Þjóðviljinn - 09.04.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.04.1953, Blaðsíða 6
6) —ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. apríl 1953 JUÓOVILJINN Vtgefandi: Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rítstjórar: Magnús Kjartansson <áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. A.uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. V______________________I___________________________✓ „Hvað er að gerast í Sovétríkjunum?" Morgunblaðið eyðir í gær miklu af rúmi sínu til að ræða um læknamálin í Sovétríkjunum, og býr blaðið til hinar hugvits- samlegustu kenningar í sambandi við það mál. Skipta hinar ýmsu ,,skýringar“ blaðsins tugum og stangast að sjálfsögðu liver við aðra. Tíminn og AB-blaðið eru hófsamlcgri á rúm sitt en spyrja samt af mikilli ákefð: Hvað er að gerast í Sovétríkjunum ? En liggur það ekki Ijóst fyrir hvað hefur gerzt í Sovétríkj- unum? Háttsettur embættismaður í réttarkerfinu hefur gerzt sekur um alvarlegt afbrot. Hann hefur búið til rangar sakar- giftir, framleitt ,,sannanir“ og beitt rannsóknaraðferðum sem brjóta algerlega í bága við lög Sovétrikjanna. Hann hefur gert þetta í skjóli þess að þörf er ýtrustu árvekni í Sovétríkjunum og alþýðuríkjunum öllum gegn hinni skipulögðu undirróðursstarf- semi Bandaríkjanna, en til hennar hefur verið varið óhemjuleg- .um fjárfúlgum opmskátt á fjárlögum. Þegar embættismaður þessi hafði lokið „rannsókn“ sinni kom hún til kasta annarra yf- irvalda, og komust þau þá að raun um livers kyns var. Rift- uðu þau þá að sjálfsögðu málatilbúnaði öllum, létu hina ákærðu sakborninga lausa og veittu þeim fulla uppreisn æru en drógu embættismanninn og samstarfsmetm hans. til ábyrgðar sam- kvæmt landslögum. Var send út hreinskilin tilkynning um þessa atburði alja. Þetta eru þau málsatvik sem fyrir liggja, og þau virðast vera nógsamlega skýr án þeirra fjölbreyttu „túlkana" sern nú eru framreiddar af mestum ákafa. En ,,skýringar“ sovétníðsblaðanna eiga sér ofur eðlilegar or- sakir. Þessi málgögn skilja fullvel að læknamálið i Sovétríkj- unum er ekki veikleikamerki, heldur enn eitt og athyglisvert dæmi um innri styrk Sovétríkjanna. Lengi hafa þessi blöð klifað á hinum furðulegustu frásögnum um réttarfarið í Sovétríkjunum og ge.fið á því hrollvekjandi lýsingar. Eti þegar loks að því kem- ur að réttarfarshneyksli gerist þar eystra, verða viðbrögðin þau að stjórnarvöldin taka i taumana af mikilli festu, lýsa yfir því að slíkir atburðir séu mjög alvarlegt brot á lögum landsins og réttarfari og gera öllum ljóst að ekkert slíkt verði þolað. Það er ekki að undra þótt Sovétníðsblöðin standi uppi sem þvörur og viti ekki sitt rjúkandi ráð. En það er einnig annað sem veldur óðagotinu. Réttarfars- hneyksli eru sem kunnugt er daglegur viðburður í hinum vcst- ræna heimi. Aftur og aftur .koma hin stórvægilegustu hneyksli fram í dagsljósið, bæði eru menn ofsóttir og dæmdir saklausir og eins eru þau dæmi ótöluleg að löggæzlumenn og æðstu menn laga og réttar séu í vitorði með glæpamönnum og á- stundi samvinnu við þá. Bandaríkin eru þar alkunnugt og öm- urlegt dæmi. En hér á vesturlöndum hafa ríkisstjórnir nú orð- ið þann hátt á að hilma yfir með spillingunni, vemda embætt- ismenn sína og gera þeim kleift að halda