Þjóðviljinn - 24.03.1953, Side 10
JO) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. marz 1953
3$
eimilisþáUur
H a 11 a r
Það er varla hægt að nota
orðið hattur um vetrarhöfuð-
fötin. Húfurnar eru í svo
miklum meirihluta.
Hattarnir eru flestir litlir og
margir eru þeir barðalausir, —
eru ekki annað en þröngur
kollur með fjöður eða dúsk til
gkrauts. Það er ofur auðvelt
að eftirapa nýju hattana, ef
maður á gamlan hatt með úr-
eltu barði. Ekkert er hægara
að klippa barðið af. Margir
hattarnir eru bryddir hatta-
bandi, sem er saumað í koll-
brúnina. Þannig er einmitt til-
valið að bjarga gömlum hatti,
svo að þáð má með sanni segja
að hattatízkan í ár er mjög
þægileg.
Af þeim fáu höttum sem eru
með börð er enski harðkúlu-
'hatturinn a'gengastur. Hanni
á að vera beint ofan á höfðinu,
svo að eigandinn minnir mest
á gamla piparmey. Litlu húf-
urnar eru skemmtilegastar, af
því að það er svo auðvelt að
búa þær til. Þær eru saumaðar
úr taui, heklaðar eða hvort-
tveggja eins og sýnt er 'á
myndinni. Hér er mynd af
sléttum tauhatti sem er með
heklaðri brún úr ullargarnf.
Takið um leið eftir hálsmálinu
á kjól stúlkunnar. Það er nýj-
asta tízka og er mitt á milli
rúllukraga og víxlhálsmálsins,
sem verið hefur svo vinsælt
•undanfarin ár.
Sameiginlegí öllum höfuð-
fötum er það, að þau hylja
næstum allt hárið og það
kemur sér vel í roki, þegar
erfitt er að halda hárgreiðsl-
unni í horfinu. En það fer
ekki öllum jafnvel að greiða
hárið aftur, svo að sú tízka
er ekki við allra hæfi.
Loðhúfurnar eru kafli fyrir
sig; þær eru að sjálfsögðu dá-
samlega hlýjar, en þær eru
dýrar og fæstir geta veitt sér
þær, nema stúlkur sem eru
svo heppnar að eiga gamla
skinnafganga. Loðhúfurnar eru
snotrar í lögun og minna tals-
vert á bamaloðhúfur. Þær
falla þétt að höfðinu og eru
búnar til úr öllum skinntegund-
um, jafnvel silfurref. Hið síð-
astnefnda er fremur furðulegt
Piparmeyjar og
sveinar
Af hverju stafar heitið „pípar-
sveinn"? Flestir vita að það er
notað um mann, sem aldrei hefur
kvænzt. Talið er að nafnið hafi
myndazt þegar hinir voidugu,
Hansakaupmenn höfðu útibú um I
alia Norðurevrópu. Verzlunarfé-!
lagið seldi dýrmæt kryddefni, þar j
á meðal pipar, og þess var!
krafizt af útibústjórunum að þeir
væru ókvæntir, og talið er lík-
legt að heitið piparsveinn hafi
myndazt vegna þess.
Og þá er komið að piparmeyj-
unum, en það er full ástæða til
að ætla að þær hafi fengið nafn
sitt af -sveinunum.
Þrír hattar sem sýna hattatízk-
una. Efst er barðalausi haturinn.
Því næst er loðhúfan, sem er að
minnsta kosti hlý, og loks Iitli
húfuhatturinn með heklaðri brún.
Allar myndirnar eru úr Harpers
Bazar
Rafmagnstakmörkun
Þriðjudagur 24. marz.
Kl. 10.45-12.30:
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbrautar að sunnan.
I'ylsur, kartöflur og
rabarbaragrautur.
en fallegt; sléttu skinnin eru
smekklegri. Það er eitt og
annað úr barnatízkunni sem
setur svip sinn á hattatízkuna
í ár, bæði litlu kringlóttu húf-
umar og topphúfurnar með
tungu niður á ennið og bandi
undir hökuna. Þetta húfulag
er fyrirtak handa börnum 1-3
ára og flestar mæður þekkja
þetta húfulag og- bætti víst
býsna skrýtið að ganga sjálf-
ar með svona húfu. Samt geta
þær verið fallegar á komung-
um stúlkum, en við hinar verð-
um víst að forðast allra barna-
legustu húfurnar.
