Þjóðviljinn - 13.03.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1953, Blaðsíða 8
45) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. marz 1953 ,r~ Orðsendirig frá Máíi og meiisiiíigu Þeir, sem enn eiga ósóttar pantaðar bækur úr kjörbókaflokki Máls og menningar, eru vinsamleg- ast beðnir að vitja þeirra hið fyrsta í Bðkabúð Máis ©g memtsngar, Laugaveg 19. S. I. B. S. F/ Noooag // ¥ Af óviðráðanlegum ástæðum hefur komu „Snoddas“ og félaga hans seinkað. Söngskemtanir Gösta ,,Snoddas“ Nord- gren verða því haldnar að öllu forfallalausu þriðjudaginn 17. þ.m. kl. 7 og 11.15 e.h. og miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 7 og 11.15 e.h. Aðgöngumiðar hafa verið prentaðir og munu því sunnudagsmiðar gilda á þriðju-' dag og mánudagsmiðar á miðvikudag á sömu tímum og á miðunum segir. Verð aðgöngumiða kr. 20. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1 e.h. í dag í Verzl. Drangey, Laugavegi 58, Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og Skrifstofu S.Í.B.S., Austurstræti. heldur aðalfund sunnudaginn 15. þ.m. kl. 2 e. h. x samkomusal Mjólkurstöðvarinnar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin AÐALFUNDUR Verkalýðsfélagsins „Esja“ verður haldinn að Hlégarði sunnudaginn 15. marz 1953 kl. 15.30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON súndiiiót gkélastiflit - veífiflFÍitit lSI52-“?53. Tilkynning um þátttöku í Búkarestmótinu Nafn ..................................... Heimili ................................ Fæðingardagur og ár ...................... (Sendist til Eiðs Bergmanns, Skólavörðustíg 19, Rvík) Hið síðara sundmót skólanna hefur verið ákveðið að fari fram þriðjudaginn 31. marz n.k. í Sundhöll Reykjavíkur kl. 20.30. Stjórn Í.FRN, hefur falið Sjó- mannaskólanum (stýrimanna- og vélskóla) að veita mótinu forstöðu. Forsvarsmaður þessara nem- ecida er Þorkell Pálsson, Tjarn- argötu 34, sími 2182 (eftir kl. 3) Samvinnu um mótið hefur nefndin við sundkennara skól- anna í Sundhöll Reykjavíkur. Sundgreinar mótsiiis: A. Boðsund: Stúlkur: skriðsund 6 X 33 ' (> m Piltar: skriðsund 10X33% m B. Eimstaklingssund: Stúlkur: 1) 33% m skriðsund 2) 33% m björgunarsund 3) 33% m baksund 4) 66% m bringusund. Piltar: 1) 66% m skriðsund 2) 33% m björgunarsund 3) 33%{ m flugsund 4) 100 m bringusund 5) 66%{ m baltsund. Stigaútreilmingur: A. Boðsund: 1. Hver skóli, sem tekur þátt í boðsundi stúikna hlýtur 10 stig og í boðsundi pilta 10 stig. 2. Sú sveit, sem vionur fær 7 stig, önnur 5, þriðja 3 og fjórðá 1. B. EinstaklingSsund: Fyrstur 7 stig, annar 5 stig, þriðji 3 stig, fjórði 1 stig. Ath. um reglur: Björgunarsund: Keppendur syndi með hlut, sem þeir halda að brjósti sér með annari hendi og viðbragð tekið ofan í vatni án þess að svefla örmum eða armi aftur fyrir höfuð. Flugsund: Banaað að taka sundtök í kafi. Þátttaka: Sami keppandi má keppa í 2 einmenningsgreinum auk boðsunds. Verðlaun: 1) Stúlknasundin eru reiknuð sér og sá skóli, sem hlýtur hæstan stigafjölda hlýtur keramikvasann, sem stúlkúr Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar hafa uanið tvisvar í röð. -— Sú sveit stúlkna sem vinn- ur boðsund hlýtur sérverð- laun til eignar. 2) Piltasundin reiknast sér og sá skóli sem hlýtur hæstan stigafjölda hlýtur keramik- vasann, sem piltar Mennta- skólans í Reykjavík hafa unnið tvisvar í röð. — Sú sveit pilta, sem vinnur boð- sundið hlýtur sérverðlaun til eignar. Æfingar og þátttökuiil- kyniúngar. Frá og með mánudeginum 16. marz n.k. hefjast sérstakar æf- ingar í Sundhöll Reykjavíkur undir mótið. Æfingatímar verða 10.55—11.50 og 14.30—15.25. