Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. mai 1953 llJÓOVIUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — Sðsíalistaflokkurinn. Ritetjórar: Magnús Kjartansson (átí.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjamason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjárni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. A.uglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 1». — Sími 7600 (3 línur). Ájikrlftarverð kr. 20 á mánUðl i Reykjavtk og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Tvennskonar stjórnarandstaða V ' ) w *,* • v A þvi kjörtímabili sem riú er að enda hafa tveir stjórnmála- flokkar farið með stjöra landsins, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Sósíalistaflokkurinn og ALþýðuflokkurinn hafa verið í stjómarandstöðu. Þó hefur sú stjórnarar.dstaða verið með næsta ólíkum hætti enda forsendur hennar gjörólíkar. Barátta Sósíalistaflokksins gegn gengislækkunar- og hemáms- stjórn Framsóknar og íhalds hefur verið í beinu og rökréctu framhaldi af harðvítugri andstöðu hans gegn „fyrstu stjórr Al- þýðuflokksins“, þeirri ríkisstjórn sem hemámsflokkarnir mynd- uðu allir 1947 til þess að binda endi á nýsköpun atvinnuiífsins og hafa forustu um afsal íslenzkra landsréttinda. Sú ríkisstjóm sem Framsókn og íhald mynduðu upp úr kosn- ingunum 1949 hefur í öllum veigamestu atriðum haldið áfram á sömu braut og „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“. I sjálfstæðis- málunum hefur stefnan verið óbreytt. I efnahagsmálunum kom gengislækkun og bátagjaldeyrisbrask í stað tollahækkana og kaupbindingar Stefáns Jóhanns-stjómarinnar. Hvorttveggja hafði sama tilganginn: að ráðast á lífskjör alþýðunnar en hlífa þeim ríku. Það hefur því ekkj verið nekm málefnalegur grundvöllur íyrir stjórnarandstöðu Alþýðuflokksins, enda ekki tekin alvary lega af neinum og sízt stjórnarflokkunum sjálfum, sem hafa haldið áfram að hlaða undir „hina ábyrgu stjórnarandstöðu" af sömu ákefðinni og meðan hún samrekkti opinberlega stjóVnarflokkuaum. Það var kosningaósigur Alþýðuflokksins 1949 og hann einn sem réði því að forkólfar Alþýðuflokksins völdu þann kost ' að standa að forminu til utan ríkisstjórnar í því trausti að það yrði til þess að hressa upp á hrynjandi fylgi flokksins og sí- minnkandi tiltrú. En reynslan hefur kennt broddum Alþýðuflokksins að einnig þetta herbragð muni misheppnast. Loddarabrögðin hafa hrokk- ið skammt til þess að rétta við fylgi Alþýðuflokksins. Alþýða landsins hefur horft á foringjana í faðmlögum við stjórnar- flokkana í verkalýðshreyfingunni og jafnan reiðubúna til að bregða fæti fyrir verkalýðinn þegar sízt skyldi og baráttan við stéttarandstæðinginn hefur st*ðið sem hæst og verið tvi- sýnust. Og nú í undirbúningi kosninganna hefur Alþýðuflokksfor- ustan varpað af sér lýðskrumsgrimunni. „Hin ábyrga stjórnar- andstaða“ hikar ekki við að ganga í opinbert kosningabandalag við forustuflokk þeirrar ríkisstjórnar sem verið hefur íslenzkri aiþýðu einna þyngst í skauti. Formaður Alþýðuflokksins taldi sig vonlítinn eða vonlausan í kjördæmi sínu án utanaðkomandi stuðnings. Og Hannibal Valdimarsson var ekki í vafa um hvað gera skyldi. Formaður hinnar „ábyrgu stjórnarandstöðu" kné- kraup fyrir forustuflokki gengislækkunarstjórnarinnar og báð um þau atkvæði að láni sem Framsókn telur sér á ísafirði! Frumkvöðlar gengislækkunarinnar hafa nú séð aumur á Hannibal Valdimarssyni og lána Alþýðuflokknum að auki at- kvæði sín á Seyðisfirði. I launaskyni á að skipa fylgismönnum Alþýðuflokksins í 4-5 sveitakjördæmum að kjósa frambjóðendur Framsóknar. Þannig fara viðskiptin fram á fyllsta vöruskipta- grundvelli milli stjórnarflokksins og „hinnar ábyrgu stjórnar- andstöðu“. Það mun algert einsdæmi að stjórnarandstöðuflokkur opin- beri svo greinilega leikaraskap sinn og tvöfeldni eins og Alþýðu- flokkurinn gerir nú. Að vísu þarf þetta engum að koma á óvart sem þekkir raunverulegt innræti Alþýðuflokksforkólfanna, niðurlægingu þeirra og algjört ósjálfstæði gagnvart auðstétt- inni