Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. maí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Mgæ Islendingar að glata.. Framhald af 4. siðu. I kosningunum 28. júní n. k. gefst öllum þjóðhollum íslend- ingum tilraun til þess að hrinda úr valdasessi mönnum sem van- treysta þjóðinni og landinu og allt eru hér að drepa í dróma, •— en leiða fram til sigurs mál- stað íslendingsins, málstað þeirra sem trúa á möguleika lands ok þjóðar og vilja efla æskuna til framtaks og dáða i landi hennar frjálsu. Allir, sem sameinast vilja um þennan málstað, eiga samleið með hin- um glæsilega flokki alþýðunnar — Sósíalistaflokknum, — og fylki œskan sér um hann og ieiði fram til sigurs er lagður gr.undvöllurinn undir tojarta og örugga framtíð lands og þjóðar. Sósíalistaflokkurinn er flokkur hins róttæka verkalýðs sem er kjarni iþjóðarinnar, sprottinn upp úr. íslenzkum jarðvegi, ber í sér menningu hennar og gleggst skilur hvað þjóðinni er fyrir toeztu, enda var sá tími sem flokkurinn hafðj mest áhrif á stjórn landsins og sósíalistar. réðu einir stefnu allsherjarsam- taka verkalýðsins, glæsilegasta framfaratlmabil ísl. þjóðarsögu. Sá grundvöllur sem þjóðin toýr að enn í dag, nýsköpunarstefn- an, var lagður fyrst og fremst eftir áætlun og forgöngu flokks- ins. Varnaðarorð Sósíalistaflokks- ins til þjóðarinnar viðvíkjandi hernáminu og öllu hernaðar- toröltinu með íslendinga hafa reynzt henni bitur sannleikur sem enn' er ekki of seint að hafa í heiðri og treysta. í kosningunum verða íslendingar að meta hvern frambjóðanda eftir afstöðu hans til hernáms- ins. Gæfumunurinn milli tals- manna hernámsins og andstæð- inga þess er sá að stuðnings- maðurinn fyllir iflokk hins þrí- eina afturhalds, ihann fyllir flokk þeirra, sem hafa kastað tourt sjálfstæði landsins, van- treysta fólkinu og vilja afhenda allt sem þjóðin byggir tilveru sína á í hendur hins ósvífna og slóttuga bandaríska auðvalds. En þeir sem fylgja Sósíalistafi leggja sinn skerf í baráttu fyrir heillaríkri framþróun ísl. þjóð- félags $em vill visa á braut allri erlendri ágengni, vill toyggja þetta land fyrir eigin auð sem þjóðin aflar með eigin vinnu og framtaki. Hver sá, sem heitir að leiða Sósíalistafl. til sigurs tekur sér stöðu í al- þjóðlegri baráttu kúgaðs fólks; þess fólks, sem þekkir vitjun- artíma sinn, hefur engu að tapa en heilan heim að vinna, heim friðar og frelsis, — heim sósíal- ismans. Slikan heim þráir æskulýðurinn, hann er sam- gróinn eðli og óskum óspillts fólks hvar sem það á sér heim- kynni. Baráttan kostar fórnir, hún er hörð og leiðin að mark- inu löng og torsótt, — en hér er allt að vinna. 'Ef islenzku æskufólki verður þetta ljóst og lætur gerðir sín- ar stjórnast samkvæmt því —- fylkir sér í raðir Sósíalista- flokksins, toerst ótrautt fyrir stefnu hans, þá er sigur lífsafl- anna nærri og ógæfumenn ís- lands útlægir gerðir úr valda- stöðum þjóðarinnar. Þá mun framtíð æskunnar ekki torráð- in. Og þá munu íslendingar öðlast lífshamingju sina á ný. E. K. L. Áttatíu skipstjórar brautskráðir Upp3ögn stýrreannaskólans fór fram hinn 13. þ.m., og eru nú iiðin 60 ár síðan fyrsta prófi var lokið við skólann. Því prófi luku 6 menn: Árni Kristinn Magnús&on, Einar