Þjóðviljinn - 21.03.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 21.03.1953, Side 6
S) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. marz 1953 þJÓÐVIUINN . útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Samvöxnu tvíburarnir Skyldi ekki hafa þyngzt brúnin á ýmsum æðstu monnum Framsóknarflokksins er þeir opnuðu Tímann sinn í fyrradag? Skyldi' ekki fínir, margkrossaðir menn, í viðhafnar- stöðum SÍS og Áburðarverksmiðjunnar h.f.* hafa blrknað og blánað er þeir litu í aðalmálgagn flokks síns, Framsóknarflokks- jns, þennan dag? Að minnsta kosti virðist ritstjóra Tímans hafa verið velgt óvenju vel undir uggum, í gær var fátið svo mikið á ritstjórnarskrifstofum Tímans að það gleymdist að setja fyrirsögn á leiðara blaðsins, og fjallar hann þó hvoiki nm meira nó minna en flokksþing Framsóknarflokksins. Hitt ska! að vísu játað að jafnvel ritstjóri með langa reynslu gæti gefizt upp við að finna fyrirsögn á aðra eins ritsmíð. Orsö'kin til margvíslegra taugatruflana í innstu hringum Framsóknarflokksins þessa daga gæti m. a. verið þrídálka fyrirscgn sem slæddist á æskulýðssíðu Tímans í fyrradag. Þar blasti við undrandi lesendum feitletrað: „Allt er betra en íhaldið" Það er neinilega ekkert'leyndarmál hér í Reykjavík, þó það kurmi að hafa farið leynt úti um sveitir landsins, að Fram- sóknarfloukurinn hefur verið í nokkurri samvinnu við íhaldið hokkurn vegmn óslitið frá 1932. Það er heldur ekki leyndar- mál hér í Reykjavík hvernig auðburgeisar Framsóknarflokks- ?ns hafa nátengzt auðklíkum íhaldsins svo að ekki verður framar sundur skilið .Það er ekkert leyndarmál hér í Reykja- vík að Framsókn og íhald hafa í innilegum faðmlögum unnið verstu óþokkaverkin sem unnin hafa verið gegn alþýðu þess'a Tands og þjóðinni allri, saman hafa þessir flokkar staðið að hverri árásinni af annarri á lífskjör alþýðunnar og mannréttindi. Saman og innilega sammála hafa Framsókn og íhald varpað fyrir borð þeirri stefnu sjálfsbjargar og manndóms sem sósíal- istar mótuðu á nýsköpunarárunum, og saman hafa Framsókn og íhald tekið upp betlistefnu og ölmusupólitik í staðinn. Sam- an og sammála hafa Framsókn og íhald dregið lokur frá hurð- um lands og þjóðar, varpað hinni hefðbundnu hlutleysisstefnu íslendinga á glæ og kallað erlendan her inn í landið á friðar- tímum Saman og sammála hafa ráðherrar Framsóknar og íhaldsins látið það viðgangast að þessi erlendi her hafi smánað og svivirt Islendinga og íslenzk lög, farið í frekju og yfir- gangi lengra en meira að segja smánarsamningar Framsóknar, Ihalds og Alþýðuflokksins heimila. Saman og sammála hafa ráðherrar og flokksstjórnir Framsóknar og Ihalds gert sam- særi við stjórnarvöld Bandaríkjanna ura að þeim stórkostlegu heraðgerðum sem fyrirhugaðar eru viða um landið, droifing á spillingariire'ðrum bandaríska hersins út um landsbyggðina, skuli frestað fram yfir kosningar, í þeirri von að fólkð láti enn bíekkjast til fylgis við þá, við bandarísku flokkana, en veiti þeim enn ekki þá ráðningu sem verðskuldað er. Saman og sammála hafa ráðherrar Framsóknar og íhalds lagt á ráðin um að vopna Heimdallarskrílinn í Reykjavík og kalla harin „inn- lendan her“, enda þótt viðbragð þjóðarinnar gegn þeim á- formum yrði slíkt, að