og flokkum hennar. En ótrúlegt er að þessi verzlunar- samningur opni ekki augu þcirra sem trúað hafa þrátt fyrir allt geipi og yfiblýsingum Alþýðuflokksins um andstöðu hans við ríkisstjórnina og stefnu hennar. Gagnstætt Alþýðuflokknum sem þannig liggur flátur fyrir ríkisstjórninni gengur Sósíalistaflokkurinn til kosninganna með frambjóðendur í öllum kjördæmum landsins. Um framboð hans verða nú allir andstæðingar ríkisstjómarinnar að fylkja sér af festu og einhug. Það*er eina raunhæfa leiðin til að hnekkja valdi ríkisstjórnarinnar og allra hernámsflokkanna. Guðmundur Jóhannesson: W Það er ekki að ástæðulausu þótt margur sé nú farinn að ef- ast um hið menningarlega gildi þeirrar menntunar, sem al- menningur, og þá ekki sízt yngsta kynslóðin á nú kost á að verða aðnjótandi. Það virðist að vísu ekki vanta áhugann fyrir því að fræðslu og uppeldisstarfið megi verða sem árangursrikast. Hversu oft er ekki talað til okkar við hátíðleg tækifæri, og ekki hátíðleg, við öll mögu- leg tækifæri, talað til foiældra og heimila og þau hvött til að mæta kennurum og skólum, hefja með þeim vinsamlegt sam- starf í hinu þýðingarmikla upp- eldis- og fræðslustarfi yngstu kynslóðarinnar, svo að með samstilltum kröftum þessara aðiia megi auðnast að ala upp sem allra nýtasta þjóðfélags- þegna. En hver er þáttur þeirra er hæst ber í þessu þýðingar- mikla gróðrarstarfi þjóðlífsins. Yngstu kynslóðinni er oft réttilega iíkt við nýgræðing, sem þeim eldri beri að varð- veita ge-gn kali og kyrkingi. En er 'Það ekki málgagn æðsta manns mennta og uppeldismála, sem gengur í' broddi iþeirrly fylkingar, sem er 'að. æra frá ungum sem gomium íað og rænu? Er þá ekki nýgr'æðing- urinn veikari fyrir og því hætt- ara? Jú, vissulega. Það var ekki alls fyrir löngu að dreng- ur, aðeins sjö ára gamall, kom allt í einu hlaupandi utan úr góða veðrinu, inn til föður síns og spurði: Pabbi, er það satt, ætlaði hann Stalín að drepa okkur? ★ Faðirinn svaraði: Nei, það ætlaði hann ekki að gera, og bætti við: Af hverju dettur þér svonalagað í hug? Þeir voru að segja það stóru strák- arnir, að það væri gott að hann skyldi vera dauður, því hann hefði ætlað að drepa okkur, svaraði drengurinn,. Faðirinn reyndi anðvitað að sannfæra son sinn um að þetta væri ekki satt. En þrátt fyrir það, þótt börnum sé tamast að trúa foreldrijm sínum, fór drengúrinn aftur efablandinn á svip út í vorilminn til leikfé- laganna. ★ En hver er ástæðan fyrir Því að börn úti' í friðsælli náttúr- unni séu að þessu líkum þenk- ingum? Það er ekki vegna þess að þau finni það upp sjálf. heldur er það vegna þess að þau heyra það fyrir sér. Þau heyra þá fullorðnu tala svona. Og þegar þau eru orðin læs og verði þeim litið í blað eða blöð, sem á heimilið koma, bá gefur hvarvetna þessu líkt að líta. Og ekki bregzt útvarpið. En er það ekki alvarlegt, og hvernig er í raun og veru búið að vaxtarbroddi yngstu kyn- slóðarinnar, ef börn eru að fyll- ast af hatri og ótta við menn og þjóðir, sem aldrei í sögunni hafa gert okkur hinn minnsta miska, aldrei stigið á rétt okk- ar í neinu? Ef þau eru að fyll- ast af hatri til þeirra, sem aldr- ei hafa gert okkur neitt mis- jafnt, áður en Þau eru orðin það stautandi að þau geti á nokkum hátt kynnt sér sögu feðra sinna, áður en þau hafa hugmynd um lífsbaráttu og menningu forfeðra sinna og til- veru sjáifra sín. ★ Það er rcjög algcngt að heyra stálpuð börn segja: Það vildi ég að búið væri að skjóta alla Rússana. Eða það ætti að slcjóta alla kommúnista. Foreldrarnir hlýða á og sjá ekkert athugavert við svona orð bragð, meira að segja brosa að. Það er þó ekki fyrir það að þetta sé ekki krislilegt fólk, því engir hiýða oftar á prestinn sinn en það, sem ekkert sér ókristilegt við ofangreint orðbragð barna sinna. En væri nú ekki hér meðal annars verkefni fyrir prestana? ★ Hvað myndi verða sagt um þá, sem eru einlægastir á móti hersetu í jandinu, ’leyfa sér að efast um að þátttakan í Atlants- hafsbandalaginu hafi verið Is- lendingum holl, og tortryggja,. efnahagssamvinnuna, eða hvað þau