Þjóðviljinn - 25.03.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1953, Blaðsíða 6
'Q), — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. marz 1953 þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, i Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 1,7 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. \____________________________________________________✓ Kosningasýki Blaðamenn Tímans eru mjög hæfir menn — til þeirra starfa sem þeim er falið að vinna. Þeir hafa getað út- rýmt alge; lega úr eðli sínu þeim ókostum sem gætu orðiö þeim til trafala, sannfæringu og manndómi. Þeir starfa eins og vélar; sé þeim sagt aö vinna eitthvert verk gera þeir þaö án þess að þurfa að taka nokkurt tillit til staðreynda. Tökum til dæmis lciöara Tímans í gær. þar segir svo m.a : „Baráttunni gegn íhaldsöflunum veröur því ekki hald- iö uppi af Alþýðuflokknum nú fremur en veriö hefur seinustu árin. Ekki verður þeirri baráttu heldur haldið uppi af Moskvukommúnistum, sem raunverulega eru líka mestu afturhaldsmenn landsins. Enn síður veröur henni haldiö uppi af hinum nýja sprengiflokki, Þjóövarnar- xlokknum, sem íhaldið gleðst mest yfir, því aö ljóst er aö fyrir honum liggur ekki annaö en aö veslast upp og deyja, eins og öðrum þeim hreyfingum, er forsprakkar hans hafa verið riðnir við. Baráttunni veröur nú sem i'yrr aöeins haldiö uppi af Framsóknarflokknum. Hann einn liefur líka möguleika til að vinna þingsæti af íhald- inu. Eina vonin til þess aö aöstaöan breytist á Alþingi eftii kosningarnar er aö þingfylgi Framsóknarflokksins styrkist." Þetta er spaugilegur samsetningur og hætt viö aö ýms- ‘r lesendanna hafi rekiö upp stór augu, en blaðamenniin- ir á Tímanum gera hvorki aö blikna né blána. Allir vita aö ráöamenn íhalds og Framsóknar eru orön- :r cin sannunnin klíka. Hagsmunahópar þessara flokka nafa slegiö reitum sínum saman í púkk. Þaö er hiö inni- ■egasta camband á milli Vilhjálms Þórs og helztu stór- gróðamanna Sjálfstæöisflokksins um sameiginlegt rán af vinnu landsmanna. Eftir að Framsóknarforsprökkun- um hefur nú verið hleypt inn í einokunarkerfi afuröasöl- unr.ar er ekki framar neitt sem skilur, engin ágreinings- efni. í almennum þjóömálum má ekki á milli sjá hvor ílokkurinn er afturhaldssamari og þröngsýnni. Báöir eru þeir jafn hundflatir fulltrúar Bandaríkjanna á íslandi. I samstjóm þeirra hefur ekki veriö neinn ágreiningur um málefr.i, og þeir hafa þegar bundið þaö fastmælum aö haida áfram stjórnarsamvinnu að kosningum loknum og lyfta þá Alþýöuflokknum líka upp í ráðherrastóla, samkvæmt nýjustu fyrirmælum aö vestan. Þar.nig mætti allt viröast í lukkunnar velstandi, en þaö er eitt, sem skyggir á: Framsóknarflokkurinn sér fram á að stórtapa fylgi, Fylgisaukning flokksins í síðustu kosn- mg-am stafaði af því aö almenningur fssti trúnaö á áróð- ur Tímans um að Hermann Jónasson og félagar hans væru frjálslyndir umbótamenn sem vildu berjast gegn ihaldinu. Þúsundir manna tóku alvarlega skrif eins og þau sem áðan var vitnaö til og festa trúnaö á rauðu klesiumar á yfirboröi Tímans. Þessar þúsundir hafa nú snúið baki. við Framsóknarflokknum og forsprakkarnir sjá framá aö þingsætum þeirra muni fækka aö miklum mun. Þess vegna er gripiö til þess örjþrifaráðs aö reyna að ástunda sama leikinn og fyrir fjórum árum. Blaðamönn- um Tímans er sagt að skrifa um hina skeleggu baráttu ilokksins gegn íhaldinu, og þaö er eins og þrýst sé á tappa- vélin snýst. Og þaö er sagt aö framkvæmda- stjcri Tímans hafi nú þegar fest kaup á rauöum -prentlit. En aöstandendur blaösins gá ekki aö því aö aöstæö- urnar eru gerbreyttar. Andstæðurnar milli athafna og þessara nýju ski’ifa eru svo hlálegar aö þær dyljast ekki neinum. Þess vegna er áróöur þessi ekki aöeins haldlaus, heldur hefur hann þveröfug áhrif, stuggar frá enn fleira fólki. sem hefur skömm á svo fáránlegum loddaraleilc. Þessi kosningasýki mun engu að síöur halda áfram í Tímanum og öörum blööum hernámsflokkanna næstu mánuöi. Og sjúklingunum mun ekki batna á kosninga- daginn. Viktoría< Halldórsdóttir: Hvctð er að gerast á íslandl? Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna héldu borg- arafund um kirkjuna og frið- armálin í Stiörnubíói sunnu- daginn 8. marz s. 1. Ræðumenn voru, sem kunnugt er, þrír prestar og tvær konur. Héldu þau öll mjög athyglisverðar ræður og töldu afdráttarlaust, að þar sem kærleikskenning Krists væri hið eina lífræna afl sem haldið gæti uppi friði í heiminum, værj lcirkjan og friðarhreyfingin tengd órofa böndum. Fundurinn var mjög vel sóttur, og sýnilegt var að fólk hafði ahuga á þessum mál- um, og vildi gjaman vita, hvað hinir merku prestar er þama komu hefðu fram að færa um það mál sem nú er efst í huga manna: Vill kirkjan vinna af alhug með friðaröflum heims- ins og á þann hátt vinna að því að skapa guðsríki á jörðu, eða ætlar hún að sætta sig við að orð Krists séu óvirt og af- flutt? Allir ræðumenn lýstu við- bjóði sínum á stríði og striðs- áróðri, og er gleðilegt til þess að vita að kirkjunnar menn skuli vera skyggnir á þann á- litshnekki, sem islenzka þjóðin hefur beðið með hingaðkomu erlends herliðs, sem leitt hefur siðspillingu yfir æskuna og bak að allri þjóðiimi sára kvöl. Um áramótaræður þjóðskömnganna fóru ræðumenn hörðum, bitr- um ásökunarorðum. Einn rseðu- manna taldi, að ríkisstjórn ís- lands hefði svo lítil fjárráð að hún hefði ekki efni á að stofna íslenzkan her! en til þess myndi hún sennilega fá aðstoð frá vestrænu verndurunum, svo við vitum iað -litið öryggi er í að hugsa sér að henni séu allar bjargir bannaðar með herstofn- un sökum fjárskorts. Upphringlngar — Aðvaranir — Blaðaskrif Fundarmenn í Stjörnubíói urðu margir furðu lostnir, þeg- ar tveir prestamir, sem þar töluðu hófu ræður sínar á iað lýsa því hvemig þeir hefðu orðið fyrir átölum, upphring- • ingum og aðvömnum fyrir að hafa látið ginnast til að tala á þessum fundi um kristindóm. Hvílíkt ástand í vopnlausu landii á friðartímum! Það er von að fólk spyrji: Hvað er að gerast á íslandi? Þá væri ekki úr vegi að fólk festi sér í minmi þær köldu kveðjur sem blað kirkjumála- ráðherrans sendj fundinum, og prestunum alveg sérstaklega fyrir að tala þar, en þeir þökk- uðu fyrir með því að lofsyngja friðarhugsjón kúgaðrar alþýðu. Þó að Tíminn og Morgunblaðið þykist eiga mikil ítök í toirkj- unnar mönnum, þurfa þau ekki að ætla sér þá dul að kveða niður rödd sannleikans í hjört- um almenn'ings. Um þá er vilja hlynna að friði og bræðralagi milli manna og þióða senda þessi blöð út biygðunarlausar lygaklausur, sem láta 1 eyrum siðaðra manna eins og span- gól sporhunds. Hvað er að ger- ast hér? Morgunbiaðið vakti athygli á sér eins og oftar, með Ijótri lygaklausu um MFÍK og fyrirhugaðan fund morguninn sem hann var haldinn og við- hafði það orðbragð er þeim einum hæfir er telia sig til þess ráðna að geltia fyrir húsbónd- ann, Tíminn varð sér úti um fyririitningu manna af sömu ástæðu, nema hvað habn setti hærra met, því að hann lét s>ig ekki muna um að falsa alger- lega samtal það er átti sér stað Raddir kvenna við fréttamenn blaða og út- varps tveim dögum fyrir fund- inn. Svo gersamlega var sam- talið falsað að ektoi kom þar einn stafur af því sem kon- urnar lögðu fréttamönnunum til í hendurnar, heldur allt annað, og allt lannað en þeim hafði dottið í hug að segja. Ekki er það ætlun mín að elt- ast við gjáifur stjómarblaðanna þó að þau geyi að MFÍK og sletti rófunni til allra þeirra sem elska land sitt og vilja vemda börn sín. Eg tel það nægja, að benda á það að öll þau mál, sem horfa til menn- ingar og þjóðþrifa eru ætíð rægð á alla lund af þeim mönn um sem hafa taltmartoaðan skilning á menningarverðmæt- um, en skiija aðeins það sem gefur þeim gull í kló. Þær þjóðkunnu