Nevil Shute:
Hlióðpipusmiðurinif
Hann hristi höfuðið. ,,Ég hefði tekið yður
opnum örmum. Eruð þér í vafa um það?“
Hún sagði: „Ekki núna. En þá var ég mjög
hrædd við yður. Ef til vill hefðum við verið
gift, ef ég hefði ekki verið svona heimskulega
rög‘ .. Hún þagnaði við. „Svo féll John. Og eftir
það var eins og allt gengi á afturfótunum.
Þjóðverjarnir yfirbuguðu okkur, Belgar gáfust
upp og Englendingar hörfuðu frá Dunkerk. Og
öll blöðin og útvarpið fóru að rægja Englend-
inga, segja að þeir væru svikarar, sem hefðu
aldrei haft í hyggju að berjast með okkur. Það
var hræðilegt monsieur."
• „Trúðuð þér þessu?“ spurði hann lágt.
Hún sagði: „Eg var mjög óhamingjusöm."
„En núna? Trúið þér þessu ennþá?“
Hún sagði: „Eg trúi því einu, að það var
ekkert ljótt í ást minni á John. Eg hefði orðið
ensk, ef við hefðum gifzt, og ég hefði senni-
lega orðið hamingjusöm alla mína ævi.“
Hún þagnaði. ,,Þessi hugsun er mér mjög dýr-
mæt, monsieur. Vikum saman var hún hulin
efasemdum. Nú er hún aftur skýr; ég hef öðl-
azt á ný; það sem ég hafði misst. Ég missi það
aldrei framar.“
Þau voru komin upp á dálitla hæð og fram-
undan Var áin, sem bugðaðist milli nokkurra
húsa og þaðan út í sjóinn. Stúlkan sagði:
, Þetta er l’Abervrach. Nú er ferð yðar brátt á
enda, monsieur Howard."
Þau gcngu þegjandi og teymdu hestinn niður
götuna í áttina að ánni, framhjá húsunum í
þorpinu, framhjá björgunarskýlinu og höfninni
litlu. Fyrir utan höfnina var þýzkt herskip
með bilaða vel. Nokkrir þýzkir hermenn stóðu
á hafnarbakkanum og horfðu á skipið.
Þau héldu áfram framhjá hafnarkránnj og
út í sveitina aftur. Von bráðar komu þau að hæð
sem ilmaði af villirósum og þaðan var skammt
að bæ Loudeacs.
Bóndi í rauðri bómullarpeysu kom til móts
við þau við hliðið.
Howard sagði: „Frá Quintm.“
Maðurinn kinkaði liolli og benti á fjóshaug-
inn. „Látið það þarna,“ sagði hann. „Og flýt-
ið ykkur svo burt. Eg óska ykkur alls góðs,
en þið megið ekkj tefja hér.“
,,Við skiljum það.“
Maðurinn hvarf -inn í húsið, þau sáu hann
ekki aftur. Það var farið að kvölda; klukkan
var næstum átta. Þau tóku bömin niður 'úr
vagninum og teymdu hestinn að haugnum;
svo hvolfdu þau af vagninum og Howard mok-
aði því síðasta úr honum með skóflu. Þetta tók
stundarfjórðung.
Nicole sagði: „Við höfum nægan tíma. Ef
við förum strax í veitingahúsið, þá getum við
fengið kvöldmat handa börnunum — ef til vill
kaffi og smurt brauð.“
Howard samþykkti það. Þau fóru upp í tóm-
an vagninn og hann teymdi hestinn; þau óku
hægt í áttina til þorpsins: Við bugðu á veginum
sáu þau höfnina blasa við, bláa og gyllta í kvöld-
sólinni. Skammt frá landi var fiskibátur á leið
til hafnar; þau heyrðu lága vélaskelli.
Gamli maðurinn leit á stúlkuna. „Focquet,“
sagði hann.
Hún kinkaði kolli. „Eg býst við því.“
Þau héldu áfram niður í þorpið Við veitinga-
húsið fóru þau út úr vagninum og nokkrir
þýzkir hermenn horfðu áhugalausir á. Howard
batt hestinn við girðingu.
Ronni sagði á frönsku: „Er þetta herskip?
Megum við skoða það?“
„Ekki núna,“ sagði Nicole. ,,Við ætlum að fá
okkur ikvöldmat."
