Þjóðviljinn - 18.03.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.03.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Samkvæmí nýjusta i immáraáætlun Sov-. étríkjanna á skipa- kostur landsins að aukast verulega, en liann jsam ea. 4 mill- 1950. Skip emirf&g1 myjMiin sýnir,; búin pilum ný- tízku pæglnchpt elga að haldá uppi sam- göngum _:um hýju skipaskurðiaa og íljótin. Framhald af 4. síðu. 1951, efi Ólafi finnst ekkert at- 'hugavert við það, því að því stóðu ckki „kommúnistar". Ennfremur held ég að fullyrða megi að vagnstjórar hafi haft öllu ;meijji óþægindi í síðasta verkfaili en 1951. Því þá höfðu ■þeir allir vinnu sem vildu, en í desember enginn. Um árangur síðasta verkfalls vita aliir. Og hvað því við- kemur hvort ég er flokksbund- inn sósíalisti og livenær ég sæki fundi í deildinni kemur hon- um ekkert vio, um það hef ég frjálsar hendur. Hann talar um afstöðu ikommúnista í sambaudi við að- skilnað deildarinnar við Hreyf- il. Hann veit því vel að í því máli kom engin pólitík til greina, en sjálfsagt finnst hon- um að gera það að pólitísku máli vegna þess að ég var fyrsti maðurinn sem tók þá af- stöðu að betra væri að vera kyrr í Hreyfli og samþykkja þær Iagabreytingar sem fram Iiöfðu koprið. Þær voru þó Ijós en tillaga Ólafs var myrkur. I öllum umræðum um málið gat hann aldrei lagt annað fram en að við yrðum að fá sam- þykkt að fara. En sem betur fer sáu fleiri en ég að það var ekki nóg. Margir vildu vita hvað ætti að taka við. Þarað lútandi lagði Ólafur aldrei neitt fram. í málinu kom fram að þó við stofnuðum annað félag fengi það .ekki inngöngu í Al- þýöusamhandið, það var á móti lögunum. Ölafur telur kannski engan styrk fyrir fámennt fé- lag að vera í Alþýðusamband- inu. Ennfremur var allt í ó-. vissu um hvort eignum félags- ins fengist skipt. Og í þriðja lagi lá ekkert fyrir um hvort við héldurn samningaum sem Hreyfill hafði við Reykjavikur- hæ. Hann njinntist á undir- skriftir þær seiri hann lét fara fram áður en nokkrar tillögur voru lagðar fram í málinu. Fleiri en ég töldu sig ekki bundna at þeirn eftir að tillög- urnar og lagabreytingarnar voru lagðar fram. Að endingu var honum rétt það vopn í hendur af stjórn og sáttanefnd sem hefði mátt duga honum til sigurs í málinu hefði hann kunnað að beita því. Ég á við allsherjaratkvæðagreiðsluna. 1 stað þess að nota það málefni sínu í hag framdi hann sjálfs- morð með því. Hatm eggjaði félaga sina upp í því ao greiða ekki atkvæði. Það hlaut að verða tek-ið svo á almennum fundi að enginn áhugi væri fyrlr skilnaði. Hefði hann aftur á móti eggjað menn á að greiða atkvæði og meirihluti verið með skilnaði hefði almennur fundur oroið að taka það til greina. Kannski Ólafur liafi óttast úr- slit allsherjaratkvæðagreiðslu í máliau. Hann hefur kannski óttast að fleiri en ég liafi péð að hann hélt á málinu eins og maður sem ætlar að byggja hús, en byrjar ekki á grunnin- um. Nú er komin í félagslögin grein um skilnað og ef Ólafur heldur enn fast við skilnað þá ætti hann að byggja grunn- inn fyrst og skilja svo að lög- um. Hvort það er meiri svika- starfsemi í því að halda deild- inni í -Hreyfli með þessum breytingum sem fyrir lágu eða að leiða liana út í hreina ó- vissu, það læt ég áðra um að dæma og óttast ekki þann dóm. Hörður Gestsson flpiíl IsréS Framhald. af 7. síðu. um þeim spurnipgum, er ég vakti í hjarta þínu með orðum mínum á Stúdentafundinum. Séu þér enn óljós einhver veiga- mikil atriði í þess-u sambandi, . þá gerir þú svo vel að láta mig vita, og mun ég þá igera mitt bezta með að greiða þar úr. Með beztu kveðjum og ógk um að við megum báðir lifa það, iað þróun samfélagsmál- anna komist á það stig, að reykský kapítalskra blekkinga verði þyrlað út í loftið, svo að jafnvel barnið geti skilið leynd- ardóma þess, að mannkynið eigi sælurlka daga á. okkar yndislegu . jörð. Þinn einlægur. Gnnnar Benediktsson. Framhald af 3. s’ðu. V iðskipt amálanef nd: Sigurður Waage. Magnús Víglundsson. Axel Kristjánsson. Sigurður Guðmundsson. Sigurjón Guðmundsson. Félagsmáianefnd: Gunnar Friðriksson. Frímann Jónsson. Böðvar Jónsson. Löggjaf anicfnd: Páll S. P.