bandalag Framsóknar og íhalds hafi einnig talið sér hollt að framkvæmdum í því máli yrði frestað fram yfir kosningar í sumar. Samfylking Framsóknar og íhalds hefur starfað að miklu leyti fyrir opnum tjöldum, yfir henni hvilir engin dularfull leynd. Það eru þvi vægast sagt skoplegir tilburðir þegar ungur og herskár Framsóknarmaður velur sér einmitt þessa daga til að dusta rykið af hinu fleyga kjörorði Tryggva Þórhallssonar: Allt er betra en íhaldið. Kjörorð þetta bregður einmitt miskunn- arlausri birtu á þann Framsóknarflokk er svo geypilega hefur svikið hugsjónir og vonir margra flokksmanna sinna um frjáls- Tyndan og róttækan flokk íslenzkra bænda, að haan er í vit- und þióðarinnar orðinn annar af samvöxnum tvíburum aftur- baldsins í landinu, nærður af spilltu blóði auðburgeisa Reykja- víkur, réttandi gíruga hönd eftir bandarískum blóðpeningum, | bandarískri ölmusu, seljandi landsréttindi Islendinga fyrir ! baunadisk í líki umboðsgróða Vilhjálms Þórs og Co. Haldi ritstjóri Tímans að samruni Framsóknarforustunnar í Reykjavík við spilltustu auðklíkur höfuðborgarinnar se leyndar- mál, myrkrum hulið, er hann sennilega eini Reykvlkingurinn á þeirri slroðun. Og skyldu þeir margir, fulltrúarnir á flokksþingi Framsóknar, sem ekki vita méð-sjálfum sé'r hvemig komið er fyrir flokki þeirra? Támamóf í stiómmélnm Jcxpcms Fall s fjórnar Joshida þySir endalok auÓ- sveiprar undirgefni viS Bandarikin öllu eins og Joshida hefur gert. JJemaðarbandalagssamning- urinn, sem Joshida gerði við Bandaríkin samtímis því að hernáminu var aflétt, mæltist mjög illa fyrir í Jap- an. Auðmenn borgamia og lénsvaldið á landsbyggðinni, sem enn hafa úrslitavald í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir yfirskin borgaralegs lýð- ræðisskipulags, studdu þó Jos- hida til að gera hann. En jæg- ar stefna hans fór að rekast á japanska viðskiptahags- muni kom lannað hljóð í strokkinn. Bandaríkjamenn heimtuðu að viðiskipti við Kína yrðu takmörkúð sem mest og Joshida hlýddi. Hann telur Japan einskis annars eiga úrkostar en að gerast verkfæri Bandaríkjamanna í Austur-Asíu. Stóratvinnurek- endurnir, sem höfðu stutt hann fram að þessu, eru á annarri skoðun. Þeir vita að Japan kemst ekki af þegar til lengdar lætur nema þjóð- in fái að skipta lá iðnaðar- vörum sínum fyrir hráefni og matvæli frá Kína og þeir sjá ekkert því til fyrirstöðu að tekin verði upp sjálfstæð, jap- önsk utanríkisstefna. ^/^ndstaðan gegn utanríkis- stefnu Joshida, óánægjan yfir fylgispektinni við Banda- ríkjamenn, varð það lím, sem batt saman hina óskildu að- ila, sem stóðu yfir höfuð- svörðum Joshidastjómarinnar um síðustu helgi. Vantraust- tillöguna fluttu vinstrisósíal- demókratar, hægrisósíaldemó- kratar og Framsóknarflokkur harðsvíraðasta afturhaldsins í Japan í sameiningu. Á sveif með stjórnarandstöðunni sner- ust þrir tugir þingmanna Frjálslynda flokksins, aftur- haldsflokks Joshida, 1 van- trausttillögunni er kom'zt svo að orði að ríkisstjórnin hafi „þráfaldlega virt þingið að vettugi, fótumtreður lýðræð- isreglur’og skortir viðeigandi stefnuskrá fyrir sjálfstætt Japan að fylgja við núverandi aðstæður í 'heiminum". Um síðasta atriðið segir William Jorden, fréttaritari New Yorlc Times í Tokyo 