Þjóðviljinn - 25.03.1953, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.03.1953, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. marz 1953 Tlynning nm botagreiðslur almannatryggmgamia áríð 1953 Yfirstandandi bótatímabil almannatrygging- anna hófst 1. janúar s.l. og stendur yfir til árs- loka. Lífeyrisupphæðir þær, 'sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins 1953 eru ákveðnar til bráöabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri verður skerðingin mið- uð við tekjur ársins 1952 og endanlegur úrskurö- ur um upphæð lífeyrisins 1953 felldur, þegar framtöl til skatts liggja fyrir. Þeir; sem nú njóta lögboöins ellilífeyris, ör- orkulífeyris, bamalífeyris eða fjölskyldubóta, þurfa ekki, að þessu sinni, að sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum al- mannatryggingalaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Tryggingarstofnun- arinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir því, sem eyöubiöðin segja fyrir um, og afhent umboös- manm ekki síðar en fyrir 15. maí næstkomandi. Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé aö taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni er takmörkuð. Fæðmgarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru tii tryggingarsjóðs, skulu sanna með trygg- ingarskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerð- ingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæð- ingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri, fjölskyldubæt- ur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðs- mönnum ú venjulegan hátt, enda hafi umsækj- andi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingar- sjóðs. Noröurlandaþegnar sem hér hafa búsetu eru minntir á, að skv. milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með tilheyrandi barnalífeyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bót anna cr leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar fjölskyldubótarétt fyrir börn sín, séu þeir ásamt börnunum skráðir á manntal hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft hér 6 mán- aða samfellda búsetu áður en bótarétturinn kem- ur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkisborgara. íslenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt til ell’lífeyris og fjölskyldubóta í hinum Norður- löndunum. Athygli er vakin á, að bætur úrskuröast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðs- manni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnzt að öðrum kosti. Reykjavík, 25. marz 1953. Tryggingastofnun ríkisins Málverka- og listmrniasýnmg », Grétu Björnsson í Listamannaskálanum er opin kl. 13—22. Herbergi óskast helzt í Laugarneshverfi strax eða um næstu mánaðarmót. Upplýsingar í síma 7500 M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 27. marz til Færeyja og Reyltjavík- ur. Flutningur óskast tilkynnt- ur sem fyrst til skrifstofu Sam- einaða í Kaupmannahöfn. — Skipaafgreiðsla Jes Zimsen — Erlendur Pétursson — Reykjafoss fer héðan föstudaginn 27. þ. m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: P.atreksfjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Dalvík, Akureyri, Húsavík. H. f. Eimskipafélag íslands. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. SKIPAÚTGCRO . RIKISIWS ] Herðubreið vestur um land til Akureyrar hinn 30. þ.m. Tekið á móti flutningi til Tálknaf jarðar, Súg- andafjarðar, Húnaflóa- Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarhafna í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Esja vestur um land til Akureyrar hinn 1. apríl. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á morgun og á föstudaginn. Far- seðlar seldir árdegis á laugar- dag. ’■-■■■;■■ ’ ^Fg£r==-. ■ . —. r—■;■-■ ■ " jÉ ÍQÍIlrtlTI 1 Ódaunninn úr Kanáþyrli — Frásögn af vinnustað R. SKRIFAR: „Þá veit maður það, að Kanaþyrill er hættu- laus. Hafnarstjóri hefur sjálf- ur fylgzt með ástandi hans og erindagerðum. En hitt ætti að vera ljóst, að almannaróm- urinn hefur það til að vera ósannsögull. Sennilega er það bara uppdiktun almúgans um atburð, sem kvað hafa gerzt fyrir skömmu. Atburð, sem líklega sannar það eitt, að ís- lenzki Þyrill sé ein ógnar- hætta fyrir öryggi — ja, að minnsta kosti Kanaþyrils eða Hærings hins heppilega. ★ EINS OG KUNNUGT er þarf iðulega að vera að gera við ísjenzka Þyril til þess að halda öryggi hans í lagi. Og einn dag fyrir nokkru átti það áð hafa gerzt, að fyrirtæki eitt hér í bænum sendi menn sína um borð í íslenzka Þyril, sem þá hafði lagzt utan á hlið Kanaþyrils, er aftur hjúfraði sig að Hæringi heppilega. Sem nú kunnáttumenn fyrirtækis- ins lögðu leið sína um borð í íslenzka Þyril, urðu þeir að burðast með tæki sín, logsuðu tæki, skrúflykla, hamra og sleggjur og annað, sem gefur kunnáttumönnum sitt ágæti; urðu þeir sem sagt a’ð drasla þessu öllu yfir hin tvö trú- lofuðu skip, Kanaþyril og Hær ing heppilega. Gekk sú för vel og hindrunarlaust, því þeir urðu ekld manna varir á leið- inni. Því hættulaust skip eins og Kanaþyrill þarf ekki að láta vakta sakleysi sitt. Svo má líka vera, að verndarar hans hafi þurft að sinna ær- legri störfum undir þiljum. En það er ekki fyrr en hinir íslenzku kunnáttumenn eru byrjaðir á vinnu sinni um borð í íslenzka Þyrli, áð hinn dramatíski þáttur þessarar sögu á að hafa gerzt. Ein- mitt er þeir ísJenzku höfðu hafið vinnu sina með hamra- höggum og hraðbræði (log- suðu) lá biluðum leiðslum í ís- lenzka Þyrli, verða þeir varir við tilvist manna um borð í Kanaþyrli með þeim hætti, að þeir heyra ópan mikla og sjá, hvar mannshöfuð eitt lítið stingur gafli sínum upp um lúgu nokkra; og er ekki að sökum að spyrja, að þar uppdrífur sig maður einn, og annar, og fleiri, og virtist nú skipshöfn Kanaþyrils leyst af verðinum neðanþilja. Ber nú allt að í einu, að upp hefjast óhljóð mikil og handapat með al þeirra amerísku, framborið með kappi miklu, en kom fyr- ir ekki, og skildu Islending- arnir í íslenzka Þyrli ei að heldur hið alþjóðlega tungu- tak verndaranna, þó vel væri útilátið. Fór það svo hér sem jafnan, þá er mest ríður á að samkomulag og skilningur ríki meðal þjóða og manna, að hvorugt varð fundið. Gekk svo til, ixnz einn yfirmanna íslenzka Þyrils tók sig til og labbaði sig úr skipi sínu yfir í Kanaþyril og hélt á mæli- teini miklum í hendi sinni. Skipti það engum togum, að hann gekk sig að skrúflokum nokkrum á þilfari Kanaþyrils og — sneri þau af. Gaus þá upp óþefjan mikil, svo þeim íslenzku sló fyrir brjóst. Þótt- ust þeir af ímyndan sinni kenna hér hinn leiða daun af flugvélabenzíni. Og skaut nú skelk í bringu þeirra, er héldu á gneistandi tækjum hrað- bræðslunnar. Er hinn íslenzkl yfirmaðúr hafði rétt púað frá sér fyrstu gasstrokunum, gerði hann sér lítið fyrir og rak sinn mikla mælitein nið- ur um götin, og reýndist þá svo, að geymarnir undir þeim myndu vel hálfir af .... En nú má maður ekki trúa því, að það’ hafi verið benzín í þeim, samkvæmt skýrslu hafn. arstjóra. Lyktir þessarar rannsóknar urðu þær, að ein- hver ærði máttarvöld létu ís- Jenzka Þyril Jeysafestar sínar og yfirgefa Kanaþyril í kær- leikum hans við Hæring hinn heppilega. ★ SAGA ÞESSI flaug til míri eftir hafnarbakkanum, og sel ég hana ekki dýrara en ég keypti. Sannar hún líklegæ ekki annað en það, að varlega er treystandi almannarómn- um í þessu máli, því ekki ber honum saman við yfirlýsingu hafnarstjóra og persónulega reynslu hans og ábyrgðartil- finningu. — En eftir lá að hyggja, þá eru hér ágæt ráð við liættu, sem einhvíer gaf mér einhvern tíma, sem sé það 1) áð hlæja að henni og sýnast hugrakkur, eða 2) að Játa sem hún sé ekki tij — til þess að koma í veg fyrir hugaræsingu. — R“. Nú er tímabært að kaupa hangikjöt til páskanna. . Biðjið ávallt um hið góð- kunna hangikjöt frá okkur. Samband íslenzkra samvinnufélaga ♦-♦■■-» ♦ ♦ ♦■ ♦ ♦ » »,„» ♦ »

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.