Þjóðviljinn - 13.03.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.03.1953, Blaðsíða 4
~4) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. marz 1953 Þjóðareining gegn her í landi V. $twmsá®f$uv selstúlkunnar eðn Jiskebox $atutdny Night Það var einhvernvetrartíma, a'ð útvarpsmenn hófu á sunnu dagsmorgnum að rabba við 'hlustendur á víð og dreif um útvarpið og dagskrár- efni þess. Þá var það, að Helgi Hjörvar ræddi um tón list og söng. Hann talaði öðrum þræði um. hina yfir- þyrmandi Skrollmúsik, þar sem hvin og væl skiptist á með gauragangi og ógur- legri tíðni hljóðsveiflanna, en minntist hinsvegar þeirr- ar sálrænu hljómlistar, sem veitir æskunni unað friðar- ins - og söngvanna, er vékja iást til landsins og 'lífsins. Hann stillti hinu ljúfa lagi Óla Bull: Sunnudegi sel- stulkunnar á móti útburðar- væli úr einhverjum Colora- dogljúfrum og spurði eitt- hvað á þessa lund: — Hvort mun nú fremur vera í samræmi við íslenzka þjóð- arsál — hið norska lag eða væl þetta og 'hvín hið vá- lega ? * * * * Nokkrum misserum síðar var með undirferlum gegn þjóðarheildinni settur hér á land erlendur her. Hann gerðist brátt umsvifamikill og það fór ekki milli mála, að íslenzkir forráðamenn fóru halloka í öllum skipt- um við herinn. Hann braut íslenzk lög og setti sínar eigin reglur, og þær reglur voru flestar til óþurftar ís- lendingum. * * * * Eitt athæfi hersins var það, að hann reisti útvarps- stöð á Keflavíkurflugvelli og hóf útvarpsrekstur. Þetta gerði hann feimulaust, þrátt fyrir landslög um, að hér skuli vera Ríkisútvarp og iþað eitt skuli hafa rétt til útvarpsreksturs á íslandi. Ekki skai það fullyrt hér, hvort forráðamenn Ríkisút-' varpsins veittu hernum nokkra fræðslu um fyrr- nefnd landslög. * * «• * Skömmu eftir að útvarps- stöð hersins tók til starfa liringdi ég til Sigurðar tón- skálds Þórðarsonar, sem þá var settur útvarpsstjóri, og spurði, hvort Ríkisútvarpið hefði ekkert að athuga við útsendingar hersins eða þessa stöð hans. Sigurður svaraði og sagði: —Jú, þeir eru farnir að útvarpa ein- hverju til skeinmtunar fyrir hermennina, en þetta er nú svo ósköp lítil stöð. Ójú, Litla bílastöðin. er nú nokkuð stór, stendur í auglýsingunni. * * -X- * Nú er hægt að veita hátt- virtum forstööumönnum Rík- isútvarpsins smávegis. fróð- leiksmola um þessa „litlu útvarpsstöð“ Keflavíkur- hersins, ef ske kynni, að þeir væru ófróðir um þenna keppinaut sinn. í hermannablaðinu White Falcon, sem er gefið út fjöl- ritað á Keflavíkurflugvelli, var 9. ágúst s. 1. grein um þetta litla útvarp og samtal við forstöðumenn þess. Þar segir m. a.: ,,Við skulum nú bregöa okkur snöggvast upp í út- varp og rabba við starfs- mennina þar. Þeir veita okk- ur eftirfarandi upplýsingar:, — Ýmislegt bendir til þess, að meiri hluti hlustenda ökkar séu Islendingar. Á hverjum degi fáum við fjölda bréfa frá þeim víðs- vegar að, m. a. frá Akur- eyri, en þar höfðum við ekki álitið að stöðin heyrð- ist. Við reynum jafnan að verða við óskum íslenzku hlustendanna um að leika 'þau lög, séYn þeir biðja um en þeir virðast hafa meiri ánægju af söngplötum en þeim, sem leiknar eru. Eftir- læti þeirra virðist vera Mar- io Lanza og The Four Aces. Títvarpsstöðin á um 15000 plötúr, en mestur hluti dag- skrárinnar er fluttur af plötum, sem hingað koma á vegum útvarpsþjónustu hersins. Þetta útvarpsefni hafa ýmsir beztu listamenn Ameríku annazt. Óskalagaþættirnir munu þó vera í hvað mestum met- um meðal hlustenda og ber- ast þeim á hverjum degi fjöldi beiðna um lög. Helztu þættirnir eru þessir: — Miss Melody. Jokebox Saturday Night og All Star Record Parade. Þessir óskalagaþættir flytja mestmegnis létt lög .... Eitt veldur okkur á- hyggjum -— það er hversu lítið við þekkjum til fram- burðar íslenzkra heita, og biðjum við afsökunar á því, sem okkur kann a'ð verða á i þeim efnum. En varla verð- ur það ástæða til þess að hætta að senda kunningjum sínum kveðju — gegnum út- varpsstöðina TFK.