Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikndagur 20. maí 1953 i . í dag er mlðvikudagtirinn 20. ^ maí. 140. dagur ársins. — Háfióð eru í dag kl. 10,25 og 22.55. =sss== Enskunámskeiðið hefst næstu daga. Væntanlegir þátttakendur sem ekki hafa þegar látið inn- rita sig, þurfa að láta nefndina vita sem fyrst. Tekið.er á móti greiðslum í ferða- sjóð daglega á Skólavörðustíg 19. Þátttakendur verða að hafa greitt minnst 1300 krónur fyrir 20. maí eða i ailra síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót. ,Þeim sem ein- hverra hluta vegna kynnu að verða að hætta við ferðina skal bent á að vegna áfallins kostnaðar verður f^sta 300 króna greiðslan óendurkræf frá 1. júni að telja. „Festival", btaðið sem gefið er út vegna mótsins kemur út einu sinni í viku. Fyrstu 4 tbl. eru komin hingað og geta menn vitjað þeirra endurgjaldslaust á Skóla- vörðustíg 19. Þátttakendur utan af landi geta fengið blaðið sent ef þeir óska. Frá Ijósinu i hvamminum Geirmundr bjó á Geirmundar- stöðum til elli 'ævi sinnar. — En sá var einn hvammr í Iandi Geir- mundar, at liann kvaðst vildu kjósa brott ór fandinu, ef hann mætíi ráða, ok mest fyrir því, — „at sá er einn staðr í hvamm- inum, at ávallt, er ek lít þangat, þá skrámir þat Ijós fyrir augu mór, at mér verðr ekki at skapi. Ok þat Ijós er ávallt yfir reyni- lundi þeim, er Þar er vaxinn einn samt undir brekkunni". — Ok þat fýígdi, ef nökkuru sinni varð búfé hans statt í hvammin- um, þá lét hann ónýta nyt undan á því dægri. — Ok eitt sinn er frá því sagt, at húsmali hans liafði þar komit niðr um nótt einá. Ok er smalamaðr reis upp ok sá féit í hvamminum, varð hann ákafliga hræddur ok hleypr sem hann má ok eltir féit ór hvamminum ok rífr ór reyni- runninum vönd einn ok keyrir féit með ok rekr féit heim til Geirmundarstaða. En Geirmundr var út gcnginn ór livílu sinni um morgininn ok sér, hvar smalamaðrinn eltir féit ofan ór hvamminum. Ok verðr honum eigi vel at skapi, er féit hefir þar verit, ok snýr á móti smala- manninum ok þekkir brátt, at hann hefir reynivöndinn i hendi ok keyrir féit með. Ok hér verðr honum svá ills kalt við hvárt- tveggja saman, at hann hleypr at smalamanninum ok hýðir á- kafliga mjök ok biðr Iiann aídr- igi gera oftar at herja fé hans með þeim viði, er í þeim hvanuni er vaxinn, en þó einna sízt ór reynirunninum. En Geirmundr mátti því auðveldliga kenna við- inn, at Þar ateins var þá reyni- viðr vaxinn í hans landeign, — í þeim sama stað, er nú stendr kirkja at Skarði, at því er vér liöfum heyrt sannfróða menn frá segja. Geirmundr lét taka vönd- inn ok brenna í eldi, en húfé sitt lét hann reka í haga ok ónýta nyt undan á þeim degi. (Úr Geirmundar þætti he'jar- skinns). 18.30 Barnatími a) Útvarpssaga barn- anna: Vistaskipti eftir Eipar H. Kvaran; sögulok (Baldur Pálmas). — b) Tómstundaþátturinn (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Óperu- lög. ■ 20.30 Útvárpssagan: Sturla í Vogum eftir Guðm.. G. Hagalm; (Andrés Björnsson). 21.00 Tónleik- ar pl.: Fjögur fiðlulög op. 17 eft- ir Suk (Ginette og Jean Neveu leika). 21.20 Vettvangur kvenna. — Upplestur: Signýjarhárið grein eftir séra.' Magnús Helgason (frú Védís JónsdóttJr). 21.50 Meririf samtíðarmenn; VII. Tove Detlev- sen (Ólafur Gunnarsson). 22.10 Braziliuþættir; Frumstæðar físk- veiðar (Árni Friðriksson fiskifræð- ingur). 