14. þ.m. að því sé „auðsjáanlega beint gegn Bandaríkjavináttunni, sem Joshidastjórnin er sökuð um. Andstæðing? r hans hafa nefnt hann ,,Ba vidaríkja!epp“ og einkum brnt á það hve fús- lega ann lagar utanríkis- stefnu Japans eftir vilja Vest- urveldanna“. J|apanir eru nú túnir að fá nóg af slíku. Fleira var það þó, sem stuðlaði að falli stjórnarinnar. Leppmennskan út á við olli auðvitað ólgu innan'ands og Joshida var að undirbúa hörð handtök gegn andstuúiingum sínum þegar þeir urðu fyrri til og bmgðu fyrir hann fæti. Stjórnin hafði lagt fram á þingi frumvarp um afnám verkfallsréttar Framhald á 11. siðu. Haim er aS spéia rgél Maðurinn, sem stendur þarna alvörugefinn við spólurokkinn er að spóia nýspunnið rjól í danskri tóbaksverksmiðju. ndanfarin fimm ár hefur Shigeru gamli Joshida, sem nú er á sjötugasta og fimmta aldursári, virzt jarð- fastur í forsætisráðherrastóli Japans. En nú er hann fall- inn og það sem varð honum loks að fótakefli er eitt ill- yrði, sem hann hreitti fram- an í stjómarandstöðuþing- mann í hita þingdeilu. Eiichi Nishimura úr flokki sósíal- demókrata hafði beðið Joshida að segja álit sitt á ástand- inu í alþjóðamilum og áhrif- um þess á Japan ,,með yðar eigin orðum sem japanskur forsætisráðherra, ekki með orðum Churchills og. Eisen- howers. Hvei-svegna horfizt þér ekki í augu við veruleik- ann?“ „Allar yfirlýsingar mín ar gef ég sem japanskur for- sætisráðherra“, svaraði Jos- hida og bætti við í lægri róm: „Þvílíkur dóni!“ „Það eruð þér sem emð dónalegur en ekki ég“, mælti Nishimura. „Ég bað yður að tala eins og Japani í stað þess að standa hér og vitna í Churchill". Þá missti Joshida stjórn á skapi sínu og sagði: „Bakajarno", er þýðir nautheimski asni. gtjórnarandstaðan rauk upp til handa og fóta og bar fram tillögu um vítur á for- sætisráðherrann fyrir óþing- legt orðbragð. Joshida bauðst til að biðjast afsökunar en það var ekki tekið til greina. Með stuðningi nokkurra tuga af hans eigin flokksmöimum vítti Japansþing forsætisráð- herrann og hefur slíkt aldrei fyrr gerzt í landi morgunroð- ans. Nokkrum dögum seinna var svo borið fram vantraust á stjórnarstefnu Joshida, það var samþykkt fyrir réttri viku og jafnskjótt lét Joshida rjúfa þing og boða til nýrra kosn- inga 19. apríl. Rofna þingið var kosið 1. október í fyrra svo að skammt gerist nú kosninga milli þarna austur- frá. ^Tið aðrar aðstæður en þær sem nú eru í Japan hefði eitt hrakyrði ekki verið ríkis- E r l @ n d téðindi stjórn skeinuhætt en nú varð það sá dropi, sem fyllti synda- mæli Joshida svo út af flóðd. Það varð áþreifanlegt merki um ólguna undir niðri í jap- önsku þjóðlífi. Hver sem úr- slit kosninganna í næsta mán- uði verða ber öllum kunnug- um mönnum saman um það, að gagnger bre.vting sé að vería á japönsku stjómm'álalífi. — Joshida var tákn þeirrar stefnu, sem hinir slægvitru Japanir ráku meðan land þeirra var hernumið og bandaríski hernámsstjórinn haffii alræðisvald í hverju því máli, sem honum sýndist.. Nú hefur auðsveipnin borið þann árangur að Bandarikin hafa gert friðarsamning vifi Japan og afhent þjóðinni full- veldi hennar á ný. Þá er þóss engin þörf lengur að h’ýða Bandaríkjamönnum í einu og

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.