“ W * # * Svo mörg erú þessi orð og voru fleiri þó. Ekki skal dregið í efa, að margir þjóðhollir Islending- ar starfa við Ríkisútvarpið, en hitt liggur ekki eins sannanlega fyrir, hversu vel þeir geyma hið menningar- lega fjöregg, sem þeim er trúað fyrir. Sé svo; að her- in reki ólöglegt útvarp, ó- átalið af hinu lögverndaða Ríkisútvarpi, þá hefur ein- hver sýkill fest rætur í okk- ar kæru stofiiun. Og mætti nú nota orðalag liins nýja útvarpsstjóra: Þetta er full- komið, nauðsynlegt og sjálf- sagt rannsóknarefni. Hvort skulu gilda lög Islands eða yfirtroðslur hersins ? Hvort skai sigra: Sunnudagur sel- stúlkurnar eða Jukebox Saturday Night? Hvort mun hollara íslenzkum æskulýð, Ríkisútvarpið eða Colorado- gljúfraútvarpið á Kefla- víkurflugvelli ? Og hváð á að gera við þessa pilta við útvarpsstöðina með 15 þúsund plöturnar, sem út- varpa allan liðlangan dag- inn rorrandi vellumúsik og kórón dagskrána með því . að leika hjartfólgnasta lag íslenzku þjóðarinnar: Ó, guð vors lands. Svarið liggur í augum uppi. Það á að kæra þá og sækja þá sem brotlega viö landlög. Og hafi engin kæra komið fram fylr, leyfi ég mér hér með í nafni hinnar nýju þjóðverndárhreyfingar, í nafni allra sannra Islend- inga, að kæra til íslenzkra stjórnarvalda hinn ólöglega útvarpsrekstur á Keflavíkur flugvelli. Eitt eintak af þess- ari grein verður sent til háttvirts útvarpsstjóra. Er hann beðinn að taka málið til rannsóknar hið bráðasta og fjalla um það í samráði við rétta íslenzka aðila. Málið verður ekki látið liggja í þagnargildi því að þúsundir Islendinga sjá og finna, að hér stefnir í voðá, svo sem í öðrum málum, er snerta samskipti hersins við íslenzku þjóöina. Við erum að vísu fædd í veikleika, en styrku^ okkar mun vaxa í sameiginlegri sókn. Við munum, þúsund- irnar, standa með útvarps- stjóra og öllum öðrum út- varpsmönnum, sem vilja hrinda af höndum sér and- legum ófögnuði af Suður- nesjum og hrista Colorado- gljúfrastöðina, þó ekki væri fyrir annað en misnótkun á þjóðsöngnum okkar. Þetta er eitt átakið í hinni nýju frelsisbaráttu okkar undan dollaraokinu. * * * * Þar til markinu er náð verður nú og alla daga að vera okkar fyrsta orð að morgni og síðasta að kvöldi: Þjóðareining gegn erlendum her á íslandi. Uþpsögn her- verndarsammngsins. G. -M. M. Heilsubót — Raunasaga aí einu hangikjötslæri — „£g vildi ég væri ekki . . . ." HSR í Bæjarpóftinum var fyr- ir skömmu talað um nauðsyn þess að gefa væntanlegu bæj- arsjúkrahúsi sérstakt og hent- ugt nafn. Hingað hefur þegar borizt frá konu einni fyrsta tillagan um nafnið: Heilsubót. Vilja fleiri koma með uppá- stungur? „CANADAVINUR” sendir Póst- inum greinarkom, er hann nefnir „Raunasögu af einu hangikjötslæri og íslenzkum út- flutningsyfirvöldum”, og er á þessa leið: „f nóvembermánuði síðastliðn um fékk ég mér eitt herlegt hangikjötslæri (af Hólsfjöllum auðvitað), fékk fyrirhafnarlít- ið útflutningsleyfi og sendi lær- ið til frænku minnar í Canada, alla leið til Kyrrahafsstrandar, vitandi, að þá yrði bakað laufa- brauð, er hangikjötið bæri að igarði, og . lifað í minningu jól- anna heima. Undir