konur, sem þarna töluðu munu sannarlega ekki njóta minni virðingar í fram- tíðinni þó að sorppistlaritarar stjómarblaðanna velji þeim nafngiftir eftir sínu innræti, og sama máLi mun gegna með presta þá er styrktu málefni MFÍK og víttu alvarlega þá menn , sem verjia f jármunum og mannorði til samstarfs við þau illu öfl sem- starfrækja hemað- arbrjálæðið, og stofna æsku landsins í voða. „Gjiafiir eru þegnar, hervernd þökkuð og svarizt í fóstbræðralag, en sannleikurinn er sá að ekkert af þessu er til bj.argar,“ sagði síra Arelíus, sem var hneyksl- aður á því hvernig stjórnar- blöðin rangfærðu tiigang sam- taka okkar. Hann þekkir sjálf- ur hvað rógburðurinn getur orðið þungur í skauti, jafnvel göfugustu sálum, sem óska þess eins að fá að starfa að umbóta- málum í friði. Við konur inunurn ekki hræðast rógburðinn Ektoi munum við kikna fyrir ósómanum, þó að ósannar að- dróttanir um okkur birtist á hverri síðu blaða þeirra, sem dá stn'ð og óska eftir að koroa hér upp íslenzkum her, og þó að ve.rstu skúmaskotin séu fyllt með hvæsi slefberanna. Al- Heimsfriðarhreyfingin, sem sam an stendur af öftugum kirkju- félögum. menntamönnum, mæðr um af hinum fjölmörgu þjóð- ernum jarðarinnar og yfirleitt alls konar fólki með ólíkustu sjónannið á öðrurn málum, sú hreyfing getur sannarlega bor- ið höfúðið hátt. Það er sú stað- reynd, að allar þjóðir heims bindast nú samtökum um að reyna að varðveita friðinn í heiminum, sem fer svona illa með taugakerfi litlu karlanna okkar hérna við dagblöðin! Við íslenzku konurnar erum upp aldar við frið, pg við hik- um ekki við að bindast sam- tökum við það fólk, annars staðar heiminum, sem vill varðveit'a heimsfriðinn og vinna friðsamlegum viðskiptum þjóða ,í milli. Við, konur, erum gei'- samlega rólegar í öllu því öldu- róti og gerningahríðum sem verða til á skrifstofum dag- blaðanna. Við vitum að við vinnum fyrir góðan málstað, og við munum halda áfram að vinna að friði og bræðralagi og verndun bamanna. Við vinn um fyrir opnum tjöldum, og áreiðanlega væru fáar þær konur, sem vildu standa utan samtaka okkar, ef ekki væri villt um dómgreind þeirra með lygum og blekkingum, sem þyrlað hefur verið upp af ó- vönduðu fólki, í kring um frið- annáliíi. Allar konur hafa ein- hverjia ástvini, sem þær vilja vðmda, íslenzkar konur ekki síður en konur stríðslandanna, sem nú þiappa sér saman í neyð sinni, og vinna ótrúleg- ustu þrekvirki, og viljum við ekki rétta þeim hönd, sem þjást? Ekki er hollt að verða upp- næmur fyrir ómerkilegu blaða- skvaldri, sem frams.ett er af illgirni og vitfirringslegri reiði, eins og t. d. þegar Timapiitur- inn, sem rangfærði viðtal stjórnarkvenna MFÍK og bjó þar til heilar ^etningar, sem þær höfðu aldrei sagt, tók svo eftir nokkra daga leiðréttingu á lyginni, birtir leiðréttinguna inn í miðri grein, sem er sam- suða af þvílíkum bjálfaskrif- um, ofstopa og þvættingi, að helzt gæti maður hugsað að hún væri samin af strák úr félaginu Tígrisklóin. Á unga aldri lærðd ég stöku sem er gott heilræði: „Jafnkýt aldrei illhryssing, ert ei böm til réiði. Vonzkubaldinn vitfirring, vantar sjaldan formæling.“ Þessi vísa bendir okkur á að sýna umburðarlyndj þeim per- sónum, sem eru þeirrar teg- undar, sem hún lýsir. StjórnarbJcðin hafa þannig gert flokkum sínum þann ó- leik að sýna alþjóð hve þjóð- hollir þeir skriffinnar eru, sem lað þeim standa, og hve mikils þeir meta þáð fólk, sem vinnur að hugsjón friðar og mann- kærleitoa. Með vorinu hefjum við kon- urnar hreingerningar, munum við þá ekki sízt sópa burt ó- þverramim sem þjáir tilvem man.na í þessum heimi. At- kvæði oktonr kvennanna mtfnu f þeir þrá, sem sen.du okkur hínri fallega tón sinn í blöðunum lyrir nokkrum dögurii. Á kosn- ingafundunum munu þeir brosa til okkar og stíga í vænginn í kririg xun okkur, og senda okk- Framháld á 9. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.