Þjóðviljinn - 18.03.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.03.1953, Blaðsíða 6
'6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagnr 18. marz 1953 Juóoviuinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 iínur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞjóðviIjaiiE h.f. 'i.-----------------------—I-------------------------' Athyglisverð kosningaúrslit Um síðustu helgi urðu kunn úrslit allsherjaratkvæða- greiðslu um stjórnarkjör í tveimur reykvískum iðnaðar- mannafélögum, Félagi íshnzkra rafvirkja og Trésmiða- iélagi Reykjavíkur. Um langa hríð hafa hæði þessi stéttar- íélög kosið sér afturnaldssama forustu. í Rafvirkjafélag- iau hefur þrífylking afturhaldsflokkanna farið með völd- jn og notið til þess yfirgnæfandi fylgis. Tiésmíðafélagið er sameiginlegt fyrir meistara og sveina í iðninni og hafa meistarar löngum ráöiö iþar lögum og lofum og getað skipað stjórn þess að mestu aö eigin vild án þess að iaka neitt verulegt tillit til stéttarhagsmuna og vilja vinnandi: tvésmiða. Við stjórnarkjörið í Rafvirkjafélaginu hélt þrífylkingin að vísu stjórnarforustunni áfram. En þó eru úrsKtin hin athyglisverðustu. Listi sameiningarmanna, sem við sí.ð- ustu allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu. fékk^öeins 20 atkvæöi, hlaut nú 48 atkv. og gerði þannig betur en tvö- valda fylgi si.tt. Sýna þessi úrslit glögglega aö meðaliraf- lirkja vex nú þeirri stefnu ört fylgi, sem vill samfylkja i innandi fólki til baráttu fyrir sameiginlegum stéttarhags- \nunum en neitar að gera stéttarsamtökin aö ambátt þeirrar ógæfulegu þríflokkafylkingar, sem enn fer með völd í ýmsum stéttarfélögum og Alþýðuöhmbandi íslands og er augljóst verkfæri atvinnurekenda, ríkisstjórnarinnar og afturhaldsins í landinu. Sú vakning sem kosningm í rafvirkjafélaginu sýnir mun verða öllum stéttvísum rafvirkjum hvatning til að heröa sóknina fyrir einingu allrar stéttarinnar á grundvelli sam- eiginlegra hagsmuna og um stefnu sameiningarmanna í ^ erkalýðsmálum almennt. Sameningarmenn í Félagi ís- lenzkra rafvirkja hr-.fa i þessum kosningum gert átak sem gefur íyrirheit um farsæia þróun og sigursæla baráttu einingarstefnunnar á næstu árum. Þótt kosningaúrslitin í Félagi íslenzkra rafvirkja sýni ótvírætt sóknarmátt einingarstefnunnar í íslenzkum verkalýðsmálum eru þó úrslit stjórnarkjörsins í Trésmiða- félaginu enn ákveðnari ábending um heillavænlega þróun i félagsmálum reykvískra iðnaðarmanna. Þrátt fyrir hina cvenjulegu samsetning-u félagsins fór svo að A-listinn, sem borinn var fram og studdur af sameiningarmönnum cg öðnim stéttvísum trésmiðum, vann glæsilegan sigur. í ívrsta skipti sezt nú að völdum í Trésmiðafélaginu sam- hent og sterk einingarstjórn sem mun hafa það eitt að leiðarljósi í störfum sínum aö fylkja allri stéttinni til varð- stöðu um sameiginlcga hagsmuni og skipuleggja baráttu hennar við hlið annarra stéttarsamtaka vinnandi fólks. Úrsli.t stjórnarkjörsins í báðum þessum félögum sýna aö iönaðarmennirnir