Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. maí 1953 ASfengin átylla fyrir kvœSi Viðvíkjandi „Björgu á Bjargi“. ]>egar einveldið og bændaánauðin komst á í Danmörku, voru leigu- liðar keyptir og sadir með jörð- nnum, eins og á Rússlandi frarn á mína daga. Á íslandi lá nærri að þetta kæmist á, á Suður- nesjum, kring um Bessastaði, þar sem Danastjórn átti aðsetur. Náði aldrei til Norðurlands sök- um ógreiðrar aðstöðu. Á Nesj- unum voru bændur skyldir að vinna lénsdrotni, hvenær og hvað sem kallað var til, og án endurgjalds. Landstjórar oft danskir, eða léigðu fsiendingum va«ldi5. Oft voru þessir herrar alþýðunni illir, ísl. líka, og ó- þokkaðir af almenningi. Munn- unælasaga var til héima, sem ég heyrði: að eitt sinn hefðu tveir synir sömu konu druknað i á, með einum þessum landsdrotni, en liún svaraði til, þegar hún var aumkvuð, að glöð legði hún þá í sölur, fyrst hirðstjórinn hcfíi farist. Ekki veit ég hvort, nokkur rituð rök eru ti', fyrir þessu, og séu þau til, kann sú saga að vera a t öðruvísi. En þarna er öll aðfengna átyllan *nín, fyrir kvæðinu. Alt annað í því eru mínar eigin smíðar, enda er ég enginn sögu-maður. og ís- landssaga engin til, nema ágrip, en óðum dregur nú að henni, með rar.nsókninni á æfi merkra manna. Annað gekk mér líka til, auk munnmælanna — séu þetta munnmæli. í grun mínum lá, og ég held þai satt, þó ekki verði sannað, að íslenzka kvenþjóðin hafi átt meiri hlut í þjóðarvið- haHdi fslendinga, en fram getur komið í sögunni. Mér finst það á allan hátt svo eðlilegt, að mér sýnist það óyggjandi. Ég var að reyna að segja þai í „Björgu á Bjargi“. Og þá er nú alt sagt. Ég á hegningu skilið fyrir að hafa skrifað syona langt, en ég ætla að vara mig, og korna ekki þangað sem þú nær í mig, fyr en ég held að þér sé runnin reiðin — en lestu í málið, ef þú getur! Ég skrifa aldrei nú orðið annað en handaskömm. Prentvillur blaðanna kendu mér það: Ekki tit neins, að vanda sig! — Vin- samlega Steplian G. (Niðurlag bréfs er Stephan G. Stephansson ritaði Jakobínu Johnson í júlí 1924. Bréf þetta er prentað í 33. árgawgi Tímarits Þjóðræknisfé- lags fslendinga í Vesturheimi, 1951. og hefur ekki verið prent- að áður). 1 dag er föstudagurinn 29. maí. 149. dagur ársins. Dýrfirðingaféiagið biður félags- menn sina að fiölmé’nna við gróð- ursetningu trjáplantna í reit fé- lagsins n.k. sunnudag. Farið verð- ur frá Ferðaskrifstofunni kl. 1 e.h. ÆiSKlLEGT er að þeir, sem «kki hafa gild vegabréf, afli sér þeirra sem fyrst. Viðvíkjandi myndatöku er nauðsynlegt að at- huga að undirbúningsnefndin þarf að fá fjórar myndir, en ekki að- eins tvær eins og áður hefur ver- ið sagt. La traviata verður sýnd í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Lngbariiavernd I.íknar Templafasundi 3 er opin þriðju- daga kl. 3,c—4 og fimmtudaga kl. 1”—230.. — Á föstudögum er opið fyrir kvefuð börn kl. 3’5—i. I.aiknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Sími 5030. Næturvarzla í Lyfjabúðinni Iðunni. Simi 7911. Stökur Sæll í moldarsæng ég kem, sviptur lífsins krásum; gef mér lykil, Guð minn, sem gengur að dauðans lásdm. ■ Við mér blasir villugjörn veröld, full af hörmum; sálarinnar salta tjör.n suilast mér af hvörmum. Hæpinn þróttur hjá mér býr, hjarað þótt ég geti. Eg er á fiótta eins og dýr undan nótt og hreti. Bæði ég, himinn bratti, þig birtu og yl að skapa, helltirðu ætið yfir mig ölium þinum krapa. G. H. E. ★ Kosningaskrifstofa Sósíalista- flokksins