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist sundkennurum skól- anna í síðasta lagi 2 dögum fyr- ir mót. — Sími sundkennara er 7633. (Frétt frá forstöðunefndinni). Mora-Nisse vann gonguíia Hici fræga Vasaganga fór fram um s.l. helgi og urðu úr- slit hennar þau að „Mora Nisse“ Karlson vann í níunda sinn. Hann var 10 mínútum á und- an næsta manni, og gekk þessa 85 km á 5.01,55. Gangan fór fram í ágætu veðri og hafði Mora Nisse forustuna alla leið. Finnarnir Kuvaja og Kohlem- ainen (Kuvaja varð nr. 2 í fyrra) gátu haldið í við „gamla manninn“ í 60 km en þeir urðu um 30 mín. á eftir í mark. Kuvaja varð nr. 30 en Kohl- enainen varð nr. 34. Þrír fyrstu urðu Nils Karlson 5.01,55, Gunnar Karlson 5.10,40 og Slem Stenvall 5.13,18. Aðalfundur KR var haldinn á föstudagskvöldið í félagsheim- ili KR. Formaður setti fundinn og minntist tveggja látinna félaga, þeirra Sigurjóns Péturssonar, forstjóra Ræsis, sem var einn af beztu sonum KR, eins og formaður komst að orði, og Kjartans Konráðssonar sem var einn af stofnendum félagsins og heiðursfélagi þess. Fundarstjóri var kosinn Ein- ar Sæmundsson og fundarritan Guðmundur Georgsson. Stjórn félagsins gaf skýrslu um hið margþætta íþróttastarf starf KR á liðnu ári og fjárhag þess. Eru eignir þess nú orðnar talsverðar, en rekstrarfé af skornum skammti eins og yfir- leitt allra íþróttafélaga. Formaður þakkaði hinum ýmsu deildum félagsins dáðríkt starf á liðna árinu, en fundar- menn þökkuðu stjórn félagsius ágætt starf. Því næst fór fram stjórnarkosning. Formaður var endurkosinn í einu hljóði Er- lendur Ó. Pétursson. Meðstjórn- endur voru kosnir: Einar Sæ- mundsson varaformaður, Þórð- ur B. Sigurðsscn ritari, Ragnar Ingólfsson gjaldkeri, Gísli Hal' • dórsson formaður félagsheimil- isins og aðrir meðsjórnendur Ari Gíslason og Sesselja Þorsteins- dóttir. 1 varastjórn voru kosnir: Hans Kragh, Haraldur Björns- son, Þórður Pétursson. Endur- skoðendur: Eyjólfur Leós og Gunnar Sigurðsson. Þá fóru fram lagabreytingar. Voru þær aðallega í því fólgn- ar, að aðalfundur félagsins skyldi framvegig haldinn fyrir 15. nóvem'ber ár hvert og aðal- fundir deilda fyrir 15. október. Einnig voru gerðar nokkrar áðr ar minniháttar breytingar. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum og var mikill áliugi meðal fundarmanna að efla sem mest' gesngi og heiður KR. Einnig samþ. fundurinn að þakka Gísla Halldórsyni arla- tekt og stjórn íþróttaheimilis- ins framúrskarandi heillaríkt starf á liðnu- og liðnum árum. Að lokum flutti formaður hvatningarorð og lét hylla gamla KR. Fundurinn var fjöl- mennur. Formenn hinna ýmsu íþrótta- deilda eru þessir: Knattspymudeildar: Hörður Felixson. Frjálsíþróttadeildar: Björn Vilmundarson. Skíða- deildar: Hermann Guðjónsson. Sunddeildar: Magnús Thor- valdsson. Fimleikadeildar: Árni Magnússon. Handknattleiks- deildar: Magaús Georgsson. Hnefaleikadeildar: Birgir Þor- valdsson. Glímudeildar: Sæ- mundur Sigurtryggvason. Þegar heimsmeistararnir sænsku í kvcnnaleikfimi vor’u í Kaup- mannahöfn að sýna á dögunum gagnrýndu danskir leikfimismenn æfingar þeirra, töldu þær spilla vexti stúlknanna, gera þær of vöðvamikliar. Af þessari mynd af flokknum að dæma virðast þó æfingarnar ekki híafa gert þehn vernlegan skaða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.