Þjóðviljinn - 09.04.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.04.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. apríl 1953 • A^vltamín mf Éelsmfum Skérialr á ;éé&iiaa siað A-vítamín sem styrkir meðal annars mótstöðuaflið gegn smitandi sjúkdómum, hefur hingað til einkum verið unnið úr ’ýsi, þótt menn hafi vitað að efnið var einnig a'ð finna í ýmsum jurtum. Lífeðlisfræðiddildo s ,. vísinda- stofnunar Ráðstjórnarríkjanna hefur rannsakað fjölmargar jurtir í leit að a-vítamíni, og árangurimi hefur orðið sá, að talið var heppilegast að nota lauf af terunnanum, einkum laufin a.f neðstu greinunum, sem eru hvort sem er ekki not- uð í telauf. Vísindastofnunin hefur þeg- ar hafið framleiðslu á vítkmín- upp’ausnum úr telaufum. Pægilegir glBfigiaskéi0 Lagið á nútíma gönguskóm er orðið mjög þægilegt. Reim- aðir skór með þykkum hrá- gúmmísólum eru afbragð þegar kalt er í veíri. I gönguferðir og uppi í sveit er bezt að vera í leðurskóm. Þeir endast bezt. Á götum bæjarins má eins nota rúskinnsskó, jafnvei í misjöfnu veðri. Þykku sólarnir eru næg vörn á sléttri götu. Og rú- skinn hefur þann kost, að það er mýkra og þægilegra við fótinn en leður og því er það heppilegra handa fólki, sem á erfitt með áð fá skólag við sitt hæfi. Skór eru hræðilega rúmfrek- ir og þar sem þröngt er, er mikils virði að koma þeim fyrir á hentugan hátt. Á myndinni er notuð skáphurð. Notaðir eru mjóir málm’istar og á þeim eru málmsnagar, sem skómir eru hengdir á. Þarna komast lyrir fimm pör af skóm, og ef íurðin á fataskápnum er notuð ir hægt að festa listana á hurðina neðanverða. Þó ber þess að gæta, að sól- ’rnir snúa inn aS fötunum í ataskápni'.m, og sólarnir verða ví að vera hreinir Auk þess barf að gæta þess að skómir -ornist fyrir, áður en listixm er 'estur á. Það er ekki nóg að oáta listann við hurðina; það 'arf að setja skó 4 hann og áðgæta hve mikið rúm þeir taka, svo að öruggt sé að hægt sé að loka hurðinni, þeg- ar búið er að festa listann á. Þetta er smáatriði, sem virð- ist alveg sjálfsagt að aðgæta, en þö er eins* og þáð vilji oft gleymast, þegar verið er að festa eitthvað upp. RafznagiEStakBiörkaa Kl. 10.43-12.30 Fimmtudagur 9. aprU. Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- arg-ötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með fiugvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með örfir- isey, Kaplaskjól og Seitjarnarnes fram eftir. Hellagíiskis.úpa, kartöflur. Kús.'nulummur. 1 staðinn fyrir rúsínulummur væri einnig mjög gott að hafa nýbakað kryddbrauð, sem upp- skrift var að 22. marz. Undir púðurdós og varalit Því miður er sá leiði galli á mörgum púðurdósum, að þær eru óþéttar. Auðvitað er hægt að hlífa töskunni með því að vefja púðurdósinni innan í bréf eða stinga henni niður í ódýr- an pla,stpoka, en óneitanlega væri freistandi að verða sér úti um hylki til þess arna. Og þegar hægt er að fá hylki, sem ætlar varalitnum sérstakt rúm, en hann er annars strið- inn og leitar niður á botninn í töskunni, þá má meö sanni segja að þama er um lágæta nýjung að ræða. Hylkið er ka'Iað „Dúett“ og er kviltað og mjög snoturt útlits. Þa5 er silkifóðrað. Laghentar konur gætu jafnvel sjálfar búið til eitthvað í líkingu við þetta. Nevtl Sbute: m Hiióðpípusmiðurinit I þig. Þeir koma bráðum með kaffi til ökkar. Þú hressist við það.