gefur allar uþpiýsing- ar varðandl kosningarnar. Nýlega voru gefin saman í • hjónaband af séra Sigurjóni Guðjónssyni í * Saurbæ Elín Sig urjónsdóttir kennari og Gisli Bjarnason frá Uppsölum Skaga- firði. — S. 1. laugardag voru gef- in saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen Björg Ingþórsdóttir Hverfisgötu 70 og Stefán Ilannes- son Hringbraut 37. Eg sagði þér, jú, að þú maett- ir ekki skella dyrunum harka- lega. Eg fékk svo miklar gjafir á afmæl isdaginn minn að ég gat ekki borið nema helminginn af þeim í einu. Og hvað fékkstu þá? Tvo hálsklúta. ncr * Kosnlngar erlendis fara fram í skrifstofum sendiráða, eða út- sends aðalræðismanns, útsends ræðismanns eða vararæðis- manns Islands. Systir Carrie. Tjarnarbió sýndi nýlega kvik- mynd eftir Bandarískri harmsögu Dreisers. Nú um þessar mundir sýnir bíóið aðra mynd eftir sögu Dreisers Systir Carrie, en það var ein fyrsta saga þessa mikla höf- undar. Það ætti einnig að vekja athygli á þessari mynd að aðal- hlutverkin leika engir aðrir en þau Laurenze Olivier og Jennifer Jones. ■ff Gefið kosningaskrifstofu Sósí- alistaflokksins upplýsingar um aila þá kjósendur flokkslns, sem eru á förum úr bænum eða dvelja utanbæjar eða er- lendls og þá hvar. Hendrilc Ottósson hefur flutt I útvarpið mörg skemmtileg og fræðandi erindi, ekki sízt af fram andi slóðum og um fjarlæg efnl. 1 kvöld flytur hann erindi um Konstantinópel árið 1453, í tilefni þess að fjórar aldir eru liðnar fi-á því Tyrkir hernámu hana. en það var einn af höfuðatburðum evrópskrar sögu um langan aid- ur. Eskfirðingar- og Reyðfirðlnga- félagið hefur ákveðið að fara upp í Heiðmörk næstkomandi laugar- dag til að gróðursetja trjáplönt- úr. Farið verður frá Iðnskólanum kl. 1.30 stundvíslega og verða ferðirnar greiddar af félaginu. Þátttaka tilkynnist í síma 81819 til Margrétar Vigfúsdóttur. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög. pl. 20.30 Útvarpssag- an: Sturla i Vog- um eftir Guðm; G. Hagalín; (Andrés Björnsson). 2100 Tónleikar: Jtrjú píanólög eftir Jörgen Jersild (F. Jensen leikur). 21.15 Erindi: Fall Miklagarðs árið 1453 (Hendrik Ottósson fréttamaður). 21.45 Tón- leikar: Þríhyrndi hatturinn, ball- ettmúsik eftir de Falla (Hljómsv. undir stjórn A. Galliera leikur). 22.10 Heima og heiman. 22.20 1- þróttaþáttur (Sig. Sig.). 22.35 Dans- og dægurlög: Dinah Shore og Frank Sinatra syngja. 23.00 Dagskrárlok. Afhending trjáplantna sem pantaðar' hafa verið hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og Skóg rækt ríkisins er ’hafin. Fer hún fram a.cr' Grettisgötu 8. Þar er einn ig hægt að fá keyptar plöntur. Mæðrafélagskonur. ^__________ Farið verður að setja í Fé- lagsgarði á morgun (laugar- dag) farið frá Lækjartorgi kl. 1.15, ef veður leyfir. Annars á sama tíma á sunnudag, ef ve’ð- ur leyfir. Skorað er á félags- konur að fjölmenna Að vísu bauð Al- þýðuflokkurinn ekki fram í öllum kjördæmum, en hinsvegar bauð hann þrjá menn fram „í sumum þar sem aðeins. einn skyldi þó koslnn, væntaniega í trausti þess að þrír menn hefðu melri iíkur en elnn. Geta þeir nú sagt á AB-blaðinu að tala fram- bjóðeuda sé með þessari aðferð þvínær .full, og sést enn að fara má margar leiðir að einu marki. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunúm veitt móttaka þriðju- daginn 2. júni kl. 10—12 f.h. síma 2781. •Uá hófntnní* EIMSKIP: Brúarfoss fór frá N.Y. 21. þm. áleiðis til Rvíkur.Dettifoss er í Rvik. Goðafoss kom til Rvíkur í gærmorgún,. Gullfoss fer frá Kaup mannahöfn á morgun til Leith og Rvíkur. Lagarfoss kom til Antverpen i fyrradag, fer þaðan til Rotterdam og Rvíkur. Reykja- foss fór frá Kotka 22. þm. áleiðis til Austfj, Selfoss fór frá Vest- mannaeyjum 26. þm. áleiðis til hafna í Suðursvíþjóð. Tröllafoss er í Rvík. Straumey fór frá Hvammstanga í fyrradag til.Rvík- ur. Vatnajökull kom til Grímsby í fyrradag, fer þaðan til Hull og Rvíkur. Bíkisskip: Hekla er i Rvik. Esja er á Aust fjörðum á norðurl. Herðubreið er í Rvii- Skjaldbreið er á Breiða- firði. Þylill er í Rvík. Skaftfell- ingur fór frá Rvík i gærkvöld til Vestmannaeyja. Skipadetld S.Í.S.: Hvassafell er á Vopnafirði. Arn- arfell er væntanlegt til Fáskrúðs- fjarðar á morgun frá Hamina. JÖkulfell er á Hvammstanga. GENGISSKBÁNING (Sölugengi): 1 bandarískur dollar kr. 16,41 1 kanadiskur dollar kr. 16,79 1 enskt pund kr. 45,70 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 L00 finsk mörk kr. 7,09 100 belgískir frankar kr. 32,67 10000 franskir frankar kr. 46,63 100 svissn. frankar kr. 373,70 100 tékkn. kcs. kr. 32,64 100 gyllini kr. 429,90 1000 lírur kr. 26,12 Krossgáta nr. 88. 1. X. i. 1. s. <0. Lárétt: 1 mannsnafn 7 tveir eins 8 snæfa 9 mjúk 11 hvíldist 12 tveir eins 14 frumefni 15 striða 17 band 18 upplag 20 blandar. Lóðrétt: 1 bæjarnafn 2 gælunafn 3 tveir eins 4 strit 5 lengra 6 bjánar 10 lík 13 aflraun 15 ofsótt 16 blað 17 endi 19 ending. Lausn á krossgátu nr. 87. Lárétt: 1 fjall 4 dá 5 la 7 egg 9 óar 10 æra 11 rás 13 in 15 si 16 krass. Lóðrétt: 1 fá 2 arg 3 11 4 Drómi í 6 ataði 7 err 8 gæs 12 Ása 14 NK 15 ss. f Þann Sunnudaginn höfðu drengirnir ekki skoi-ið á reipið. Uglusþegill sagði: Gefið mér hver annan skóinn af fæti sinum, og ég veðja um að ég skál dánsá jafnvel með þá á iÖpþumim, hvórt sem þéir eru mér.of stór- ir eðá litlir. 50. dagur Hvað borgarðu ef þú tapar? spurðu Þe‘r heldur en ekki uppvægir. — 40 könnur aí brúnum býflugum, svaraði Ugluspegill — og þið börgið mér 30 dali ef ég vinn. —: Gott og veí, svöruðú þeir, bg nú gat ballið bvrjað. A meöan hann synti í áttina til bakkans hrópuðu litlu strákormarnir: Ætlarðu ekki að fara niður á botninn á tjörn- inni og reyna að kenna fiskunum að dansa, þú þarna óviðjafnanlegi dans- meistari? Er Ugluspegiú kom upp úr vatninu og hristi sig hlupu þeir brott, því þeir voru hræddir um að hann mundi berja sig, en hann kallaði: Komið aftur á sunnudaginn, og þá skuluð þið fá ykkai- hUita af tfekj- unum. Föstudagur 29. mai 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (3 A innlendum slóðum „Security Guard North District" „Við fáum kanziske bráðum byssur"! Innlendi herinn þeirra Hermanns Jónassonar og Bjarna Ben, cr ekki ,’engur hugarfóstur þeirra kumpánii. Fyrir um þrem vikum var fyrsta vísinum aS honum laumað inn í lieiminn bak við birgðaskemmur á Keflavíkurflugvelli. Kylf- ur hefur hann þegar fengið — og verður sennilega ekki fengið annað í hendumar fyrir kosningar. Verið er að sauma einkennLsbúningana. Unz því er lokið er lialin lát- inn notast við rauðan borða um handlegg, sem á er letrað Iivítum stöfum: S G N D. Þjóðviljinn hefur alllengi haft þann sið að geta um fæðingar, og hann gat líka um fæðingu hersins, sem Guðmundi Guð- mundssyni hernámsstjóra hefur verið falið að fóstra og leiða fyrstu sporin. Það hafði verið ákveðið að fæðingu hans skyldi bera upp á t'veggja ára afmæli þess er ísland var gert að her- numinni bandarískri nýlendu. Nóltina milli 6. og 7. maí ár hvert læsir sig dularfull óhugnan um taugar mannanna sem hleyptu erlendum her inn í landið meðan íslenzka þjóðin svaf. Þá þurfa þeir alltaf að stramma sig af með nýjum ó- þokkaskap. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Búningarnir urðu ekki tilbúnir á réttum tíma. En ekki dugði annað en minnast svikaafmælisins með viðeigandi hætti. Mannagreyin voru J>ví reknir út einkennisbúningslausir. S G N D íslendingar hafa lengstum í meir en þusund ára sögu sinni borið litla virðingu fyrir valds- mönnum. Þegar því óeinkennis- klæddir íslendingar höfðu verið settir í Pattersonhliðið á Kefla- víkurflugvelli og tóku að banna samlöndum sínum, er vinna á flugvellinum, umferð um þennan ómerkilega asfaltblett þá tóku verkamennirnir því hreint ekki með yes sir og djúpri beygin.gu. Mönnum þessum var því í skyndi gerður rauður borði til að bera á handlegg og á borðann letrað hvítum stöfum: S G N D. SÝSLUMANNS-GARMSINS NORP-DRENGIR Þessir borðalögðu íslendingar skýrðu samlöndum sínum svo frá að þeir mættu hleypa íslending- um inn á flugvöllinn, en hefðu fyrirskipun um að hleypa engum út af honum aftur — nema að sjálfsögðu herraþjóðarmönnum, því hvar þekkist það að hús- bæhdurnir megi ekki ganga ó- hindraðir um á sínu eigin heim- ili! Enga skýringu gátu þeir gefið á þessum fáránlegu fyrir- mælum, aðra en þá að þau væru frá Guðmundi Guðmundssyni hernámssíjóra og Bandaríkja- mönnum. Sjálfum fannst þeim þetta heimskulegt, — en þetta voru fyrirmæli og þeirra var ■ ekki að hugsa heldur hlýða. Að fenginni þessari vitneskju leið ekki á löngu þar til verkamenn- irnir höfðu fundið þeim borða- lögðu starfsheiti: Sýslumanns- Garmsins Norp-Drengir. FYRSTA ÐAGSKIPUNIN AFTURKÖLLUÐ! Auk þess sem Hafnamenn höfðu farið um hlið’ð a heimleið frá Vinnu sinni, en þurftu nú að fara fyrst til Keflavíkur, það- an til Njarðvíkur og síðan yfir heiðina heim, kom þetta sér illa fyrir fleiri. Sameinaðir verktakar, er voru með ýmis verk fyrir Kanann suður í heiðinni reiddust því á- kaflega að geta ekki látið starfs- menn sína fara óhindraða bein- ustu leið. Þeir reiddust því svo mjög að Bandaríkjamenn og Guðmundur hemámsstjóri þeirra neyddust til að afturkalla sína fyrstu dagskipun og leyfa íslenzk um verkamönnum umferð um þetta þriðja frægasta hlið Kefla- víkurflugvallar- TALINN VIÐEIGANDI STARJFI Með sama hætfi og herraþjóðin hefur sótzt eftir íslendingum til sópunar og uppþvottastarfa vai’ þessari nýju „öryggissveit" Guð- mundar hernámsstióra valinn viðeigandi starfi í þágu land- varnanna: gæzla birgðaskemma fyrir élsku Kanann. Bæði var að elsku Kaninn kunni því betur að skreþpa í kokkteilpartí og kenna íslenzkum stúlkubörnum banda- ríska nætursiði en að standa vörð um geymsluskemmur, og þó engu síður hitt að á Suðurnesjum er það haft fyrir satt að herraþjóð- ardrengirnir hafi myndað ofur- litla vasaútgáfu af bandarískum gróðabrallshring. Nokkrir hafi því flutt út um bakdymar varn- inginn meðan verðirnir gættu þess vandlega að þeir væru ekki ónáðaðir! Og þar sem íslending- arnir eru svo ótrúlega miklu skemmra á veg komnir í banda- rísku siðgæði en guðseiginþjóðar drengirnir var reynandi að freista þess hvort þeir mættu ekki duga til birgðageymslu fyrir herra- þjóðina. V-IÐ HERNÁMSVEGINN TIL GRINDAVÍKUR Þar sem hinn nýi, breiði her- námsliðsvegur er liggur frá Keflavíkurflugvelli suður undir Grindavík sker veginn til Hafn- anna er lítill skúr. Daginn sem bandarísku