Þjóðviljinn - 24.03.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1953, Blaðsíða 4
####r####/######/###########################/|^####/############/############4 >##############################################/#############################« *#####^ 4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. marz 1953 Þjóðareining gegn her í landi Rís þú uttgtt íslands merki ÞjóSarráSstefna 5.-7. mai i vor. Þegar ég hóf að rita grein- arnar um þjóðareining gegn her 1 landi, gerði ég það af brýnni þörf og eftir langa í- hugun um þessi mál. Það hefur atvikazt svo, að ég hef mörgum fremur fengið vit- neskju um margt er gerist á þessum sviðum, sökum sam- tíðarsögunnar, er ég hef rit- að um hernám íslands. Eg vænti þess, þegar ég sendi greinarnar til birtingar, að margir yrðu mér sammála í einkunnarorðunum gegn hernaðarandanum á íslandi, en ég lét mér ekki til hugar koma að greinamar féllu í svo frjóan jarðveg sem raun ber vitni. Nú veit ég með sannindum að menn skipast ekki eftir hinum gömlu stjórn málaflokkum í þessum mál- um. í landinu hefur myndazt þörf fyrir samstarf þjóðhollra manna, þeirra, sem bera ugg í brjósti sökum yfirgangs hersins og þess athæfis, sem íslenzkjr formælendur hans hafa í frammi haft. í höfuð- stað ríkisins, — í umhverfi' hersins, — og út um breiðar byggðir landsins bíða menn þeirrar stundar að þeir fái að leggja hönd til starfs í þjóðar- einingunni gegn hernum og gegn stoínun innlends hers, — ekkí í því augnamiði að stofna nýja flokka, þeir eru þegar orðnir nógu margir, — heldur til þess að sameinast um fyrrgreint mál, hvar sem menn annars hafa staðið í flokkum. Svo sem kunnugt er hefur íslenzka þióðin, í nálega 13 ár búið í landi sínu í tvíbýli við erlendar þjóðir, fyrst Breta og síðar Bandaríkjamenn, þar af 7—8 ár í nábýli við er- lendan her. Þegar Bretar stigu hér á land 10. maí 1940 mótmælti ríkisstjómin í nafni þjóðarinnar þeim aðförum. Þau mótmæli veittu þjóðinni viðnámsþrótt á hernámsárun- um, og þrátt fyrir samninga um að Bandaríkiaher stigi hér á land, var aldrei sljóvg- aður viðnámsþróttur þjóðar- innar í heild, þótt hæglega megi benda á ýmsar veilur. Þjóðinni var ljós sú alvar- lega hætta sem steðjaði að þjóðerninu, tungunni og hinni uppvaxandi kynslóð Margs- konar andmæli hófust gegn hemum og einkum v,ar reynt að bægja áhrifum hans frá samkvæmislifi unga fólksins og skemmtunum, samanber hina þjóðhollu og margendur- teknu auglýsingu: Aðgangur aðeins fyrir íslendinga. Síðan Bandaríkjaherinn kom til landsins fyrir tæpum ■ tveimur árum, hefur vaxandi uggur um þjóðemislega hættu gripið hugi fjölda íslendinga og sennilega yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, og sízt að ástæðu lausu. Fjölda- mörg félög, félagasamtök og landssambönd stétta hafa í ýmsum myndum mótmælt hernum, hemaðarandanum og stofnun innlends hers. Má þar til nefna Ungmennafélag fs- lands, Prestastefnuna s. 1. ár, kennaraþing og kennarafélög, Stúdentaráð og stúdentafélög innanlands og utan, kvenfé- lög víðsvegar um landið, Menningar- og friðarsamtök kvenna, fjöldamörg verkalýðs- félög og Alþýðusamband ís- lands, iðnnemasamtök og fé- lög iðnaðarmanna, pólitísk fé- lög og flokkar, Sósíalista- flokkurinn, Þjóðvarnarflokk- ur íslands, Félag ungra sjálf- stæðismanna Heimdallur, Fé- lag ungra ,Framsóknarmanna, Æskulýðsfylkingin, félag ungra sósíalista, Félag ungra jafnaðarmanna, skólafélög mörg, bændafundir og ein- stakir fjöldafundir, og er þó hvergi nærri upptalið. Bak við allar samþykktirnar standa þúsundir, jafnvel tug- þúsundir íslendinga. En eins hefur verið vant til þess að sá andi og kraftur, sem býr að baki andmælanna, nyti sín í fyllingu. Það hefur vantað eðiilegan farveg, þar sem all- ar uppspretturnar félli saman og mynduðu straumþunga og orku fljótsins. Sá farvegur er nú myndaður. Það hefur fallið í minn hlut i samráði við fjölmarga menn úr öllum flokkum og utan- flokkamenn að boða til þjóð- arráðstefnu, sem haldin verði 5.