þennan pakka borgaði ég eitthvað ná- lægt 50 kr. í fyrradag fæ ég tilkynningu frá pósthúsinu, eða réttara sagt frá tollpóststofunni, um að ég eigi þar hangikjötslæri, endursent frá Canada og nú má ég 'greiða 29 kr. til iað fá það .aftur. Mér var þetta kunnugt fyrir löngu af bréfum að vest- an. Það var nefnilegia inn- flutningsbann á kjöti til Can- ada, sett í sumar sem leið, án þess að ég hefði hugmynd um. Frænka mín fékk að finna ilm- inn af . sendingunni á pósthúsinu þar, én ekki meira, og þar með- var laufabrauðsbökun úr sögunni og íslenzk jól. En það er ein spurning að þvælast fyrir mér, sem ég er forvitinn að fá leyst úr: Hver er hlutur þeirra máttarvalda, sem Veittu mér góðfúslega levfl til að senda þá vöru til Canada, sem bannað er að flytja þar inn? Er þett-a að standa vel í stöðu sinni? Hvað á að kalla þessi vinn-ubrögð? Vissu þeir ekki, til hvers þeir -gáfu leyfi, eða vissu þeir það? Eitt er víst — að þama henti ég nokkurri fjárhæð svo að segja út um glU'ggann. Og því miður hafa sennilega margir sömu sögu að segja. Þetta er víðförulasta o-g dýr- asta hangikjöt, sem ég hef -bragðað, og ég minnist sumra í bænum mínum, þegar óg sit yfr krásinni. — Can-adavinur”. EKKI hefur Pósturinn neitt á móti því að fá til birtingar annað sl-agið efni í b-undnu -máli, ef sæmilega er ort. Hér hefur einhver, sem nefn-ir sig „H”, sent eftirfarandi erindi, með fyrirsögninni Ég vildi ég væri -ekki ....” Ei þó væri um gott að gera og 'görótt rey.ndist ævi mín, sízt af öllu vildi ég ve-ra westurheimskur Benjamín. H. Réttur starfsstúlknanna er ótvlrœður Ekki -hefur enn neitt frétzt nýtt af viðskiptum Starfs- stúlknafélagsins Sóknar og stjórnár Ríkisspítalanna út af hinni furðulegu verðliækkun fæðisins á þessum stofnunum til starfsfólks en hún var svo sem lesendur Þjóðviljans hafa séð 100 krónur á mánuði. I kjarasamningi Sóknar viö Ríkisspítalana er meðal annars svo kveðið á um fæði starfs- fólks að verð fæðis skuþ vera samkvæmt opinberu mati, enn- fremur að stéttarfélagi starfs- stúlknanna beri að hafa full- trúa við þegar þetta mat fer fram. Hins vegar kemur það skýrt fram • í samningnum, að -það sé með öllu í sjálfsvaldi starfsfó’ksins hvort það kaup- ir mat á spítölunum eða ekki og að hve miklu leyti það skiptir við spítalana að þvi er varðar matinn. Þetta ákvæði er sjáanlega sett til að starfsfólk- ið sé ekki bundið vð að kauþa fæðið á vinnustac-num hversu háu verði sem er, ennfremur til þess að starfsstúlkumar geti eftir aðstæðum valið um hvort þær eru í fastafæði eða kaupa lausar máltíðir, því oft hagar þannig til að stúlka utan vinnustaðar getur ekki sótt máltíðar þar og verður því að kaupa sér fæði annars staðar. En undir þeim algengu kring- umstæðum mundi hún verða að greiða fæðí sitt á tveim stöðum, ef um væri áö ræða skyldufæði á spítölunum. Það er fullkomin ástæða til að vekja athygli stjórpar Rík- isspítalanna á því, að sérhver tilraun í þá átt að skerða eða torvelda rétt starfsstúlknanna til að hafa frjálsar hendur varðandi fæðiskaupin, er brot á kjarasamningum Starfs- stúlknafélagsins Sóknar og hin frekasta ágengni í garð stúlkn- anna. Á sama hátt skulu starfs- stúlk.urnar vera öruggar um það að þeim ber samkvæmt samningi engin skylda til að kaupa fæði á spítölunum, að þær eiga rétt á að ákveða sjálfar hvort þær kaupa fast fæði eða lausamáltíðar og að stjórn Ríkisspítalanna er skylt að hlita hvorum kostinum sem er. Beinlð vtðskiptum ykltar t1l þelrra sem auglýsa í ÞjóS- viljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.