Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVLLJINN — Föstudagur 29. maí 1953
Tónleikar til heiðurs Albert Klahn
vegna 60 ára tónlistarstarfs hans verða haldnir í Þjóð-
leikhúsinu n.k. sunnudag kl. 3.30 síðdegis.
Sinfóníuhljómsveitin leikur verk' eftir Weber, Wagner
og Lizt.
Tatjana Kravtsenko leikur píanókonsert nr, 2 eftir
Rachmaninov með undirleik 'hljómsveitarinnai'.
Stjórnandi Albert Klahn.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1.15 í dag í Þjóðleikhús-
inu.
% ÍÞR9TTIR
RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
^
írska liðið tapaði fyrsta leik sínum á
íslenzkri grund — Valur vann 2:1
K. R. R.
f. B. R.
\
Heimsób Waterford F.C.
2. leikuf,
KR gegn
Wateríord F. C.
veröur á íþróttavellinum í kvöld klukkan 8.30
Dómari: Hannes Sigurðsson.
Aögöngumiðasala hefst á íþróttavellinum í dag
kl. 4. — Lækkað verö á stæðum.
Forðist biðraöir, — kaupið miöa tímanlega.
Móttökunefndin.
Undanfarið hefur þaö háð hinni vaxandi smá-
bátaútgerð, að bátarnir hafa ekki fengizt vá-
tryggðir.
.. Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið að
hefja tryggiingar á trilluhátum, og er ið-
.. gjöldunum mjög í hóf stillt.
Leitið nánari upplýsinga í síma 7080 og 5942
eöa hjá næsta umboösmanni.
Lið Waterford:
A. Wingate, T. Fitzgerald,
W. O’Mahoney, Mc Illyenny, M.
Ðoyle, W. Barry, S. Halpin, G.
Hale, K Duyer, J. Mc Quade,
D. Fitzgerald.
Lið Vals:
Helgi Dan., Magnús Snæbjörns.
Jón Þórarins, Gunnar Sigur-
jónsson, Sveinn Helgason,
Hafsteinn Guðm., Gunnar
Gunnarsson, Einar Halldórsson,
Hörður Felixson, Halldór Hall-
dórsson, Guðbrandur Jakobs-
son.
Mörkin gerðu: á 7. mínútu
R. Dwyer fyrir Waterford, en
Halldór á 37. mínútu og Gunn-
ar Gunnarsson á 56 mínútu
fyrir Val.
Dómari var Haukur Óskars-
son.
Áhorfendur voru um 4000.
Ekki var hægt að hugsa sér
betra veður til að leika í en
var á miðvikudagskvöld þegar
fyrsti leikur Waterfordliðsins
f-ór fram, logn, hlýtt og skýj-
að. Svo- ' veðri varð ekki j um
kennt:
Gangur Ieiksins.
Fyrstu mínúturnar voru
nokkuð fumkenndar og var sem
liðin væru að þreyfa fyrir sér
um styrkleik hvors annars.
Ekki eru liðnar nema 7 mín.
þegar frar fá horn á Val. Út-
herjinn gefur innherjanum
knöttinn með stuttri spyrnu,
sem gefur innherjanum er
spyrnir vel fyrir og miðframh.
skallar fast í netið. Litlu síðar
er Helgi hart að klemmdur en
ver.
Nú ko.ma tækifæri Vals eitt
eftir annað en öll eru þau
illa misnotuð. Guðbrandur
spyrnir fyrir ofan úr nokkuð
góðu færi. Enn er það Guð-
brandur sem spymir yfir eftir
að Halldór hefur skallað til
hans, sem stóð einn fyrir opnu
marki. Næst. er það Hörður
sem á ágætt tækifæri en spyrn-
an er laus og markmaður ver,
Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins
Þorsgötu 1 — Sími 7510
Skrifstoían gefur allar upplýsingar varðandi kosningarnar
Kjörskrá liggur frammi
Flokksfélagar og aðrir, sem þurfa upplýsingar varðandi kosningarn-
ar, eru beðnir að hafa sem fyrst samhand við skrifstofuna.
Skrifsiofan er opin daglega frá kí. 10 til 10, sími7510
og aftur er Hörður frír fyrir
opnu marki, en sparkar fram-
hjá. Þetta skeði á 16. minút-
unni eftir að markið' var sett
og áttu Irar ekki möguleika á
þeim tíma. Á 37. mín. er það
Halldór sem er kominn út til
hægri Fær knöttinn og skorar
óverjandi og var tækifærið þó
ekki opið.
I þessum hálfleik hafði Val-
ur yfirtökin í leiknum og lá
heldur meira á írum.
Á 11 mínútu síðari hálfleiks
höfðu þeir Gunnar Gunnarsson
og Hörður skipt um stöðu
og um leið fær Gunnar knött-
inn, hleypur af sér miðherjann
leikur á markvörðian sem
hljóp út og leggur knöttinn
rólega í netið, og voru ekki
fleiri mörk sett.
