Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. maí 1953 nViS tölum ekki um þaS" Það er ýmislegt sem við ,,tölum ekki um“, en þegar góðar vinkonur spjalla sam- an í næði, minnast þær ein- mitt oft á eitthvað slíkt. Við skulum bara bíta á jaxlinn og nefna eitt dæmi. Tökum til dæmis dömubindi. Það má auglýsa þau og hægt er að fá þau keypt í öllum lyfjabúðum og flestum vefn- aðarvöru- og smávörubúðum en þau eru eitt af því sem ekki er talað um og þv.í síður skrifað um. Og þó er full ástæða til þess, því að það nær ekki nokkurri átt að þúsundir kvenna þurfi að nota þessa bindapakka í hverj- um einasta mánuði án þess að hafa nokkur áhrif á verð og gæði. Pakki með tíu bindum kostar frá 7 og upp í 9 krónur og flestar konur þurfa að nota 1 eða iy2 pakka í hverjum ein- asta mánuði. Það eru engin smáræðis útgjöld. Og hvað fæst fyrir þessa peninga? Ekki ann- að en nokkur lög af pappírs- kenndu vatti með grisju utan- um. Þetta getur ekki verið dýrt í framleiðslu og þetta er vara sem selst svo örugglega, að það hlýtur að vera hægt að Konur „lífseigari ‘ en karlar Endaþótt konurnar séu kaíl- aða’r „veika kynið“ hefur rann- sókn leitt í ljós áð konur hafa meira mótstöcuafl en karlar gagnvart hjartasjúkdómum, krabbameini, berklum og öðr- um skæðum sjúkdómum. Seigla kvennanna er furðu- leg — til dæmis í Kanada, þar sem 279 9 karlar og aðeins 167,2 konur á hverja 100 000 íbúa dóu úr hjartasjúkdómum árið 1950. Sama ár dóu í Jap- an. þar sem berk'ar eru mann- skæðasti sjúkdómurinn, 159,6 karlar og 123,1 kona af hverj- um 100,000 íbúum. Rannsóknin sýnir einnig að hjartasjúkdóraar verða f’esturn að bana í Evrópu og Banda- ríkjunum. Undantekningar eru Frakkland og Hol’and en þar er krabbameinið tííasta dán- arorsökin. Árið 1950 dóu til dæmis í Frakklandi iy2 sinn- um fleiri úr krabbameini en hjartasjúkdómum. GÓLFKÚSTAR, skrúbbar og aírir þvílíkir hlut- ir hafa þann leiða galla að skilja eftir rispur og skrámur þar sem þeir rekast í. Nú er farið að framleiða slíka kústa með áföstum gúmmíböndum, sem eiga að koma í veg fyrir slíkt. Rafmagnstakmörkun KI. 10.45-12.30 Föstudagrur 29. maí Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- arpötu Ofr Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með örfir- lsey, Kaplaskjól og Seltjarnames fram eftir. lækka verðið. Það er í hæsta máta óréttlátt ef einhverjum leyfist að braska með vöru af þessu tagi. Sumir segja sjálfsagt, að konur sem ekki hafi efni á að kaupa dýr dömu- bindi í pökkum, geti látið sér nægja gamaldags heimatilbúin bindi, en það væri fáránlegt ef konur þyrftu af fjárhags- ástæðum að leggja á sig þá andstyggilegu aukavinnu sem þáð útheimtir að þvo og hirða bindi. Flestar konur hafa næg- an þvott fyrir, og hvers vegna í ósköpunum á að gera húsmóð- urinni erfiðara fyrir? Nei, bezt er að lækka verðið á bindunum, það er vissulega nauðsynlegt, enda er ekki um að ræða neinn munaðarvarning, heldur ótví- ræða nauðsynjavöru. Margur stynur þungan þeg- ar hann horfir á Ijótu og leið- inlegu pokakjólana. Það bætir dálítið úr skák að oftast þarf lítið til að breyta slíkri hryggð- armynd í al’lra snotrasta kjól. Lítið til dæmis á teikninguna. Þar er mynd af etnum s'.