em nú að skilja í vaxandi mæli hvað íil þeirra friðar heyrir á yfirstandandi timum. IÖnaðar- mennrnir hafa ekki sízt orðið harölega fyrir baröinu á þeirri skemmdarverkapólitík, sem marsjallflokkarnir all- ir og ríkisstjórnir þeirra hafa markað og framkvæmt á undanförnum árum. Skipulega hefur atvinnuleysiö veriö leitt yfír byggingariðnaðinn með byggingabanninu, höftunum og lánsfjárskortinum. Þannig hefur eðlileg og þjóðholl starfsemi iðnaöarmannanna veriö heft og hneppt í fjötra og atvinnuleysiö orðið hlutskipti þeirra langtím- um saman. En þaö hefur hlakkað í afturhaldinu í hvert sinn sem þaö hefur horft upp á stéttarfélög iðnaöarmanna velja sér auðsveipa þjóna þess til forustustarfa. Aftur- haldiö hefur hugsaö sem svo að slíkum væri óhætt aö bjóöa sitt af hverju, þeir myndu seint rísa upp og svara fvrir sig með því að íela þeim mönnum forustu, sem lík- iegir væru til að skipuleggja baráttu stéttarinnar gegn höftunum, lánsfjárbanninu og atvinnuleysinu. En nú em iönaðarmenn að vakna til skilnings á hlut- verki sínu. Það sanna kosningaúrslitin í jæssum tveimur stéttarfélögum reykvískra iðnaöarmanna. Ungverjaland á leið til vel- megandi iðnaðarlands Lífskjör fólksins stórbatna vegna sigra fólksins að fram- kvæmd fimm ára áæthmarinnar M iþýðuiýðveldið Ungverjaland er nokkru minna en ísland, 93 þús. ferkm að stserð, en ibú- arnir eru röskar 9 milljónir. Árið sem leið var þriðja ár fimm ára áætlunar Ungverjalands, en framkvæmd þeirrar áætlunar er vel á veg komin að breyta landinu í velmegandi iðnaðar- land. Hvert ár skilar alþýðulýðveld- unum drjúgan spöl áfram á þróunarbraut sinni, og þetta liðna ár markaði stór spor í efnahagsHfi Ungverjalands. Á þessu eina ári tóku 150 nýjar verksmiðjur til starfa í landinu og eru margar þeirra ekkert smásmíði, eins og t.d. stál- vinnsluverið í Diósgyór, vél- smiðjurnar i Jászberény, hjarta ungversku sléttunnar, Hajduság- iyfjaverksmiðjan er framleiðir nýjustu tegundir lyfja, aukn- ingin á Mátyás Rákosi-verk- smiðjunum og vélgenga tígul- steinaverksmiðjan í Maly. Fram- leiðsia ungverska iðnaðarins jókst um 22% miðað við fram- •leiðsluna 1951, en það er meira en þreföldun iðnaðarframleiðslu Ungverjalands eins og hún var árið 1938. Sókn Ungverja í röð- um iðnaðarþjóða Evrópu er hröð og árangursrík, framleiðslan á hvern ibúa af kolum er t.d. meiri en framleiðsla Frakklands, Austurríkis og Italíu, og fram- leiðsla Ungverja á hrájárni og stáli á hvern landsbúa er meiri en framleiðsia Japans og Italiu. igrar ungversku alþýðunnar á efnahagssviðinu hafa þegar fært henni stórbætt kjör. Haust- ið 1952, nokkrum mánuðum áð- ur en áætlunarárinu lauk, var iaunasjóður þjóðarinnar (heild- arupphæð greiddra launa) 18,3% hærri en ári áður. Þar sem verð- lag hélzt óbreytt þýðir þessi aukning launanna aukna kaup- getu ungverskrar alþýðu. Fyrstu tíu mánuði ársins 1952 jókst neyzla á mjöii. um 31.8%, syk- urs um 24.5%, feitmetis um 46%, eggja 21.6% og smjörs um 49.3%. * þessu ári, fjórða ári áætl- ^ ”■ unarinnar, hef ja stærstu verksmiðjur hinna 341 verk- smiðja áætlunarinnar fram- leiðslu. Verksmiðjur þessar, sem undanfarið hafa einungis gleypt fjái-festingu og vinnuafl, munu nú auka verulega iðnaðarfram- leiðsiu iandsins. Samkvæmt á- ætt.uninni eykst iðnaðarfram- leiðsla Ungverjalands um 16% á þessu ári. Framleiðsla hráefna til iðnaðarins eykst mjög hratt. Árið 1953 verður 4.6 milljónir tonna af kolum unnar úr jörðu fram yfir það sem unnið var 1952. Hrájárnsframleiðslan á að taka stökk um hvorki meira né minna en 44.3% og alúmíníum- framleiðslan að aukast um 50% á einu ári. Staiín-járniðjuverið, stærsta fyrirtæki þungaiðnaðar Ung- verjalands, tekur til starfa á þessu ári, framleiðandi járn, stái, og koks. Sztálinváros, bær verkamannanna sem vinna í þessu mikla iðnaðarfyrirtæki, er fyrsta sósíalistíska borgin í Ungverjalandi, byggð samkvæmt vísindalega gerðri áætlun. Ibú- ar hennar eiga heima í rúm- góðum, nýtízku íbúðum. Skyldu þeir ekki hugsa tii fátækrahverf- anna sem margir þeirra eru komnir úr, sem martraðar aftan úr öldum? * llmargar nýjar námur taka ■*■*■ til starfa á árinu. 1 þeim verða notaðar nýjustu námuvél- Erlend | tíðindi | ar, smíðaðar í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Þessi aukna vélnýtni mun ekki einungis létta erfiðustu vinnunni af herðum námumanna, heldur einnig fer- falda afköst námanna. Eins og í MÁTVÁS RÁKOSI forsætisráðhérra Ungverjafands Sztálinváros helzt aukin fram- leiðsla i hendur við hætt lifs- kjör fólksins. Á þessu ári .veröa byggð heil bæjarhverfi íbúðar- húsa í Komló. Nýtízku íbúðir, ríkisverzianir, menningarheimili, kvikmyndahús og heilbrigðis- stofnanir spretta upp í þessari blómlegu námuborg, flytjandi íbúum hennar ö!l þægindi nú- tima horgarlífs. Tugir nýrra vélsmiðja hefja framleiðslu á þessú ári. Raf- magnsverksmiðjan í Ganz, sem framleiðir rafmagnsvö.rur, út- fluttar til margra landa, verður stækkuð um því sem næst he’m- ing á þessu árinu. Veruleg stækkun á Gheorghiu-Dej-skipa- smíðastöðvunum í Búdapest kemur til nota, en fljótaskip og hafskip þaðan eru vel kunn í höfnum Svartahafs og Miðjarð- arhafs. Stór röraverksmiðja, sem talið er að auki rörframleiðslu iandsins um 25%, er að rísa við Mátyás F^ákosi-iðjuverið. 1 byggingariðnaðinum stóreykst vélanotkun, og verður sú þróun auðvelduð ekki iítið á þessu ári er til starfa tekur verk- smiðja er hefur það eitt hlut- verk að smíða vélar fyrir bygg- ingariðnaðinn. ■H~in hraða þróun iðnaðarins kemur bændum landsins að sívaxandi notum. Þúsundir nýrra landbúnaðarvéla streyma frá verksmiðjunum til vélastöðvanna úti um sveitirnar, og létta af bændum erfiðustu störfunum. Ra.fvirkjun fyrir sveitirnar eykst óöfluga. Árið 1938 nutu ekki nema 875 af 3400 sveitaþorpum Ungverjaiands rafmagns, eða um fjórði hiuti. Þogar fimm ára áætluninni iýkur, í árslok 1954, mun hvert. einasta sveitaþorp Ungverjalands hafa rafmagn, síma, kvikmyndahús og menn- ingarheimili. Baráttan við þurrk- inn, aidafoman fjanda bænd- anna á ungversku sléttunum, hefst á nýtt stig árið 1953. Hálf önnur milljón rúmmetra jarð- efna verður fjarlægð við gröft Tisáa-skurðsins, er liggja á um Austur-Ungverjaland. 