W.aterford herti nú sóknina
og áttu nokkur tækifæri se.rn
flest voru þó þannig að jirönr
myndaðist við mark Vals. en
alltaf kom fótur fyrir og þeim
tókst ekki að leika þannig að
vörn Vals væri óviðbúin. Valur
á eitt opi.ð tækifæri. Hörður
hefur knöttinn upp við mark-
teig ea gefur Guðbrandi í stað
þess. að skjcta en skot Guð
brandar mistekst. Á 35. mín er
dæmd vítaspyrna á V;,I. Mc:
Quade ætlar að leggja knött-
inn rólega út við stöng, er
Helgi er fyrri til og ver- í ilqrn
sem ekkert varð úr.
Sóknin styrkur íra en
vörnin Vals.
Ekki var mikið um létta
leikandi knattspyrnu frá mann.i
til manns. Þó mátti sjá það
af og til af Vals hálfu í fyrri
hálfleik, en af hálfu íra í þeim
síðari. Þeir höfðu meira út-
hald. Styrkur gestanna var
sóknin sem var oft vel studd
af framvörðunum.'Þeir voru oft
fljótir til og kvikir, en fram-
lína Vals var yfirleitt of stór-
„brotin og ekki nógu samhent.
Vörnin var betri helmicigur
liðsins en aftasta vörn Iranna
virtist ekki verulega sterk.
írar höfðu yfirburði í skalla
og leikni, en —
Me.st áberandi yfirbuiðir
Waterfords lágu í betri skalla
og nettari knattmeðferð. Ugg-
laust má gera ráð fyrir að
malarvöllurinn hafi haft sin á-
hrif á leik þeirra. En þeiin
tókst eklci að skapa þann
heildarleik sem verulega hrifi
áhorfeadann.
Beztu menn þeirra voru
J. Mc Quade vinstri innherji
en hann er Skoti 22 ára sem
sýndi leikni og hugkvæmni svo
unun var að.
Vinstri framvörður W.
Barry var líka mjög góður
(lók í Olympíuliðinu 1948).
Miðherjinn R. Dwyer var hreyf
anlegur og fljótur.
■Sveinn Helga. lék nú sinn
bezta leik í sumar, öruggur
bæði í vörn og eins að byggja
upp sókn. Gunnar Sigurjóns.
var og mjög góður. Heigi sýndi
enn einu sinni að hann er okk-
ar bezti markmaður. Halldór
og Gunnar Gunriars. voru beztu
menn framlínunnar. Einar
vinnur mikið en spyrnur hans
eru of fastar.
Valur getur vel við þessi úr-
slit unað og eftir tækifærum
og gangi leiks voru þau sann-
gjörn.
Það virtist sem áhorfend-
um mislíkaði er markmaður
Vals var hindraður er hann _
hélt á knetti. Þetta er leyfik;gt
á iöglegan hátt og því ekkert
við það að athuga, og fráleitt ..
að ,,baula“ á íra fyrir þetta.
Þá virðist sem Haukur Ósk-
arsson leggi ekki mikið uppúr
líiiuvörðum sínum. Þeir veifuðu
hvað eftir annað vegna rang-
stöðu, en hann tók ekkert
mark á því.
Knattspyrnuf réttir:
Arsenal tapaði 6:1 fyrir
Rapid í leik ser.i fram fór milli
þessara liða í Bruges í Belgíu.
Rapid er austurríkst lið og
hafði það leikinn í hendi sinni,
frá uppliafi til enda.
Tyrkland vann Sviss 2:1 í
landskeppni sem fram fór í
Bern nýlega. Jafntefli 1:1 í
hálfleik.
Júgóslavía vann Wales 5:2
í leik sem fór fram í Belgrad.
Nokkrum dögum áðu'r hafði lið
Wales tapað fyrir Frakklandi
6:1.
SundhöIHn
Framhald e.f 12. síðu.
hátölurum fyrir í laugarsain-
um og útvarpa léttri tcnlist af
liljómplötum fyrir gesii á kvöld
in. Sundhallarforstjórinn kynð
framkvæmdir í þes,sa átt etin
ekki hafnar, en unnið væ.ri að
undirbúningi þeirra cg úauð-
synlegri fjáröflun.
Skólasund og kvennatími.
Skólarnir í bænum eru nú
sem óðast að ljúka störfum og
falla tþví sértímar nemenda í
sundhöllinni niður nú upp úr
mánaðamótunum. Geta bæjar-
búar því bráðlega komið til
sundiðkana hvenær dagsins
sem er. Þó verða karlmenn að
láta sér lynda að teknir hafa
verið upp sérstakir tímar á
kvöldin, sem eingöngu eru ætl-
aðir kvenfólki. Slíkír kvenna-
tímar hafa áður verið reyndir
gefist mjög vel og verið eink-
ar viasælir. 1 þessum kvenna-
tímum, sem eru alla rúmhelga
daga nema laugardaga kl.8.30
til '10 e.h., er konum veitt ó-
keypis kennsla í sundi.
Aðsókn er góS.
Þorgeir Sveinbjarnarson
kvað aðsókn að s.undhöllinni
nú góða og nokkuð jafna, og
heldur hafi aukizt upp á síð-
kastið.