Ketilsson, Jón Guðm. Þórðar- son, Pétur Ingjaidsson, Þor- steinn Þorsteinssoa og Þor- valdur Jónsson. Lýsti skóla- stjóri nokkuð þessu fyrata prófi og bauð sérstaklega vel- kominn þann eina þessara manna, sem gat komið því við að vera viðstaddur, Árni Kristinn Magnússon, fyrriun skipstjóra og yfirmatsmann, ee auk hans eru á lífi þeir Pétur Ingjaldsson og Þorsteinn Þor- steinsson í Þórshamri, báðir fyrrverandi skipstjórar. ’ Þvínæst fiutti- ■ sk'ólastjóri yf- Fram PcIhh KB Framhald af 8. síðu. greip oft vel inn í áhlaup Fram ara og eyðilagði þau en leik- ur hans virtist oif fumkendur. Steinar eyði.Iag’ði oft með ein- leik sínum. HörSur Öskarsson var oft alltof lengi a ,,núlla“ við knöttinn og missti hann þess vegna. Hörður Fel ixson sem oft hefur átt góða leiki var mjög miður sín. Allir höfðu þeir hina sameiginiégu veilu að sparka hátt og langt í tíma og ótíma en það heyr- ir gamla tímanum til. Eða er það e. t. v. vonleysi útaf sef- ingarleysi ? Framh. af 12. síðu. ^ Reynt að rœna út- vegsmenn og sjó- fKV menn. • Það',s,ém þarna hefur verið að gerast er það að’ teýnt hefur ver- ið að ræna útvegsmenn og sjó- menn sem skipta við Olíufélag- ið h. f. Því hefur verið haldið fram, sem kunnugt er, að Olíu- félagið hafi verið stofnað í þágu sjómanna og útvegsmanna að veruiegu leyti og olíusamlög víða um land eru þátttakendur í OIíu- félaginu og það hefur einnig annazt viðskipti við togaraflot- ann að miö-g verulegu leyti. Með því að hækka farmgjöldin um 100% Var verið að reyna að ræna allri þeirri upphæð frá útvegsmönnum og sjómönnum sem að Olíufélaginu standa og láta SÍS sitia að þeim gróða. Það er sá eðlismunur é þessu nýja olíuihneyksli og því fyrra. ★ Endurgreiðslur hafnar I gærkvöld barst Þjóðviljanum yfirlýsing frá Sambandinu þar sem reynt er að fegra þessi ó- fögru viðskipti. Er þar dregin algerlega fjöður yfir 'það að Olíufélagið h. f. ]ét verðleggja olíuna samkvæmt 100% of há- um farmgjaldataxta þegar hún kom til landsins, að hún var seld á því sviksamlega verði, og að ekki varð vart við neina til- burði til endurgreiðslu fyrr en hneykslið var komið upp og úr- skurður dómstólanna óhjákvæmi- legur: Um fyrirkomulagið á end- urgreiðslunum, eftir að ekki varð undan þeim komizt segir SÍS m. a.: „Með því að leigja sjálft skip fyrir Olíufélagið hefur SÍS þeg- ar sparað þjóðinni 694.425 krón ur í erlendum gjaideyri. Ef skip- an olíuflutninganna hefði verið óbreytt, eins og Var hjá hinum olíufélögúnum, hefðu erlendir. að- ilar grætt þetta fé á því að flytja olíuna til íslands. Þegar og endanlegt uppgjör Jarðaför fyrir þessa flutninga lá fyrir, var upphæðin færð til Olíufé- lagsins. Olíufélagið hefur þegar fyrir nokltru gefið 52 viðskiptamönn- unj, aðallega togurum, verk- smiðjum ’og öðrum iðnfyrirtækj um, sém keypt hafa brennslu- olíu af umræddum farmi, afslátt af kaupunum. Samtals mun þessi afsláttur, þegar öll olían er seld, nema 694.425 krónum. Afslátt- inn fá foæði þeir, sem hafa fasta samninga við félagið, og allir aðrir, sem brennsluolíu fá af umræddum farmi. Nam afslátt- urinn 60.29 kr. af hverri smálest, eða 15—17%“. Hins ve-gar láist SÍS að geta þess hvort endurgreiddar hafi verið þær 700.000 kr. í dollurum sem sviknar voru út á