1 sköp- un Tiszalök-stífluvatnsins verð- ur stífluhliðum og fyrstu túr- bínusamstæðu raforkuversins lok ið. —• Tiszalök-slífluvatnið mun gefa áveituvatn á svæði sem er 120 000 hektarar. Árið 1938 voru einungis 10 000 hektara áveitu- svæði í öllu landinu. Rikisstjórnin beitir sér fyrir stofnun tiliauna- og kynbótabúa. Árið 1953 taka til starfa 40 nautgriparæktarbú í sveitum landsins. Landbúnaðarháskólinn íi Gödölló nánægt Búdapest út- skrifar fjölda bændasona ár- lega. Skólinn tekur um 3000 stúdenta.. Nú er verið að stofna í sambandi við skólann tilrauna- stöð fyrir* landbúnaðarvé’.ar og verður unnið þar að staðaldri að bættum gerðum iandbúnaðarvéla, fyrir bændur landsins. H Ungverjalandi, eins og öðrum alþýðuríkjum, er það fólkið sjálft sém nýtur góðs af allri aukningu framleiðslunnar í iðn- aði og landbúnaði. Við iok fimm ára áætlunarinnar eiga þjóðar- tekjurnar aö hafa aukizt um 130%, tala þe'irra sem lifa af launum haffikar um 650 000 og lífskjör fólksins hafa náð stigi sem er helmingi hærra en 1938. Verulegur hluti af þessum lífs- kjarabótum kerrtur til fram- kvæmda árið 1953. Miklu meira af neyzluvörum verður á boð- stólum og laun verkamanna. halda áfram að hækka. Tugiv þúsunda nýtízku íbúða verða byggðar, nýir skólar, æðri og lægri, verða reistir. Hundruð nýrra spítala, heilsuhæla, hi-ess- ingarheimila, og heilsuverndar- stöðva sveitaþorpa verða tekin til notkunar ög stórauka heilsu- gæzilu fólksins. Nýjar miðstöðvar íþróttahreyf- íngarinnar, leikvangurinn í Búdapest og íþróttahótelið sem. verið er að reisa þar í grennd, verða tekin til notkunar í næsta mánuði. Hundruð íþróttasvæða um allt land verða tekin i brúk á árinu, þar á meðal nokkui- stór iþróttahús og stórir úti- leikvangar í sveitahéruðum. Wllnginn er sá staður í Ung- verjalandi - að fimm ára. áætlunin snerti hann ekki á einhvern hátt. Um allt land er byggt og unnið, allsstaar er ný- sköpun, nýtt líf. Alþýðan vinnur hörðum höndum og starfsglöð að sköpun hins nýja Ungverjalands. Þar er unnið ötullega að bygg- ingu aðalHnunnar í neðanjarð- arbrautinni í Búd-pest sem ætlað er að stórauka þægindi liöfuðstaðarbúa hvað samgöng- urnar snertir; þáð er verið að reisa Dónársementsverksmiðjuna, stærstu byggingarvöruverksmiðju Evrópu, sem mun stórauka frið- samiega hyggingarstarfsemi þjóð- arinnar; það er verið að reisa Sztáhnváros — nýja miðstöð ungversks iðnaðar; þa.ð er ver- ið að byggja stórkostlega _ stíflu- garða til að gera óræktarland að ræktarlandi. .. . Allt eru þetta áfangar í sókn ungverskrar al- þýðu á ieiðum sósíalismans, leiðum fimm ára áætlunarinnar, en hún er „fi'iðai'áætlun, vegur til lands járns og stáls, tii nýs Ungverjalands sem er öflugt, vel- megandi, sósíalistískt mcnning- a'rland"; eins og segir i lögunum um fimm ára áæthinina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.