—7. maí í vor, og hafi ráð- stefnan til umræðu hvernig skuli á heilbrigðan og laga- legan hátt vinna bug á hern- aðarandanum, skapa þjóðar- einingu gegn her í landi og gegn stofnun innlends hers, en beita sér fyrir uppsögn her- verndarsamningsins undir kjörorðunum um friðlýsingu íslands, — friður við allar þjóðir, — Island fyrir ís- lendinga. Fyrrgreindum félögum og samtökum verður gefinn kost- ur á ,að tilnefna fulltrúa til þess að undirbúa þjóðarráð- stefnuna. Ekkert skilyrðj er sett um val eða skoðánir full- trúa að öðru leyti en því, að þejr hafi einlægan samstarfs- vilja samkvæmt framan- greindu markmiði. Mér er ljóst, að mikil þörf er fyrir sérstakt málgagn, er þessi hreyfing ætti til um- ráða og hefði það markmið eitt að hvetja til þjóðareining ar og samtaka, blaði, sem ekki væri kennt við neinn stjórnmálaflokk; en á þessu stigi er ofviða fjárhagslega að ráðast í slíka útgáfu. Ég hef því tekið þann kost að semja við dagblaðið Þjóðviljann um að fá til minna umráða á- kveðið rúm 1 blaðinu, fyrst um sinn. Allt, sem þar verður birt, er algerlega á minni á- byrgð. Það rúm verður opið íslendingum, hvar í flokki sem þeir standa, ef þeir að- eins vilja veit-a framangreind- um málum lið. Það verður einni.g kallað á sjálfbbðaliða til starfa, unga fólkið hvarvetna um landið, skólaæskuna, verkafólkið, konur og karla í öllum stétt- um. Það þarf að mynda á- hugahópa um þessi mál, þar sem 3 menn eða 5 menn eða þaðan af fleiri eru saman- komnir, áhugahópa á vinnu- stöðvum, meðal skipshafna, í síkólunum, í fjölskýldunum,, Við köllum á ungu skáldin og ungu rithöfundana. Birtið ykkar fyrstu ljóð og sögur eða ritgerðir í dálkum and- spyrnuhre/fingarinnar. Gefið okkur söngva ykkar og ljóð, þá biðjum við tónskáldin að gefa okkur lögin, og kveðjum fram söngvarana og tón.listar- mennina. Um fram allt: eign- umst okkar söngva. Sendið tillögur um nafn á hreyfing- unni, leggið orð í belg, hver á sínu sviði. Sé þess þörf að einhverjir vilji á þessu stigi dylja nöfn sín, skal þeim heitið fullkominni þagmælsku að drengskap viðlögðum. Við hefjumst þá handa og undirbúum þjóðarráðstefnuna. Upp af þeirri ráðstefnu þarf og skal rísa hið unga ísland, bjart á svip og óhnuggið, sem setja skal göfugan blæ á 10 ára lýðveldishátíðina 1954. Við erum að vísu fædd í veikleika, en í sameiningu um mesta velferðarmál íslands munum við vaxa að þrótti og heillum. Þar til markinu er náð á að vera fyrsta orð okk- ar að morgni og síðasta að kvöldi: Þjóðareining gegn her á íslandi. Uppsögn her- verndarsamningsins. G. M. M. Pósthólf 1063. Skipting á vinnu — Enn um mynd Skúla við slysi — Sverr „ÓÁNÆGÐUR" skrifar eftir- farandi: „Eg vinn hjá Bæj- arútgerðinni í Reykjavík. Eg er í þeim vinnuflokki, sem er sendur upp á Digranesháls í Kópavogi. Vinna okkar er að smíða fiskhjalla og hengja ■ fisk upp til að herða. Því er svo fyrir komið, að tíu eru í fiskinum og hinir %í að grafa og . smíða. Þessir tíu menn í fiskinum (sem alltaf eru sömu mennirnir) hafa alltaf auka- vinnu (eftirvinnu), þegar fisk ur er. Með því hafa þeir ellefu til f jórtán hundruð kr. á viku, en við hinir, sem margir hafa stór heimilþ fyrir að sjá, kr. 696,48. Hvaða réttlæti er að skipta þessu ekki jafnt á milli allra? Kaupið eigum við áð fá á fimmtudögum, en sjaldan fáum við það fyrr en á föstu- dögum eða laugardögum. — Hvað segið þið um þetta? — Óiánægður.