Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. maí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
-4—♦—♦—
-♦■■■;♦---♦ " ♦,-
-♦-»—♦---♦—♦—♦--
-♦---♦-
,■■♦■ ,.♦.♦ .♦,
■■ ♦. ♦ . ..♦—♦-
Fyrstu greinina, sem ég
skrifaði í Þjóðviljann undir
fyrirsögninni Þjóðareíning
gegn her í landi nefndi ég
Ameríkubréf og tár. Hún
birtist fimmtudag, 5. marz
sl. Ég minntist jaar á vest-
urflutningana, á útfararsögu
landa okkar, þeirra, sem yf-
irgáfu kalin tún skammt frá
hveralæknum og kusu slétt-
ur í stað fjalla og dala. Ég
minnti á . harma þessara
frænda okkar á amerískri
grund, — þeirra, sem á
kvöldin stóðu þöglir og
renndu augunum í austur-
átt, þar sem sólin reis yfir
„íslandi hinu góða“. Og
hversu tregaþrungið berg-
raáluðu í sál þeirra orð
skáldsins: — Ég á orðið ein-
hvernveginn ekkert föður-
land.
Þeir, sem heima sátu á
þjóðflutningatímunum vest-
ur, hafa gefið núlifandi kyn-
slóð stórt fordæmi og dýr-
an arf. Þeir háðu harða bar-
áttu við erfitt árferði, þeir
tóku upp ný vinnubrögð til
lands og sjávar, tileinkuðu
sér véltækni, stofnuðu menn
ingarsamtök, lyftu þjóðinni
til almennra mennta, héldu
sjálfstæðisbaráttunni áfram,
drógu stjórnartaumana með
jöfnu og þungu átáki úr
höndum Dana, imnu hvern
sigurinn af öðrum, veittu 1.
desember langvarandi gildi,
gerðu 17. júní að ljómandi
veruleika og gáfu okkur
landið stjórnarfarslega
frjálst með stofnun lýðveld-
isins. Þeir unnu þetta land
ekki með blóðfórnum, held-
ur með viljafestu og sam-
heldni um rök, iþegar á
reyndi.
Þetta land verður ekki
heldur unnið af okkur með
blóðsúthellingum. En það er
reynt að vinna það úr hönd-
um ókkar með ísmeyginni
vináttu fjármálavalds, dul-
búnum yfirgangi hervalds,
sem kállaður er vernd. —
glepjandi ómenningaráhrif-
um á æsku landsins og ihlut
un á sviði metmingarmála,
utanríkismála og stjórnmála
innanlands.
Fáeina íslendinga, sem nú
stjórna landinu, hefur hent
það böl að leiða her inn í
land okkar á friðartímum.
Þeim her fylgir herskari af
bandariskum sendimösinum,
sem heimta sífellt meiri af-
not af landinu til flugvalla,
vegagerða, hafnargerða, her-
skipahafna og ýmissa ann-
arra mannvirkja. Þeir
stjórna nú þegar miklu gegn
um fjárveitingar, ölmusu-
gjafir, afurðasölu, menning-
artengsl og utanríkisþjón-
ustu. Þeir hafa lítilsvirt lög
okkar án andstöðu íslenzkra
stjórnarvalda, dregið margt
af æskufólki okkar niður í
skarnið og veitt ýmsa for-
kólfa þjóðarinnar í möskva-
þétt net stjórnmálalegra
undirferla. Þeir eru að
draga stjómartaumana úr
liöndum íslenzkra forustu-
manna, — þá stjórnartauma,
sem forfeður okkar drógu
úr höndum Dana. Næsta at-
höfnin á að vera sú að setja
okkur á bekk nýlenduþjóð-
anna. Og þegar þar að kem-
ur mun íslenzki fáninn
gegn her í lanai
: r| 9
hníga sjálfkrafa í hálfa
stöng.
1 greinum mínum hef cg
sagt frá staðreyndum um at-
hæfi íslenzkra forsvars-
manna, sem liafa beðið um
hermenn og vítisvélar inn' í
landið að 'þjóðinni fornspurðri
:—• ég hef sýnt fram. á,
hversu geigvænlega horfir
og stefnir áfram, ef núvér-
andi stjói’narvöld landsins
fá enn um sinn að ráða á-
tölu- og refsingarlaust af
hálfu þjóðarinnar. Ég lyfti
hulunni af ýmsum atburð-
txm, sem sýna, að þegar her-
mennirnir og forsvarsmenn
hans íslenzkir standa nakt-
ir frammi fyrir alþjóð eru
þeir fyrri ískyggilegir, en
hinir síðari sárlega aumkv-
unarverðir. Hermennirnir
fara um borg og byggðir
ýmist sem stoltir yfirráða-
herrar eða þeir ánast sem af
glapar um helgidóma þjóð-
arinnar, þeir seilast ino í
einkalíf Islendinga, hæða
þjóðerniskennd okkar og
nota lítilsiglda ráðherra og
ríkisstjóm til þess að
smeygja á þjóðina fjötrum
nýlenduþjóða.