iðjumii áfram. Og þegar pólitísk mál eiga í hlut fá embættismennirnir um það fyrirmæli frá æðstu stöðum að beita öllum tiltækum ráðum, jafnt svikum sem rangindum, til að, klekkja á pólitískum and- stæðingum. Ættu Islendingum að vera í fersku minni réttar- hneykslín eftir 30. marz; og hefði Bjarni Bencdiktsson ekki ver ið ólíkur og meiri maður ef hann hefði dregið dómara sinn til ábyrgðar fyrir hina furðulegu iðju hans í stað þess að fela honum að brjóta lögin? Eitt réttarhneyksli hefur vakið athygli heimsins undanfarna mánuði: mál Rósenbergshjónanna. í því máli reyna bandarísk stjórnarvöld fyrir opnum tjöldum að pynda saklaus hjón til að játa á sig hinar þyngstu sakargiftir með dauðarefsingu að vopni. Þeim er lofað náðun, ef þau játi á sig verk sem þau hafa ekki framið; þeim er hótað tortímingu í rafmagnsstólnum ef þau haldi áfram að segja satt. En er nokkur sem gerir sér vonir um að stjórn Eisenhowers veiti hjónunum fullt frelsi og uppreisn æru, en dragi þá menn til ábyrgðar sem valdir eru að hneykslinu ? Þó væri slíkt verk vottur um siðgæðisþrek og manndóm og myndi styrkja stjórn Bandaríkjanna í augiun al- mennings um allan heim, á sama hátt og læknamálið í Sovét- ríkjunum er einfalt dæmi um það að stjórnarvöldin þar í landi hafa þrek til að taka á öllu misferli af manndómi og festu. Ið IIS keppni I friðairáðstðfMm Ver&ur friSarkrafa almennings yfir- sferkari gróSasjónarmiSum auÓdrotfnanna? „ JJingulreiðin í herbúðum Vesturveldann er nú öll- um augljós. Hin nýja stjórn republikana í Washington, sem stærði sig af því að liafa hrifið frumkvæðið úr hcndum Rússa, verðux að sætta sig við það að bíða í ofvæni eins og GEORGES BDDAULT mr. Truman á sínum tíma eft- ir nýjustu fréttum frá Moskva. Öll stefna A-banda- lagsins í hermálum og stjórn- málum var miðuð við kalt stríð, ef ekki rétt og slélt stríð. Hlessa spyrja sérfræð- ingarnir og diplómatarnir sjálfa sig, hvað verða muni um áætlanir sínar. Þeir sjá Vestur-Evi'ópuhernum hættu búna og jafnvel allri áætlun- inni um þá Evrópu sexveid- anna, sem byggja átti á því að halda Þýzkalandi klofnu um alla framtíð“. Jjannig fórust íhaldsblaðinu Le Monde, mikilsvirtasta borgai’ablaði Frakklands, orð John Foster Dulles, í síöustu viku um áhrifin af síðustu málamiðlunartillögu norðanmanna í Kóreu. Og þaö er ekki eitt um að líta þannig á málki. Hanson Baldwin, sem Morgunblaðið kallar í gær ,,hinn kunna sérfræðing banda ríska stórblaðsins New Yorh Times í hernaðarmálefnum“, var á föstudaginn mjög ugg- andi um afleiðingar vopnahiés í Kóreu fyrir Vesturveldin. Hann sagði að það gæti „hrist áð grunni aílt banda- lagið mikla" í Vestur-Evrópu. Auk þess myndi það verða til 'þess að krafan um lækkun á hemaðarútgjöldum í Banda. ríkjunum yrði ómótstæðileg. Baldwin ber æðstu menn bandarísku herstjómarinnar og leyniþjónustunnar fyrir þeirri sköðun að „þegar til lengdar léti yrðu afleiðingarn- ar af vopnahléi í Kóreu hag- stæðari fvrir fjandmennina en fyrir okkur“. J^koðun þessi skín í gegnum úrtölur þær, sem ýmsir ráðamenn Vesturveldanna hafa viðimft síðan Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, bar fram síðustu sáttatillögu Kín- verja og Kórea. Dulles, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, flýtti sér að lýsa yfir að á- standið í