íkum pokakjól, mittislausum, með ermasaumana niðri á handlegg og ólánlegur á allan hátt. En við nánari athugun má sjá, að sniíið er á margan hátt skemmtilegt. Berustykkið með bísalekunum og litla ská’íning- in í hálsinn er hvorttveggja mjög fallegt. Sama er að segja um vasana fjóra og svörtu bryddingarnar. Aðalatriðið er að vekja athygli á því sem er fallegt við flíkina og losa hana við ósniðið. Einfaldast er aö setja belti í mittið á kjó’num. Það fer vel við vasana og það sakar ekki #6tt blússan sá víð þegar hún er tekin saman í mittið. Pilsið má nota óbreytt. Þá fer bezt á því að sauma ermasauminn upp og láta hann vera alveg upp við öxlina. Að vísu er allt í einu komið í tízku að vera með flöskuaxlir, en það verður varla langæ tízka, end? er hún ekki sérlega falleg, svo að það er ástæðulaust að fara éftir henni. Ef saumurinn er hafður eins og á neðri teikning- unni, hverfa flöskuaxlimar. — Aftur á móti er ástæðulaust að nota axlapúða ef konan er ekki því rýrari um axlirnar. 32- I A. J.CRONIN: Á anjiarlegri strönd j - - .............- — ■> hvíla sig1'. Sv® gekk hann rösklega að stigan- um og hafði óljóst hugboð um örvæntingar- svipinn sem orð hans vöktu á andliti Tranters. Farin, horfin inn í helg’dóm klefa síns —- þrátt fynr loforð hennar— þetta var geypi- legt áfall. Utla bókin í brjóstvasa hans virtist allt í einu þrengja að hjarta hans eins og blý- klumpur, Um stund stóð hann ráðþrota og vonleysisiegur; svo laut hann höfði og fór að ganga fram og aftur. Hann var hættur að raula. / Fyrir neðan stigann nam Harvey staðar. Átti hann að ; ara að hátta líka? Hána var þreyttur, hann vissi ekki af hverju. Hann sá fyrir sér andl’f Tranters og það vakti með honum ó- skiljanlega reiði. Sjúkleg tilfinningasemi í allri sinni nej:t — svo heimskuleg var ástin. Líf- eðlisk g nauðsyn, frumstæðar hvatir og hreint ekke’-t annað. Þannig höfðu skoðanir hans ver- ið frá upphafi. Og nú fyl’tu þessar hugsanir hann djúpri hryggð. Hvp.ð hafði gerzt? Honum fannst sem einhver innri >ödd væri að hæða sig. Og svo heyrði hann fieiri raddir. Fegurð næturinr.sr umlukti hann og þúsund hæðnis- raddiv rugiuðu skynsemi hans. Fegurð — hann hafli aldrei viðurkennt. hana; hún var andstæð cannlcikanum, sem hann trúði á. Har.n gekk áfram dapur í bragði. Skipið iþokaðist hægt áfram gegnum þögnina. Hanta gek’t aftur 5 skut. Og þótt þess sæjust engin merki á andiiti hans, fékk hann ákafan hjart- slátt. Hann sá hvar hún stóð, bein og brot- hætt eins og tónsproti og fögnuður gagntók ihann. Svo stóð hann við hlið hennar og starði þögull út í endalausan geiminn. ,,Ég Vissi að þú mundip koma“, sagði hún loks; hún þorfði ekki á hann. ,,Nú er ég ekki lengur döpur“. Hún talaði lágt og rödd hennar var hljóm.'aus og gersneydd daðri. „Þetta hefur verið svo undarlegur dagur“, hélt húr> áfram. ,.Ég or alveg ringluð. Og á morgun fer eg af skipkiu". „Viljið þór ekki fara?“ sagði liann — hann tala.ði kuldalega gegn vilja sínurn. „Nei. Ég vil ekki fara af þessu litla skipi. Mér þykir svo vænt um það. Hér er ég svo óhult*En ég fer“. Hann sagði ekkert. „Hefur þér nokkurn tíma fundizt“, hélt hún áfram undarlega framandi röddu, „eins og þú værir flæktur í einhverju og yrðir að halda áfram, rétt eins og ósýnilegir þræðir toguðu í þig í sífellu?” Orð hennar voru svo kjánaleg að hann reyndi að hugsa eitthvert ónotalegt svar, en það tókst ekki. „Svona finnst mór það lia-fa verið alla mína ævi. Þetta litla skip togar mig áfram núna — í áttina að einhverju, sem ég veit ékki hvað er. Og þó veit ég það. Ég veit það óljóst, án þess að ég skilji það“. „Þetta virðist heldur heimskulegt“, sagði hann lágri röddu. „Já, ég veit að það er heimskulegt. En svona er það samt. Þú hlóst einu sinni að jnér, þegar ég sagði þér frá draumum mínum. Þú heldur að ég sé eitthvað