristjánssonar verður
lögð niður si^ast í ,aprSl.
Landnemi un
er uppscldur hjá útgefanda.
Nokkur eþitök munu vera ó-
se.ld á stangli í bókaverzlunum.
Áskríftarsíminn er 7510.
Aöalfundur Esju
'Verkalýosfélágið Esja í Kjósar-
sýslu heldur ;■ aðalfund sinn á
sunnudaginn kemur kl. 15.30 að
Hlégarði.
berað trúlofun sina
Guðmundur Valdi-
marsson, húsasmiður, Akureyri.
Kvöldbænir í irallgrímskirkju
kl. 8 á hverjum virkum degj
(ncma messudaga). Lesin píslar-
saga, sungið úr passíusálnjum. —
Allir velkomnir. gr. Jakob Jónsson.
Ritstjóri Landnemans er Jónas
Árnason, snjallasti penni ungra
manixa á l&landi.
KI. 8:00 Morgun-
újtvarp. 9:10 Veður-
fregnir. 12:10 Há-
degisútvarp. 15:30
Miðdegisútvarp.
16:30 Veðurfregnir.
17:30 Islenzkukennsla; II. fl. 18:00
Þýzkukennsla; I. fl. 18:25 Veður-
fregnir. 18:30 Frönskukennsla. —
10:00 Tónleikar. 19:20 Daglegt
mál. 19:25 Tónleikar. 19:45 Aug-
lýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Kvöld-
vaka: a) Jóhann Hannesson
kristniboði flytur ferðaerindi:
Heim frá Austurlöndum; fyrri
hluti. b) Blandaðir íslenzkir kór-
ar syngja (pl) c) Pétur Sigurðs-
son háskólaritari flytur frásögu-
þátt: Lögmannssonur í bónorðs-
för. d) Frú Margrét Jónsdóttir
flytur þrjár draumsagnii-. 22:00
Fréttir og veðurfregnir. 22:10
Passíusálmur (34.) 22:20 Lestur
fornrita (Jónas Kristjánsson kand.
mag.) 22:45 Kynning á noklcrum
kvartettlum Beethovens; I: a)
Inngangsorð (Björn Ólafsson
fiðluleikari). b) Strengjakvartetí
op. 18 nr. 1 (Björn Ólafsson,
Josef Felzmann, Jón Sen og
Einar Vigfússon leika.
Það gerðist í Frakklandi. Eigin-
lconan andaðist, og saluiaði mað-
urinn hennar sárlega. Við jarð-
arförina vildl svo til aö við
hlið hans settist leynilegúr' eisk-
liugi konunnar. Grét iiann há-
stöfum undir ræðu prestsins, svo
eiginmaðurinn vélc sér að honum
og mælti af hljóði: Verið ekki
svona dapur, góði maður. Ég
reyni að ná mér x aðra konu
innan tíðar.
Áskrifendasími Landnemans er
7510. Ritstjóri er Jónas Ámason.
Lestur fornsagna
Það hefur mátt lieyra á ýmsum
að þeir sakni fornsagnalestursins
í útvarpinu, en honum mun hafa
verið hætt í hitteöfyrra. Nú er
hann þó hafinn að nýju, og mun
eiga að vera tvisvar í vilcu
um sinn — í staðlnn fyrir Agötu
Kristí og skáldfélaga hennar. Jón-
as Kristjánsson, kand. mag., hef-
ur verið fenginn til að lesa forn-
sögurnar. Las hami á mánudaginn
í fyrsta sinn, stuttan Islendinga-
þátt, eina smás.ögu. hinna fornu
meistara. Flutti hann þáttinn á-
gætlega, og mun út\arpinu hafa
tekizt mannvalið vel. Jónas Krist-
jánsson les aftur í kvöld, kl.
22.20 — eða ;eftir f réttlr og
passíusálm.
\1 *
Og þarna stóð ég í
stiganum helma, þeg-
ar mig sundlaði
skyndilega, og valt
níður tröppurnar.
Ríkissklp:
Hekla er í Reykjavík og fer það-
an austur um land í hringferð
nk. mánudag. Esja fór frá Rvík
kl. 20 í gærkvöld vestur um land
í hringferð. Herðubreið fór frá
Reykjavík kl. 22 ,i gærkvöld til
Húnaflóa- Skagafjarðar- ‘og Eyja-
fjarðarhafna. Helgi Helgason á
að fara frá Reykjavík í dag til
Vestmannaeyja.
Sambandsskip
Hvassafell er í Reýkjavík. Arn-
arfell er í Keflavík. Jökulfell fór
frá New York 6. þm. til Reykja-
víkur.
Eimskip
Brúarfoss fór frá London 9. þm.
til Londonderry á Irlandi og það-
an til Reykjavíkur. Dettifoss fór
frá Reykjavík 10. þm. áleiðis til
New York. Goðafoss fór frá Fá-
skrúðsfirði í fyrradag áleiðis til
Reykjavíkur. Lagarfoss er á leið
til landsins frá Leith. Reykjafoss
fer frá Rotterdam í dag áleiðis
til Antverpen og Reykjavíkur.
Selfoss er á leið til Lysekil og
Gautaborgar. Tröllafoss kemur til
New York á morgun. Dranga-
jökull lestar í Hull í byrjun næstu
viku.
Fyrsta gjöfin til Hnífsdælinga var
fi’á Norðra; framkvæmdastjóri út-
gáfunnar, Albert Finnbogason, til-
kynnti söfnunarnefndinni að 12000
króna bókaúttekt væri heimil hjá
forlaginu.
Krossgáta nr. 31
Lárétt: 1 hugdeigur 4 tv.eir eins
5 oki 7 ráp 9 dauði 10 áhald H
verkfæri 13 reiti 15 ending 16
drykkur
Lóðrétt: 1 eink.st. 2 mor 3 tveir
eins 4 styrkir 6 ævintýravera I
sigað 8 eldsnqyti 12 eldstæði 14
hljóð 15 tveir eins
Lausn 4 krossgátu nr. 30
Lárétt: 1 hámerin 7 ör 8 róni 9
lap 11 ann 12 ef 14 an 15 æðis
17 ás 18 ský 20 taðkofi
Lóðrétt: 1 höld 2 ára 3 er 4 róa
5 inna 6 Ninna 10 peð 13 fisk
15 Æsa 16 sko 17 át 19 ýf
Gamli Nias þurfti aldrei síðan að kvarta
yfir of mikilli ,kyrrð i kringum sig. Og
sp.tt bezt að segja keyrði hávaðinn og
glumrugangurinn stundum svo úr hófi að
hann sá sér þann kost vænstan að draga
sig í hlé.
Leitaði hann þá stundum til hins forna
heimilis síns til að hvílast og dvelja í hug-
anum hjá þeim er stóðu hjarta hans svo
nærri, en nú voru horfnir um svo langan
veg — og enginn vissi hvert.
Hann gekk oft út á torgið og spurði í
þaula þá sem komu til Búkhöru með úlf-
aldalestum hvaðanæva úr heiminum: Höfðu
þeir mætt manni á gráum asna og konu
á hvítum asná — en þeir Höfðu aldfei
mætt þvi fólki.
Hodsja Nasreddín var horfinn enn einu
sinni, sporlaust eins og fyrri daginn —
þar til honum skaut allt í einu Upp þar
sem hans hafði sízt verið vænzt: I Istan-
búl.
-C.hiiik' .