Þjóðviljinn - 25.03.1953, Síða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1953, Síða 5
Miðvikudagur 25. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN— (5 5 Tako Sölku Vöiku hefst í Grindavík í fúní - ntYndin frumsýnd á anncxn x jólum Frá því var skýrt í Stokkhólmi í síöustu viku aö taka kvikmyndarinnar eftir skáldsögu Halldórs Kiljans Lax- ness um Sölku Völku rnyndi hefjast í júní. Fulltrúi Nordisk Tonefilm, sem tekur myndina, sagði sænskum blaðamönraum að ætl- unin væri að ljúka tcfku mynd- arinnar í september. Öll úti- atriði verða tekin í Grindavík. Vonast er til að frumsýning geti orðið á annan dag jóla. Ánægður með handritið. Laxness var staddiir á fund- inum með fréttamönnum o'g sagði •þeim að hann væri mjög ánægður með kvikmyndahand- ritið, sem Rune Lindström hef- ur gert eftir sögunni. Þar væri hugsuninni, sem lá til grund- vallar sögunni, fylgt í öllu sem máli skipti og afdrifaríkustu atburðirnir látnir njóta sín. Söguruar um Sölku Völku, Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni, komu út í sænskri þýðingu 1934 og verða gefnar út í nýrri þýðingu í haust. Hlutverkaskipun. Ekki hefur enn verið gengið Maj-Britt Nilsson, sem tnil/.t er. vlS aö leiki Sölku Völku. Hér er hún í aSallílutverkinu í sænsku myndinni Sommarlek. frá samningum um hlutverka- skipun í kvikmyndinni en búizt er við að leikkonan Maj-Britt Nilsson leiki Sölku Völku full- orðna, leikarinn Folke Sund- quist Arnald fullorðinn og Ed- vin Adplphson Holgeir Löven- adler og Nils Hallberg fari með önnur hlutvérk. Kvikmynda- tökustjóri verður Arne Matt- son. AfiilkiilisÉi yflr gyHiiags^ félk l^ýxfealaiftd niisieisdiiF Þýzkir hermdarverkamenn höíðu sam- band við yíirherssijórn A.-bandalagsins Opinberi ákærandinn í Braunschweig á brezka hernáms- svæöinu i Þýzkalandi hefur höföaö mál gegn tveim fyfr- verandi nazistum fyrir að undirbúa fjöldamorð. Fréttaritara brezku frétta- stofunnar Reuter farast þannig orð um mál þetta í skeyti frá Braunschweig fimmtudaginn í síðustu viku: 100 nöí'n á aftökulistanum. ,,Bauer ríkissaksóknari skýrði frá því í aag að tveir fyrrverandi nazistar, Heinz Anders og Dieter vou Klann, sem ákærðir eru fyrir að hafa undirbúið morð á gyðingum og fólki, sem annað hvort hafði sambönd við Austur-Þýzkaland eða hafði áhuga á nútímalist, hefðu fyrir milligöngu franskra o.g bandarískra aðila haft sam- band við SHAPE, aðalstöðvar herstjórnar A-bandalagsins í París. Bauer kvaðst ekki liafa orðið þess var að brezku her- námsyfirvöldin hefðu á nokk- urn hátt komið nærri málinu. Á aftökulistunum voru nöfn á annað hundrað manna“. Ótakmörkuð íjárráð. „Ennfremur segir Bauer að Anders hafi ráðið sérfræðinga til að sprengja í loft upp bygg- ingar og brýr þann dag sem nazistar hrifsuðu völdin á ný. Þeir fengu 350 mörk í mánað- argreiðslu og auk þess átta mörk á dag og not af bíl. Fé til þessa kom úr stórum sjóði en ekki hefur tekizt að komast eftir því, hver lagði fé í ha.nn, því að það var eins og að herja höfðinu við stein þegar reynt va.r að afla upplýsinga hjá starfsmönnum hernámsstjórna Vesturveldanna. Anders á nú heima í Wiesbaden á banda- ríska hernámssvæðinu en er þar sjaldan um kvrrt því að hann er að jafnaði á ferða- lögum fram og aftur um Evrópu.“ Ekki einsdæmi. Fyrirtæki þeirra Anders og von Klann er annað en liægii- mannasamtök þau, Bund Deut- scher Jugend, sem forsætisráð- herra sósíaldemókrata í vest- urþýzka fylkinu Hessen skýrði frá að hefðu undirbúið morð á stjórnmálamönnum, sem berj- ast gegn þátttöku Vestur- Þýzkalands í fyrirlluguðum Vestur-Evrópuher. BÐJ sam- tökin hafa síðan verið leyst upp én fyrirliðar hermdarverkadeiid ar þeirra sluppu við málsókn vegna þess að bandarísku her- námsyfirvöldin tóku þá undir vernd sína. Rannsókn á starfi þeirra hafði sannað að þeir höfðu fengið þjálfun í skóla bandarísku leyniþjónustunnar til kennshr í skæruhernaði og Bandaríkjamenn höfðu lagt þeím til vopn og fé. ' Sjálfstætt fólk kvik- myndahæf. Auk Nordisk Tonefilm stóðu bókaútgáfufyrirtækið Rabén & Sjögren og Vi, vikublað sænsku samvinnufélaganna, að fundinum með blaðamönnum. í Stokkhólmsblaðinu Ny Dag, sem þessar upplýsingar eru eftir, segir að blaðamennirn- ir hafi spurt Laxness í þaula um bækur hans. Hann taldi að af öðrum bókum $ínum kynni' Sjálfstætt fólk, að vera kyik- myndunarhæf. Er blaðamaður spurði, hvort franska liandrit- ið að k.vikmynd eftir Sölku Völku hefði