“ Hann settist. „Nicole," sagði hann. ,,Það get- ur verið, að þeir leyfi bömunum að fara til Englands án mki. Ef úr því yrði, gætir þú þá ekki farið með þeim?“ Hún sagði: „Eg? Alein til Englands með börnin? Eg er hrædd um að það væri ekki mjög heppilegt.“ „Mér þætti afar vænt um það.“ Hún kom og settist hjá honum. ,,Er það vegna bamauna sem þú vilt þetta, eða vegna mín?“ spurði hún. Honum var erfitt um svar. „Vegna ykkar allra,“ sagði hann loks. Hún sagði: „I Englandi er fjöldi fólks, vinir þínir og ættingjar ensku barnanna, sem annast þau. Þá þarftu ekki annað en skrifa bréf og senda með þeim, ef þau þurfa að fara án þín. En eins og ég hef sagt þér, þá hef ég ekkert í Englandi að gera. — núna. Þetta er föðurland mitt, og hér eru foreldrar mínir og þau þurfa á hjálp að halda. Eg verð að vera kyrr.‘ Hann kinkaði kolli. „Eg var hræddur urn að þú myndir hugsa svona.“ Hálftíma seinna var hurðinni á herberginu limndið upp og tveir þýzkir hermenn komu í -1-jós. Þeir báru borð á miili sín. Með erfiðismun- um tókst þeim að koma því inn um dymar og siðan settu þeir það. á mitt gólfið. Svo sóttu þeir átta stóla og röðuðu þeim kringum borðið. Nieole og Howard hcrfðu undrandi á þessar aðfarir. Frá þvi að þau voru handtekin höfðu þau matazt af diskum, sem þau héldu á 1 hönd- unum. Þessi breytiag var undarleg og gmnsa.n- leg. Hermennirmr fóm út. Innan skamms opnuð- ust dyrnar aftur og inn kom smávaxinn, fransk- ur þjónn, sem hélt á bakka, sennilega úr veit iagahúsi í nágrenninu. Þýzkur hermaður kom inn á eftir honum og horfði á hann þögull og ógnandi. Maðurinn virtist hræddur. Hann breiddi dúk á borðið, lagði fram bolla og und- irskálar, stóra könnu fulla af heitu kaffi og könnu með heitri mjólk, nýja brauðsnúða, smjör sykur, ávaxtamauk og pylsusneiðar. Svo livarf hann aftur fegins hugar. Þýzki hermaðurinn lokaði hurðinni á hæla honum. Börnin flykktust með ákefð að borðinu. Howard og Nicole hjálpuðu þeim að setjast og borða. Stúlkan leit á gamla manninn. „Þetta er undarleg breyting,“ sagði húa lágt „Eg skil ekki. livers vegna þeir gera þetta.“ Hann hristi höfuðið. Haim skildi það ekki heldur. I huga hans leyndist óljóst liugboð um að þetta væri nýtt bragð til að fá einhvers konar játningu frá honum. Þeim hafði ekki tekizt að skelfa hann og nú átti að fara að hcaum með góðu. Bornin sporðrenndu öllu matarkyns sem framreitt var og stóðu ánægð upp frá fcorðum. Eftir stundarfjórðung kom litli þjónninn aftur í fylgd með varðmanni; hann tók dúlcinn og mataráhöld’n og fór síðan þegjandi út. En dyrnar lokuðust ekki. Varðmaðurinn kom inn og sagði: ,,Sie könn- en in den Garten gehen." Með erfiðismunum skildist Howard að þau mættu fara út í garð- inn. Eakvið húsið «var lítill garður, umkringdur haum murvegg, ekki óáþekkur öðrum garði, sem gamli maðurinn hafði séð fyrr um daginn. Börnin þutu út með gleðihrópum; ófrelsið hafði verið þeim til mikillar skapraunar. Ho- ward gekk á eftir þeim