hin tvö- földuðu farmgjöld. ^ Réítarrannsókn nauðsynleg. Þegar -Þjóðviljinn kom upp um olíuhneykslið fyrra tók það langan tíma að knýja stjórnar- völdin t;l að framkvæma réttar- rannsókn — en Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra er sem kunnugt er hluthafi í Olíufélag- inu. Þetta tókst þó, og skömmu fyrir síðustu áramót var kveð- inn upp dómurinn, og var Vil- hjálmi Þór og félögum hans þá gert að greiða nærfellt tvær milljónir króna. Er þess að vænta að stjórnarvöldin láti ekki eins á sér standa í þetta sinn, því enn sem fyrr mun einróma al- menningsálit knýj'a á eftir. Mál- ið verður ekki leyst með nein- um „endurgreiðslum" eða bak- ■tjaldasamningum; um það verða dómstólarnir að fjalla. Að minnsta kosti hefur það ekki tíðkazt hin-gað til að ráns- menn séu lausir allra mála ef þeir endurgreiða rán sitt eftijr að í ó.efni er komið. irlit yfir starf skólans á þessu skólaári. í skólanum hafa sam- tals 174 menn stundað nám í vetur. Kennsludeildir voru 8 til janúarloka, en sex eftir það. Nú var í fyrsta sinn haldin deild við skólann fyrir sltip- stjórapróf á varðskipum ríkis- ins, og voru í henni 4 stýri- menn af varðskipunum. Kennarar voru 14 auk þeirra, sem kenndu leikfimi, sund og björgunaræfingar. Á skólaár- inu eigaaðist skólinn ágætt rad ar-tæki, og ennfremur fékk hann að gjöf vandaðan radíó- miðara frá þeim. sem brn ut skráðust frá skólanum árið 1927. Er þetta mi-kil gjöf og þarfleg. Þrjár nýjar reglugerðir voru gefnar út vegna skólans á þessu vori, almenn reglu- gerð, prófreglugerð og reglu- gerð um námskeið og próf í siglingafræði utan Reykjavík- ur. Skýrði skólastjóri frá helztu breytingum frá "fyrri reglugerðum. Að því loknu ávafpaði skóla- stjóri prófsveina og af-henti þeim skírteini. Samtals braut- skráðust 81 maður frá skólan- um að þessu sinni: 56 með fiski mannaprófi, 21 með farmanna- prófi og 4 með skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins. Fjórir. nemendur hlutu verðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Pálg Halldórssonar, skólastj. Skólinn hefur braútskráð 1748 stýrimenn frá byrjun. Hér fara á eftir nöfn próf- sveina: Valdimar Gunnarss., Ólafsfirðí Þorleifur Gunnarss., Hafnarf. Þorleifur Þorleifss., Neskaupst. Þórir Hinriksson, ísafirði Þorsteinn Björnss., Ólafsfirði Þorsteinn Einarsson, Garði Þorsteinn G-íslason, Garði Þorsteinn Halldórss., Keflavík, Farmaimaprófið: Agnar Ólafsson( Reykjavík Andrés Gilsson, Borgarnesi Ásgrímur Ásgeirss., Reykjavík: Ásmundur Guðmundss., Rvík Björn Jónsson, Reykjavík Ellert Guðmundsson, Reykjavik. Erling Magaússon, Reykjavík Gísli Kolbeinsson, Reykjavik Gunnar Sigurosson, Reykjavík Gustav Siemsen, Reykjavík Hörður Friðbertsson, Reykjavík Hörður Jóhannssoh, Reykjavík; Jetig; Guðmundsson, Reykjavík Jón Gunnarsson, Hafharfirði Óiafur Jónsson, Rfykjavik Páll Haildórsson, Reykjavík Páll M. Jónsson, Reykjavík Pótur Guðjohnsen, Reykjavík Sigurður Árnason, Reykjavík Sigvaldi Sturlaugss., Reykjavík Svanur Sigurðss., Breiðdalsvik. SUipstjóraprófið: Árni Valdimarsson, Reykjavík Garðar Pá'lsson, Reykjavík Guðmundur Kjærnested, Rvík Hörður Þórhalisson, Reykjavík. Kristm. Finnbogas., Þingeyri Magnús Helgas-é Vestmeyjum Narfi Hjartars', Reykjavík BANDARÍKJAMENN halda áfram að sprengja kjarnorkusprengjur. 