22.35 Dans- og dægurlög: George Shearing kvartettinn leik- ur pl. 23.00 Dagskrárlok. Fyrsta sumar- dag voru gefin saman í hjóna- band á Isafirði a.f sóknarprest- - — — inum þar ung- rú Hulda Pálmadóttir og Jón >áll Hálldórsson skrifstofumaður já Isfirðingi h.f. g'ær Voru gefin saman í hjóna- .and í Kaupmannahöfn ungfrú ,ilja Kristjánsdóttir og Már Ár- ælsson (Sigurðssonar) stud. mag. \V'V Hjónin Laufey Sæ- N , mundsdóttir og Sh--’ J? Guðjón Guðjónsson \ V' trésmíðameistari r B t Sogaveg 146 eign- uðst 16 marka dóttir síðastliðinn sunnud. 17. maí y ^ ý* /jjv EKT ÞÚ ÞAKNA, Gottfreð? Næstsíðasta einn 1 kvöld eru VESALINGARNIR sýndir í næstsíðasta sinn í Iðnó. Ástæðan nr þó ekki sú að leikur- inn hafi fallið, því þar hefur ver- ið full.t hús á hverri sýningu, heidur er starfsári Leikféiagsins senn lokið, og menn þurfa að fara að hreyfa sig úr bænum, af- neita vetrinum og heilsa sumr- inu með breyttum lífsháttum (fyr- irgefið hátíðleikann). En sem sagt: nú eru að verða síðustu forvöð að sjá þetta mikla leikrit og guð fná vit-a . hvenær við sjá- um annað slíkt. -fc Kosningar erlendis fara fram í skrifstofum sendiráða, eða út- sends aoalræðismanns, útsends ræðismanns eða vararæðis- manns íslands. ix Þeir félagar og samlierjar sem hafa Könnunarblokkir eru beðn- ir að skila þeim sem fyrst, og heízt ekki síöar en 25. maí. Happdrætti Vals Dregið hefur verið í happdrætti Knattspyrnufélagsins Vals, og komu eftirtalin númer upþ':' Nr. 4114 flugferð til Spánar fyrir tvo. 14044 flugferð til Lundúna fram og til baka. 12683 og 18496 flug- ferð til Ákureyrar fram og tii baka. 13536 og, 4144 flugferð t.il Egiisstaða fram og til. baká, 3393 og 1772. flugf.erð til Isafjarðar frarh óg tií 'feáKsú 19"2é og 19565 flugfehð • til Veát'manúáéyja fram og til baka: —. VinningFanna. má vitja ' til Sigui'ðar Ó)af.ssonar í Málningarverksmiðjunni Hörpu. í nýtt tbl. Faxa ritar Guðni Magn- ússon um Faxafióa fyrr og nú. Grein er um Árna Helga- son organista i Grindavík. Minningarkvæði um Bergheiði Jórunni Ragnarsdóttur. Frásögn af Afmælissundmóti K. F. K. með myndum, Aflaskýrsla frá Keflavík. Þátturinn Úr flæð- armálinu. Kvennasíðan, Frá skól unum, skrá yfir fermingarbörn á Suðurnesjum í vor. Forustugrein blaðsins nefnist Öryggi eða ör yggisleysi, um nauðsyn sterkrar lögreglu í Keflavík vegna óspekt- armanna af fl.ugvellinum. Kosningaskrifstofa Sósíaiista- flokksins gefnr allar uppiýsing- ar varðandi kosningamar. ÞAÐ SEM ÞEIR STEEA. Amerískt auðvald græðir því 1,21 dollar um klukkutímann á hverjum íslenzkum verkamanni, sem það hefur í þjónustu éinni, móts við ameríska verkamenn. Nú eru í þjónustu amerísks auð- valds, — hersins og atvinnurek- enda, beint og óbeint, — 2500 ís- lenzkir verkamenn. Ef miðað er við 8 tíma vinnu 300 daga ársins, þá nemur þessi gróði ameríska auðvaldsins 2904 dollurum eða 47,393 kr. á ári á hvern verka- mann. Það gerir á 2500 verkamenn 118 milijónir króna á ári. Og þessi upphæð eykst að sama skapi, því meira sem unnið er og því fleiri verkamenn sém þarna eru. (Ein- ar Olgeirsson í nýjasta Réttar- hefti),,, iir Aílir þeir sem vilja lijálpa til í fjársöfnuninni £ kosningasjóð eru beðnir að taka söfnunar- gögn í kosningaskrif stofunni. Krossgáta nr. 82. Lárétt: 1 skjólfat 7 byrðl 8 sví- virt 9 skemmd 11 beri 12 hljóð 14 tveir eins 15 margt 17 sltamm- st. 18 seiði 20 hundinn. Lóðrétt: 1 As 2 kúga 3 kaupfel. 4 hrella 5 mannsnafn 6 viðkom- andi 10 hneigi 13 áburður 15 hljóma 16 fugl 17 sk.st. 19 sam- hljóðar. Lausn á krossgátu nr. 81. Lárétt: 1 kolla 4 Pá 5 LS 7 ami 9 nef 10 nía 11 lön 13 ar 15 ba 16 endar. Lóðrétt: 1 ká 2 lem 3 al 4 panna 6 skata 7 afl 8 inn 12 önd 14 RE 15 br. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá Rvík í gærkvöldi vestur um land í hringferð. Herðu- breið var væntanleg til Rvíkur í morgun að austan. Skjaldbreið er á Eyjafirði. Þyrill er í Faxaflóa. Skaftfellingur fór til Vestmanna- eyja í gærkvöldi. Sltipadelld S.I.S.: Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er í Hamina. Jökulfell fór frá Kaupmannahöfn í dag, áleiðis til Áiaborgar. EIMSKIP: Brúarfoss kom til New York 17. þm. frá Reykjaví-k. Dettifoss fer frá Hull um hádegi í dag áleiðis til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá New York í fyrradag áleiðis til Halifax og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Reykjavík í gær til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Rotterdam í fyrradag til Bremen, Hamborgar, Antverpen og Hull, Reykjafoss lestar í Kot- ka. Selfoss fór frá Flateyri í gær á leið til Reykjavikur. Trölla- foss er á l;eið til New York frá Reykjavík. Straumey er fyrir norðan land. Drangajökull kom til Reykjavíkur í gærmorgun frá New Yorlc. Aun fór frá Antverp- en 17. þní. áleiðis til Rvíkur. Erambjóðandi AB- flokkshis í Barða- strandarsýslu hefur að undanförnu ver- ið á ferð um kjör- dæmið og drukkið kaffi í eldhúsum eins og góðra frambjóðenda er siðnr, þó enginn viti - aJla biygðan húsmæðranna yfir því að mega ekki bjóða svo fínum gestum til stofu. Hefur frambjóðandinn verið'hinn- altiileg- asti, og segir hér af því er hann kom í hús eitt á Bíidudal og hitti fyrir gamlan mann er ekki taldi sig of vel heima í lands- málunum. „Ég er dr. Gunnlaugur Þórðarson, frambjóðandi Alþýðu- flokksins hérna í sýslunni, sonur hans Þórðar á Kleppi“, sagði frambjóðandinn. „Og bjóðið þið nú víða fram?“ spurði þá gamli mað- urinn. Kvaðst doktorínn ekki vita betur en þeir byðu fram í flest- um ef ekki öilum kjördæmum — og var hinn kampakátasti. „Og oruð þiö margir, þarna frá þess.um Kleppi?“ spurði þá öldungurinn enn. ■fc 6. júní nk. er útrunninn kæra- frestur vegna kjörskrár. Það er einlium áríðandi fyrir alla, sem flutt hafa í bæinn frá síðasta manntali eða frá því í nóv,- des. sL að athuga hvort nöfn þeirra standa á kjörskrá. Æfing i kvöld kl. 7 á venjulegum stað. Læknavarðstofan Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Einn daginn kom tii hans feitur. munkur að sjá andlit sitt í nútíð og framtíð. Ugluspegill sagði: Þú ért söltuð skinka, síðan verðurðu ölkjallari þvi salt útheimtir drykk. Láttu mig hafa vænan skilding fyr- ir að ljúga ekki að þér. Eftic sfcáidsofu Charlee de Costers * Teiknímgar- cStir fieljre%jk'ii(Sh-iNiefsen Sonur minn, sagði munk-urinn: við bér- um a’drei á okkur peninga. — Það er þá af því að peningarnir bera þig, þvi ég veit að þú hefur peninga í skónum. — Munkurinn sagði: Það eru peningar klaust- ursins, én tvo skiidinga goturðu kannski fengið. Ugluspegill tók við peningunum og þakk- -aði. Og þannig hélt hann áfram að sýna -íbúunu-m í Dammi, Bryggju og Blánku- bergi, já meira að segja í Austurenda, í spegii. Og þess vegna var hann kallaður Ugluspegill. Eftir þvi sem Ugluspegill eltist og þros„- aðist fékk hann æ meiri Jöngun til að flakka um og sækja markaði og mannfagn- að. Hann unni hljómlist, og hitti hann mann sem lék á fiðlu eða sekkjapípu hugs- aði hann sig ekki tvisvar um, en lét hann kenna sér á hljóðfærið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.