„Hvað fáum við að borða?“
Þau gengu inn í krána. Nokkrir sjómenn
............ 70.
stóðu við barinn og þeir litu á þau rannsókn-
araugum; Howard fannst þeir skynja leyndar-
mál hans um leið og þeir litu hann augum.
Hann leiddi bömin að borði í einu horninui
Nicole fór fram í eldhúsið til að athuga hvað
börnin gætu fengið að borða. <
Von bráðar kom maturinn, brauð, smjör og
kaffi handa börnunum, rauðvín blandað vatni
handa Nicole og gamla manninum. Þeim vaú
órótt meðan þau borouðu, því að þau fundu
að mennirnir horfðij á þau. Þau töluðu aðeins
hið allra nauðsynlegasta við börnin. Howard
fann að þetta var hættustund; aldrei áður hafði
perscna hans sjálfs verið vegin og metin á þenn-
an hátt. Tíminn leið löturhægt og 'klukkan var
ekki enn orðin níu.
Þegar máltíðinni var lokið fóru börnin að
ókyrrast. Einhvem veginn varð að eyða tíman-
um. Ronni sagði og ók sér í stólnum: „Megum
við fara út og horfa á sjóinn?“
Það var nauðsynlegt að hleypa þeim út.
Howard sagði: „Þið megið fara rétt út fyrir
dymar og halla ykkur fram á hafnargarðinn.
En þið megið ekki fara lengra.“
Sheila fór með honum; hin börnin sátu kyrr.
Howard bað um aðra flösku af þunna rauð-
víninu.
Tíu mínútur yfir níu kom stór, herðabreiður
sjómaður slangrandi inn á krána. Það hefði
mátt ætla að hann hefði komið á aðrar krár á
leiðinni, því að hann slagaði lítið eitt. .Hann
leit fránum augum á gestina í kránni um leið
og hann kom inn.
„Hæ,“ sagði hann. „Látið mig hafa Anga-
Pemod og fari Þjóðverjarnir til fjandans."
Mennirnir við barinn sögðu: „Uss. Það eru
Þjóðverjar úti fyrir.“
Afgreiðslustúlkan hnyklaði brýnnar. „Anga-
Pernod? Er það ekki einhver vitleysa? Vill
monsieur ekki venjulegan Pernod?“
Maðurinn sagði: „Er ekki t:l Anga-Pernod?“
„Nei, monsieur. Eg hef aldrei heyrt á það
minnzt." .
Maðurinn avaraði engu, hélt sér í borðið
með annarri hendi og riðaði lítið eitt.
Howard reis á fætur og gekk til hasis. „Vilj-
ið þér þiggja glas af rauðvíni með okkur?,
sagði hann. *
„Það er nú líkast til.“ Ungi maðurinn gekki
með honum að borðinu.
Howard sagði lágt: „Leyfið mér að kynna
ykkur. Þetta er tengdadóttir míns ungfrú
Nicole Rougeron."
Ungi maðurinn starði á hann. „Þér verðið að
gæta betur framburðarins 'þegar þér talið,“
sagði hann út um annað muncivikið. „Það er
bezt að þér þegið og látið mig tala.“
\ Og þú fylgdir fyrirmælum mínum, auðvitað?
\ Auðvitað gerði ég það ekki, þvx þá hefði ég
( hálsbrotið mig?
ff Hálsbrotið' þig?
\ Já, því ég henti bleðlinum út um glugga á.
\ þriðju hæð.
( 1
ff Aibert Einstein gaf eitt sinn út formúlu fyrir
/) beztum hugsanlegum árangri í lifinu. Ef a er
\ áx-angur, þá mundi ég segja að a sé jafnt X
\ plús y plús z, þar sem x er vinna og y leikur,
(/ En hvað er þá z? var doktorinn spurðui'.
ff Að kunna að halda sér saman, svaraði hann
Einu sinni er þeir borðuðu saman Boswell og
dr. Johnson spurði Boswe’l hvort hann teldi
ekki að góður matreiðslumaður væri þýðingar-
meiri fyrir þjóðfélagið en sæmilegt skáld.
Það er ekki til svo vitlaus maður að hanni
sé ekki þeirrar skoðunar, svaraði Johnson,
(Þetta hlýtur raunar að vera lygasaga).