heiminum myndi í raun og veru ekkert breyt- ast í grundvallaratriðum þótt friður kæmist á í Kóreu. Gruenther, hinn bandaríski forseti herráðs A-bandalags- ins, kallaði sáttatillöguna ,,ó- þo,'.;kabi'agð“, til þess gert að spilla samkomula.gi Ves'ur- veldanna. Og Bidault utan- Erletsd tí&indi ríkisráðherra Frakklands, sem sat ráðstefnur með Dulles og Eisenhower forseta dagana sem sáttatilboðið lcom fram, sagði í ræðu í Hunter College í New York, þar sem hann var gerður að lieiðursdoktor, að Vesturveldin mættu ekki „láta blekkjast“ af sáttaboð- inu. JJ'imm dögum áður en Ilan- son Baldwin skrifaði það sem tilfært uar hér að fram- an, sunnudaginn 29. marz, skrifaði hann ásamt fleiri fréttariturum New Yovk Tim- es lasngt mat á Kóreustríðinu, og þá var annað hljóð í strokknum. „Övinurinn græð- ir aftur á móti á þessari teg- und hernaðar", sagði Bald win þá um Kóreustríöið. Fréttaritai'amir Lindsey Par- rott í Tokyo og Henry Lieber- man í Hongkong voru á sömu skoðun og tilfærðu fjölda á- stæðna til að rökstyðja þá ciiðurstöðu sína að Kóreu- stríðið væri alþýðustjórn Kína til langtum melri ávinnings er óhags og því vildi hún með éngu móti frið. Tvéim dög- ura seinna bar Sjú Erilæ fram nýju sáttatillöguna, og þá varð vopnahlé í Kóreu lævís- lcgt vélræði kommúnista að dómi sömu manna. J^Jeían litlar horfur þóttu á að af vopnahléi yrði var þannig talið óhætt að halda því fram að ftorðanmenn sæju hag í því að halda stríðinu á- fram. Hin mikla tilslökun þeirra í fangaskiptamálinu kippti fótunum undan þeirri kenningu og í því sem síðan hefur verið sagt í Washington fylgir greinilega meiri hugur máli. Það er nú opinberlega, viðurkennt á æðstu stöðum þar að bandalag Vesturveld- anna er svo ósamstætt og laust í reipunum að við borð liggur að það gangi allt úr skorðum ef blóðug styrjöld heldur því ekki saman. 1 grein inni sem vitnað var til hér að framan, rekur Le Mon.de dýpri rætur þessa ástands. Blaðið segir að enginn hafi samúð með þeim kauphallar- bröskurum, sem tapi á friðar- horfunum en segir siðan: „En í ríkisstjórnunum leggjamenn fyrir sig þá spurningu, hverj- ar afleiðingarnar verði ef dregur úr viðsj’ánum. Er þá ekki hætt á því að kreppuá- standið, sem nú ríkir, ágerist, og mun ekki atvinnuleysið margfaldast ef dregið verður úr hervæðingunni ? Hver verða viðbrögð Bandaríkjanna við þeirri offramleiðslukreppu, sem vofði yfir þeim áður en Kóreustriðið hófst, og sem ó- hjákvæmilega skellur á ef frið ur tekst á ný? Hverjar verða afleiðingar erfiðleikanna í Bandarílcjunum fyrir Evr- ópu?“ Jgn hvað sem líður öllum úr- tölum og ótta vlð áhrif friðar á. atvinnulíf auðvalds- landanna hafa ráðamenn. þeirra ekki treyst sér til ann- ars en að veita enn sem kom- ið er jákvæð svör við sátta- boði Kínverja og Kórea. Al- menningsálitið í heiminum hefði ekki þoláð að svo stór- felldri tilslökun væri hafnað, formálslaust. En full þörf mun á aðhaldi af hálfu frið- sams almennings um allan heim ef tryggja á það að vopnahlé verði samið hið SJU ENLÆ skjótasta og þá ekki síður .aö árangur verði af ráðstefnu. þeirri um Austur-Asíumál, sem ákveðjð hefur verið að halda eftir að vopnahlé hefur verið gert. Friður í beiminum verður t'kki tryggður með því Framli. á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.