Ég óskaði eftir samvinnu
við alla þá Islendinga, sem
þrátt fyrir ágreining um
önnur mál vilja sameinast
gegn hernaðaryfirráðum í
landi okkar og hva.tti alla
landsmenn til þess að sam-
einast í andspyrnuhreyfingu
gegn hinum spilltu öflum
með takmarkinu: Uppsögn
herverndarsamningsins og ó-
sleitilegri -baráttu þar til við
höfum endurheimt sjálfstæði
landsins. Ég fann mjög
fljótt að inntak greina
minna féll í góðan og frjóv-
an jarðveg. Fyrr en varði
tóku menn að tjá þörf sína
til að leggja málstað íslands
lið. Ég fékk bréf og ýmsar
ágætar fregnir, sem sann-
færðu mig æ betur og bet-
ur að rétt væri stefnt og mik
ill hluti alþýðu manna ætti
enga ósk heitari en að fá að
gerast virkir aðilar í hkini
nýju frelsisbaráttu. Ég á-
kvað þvi í samráði við ýmsa
samherja að minnast h;nna
döpru daga 5.—7. maí 1951,
-— þegar herirni var svikinn
inn í landið, — með því að
boða til þjóðarráðstefnu 5.
til 7. maí 1953 og gera þá
dagá að sóknardögum og
gleðidögum. Skyldi til þeii’r-
ar i-áðstefnu boða alla þá
aðila, sem hafa í einhverri
mynd samþykkt andmæli
gegn hernum. Þetta er hin
fyrsta tilraun, sem gerð lief-
ur verið til þess að sam-
eina þjóðina um þessi mál.
Ég fékk margt ágætt fólk
til samstarfs og ráðagerða
um þetta áform og 8. apríl
var sent út til þjóðarinnar
ávarp um þjóðareiningu
gegn her i landi,. undirskrif-
að af 15 manns, sem jafnan
hafa lýst sig andviga hernað-
arstefnunni. Við sendum á-
varpið og bréf til ýmissa fé-
laga og félagasambanda með
ósk um að fulltrúar frá fé-
lögunum yrðu sendir á ráð-
stefnuna til.þess að. ræða um,
hvernig „vinna skuli bug á
hernaðarstefnunni, og hug-
myndinni um stofnun inn-
lends hers, en beita sér fyr-
ir uppsögn herverndarsamn-
ingsins undir kjörorðunum
um . friðlýsingu Islaiids og
frið við allar þjóoir. Ekkert
skilyrði var setf um. val eða
sköðanir fulltrúa að öðru
leyti en því, að þeir hefðu
einlægan samstarfsvilja sam
kvæmt . markmiði ráðstefn-
unnar. Þrátt fyrir það, að
naumur tími var til stefnu
mættu á ráðstefnunni á
þriðja hundrað kosnir full-
trúar frá 54 félögum. Auk
þess mættu sem áhevrnar-
fulltrúar á ráðstefnunni fjöl-
margir samherjar okkar og
var aðsókn stundum svo
mikil að margir urðu frá að
hverfa.
Ráðstefna þessi tókst í
höfuðatriðum með ágætum,
svo að segja má að áhrif
liennar hafa strax orðið mik
il og heillavænleg. Þar ríkti
æskufögnuður og örugg trú
á Sigur þess málstaðar, sem
við berjumst fyrir. Og hún
samþykkti það kjörorð, sem
öll þjóðin verður að taka
afstöðu til: Með eða móti
her á íslandi. Og fólk bar
með sér áhrifin og eldmóð-
inn út í borgina og út um
landsbyggöina. Það er full-
vissa mín, að þúsundir lands-
manna ganga inn í raðir
andspyrnuhreyfingarinnar til
þess að gerast virkir þátt-
takendur.
Flestir þeir, sem skrifuðu
undir ávarpið munu vera ut-
antflokka; — þó er ég alls
ekki fróður í þeim efnum,
því að við ræddum stefnu-
mál andspyrnuhreyfingarinn-
a r aðeins á þeim grundvelli
að , hefja samvinnu með
hverjum þeim, einstaklingi
eða flokki,. sem vildi sam-
starf við okkur, án tillits
til skoðana í öðrum málum.