undarleg — jafnvel ekki með réttu ráði. En ,ég get ekki að þessu gert. Það er eitthvað sem ásækir mig. Það vofir yfir mér eins og risastór fugl. Ég hef aldrei komið til þessara eyja fyrr. Og samt finnst mér óljóst eins og ég hafi verið hér áð- ur. Ég hafði aldrei séð þig fyrr og þó — já, ég var búin að segja þér það. Mér er sama hvað þú heldur — þetta er alveg satt. Og i dag á flekanum, fannst mér ég þekkja þig betur en ég, þekki sjálfan mig“. Hún lauk orðum sínum með andvarpi sem leið út í óendaleikann eins og óttasleginn, villt- ur fugl. Hann neyddi sjálfan sig til að segja: „Fólk fær kynlegar hugmyndir á sjó. Þær eru fjarri veruleikanum. Eftir sex vikur- verð- ið þér aftur komin til Englands. Þá verðíð þér búin að gleyma öllu. . Og litlu þræðirnir toga yður inn á glæsileg veitingah:ús,rá Wljóm- leika og í tesamkvæmin, sem þér minntust á um daginn. Það er ánægjulegt líf“. Nú leit hún loks á hann. Andlit hennar var undarlega fölt og augun myrk og þunglyndis- leg. „Það er aðeins yfirborðið", sagði hún döpur. „Mér geðjast ekki að því. Mér hefur aldrei geðjasf að því. Ég er utanveltu. Ég á ekki heima þar“. Það kom sársaukahreimur í rödd hennar og hún fór að tala hraðar. „Þú heldur að ég sé ekki fullorðin og skilji ekki lífið. En það er rangt, og það er þess vegna sem ég get ekki þolað þetta; já, það er þess vegna sem ég verð að komast burt — burt. Þetta er allt svo tilgangslaust, eintómur há- vaði og eiðarleysi. Enginn er kyrr nokkra stund — samkvæmi og aftur samkvæmi, lcokkteilar,, dansleikir, kvikmyndahús, heim- sóknir — eirðarlaust líf — og í allar eyður er troðið jazzi. Elissa gæti ekki lifað grammifónslaus. Lífið snýst ekki um annað en skemmtanir Það er ótrúlegt — en það er ekki einu sinni tími til að hugsa. Þér finnst ég vera fífl, sem beri ekkert skyn á þetta. En ég hef þá trú að maður verði að láta eitthvað í staðinn fyrir það sem lífið veitir manni. En fólkið sem ég þekki það gerir ekki annað en taka — það er alltaf að taka. Þetta líf er skært og skkiandi á ytra borðinu, en það er tómt inni fyrir. Og það er enginn — enginn sem skilur mig“. Rödd hennar brast, hún þagnaði og leit aftur út á sjóinn. Hann þagði drykklanga stund; svo sagði hann loks lágri röddu. „Þér eruð gift. Þér hafið eiginmann yðar.“ Það stafaði óendanlegu þunglyndi frá henni og hún sagði eins og hún væri að hafa yfir lexíu: „Mikael er mér mjög góður. Honum þykir vænt um mig. Og mér þykir vænt um hann“. Hanta átti í miklu hugarstríði; hann var ekki sjálfráður orða sinna. „Þá hafið þér enga ástæðu til að kvarta.- Eiginmaður yðar elskar yður og þér hann“. Allt í kringum þau stóð á öndinni; skipið, hafið, nóttin. Hún spennti greipar með þján- ingarsvip. Svo hvíslaði hún: „Ég veit að það er andstyggilegt að cala svona. En þú spurðir mig. Ég get ekki — ég ttW Ofc Læknirlnn spuröi hjúkrunarkonuna um iíðan sjúklingsins, og spurði: Hafið þér gert hitalínurit yfir hann? Nei, svaraði hjúkrunarkonan, en ég lief skrifað dagbók. Læknir, ég hef áhyggjur út af því að fara svona langa leið með j'ður að næturlagi í óveðri — og svo ber það kannski engan árangur. Læknirinn: Aiit í lagi, ég hef annan sjúkling hérna rétt hjá, svo ég slæ tvær flugur í einu höggi. Fórstu til læknisins í tlag, Jói? Já, reyndar. Og fann hann Iivað að þér var? Hérumbil. Ilvað áttu við? Jú, það kostaði 15 krónur, en ég hafði 15.37. Þegar kona elskar mann getur hann fengið hana til að gera allt sem hún sjálf vill.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.