“ I TIDEFNI af skrifum um styttu Skúla fógeta, hefur X sent eftirfarandi línur: „Eg er í fáum orðum sagt mót- fallinn þeirri hugmynd að reisa líkneski af Skúla fógeta. Af þeirri einföldu ástæðu, að það er í hæsta máta bjánalegt að ætla að fara að gera mynd af manni, sem enginn veit, hvernig litið hefur út. Það er engin mynd til af Skúla, sem kunnugt er. En nú á að fara að koma mynd af ágizkun eins listamanns og ósjálfrátt innprenta komandi kynslóð það, að þannig hafi Skúli litið út. Þetta er meira en lítið djarft. Eg er ekki eldri en það, að ég lærði í barnaskóla Islandssögu þá, sem skreytt er m. a. með „myndum“ af Snorra Sturlusyni, Ingólfi Arnarsyni o. fl. Myndin af Snorra ( sem er vitanlega á- gizkun ein, og eftir norskan listamann, minnir mig), hafði þau áhrif á mig, að ég á erf- itt með að hugsa um Snorra án þess að útlit hans þar komi upp í huga mér. Þó fer því fjarri, að ég sé ánægður með þá mynd, og hefði gjarn- an viljað fá að hugsa mér Snorra, án íhlutunar annarra, — skapa mér eigin mynd af honum í huganum — eins og ég hef þegar skapað mér mynd af Skúla fógeta. NEI, það sem hér hefði átt að gera til virðingar við minn- ingu Skúla Magnúss. var að láta gera táknrænt listaverk, helzt efna til samkeppni um það eða láta jafnvel fleiri en einn vinna að því. En kannske er ekki nema skiljanlegt, að sú leið hefur ekki. verið valin. Það getur verið ýmsum mönh um þyrnir í augum nú orðið, að gerð sé táknræn mynd af frelsisbaráttu þjóðarinnar. — Betra að hafa mannsmynd -— sem eins vel gæti verið af framliðnum Bandaríkjafor- seta eins og islenzkri sjálf- stæðishetju. — X.“ „SVIPMYNDASMIÐUR" skrif- ar: „Ósköp var að sjá dóms- málaráðherrann á fimmtu- dagsmorguninn. Hann var á Framhald á 11. síðu. Þetta var fremur sviplítil vika. Þetla hefði ég sennilega ekki sagt, ef ég Jifði meira í sönglistinni en raun er á. Fram munu hafa farið ágætis- kynningar á Jóhanni Sebastian Bach og kvartettum Beethov- ens. Sunnudagurinn var óvenju legur söngvadagur. Þá voru afmælisöngvar Sambands ís- lenzkra karlakóra. Eg hygg að mikill hluti útvarpshlustenda á Islandi standi ásamt mér á því stigi söngmenningarinnar, að söngvar karlakóra séu mjög við hæfi til að afla almennra vinsælda. Þá var leikur Elísa- betar Haraldsdóttur og Sin- íómuhljómsveitarinnar einnig þennan dag. Á kvöldvöku föstu- dagsins söng Útvarpskórinn, yndislega fágaður. Hið talaða orð var aftur á rnóti frekar á neðri tónunum og ekki öllum sem hreinustum, þó ekki mjög aftakaramfölsk- um. Tvö erindi kvölddagskrár- innar voru ágæt. Annað v.ar frásögn frú Aðalbjargar Sig- urðardóttur um Florence Night- ingale. Aðalbjörg Sigurðardótt- ir er tvímælalaust einn áheyri- legasti ef ekki allra áheyrileg- asti útvarpsræðumaður, sem við eigum. Röddin er undar- lega hljómmikil og viðfelldin, svo hvell sem hún þó er. Það kemur aldrei fyrir, að henni skriki tunga á nokkru orði. Aldrei vottar fyrir tilburðum til merkilegheita, sem því mið- ■ur spillir mjög sumum öðrum, sem ágætir mega teljast. Það er svo fullkomið látleysi í allri framsetningu, að á betra verð- ur ekki ikosið. Hið viðkvæma verður aldrei væmið, hið átak- anlega aldrei óhugnanlegt. Það áhrifamesta við erindaflutning frú Aðalbjargar er þó það, að þar bólar aldrei á setningu, sem ekki er töluð út frá menn- ingarlegu sjónarmiði. En þar er líka ástæða þess, hve sjald- an við fáum að lieyra til henn- ar. Björn Þorsteinsson flutti mjög athyglisvert erindi á þriðjudaginn. Þá vitum við það, að það er staðreyndj að ís- lenzkir foreldrar seldu börn sín erlendum fiskimönnum og kaupmönnum, til að ná sér í dúkat eða biskví til að slökkva hungur sitt, og önnur börn voru færð héðan ránshendi. Það átti- þá eftir að koma í Ijós, að Jón-karlinn Gerreksson Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.