álsson. H. J. Hólmjárn. Pétur Sigurjónsson. Vilhjálmur Bjarnason. Helgi Hj-artarson. Allsherjarnefnd: Sveinn Guðmunclsson. Björn Sveinbjörnsjon. ,Guðni Jónsson. Jón Bergs. Ásbjörn Si’gurjónssoh. Blaðgræna Framhald <af 5. síðu dr. John C. Brocklehurst. Þeir notuðu þefversta gas, sem þeir igátu fundið, mercaptan, sem myndast í innýflunum við melt- inguna, og leiddu það í gegnum mörg tilraunaglös með blað- grænu og síðast í joðupplausn. Sjá mátti hve mikið laf igasinu blaðgrænan tók L sig með því að athuga, hve lengi það var að upplita joðið. í ljós kom að joð.ið upplitaðist jafn fljótt hvort sem gasið lék nan 'blaðgrænu eða vatn. Aðrar tilraunir voru igerðar með því að tefla blaðgrænu fram gegn ódaun þefdýrsins, svitalykt, lauklvkt, ilmv-atnslykt og fleiru og fleiru. Blaðgrænan vann ekki á daunum þessum á fimm mán- uðum. Þegar reynt var að blanda hvítlauk og blaðgrænu saman varð óþefurinn svo stækur að vísindamennirnir urðu að hætta við tilraun.ina áður en henni var lokið. (Búizt er við því, að brezka stjórnin muni í- treka fyrri mótmæli sísa til Bandaríkjastjórnar . vegna McCarranlaganna.. Framhald af 1. síðu. brezkum húsmæðrum betri o-g ódýrari fisk en þær séu vanar að fá. Talsaniband og firðrita- samband. Fiskinn ætlar Mr. Dawson að .flytja í stórum vögnum frá skipshlið til helztu dreifingar- stöðvanna, ,en ' þaðan aftur í minni vögnum. Fiskflutninga- vagnar hans verða útbúnir tal- stöðvum svo þeir geti haft sam- band við miðstöð hans í London hvenær sem er og ennfremur verður firðritasiamb.and frá mót- töku- og sölustöðvunum við að- alskrifstofu hans. Vagnarnir sem hann ætlar að flytja fiskinn í munu kosta 250 þús. sterlingspund, en milli þess sem þeir flytja fisk kveðst hann muni finnu þeim önnnr verkefni, og muni þa.ð, lækka flutnings- kostnaðinn. Mikill áhugi í Bretlandi. i -ooviv >io nicn-j.so i ,m, Mikill áhugi er í Bretlandi fyr- ir þessu fyrirtæki Mr. Dawson og kvað hann hundruð fiskkaup- manna hafa boðizt til að selja fiskinn. Björn Thors gat þess einnig iað FÍB hefðu borizt bréf frá Bretlandi með óskum um að það greiddi fyrir bi’éfriturunum með að komast í samband við Mr. Dawson. Mr. Dawson sýndi blaðamönn- unum einnig eintök af Daily Worker, blaði brezka Kommún- istaflokksins, og Tribune, blaði Bevans, þar sem rætt er um þetta fyrirtæki hans og því fagn- að. Kveðst geta selt 52 þúsund tonn. Fiskinn kaupir Mr. Dawson af togurunum á ákveðnu verði og kveðst munu geta selt hann ó- dýrar en keppinautar sínir i Bretlandi. Hann kveðst munu igeta selt um 1000 tonn á viku, eða ‘52 þús. tonn á ári. Hann kveðst einnig munu kaupa fislc af vélbátum, en sala hraðfrysts fisks verði að bíða betri tíma. Kumeíiar Framhald af 5. siðu Meiri lífsnauðsynjar Lífskjör almennings í Rúm- eníu bötnuðu verulega á siðasta árii. jBoirgarbúar íengu 11.3% meira brauð, 12:6% meiri mat- arolíu og 83.2% 'meira smjör en í hitteðfyrra. Sveitafólkið fékk 45;6% meiri skófatnað og 48.1% meiri fatnað en 1951, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Atvinnuleysi er ekkert í Rúm- eniu, þvert á móti er verka- fóiksekla. Iðnaðarverkamönnum fjölgaði um níu af hundraði sið- asta ár. Eitt skýrasta merkið um fá- tækt þá og fáfræði, sem var landlæg í Rúmeniu fram yfir heimsstyrjöldina síðari var ung- barnadauðinn, einn hinn mesti í Evrópu. Árið 1952 lækkaði ung barniadauðinn um 11% frá því sem var árið áður. /--------------------------------------\ Borgfirðmgafélagið heldur ÚTBREIÐSLUFUND föstudaginn 20. þ.m. kl. 20.00 í Sjáirstæöishúsinu. Sýnd veröur kvilonynd úr Borgarfiröi, sýnt verður leikriúið „Fjöiskyldan fer út aö skemmta sér“, Bjami Bjaraason syngur einsöng, Borgfirðingakórinn syngur. — Dans, hljómsvtit Aage Lorange. Aögöngumiöar veröa seldir í Skóbúö Reykjavíkur og hjá Þórarni Magnússyni, Grettisgötu 28. N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.