í þungum þönkum. Úti var glampandi sólarhiti og hlýtt í veðri Iunan skamms komu tveir þýzkir liermenn og héldu á armstólum. Þeir settu stólana með nákvæmni í miðjan skugga af tré. „Setjizt", sögðu þeir. - Nicole og Howard settust hlið við hlið, þög- ul og tortryggin. Hermennimir fóru og varð- maður með byssu birtist við garðshliðið og stóð þar grafkyrr og sviplaus. Allt var þetta með óhugnanlegum blæ. Nicole sagði: „Hvers vegna gera þeir þetta fyrir okkur? Til hvers ætlast þeir af ökkiu-?“ Hann sagði: „Eg veit það ekki. I morgun hélt ég jafnvel að þeir ætluðu að leyfa okkur að fara til Englands — bömunum að minnsta kosti. En þar fyrir er engin ástæða til þess að færa okkur stóla út í garð.“ Hún sagði lágt: „Þetta er einhver gildra. Þeir ætlast til eihhvers af okkur.“ Hann kinkaði kolli og sagði síðan: „En það er þó skemmtilegra héma úti en inni í herberg- inu.“ Marjan, Pólverjinn litli, var jafntortrygginn og þau. Haan settist í grasið, þungbúinn og þögull; hann hafði varla mælt orð síðan þau voru tekin höndum. Rósa var líka miður sín; hún gekk um garðinn og liorfði á háa múr- veggina eins og hún væri að leita að undan- komuleið. Yngri börnin voru eins og þau áttu að scr; Ronni, Pétur, Villem og Sheila léku sér. og hlupu um garðinn eða kóptu á þýzka varð- manninn. Skömmu síðar tók Nicole eftir því að gamli maðurinn var sofhaður í stólnum. Þau voru allan daginn úti í garðinum; fóru aðeins inn í herbergið til að borða. Hádegis- verður og kvöldverður voru framreiddir eins og fyi-sta máltíðin; sami litli þögli þjónninn bar á borð; maturinn góður og nægur, vel til búinn og vel framreiddur. Eftir kvöldverðinn fóra hermennimir burtu með borðið og stól- ana rog gáfu þeim bendingu um að þau mættu fara að hátta. Þau fóru því að hátta bömin. Skömmu síðar fóru Howard og Nicole einnig að hátta. Gamli maðurinn var ekki búinn að sofa nema klukkutíma, þegar þýzkur hermaður opnaði dyrnar að ‘herberginu. Hann beygði sig yfir gamla manninn og hristi hann til. „Komið,“ sagði hann. „Fljót.t. Gestapó bíður.“ Ploward steig þreytulega fram úr rúminu og fór í jakkann og skóna í myrkrinu. Nicole sagði: „Hvað er á seyði? Má ég koma líka?“ Hann sagði: ,,Eg er hræddur um ekki, góða mín. Þeir vilja tala við mig.“ „Þeir velja ekki heppilegan tíma,“ sagði hún.“ Þýzki hermaðurinn virtist orðian óþolin- móður. Howard sagði: „Hafðu engar áhyggjnr. Það er sennilega ein yfirheyrslan enn.“ Honum var ýtt út úr herberginu og dyr- unum lokað. Inni í dimmu herberginu fór stúlkan fram úr ,fór í kjólinn og sat á rúminu CJLtÞLt OC CAMPfJ Hann: Þetta er þunnur kjóU sem þú ert í. Hún: Það er þunn afsökun fyrir því að gfápa svona eins og þú gerir. Eg var kysst svo oft í nótt að ég tapaði töl- unni. Allt af sama manninum? Nei, hann var allur annar eftir fyrsta koss- inn. Þ\rí meira sem ég horfi á þig því fegurri finnst mér þú. Er það satt? Eg ætti að horfa meira á þig en ég geri. H'jóð í réttinum! hrópaði dómarinn út yfir salinn: Það er þegar búið að dæma fimm menn hér í fangelsi án þess að rétturinn hafl getað heyrt eitt orð af fraxnburði þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.