nú heita öll þessi bandalög;-. ef þeir, sem eru þeirrar skoð- unar að íslenzku þjóðinni, sjálf- stæði hennar og menningu stafi voði af hersetunni og ölium bandalögunum, tækju upp á því að kenna börnum sínum að t. d. Trúmann hefði ætlað að drepa okkur, en hefði bara ekki kom- ið því í verk áður en hann fór úr valdastólnum? — Eisen- hower ætli aftur á móti að koma því í framkvæmd, og henn ar hátign Elísabet 2. sé að hugsa um að aðstoða hann. Engu af því fólki, sem er á móti því að láta land sit-t undir víg- vélar framandi þjóða dettur í hug að segja og innprenta börnum sínum slíkt. Andar þó kalt til okkar frá þjóð hennar hátignar Elísabetu Bretadrottn- ingar, þrátt fyrir viðreisn og efnahagssamvihnu. Nægir því til sönnunar :að minna á land- helgismálin og löndunarbannið, sem er bein hermdarráðstöfun sem er bein hefndarráðstöfun vegna þess að þeir gerðust svo djarfir að færa aðeins út land- helgina til að vernda þau verð- mæti, sem þeir einir eiga og þeim einum ber, sem líf þerra og framtíð getur oltið á, að þeim takist að vernda fyrir erlendum arðránsklóm. ★ Þrátt fyrir það þó þessu lík- ar staðreyndir blasi við augum, þá hefur ekki heyrzt frá því fólki, sem berst nú skeleggast fyrir máistað íslendinga gegn eriendri yfirtroðslu og orðrómi, að það hafa kennt börnum sín- um að æpa á strætum úti, já, meira að segja í smáþorpum, að þessi eða hinn ætlaði að drepa okkur., eða það óski að drepn- ir séu vissir menn, já heilar þjóðir. Látum hernámsöflin ein urri þá fræðslu, enda þeim. einum samboðin. En að sjálf- sögðu ljúga engir þeir, sem eru á móti hersetunni • bandarísku, og allri erlendri yfirtroðslu á íslandi, því í böm sín, að þeir útlendingar, sem nú hreiðrá úm sig með hinar öflugustu vígvél- ar, ekki við túngarð, heldur við bæjardyr íslenzkra heimila, séu. hingað komnir, sem verndarar okkar íslendinga. Nei, við reyn.um að segja bömunum sarinleikann. Þess- vegna segjum við þeim að þess- ir framandi menn hafi komið hingað án þess að íslendingar hafi beðið um. Því það er sann- leikur. Ekki einn einasti þing- maður hafði umboð frá kjós- endum sínum í síðustu kosn- ingum til að kalla inn í laridið her. ★ En að segja bömum ósatt og blekkja þau, fylla þau hatri til manna og þjóða hlýtur að vera glæpur. En það er sá glæpur, sem nú er drýgður daglega, og með furðulega skmstilltum kröftum og einstakri elju, enda of góð- um árangri. Þetta er*eitt af mörgum - vandamálum nútím- aris. Er hér ekl<i verkefni fyrir kirkju og sköla að heyja öflug- an áróður gegn slíku framferði og sýna ó þann hátt viljann í verki fyrir velferð komandi kynslóðar. A Eftir kosningarnar 1949 birti blaðið Þjóðvörn, sem j>á var eink- um stjórnað at Bergi Sigurbjörns- syni viðskiptafræðingi, myndir af tveim þingmönnum og taldi þásér- staka fulltrúa Þjóðvamarfélagsins á þingi. Þessir þingmenn voru Hanníbal Valdimarsson og Finn- bogi Bútur Valdimarsson. Eins og allir vita befur Finnbogl reynz.t hinn ágæfasti fulltmi lslendinga á þlngi, hefur haldið uppi ein- beittri baráttu til varnar frelsi og sjálfstæði Islendinga gegn lilnni bandarísku ásælni og aldrei hvik- að urn hársbreidd. Hanníbal brást hins vegar lierfilega öllum svar- dögum sínum á úrslitastund, sam- þykkti hernámið skilyrðislaust á Ieynifundunum vorið 1951 og hef- ur síðan gengið erinda hemánis- liðsins. A Bergur Sigurbjömsson hefur nú stofnað svonefndan Þjóðvarn- arflokk og þykist halda áfram baráttunni frá 1949. En hver eru viðbrögð „flokksins" við störfum þessara tveggja ]>ingnianna? Ilaun býður fram gegn Fiimboga Rúti Vaidimarssyni og reynlr að fella bann frá þingsetu, í ]>ágii Ólafs Thórs og Guðmundar I. Guð- mundssonar. En hann hýður ekki fram á mótl Hanníbaf Valdlmars- syni, nianninum sent sveilc alia eiða sína og kaiiaði yfir þjóðina það liernám sem stuðningsmeiin lians höfðu treyst honum tll að berjast á móti. ★ Em þessi viðbrögð 'ekki nægilega skýr sönnun um eðli liins svonefnda Þjóðvamarflplilís og það lilutvcrk sem honum er ætlað að leika?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.