1 gær var reynd kjarnorkusprengja —- sú niunda i röðinni að þessu sinni —- i Nevadaeyðimörkinni. lóhanns iKasenar, er andaðist að heimili sínu, Laugaveg 33B 16. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 4.30. — Blóm og kransar afbeöið. Jakobína Jónasdóttir böm og fósturböm. Fiskimenn: Aðalsteinn Finnbogas. Hafnarf Aðalsteinn Valdimarsson, Eskif. Áki Stefánsson, Dalvík Andrés Eggertss., Dýrafirði Benjamín Þórðars., Hafnarfirði Benóný Sigurjcnss., Húsavík Birgir Benjamínss., ísafirði Eiður Jóhanness, Reykjavík Einar Guðmundsson, Rvík Einar Gunnarsson, Garðahr. Eiríkur S. Guðlaugss., Hafnarf. Filip Þ. Höskuldss., Isafirði Finnbjörn Guomundss, Hafnarf Garðar Eðvaldsson, Seyðisfirði Garðar Guðmundss., Ólafsfirði Geir Sigurjónsson, Hafnarfirði Guðm. Guðlaugss, Seyðisfirði Guðm. G. Halldórss., Isafirði Halldór Halldórss., Hafnarfirði Haukur Jóhannss., Vestmeyjum Hilmar Tómass., Neskaupstað Isleifur Guðleifss., Keflavík Jón H. Jónsson, Reykjavík Knútur Bjarnason, Grenivík Kristján Guðmundss., Stykkis-h Kristján Kristjánss.,. Reykjavík Kristján B. Kristjánss,, Hafaarf Kristján Rögnvaldss., Sigluf. Ólafur Aðalbjörnsson, Grenivík Ottó Laugdal, Neskaupstað Páll H. Pálsscn, ÞingeyrL Pétur Sigurðss., Neskaupstað Pétur Stefánss., Reykjavík Pétur Þorsteinss., Reykjavík Rafn Eiaarsson, Neskaupstað Reynir Sigurðss., Reykjavík Runólfur Hallfreðss.,- Akranesi Samúel Helgason, Isafirði Sigurður Guðnas., Vestmeyjum Sigurður Kristjánss., Hafnarf. Sigurjón Júlíuss., Hafnarfirði Soffanías Cesilss., Grundarfirði Svavar Benediktss., Hafnarfirði Svarrir Valdimarss., Akureyri Sæmundur Þórðars., St. Vatnsl Hótar kjarnorkuárás Framh. af 12. síðu. öðrum sem fúsari eru til sam- komulags magnist um allan helming. Fundum enn frestað. Harrison, formaður samninga- nefndarinnar, dvelst esm f Tokio til ráðagerða við Mark Clark yfirmann Bandaríkjahers Kóreu og Ro-bert Murphy,. hinn nýskipaða stjórnmálaráðu- naut hans. Samninganefadirnar áttu að koma saman á fund í dag, eftir að fundum hafði ver- ið frestað síðan á laugardag, en -Bandaríkjamenn fóru fram á nýjan frest í gær, að þessu sinni til mánudags og féllust fulltrúar norðatimanna á það. Harrison tilkynnti að frestur- inn yrði notaður til að „líta yfir farinn veg“ og „íhuga vel og gaumgæfilega viðleitni beggja aðila hingað til“. Bandaríkjamenn í klípu. Viðræðurnar í Tokío munu frekar snúast um það, hvernig Bandaríkjamenn eigi að lo.sna. úr þeirri klípu, sem þeir kom- ust í, þegar þeir lögðu fram síðustu tillögur sínar í fanga- skiptamáiinu, sem í veigamikl- um atriðum ganga í berhögg við indversku tillögurnar, sem. samþykktar voru á þingi SÞ, og Bandaríkjarnenn þóttust þá. vera fylgjandi. Viðbrögðin við þessum nýju tiilögum Banda- ríkjamanna hafa verið slík,. einnig meðal bandamaíma þeirra, að þeir sjá sitt óvænna. I gær samþykktu þannig utan- ríkisráð-herrar Noregs, Dan- merkur og Sví-þjóðar á fundí sínum í Osló ályktun, þar sem látin var í ljós von uni að sam- komulag næðist í Kóreu á. grundvelli indversku tillagn- anna, sem í öllum höfuðatrið- um eru samhljóða síðustu til- lögum norðanmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.