verið betra en það sænska, svaraði Laxness að- eins: -—• Það var franskara. Verið að þý£a Gerplu. Blaðamönaunum var skýrt frá því að þýðing á Gerplu kynni að koma út í Svíþjóð í haust. Um hana sagði Laxness að „möiigu í henni er beint til nútímans, en myrkur miðald- anna er líka á mörgum sviðum í ætt við Riitímann. Þrátt .fynr yaxandi vélamenningu hefur höfuð'ð dregizt dálítið aftur úr og crT'ðléikárnir þá og nú eru Evipaðir“. mm T'*> K r ra mnm iiwmii Leifitogai franskra gy'ðinga hafa lýst ábyrgð á hendur kaþólsku kirkjunni fyrir rán tveggja bræðra, sem hurfu þegar senda átti þá til ættingja simia í ísráel. Guy de Rothschild barón af ætt hinna frægu fjármála- manna, sem er forseti leik- mannasamtaka gyðinga í Frakk landi, hefur lýst því afdráttar- laust yfir að öll kaþólska -kirkj- an verði að taka á sig sökina á hva’rfi bræðranna Roberts og Geralds Finaly, sem annar er tíu ára en hinn ellefu. Nazist- ar myrtu foreldra drengjanna á stríðsárunum og ólust þeir upp 4 munaðarleysingjaheimili. Kaþólsk forstöðukona þess lét skíra þá og þegar móðursystir þeirra í ísi’ael fékk úi’skurð fransks dómstóls um að hún hefði rétt til að taka drengina til sín hurfu þeir og voru flutt- ir með leynd milli klaustra .og prestsetra um Suður-Frakk- laad og loks smyglað til Spán- ar. Fimmtán handtökur. Fimmtán manns, sex þeirra kaþólskir prestar og tvær abbadísir, hafa verið handtekn- ir fyrir hlutdeild í barnarán- inu en öll eru nú laus úr gæzlu- varðhaldi fyrst um sinn. Rothschild kvað gyðinga aldrei myndu sætta sig við að börnin yrðu með valdi knúiii til að aðhyllast aðra trú en trú feðra sinna. Lí'rti hann ráni þeirra við Dreyfusmálið fræga, þegar liðsforingi af gyðingaætt- um var loginn sökum til að fá höggstað á gyðingum almennt. Jácob Kaplan, æðsti prestur g.yðinga í Frakklandi, hefur skýrt blöðunum frá því að hann hafi tekið upp viðræður við stjórn kaþólsku kirkjunnar um mál horfnu drengjanna. Sjang sendar þrýstiloíts- ílugvélar Skýrt hefur verið frá því í Washington að send hafi verið sveit þrýstiloftvéla til æfinga- flugs til tlughers Sjang Kái- séks á Taivan. Mun þetta vera undanfari verulegra sendinga þrýstiloftsflugvéla þangað. Stofnunin American Heritage Foundation, sem vinnur að því, að auka þátttöku í kosningum í Bandaríkiunum, hefur birt skýrslu um forsetakosningarn- ar í fyrra. Segir þar að 13.116. 000 Bandaríkjamenn á kosn- ingaaldri hafi verið sviptir kosningarétti. Af þeim var milljón erlendis í herþjónustu. en hinar tólf milljónirnar ,,gátu ekki tekið þátt í bosn- ingunum vegna þess að þeir höfðu ekki getað borgað kosn- ingaskattinn eða vegna þess að þeir liöfðu flutt búferlum m'lli fylkja“. í flestum Suðurríkjanna var kosningaþátttakan langt fyrir neðan helming eða 42,8% í Texas, 36,6% í Arkansas, 31% í Georgia, 24,9% í Alabama og ekki nema 24,3% í Mississippi. Ný rafkveík'ia Frönsk verksmiðja, S.A. de machines electrostatiques í Grenoble, hefur fundið upp nýja rafkveikju, sem umboðs- menn hennar í Bandaríkjunum segja að muni valda byltingu í iðnaðinum. KýEiazssáas blása að gyS- Fylkisstjórnin í Neðra-Sax- landi í Vestur-ÞýEkalandi hefur leyst upp samtök, sem stofn- uð voru eftir að nýnazistaflokk urinn Deutsche Reichspartei var bannaður. Við húsramisókn hjá forystumcnnunum fannst mikið , ,af, áróðursritum nýnaz- ista fullum af níði um gyð- inga. Á aS gera þá munaSariausa? Bandaríska félagið, Agriplast Co. í Sarasota, Florida, aug- lýsir að það hafi fundið upp nýja aðferð til að stytta vaxt- artíma trjáa, runna og jurta. Félagið framleiðir plastþynnur, sem innihalda hormóna, víta- mín og önnur efní, sem plönt- um eru nauðsynleg. Stjórnend- ur félagsins segjast hafa full- reynt að framleiðsla þeirra komi þvi til leiðaf að tré nái vérulégri stærð á' tiltölulegá skömmum tíma. IJm mánaðamótin rennur út fresturinn, sem bandarískur yfir- réttur veitti á aftöku Rósenberghjónanna, sem dæmd voru til flauða fyrir lijarnorkunjósnir ein allra sakborninga og aðeins fyrir vitnisburð meðákærðra, sem fengu tíltöíulega milda dóma. Ölluin óhlutdrægum aðilum, sem hafa kynnt sér málsskjölin. ber saman um að forsendur fýrir sektardómnum séu ákaflega hæpnar óg dauðarefsingin sé himinlirópandi ranglæti. Hér sést verjandi hjónanna leiða. syni þeirra, Micliael og Ronnie, frá heimsókn tii foreldra sinna í klefa hinna dauðadæmdú í fang» elsinu Sing Sing.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.