Að því er mig snerti, var
öllum ljóst, hver var af-
staða mín til þjóðmála al-
mennt og flokkanna í land-
inu. Ég héf verið í sam-
vinnu við Sósíálistaflokkinn
og var óflokksbundinn í
framboði á vegum hans
i Vestur-ísafjarðarsýslu í
aukakosningunum sl. haust.
Ég hef veitt flokknum fylgi
frá stofnun hans 1938. Þar
áður liafði ég lagt Alþýðu-
flokknum lið, meðan hann
var og hét, og vann upp
fyrir hann varaþingmanns-
sæti í V-ísafjarðarsýslu í
kosningunum 1934. Ég vil
lýsa yfir því, að í samvinnu
Við Sétííaliistaflokkinn hcþ
ég verið frjáls og óháður,
svo sem bezt verður á kos-
ið. Ég hef aldrei fengið nein
fyrirmæli um málflutning á
fundum eða í framboði, eng-
ar kvaðir hafa verið á mig
lagðar, ég hef ekki veriö
sþurður, hvernig ég ætiaði
að haga málflutmngi mínum,
þaðaa af síður að ég hafi
fengið fyrirskipanir frá
Moskvu, svo að ég minnist á
þann hlálega vesaldóm, sem
liggur í grýluáróðri her-
námsf lokka nna.
Mitt mesta áhugamál, er
endurheimt sjálfstæöis lands-
ins. Ég álít, að öll framtíð
og tilvera íslenzku þjóðar-
innar byggist á þvi að við
vinnum bug á hernacarand-
anum og hrindum af hönd-
um okkar erlendum og
innlesidum forsvarsmönnum
hans.
Greinar mínar gegn hel-
stefnu hernaðarins’ hef ég
allar bift í Þjóðviljanum.
Upp þeim. hefur and-
spyrauhrSyfingin mótazt, —
með tilsty.rk margra ágætra
manna, —- en hún fer nú
eldi um landið. Þegar ég
nú tek boði Sósía'istaflokks-
ins í 4. sæti á framboðslist-
anum í Reykjavík. þá er
það vegna þessa eina máls:
anöspyrnunnar gegn hernað-
arstefnu ríkisstjórnarinnar,
:og undir kjörorðinu: Með
eða móti her á Islandi. Með
þessu veitist mér nú tæki-
fæfi til þess.að hefja starf
á nýjum vettvangi og vænti
ég þsss, að það megi til
heilla ver-ða. Það er mér
eÍEinig gleðiefni, að égætur
samstarfsmaður min.n i and-
spyrnuhreyfingunni, Einar
Gunnar Einarsson, lögfræð-
ingur, hefur einnig tekið
, sæti á listanum. Eiilar er
óflokksbundinn og hefur
ekki komiði fram á opinber-
um vettvangi fyrr en hann
hóf starf að undirbúnkigi
þjóðarráðstefnunnar.
Með framboði mínu skír-
skota ég til liugsandi fólks,
sem virðir þjóðerni sitt og
tungu — og til æskunnar,
sem á að erfa landið. Með
þeesu fólki vil ég vinna og
ganga undir merki Þveræ-
ings í áttina til sigurs fyrir
málstað Islands.
I þessum kosningum hlýt-
ur þjóðin að skipast í tvær
fylkingar. I annarri eru þeir
sem krefjast setu erlends
hers í landinu. Það eru rik-
isstjórnarflokkanir og angar
þeirra. I hinni fylkingunni
eru þeir, sem fordæma her
og spillingu hans. Þar stönd-
um við, sem krefjumst þess,
að nú sé stungið við fótum,
herverndarsamningnum sagt
upp og að al’ur her hverfi
úr landinu. Samhliða þessu
sókn fyrir endurheimt rétt-
inda okkar, þar til fyrirheit-
ið frá 17. júní 1944 er orS-
inn veruleiki.
Kæru samherjar, göngum
heil og glöð til starfs.
G. M. M.
S.:®i#ÍlÍplPk*
*%> „Jí „s"
iVö.. ii - srv
Kongóbóndi á akri sírum.
Margir bændur í nýlendu Belgíu, Kongó, hafa ekki önnur áhöld til að yrkja með jörðina en
tréspýtur, 80 af hvérjúm 100 plægja með tréplógum. En á ukiiinum, sem útlendingar eða léns-
herrar, sem lifa fyrir náð nýlertdustjórnarinnar, eiga, niá sjá dráttarvélar og önnur mtýzku
landbúnaíartæki.