lögreglunni var boðið út í gegn þeirri íslenzku í flug- vallarhliðinu hjá Keflavík (og sagt var frá í gær) átti ég leið fram liiá þessum skúr. Við vega- mótin er aðvörunarskilíi. Við hægðum ‘ því ferðina á bílnum. Það lágu tveir menn á gægjum fyrir innan gluggann á skúrnum. Annar þeirra lyfti handleggnum svo við blöstu hvítir stafir á rauðum grunni: SGND. Svo teygðu þeir álkurnar fast að rúð- unni eins og þeir ættu erfitt með að sjá inn i bilinn til okkar. — Þetta er skrýtið, sagði bíl- stjórínn, hann mun ekki hafa séð þessa göfugu áletrun fyrr. Sá borðalagði kom út og gaf sig á tal við bílstjórann. Mynd- arlegur hraustlega vaxinn pjltur á herskyldualdri. Mér sýndist hann ætla að geyspa um leið og hann kíkti inn í bílinn. Það var misskilningur: hann var bara að jórtra bandarískt tyggigúmmí. Félagi hans, sem einnig kom út fyrir dyrnar, var auðsjáanlega lægra settur, því hann var borða- laus. JÁ, VIÐ ATHUGUM * ÝMISLEGT — Eruð þið að leika ykkur? spurði sá borðalagði. Það var ekki laust við að í röddinni gætti vandlætingar þess manns sem veit sig strita við þjóðnýt fram- leiðslustörf og blöskrar að horfa á aðra sólunda tímanum. — Onei, við þurftum að skreppa í Hafnirnar. En hvað gerið þið þama? Eruð þið einhverskonar verðir? — Já, sagði pilturinn. Suður á skaganum er lítið „fjall“ er Stapafell nefnist. Bandaríkjamenn kváðu ætla að jafna það við jörðu. Þaðan er látlaus straumur stórra flutninga- bifreiða á leið til flugvallarins. — Lítið þið kannske eftir vöru- bíhmum, teljið þið grjótbílana? — Já, við lítum eftir. Já við athugum ýmislegt, sagði piltur- inn og horfði nú þýðingarmiklum augum aftur í bilinn. Það hefði mátt vera hálfviti er ekki • gat skilið hve þetta var þýðingar- mikið starf. Hann kvað þá vera hjá Hamilton og Guðmundi sýslumanni. KosningaskrIfstofa Sósíalista flokksins vill minna alla stnðningsmenn C-listans á eftinfarandi: KOSNINGAS JÓÐUR: Söfn- un í kosningasjóðinn er nú hafin fyrir nokkru og hafa skil borizt nú þegar fTá nokkrum deildum. Innan skamnis hefjum við opinber- lega samkeppni milli deild- anna og verður röð deild- anna b’.rt þá. Þá þurfa all- ar deildir að vera komnar á blað og framlag þeirra orðið sem mest. Slnladag höfimi við n. k. mámidag, og eru allir félagar og aðr- ir stuðningsmenn hvattir til þess að gera þá skil. Þær þrjár deildir sem efstar verða að Iokum fá hver um sig til ráðstöfunar ferð á æskulýðsmótið í Búkarest í sumar fyrir einn mann. Þær ferðir geta hi’erjir sem eru öðlast hvort sem þeir eru í flokknum eða utan lians svo framarlega sem hann verður efstur í sinni deild. Félagar o'g aðrir stuðningsmenn C- lisíans hefjið starfið strax. Komið í skrifstofu Sósíal- istaflokksins Þórsgölu 1 og skilið og takið blokkir til söfnunar. Athugið hver króna fyllir mælinn og ekk- ert er það smátt að ekki komi að notum fyrir lista alþýðunnar C-listann. ÞESSIR MENN ERU AÐEINS NÚMER Hann var klæddur vinnubux- um, girtur gráu strigabelti og við það á hægri hupp mannsins fest hvítt spjald með áletruninni Hamilton o. s. frv., ásamt hinu ófrávíkjanlega núrneri, því þessir menn eru aðeiíis íiúmér. Auk þess hafði hánn á beltinu málmstaf- ina U S, samskonar og' stríðs- menn bandarískir bera 'á ’ein- kennisbúningum þeim er þeir leggja af iér áður en þeir fara til telpnaveiða í Reykjavík. Á vinstri handlegg bar pilturinn rauða borðann með hvítu stöf- unum: S G N D, þ. t. sýsluxnanns- garmsins norp-drengir. Jæja, þannig leit þá bastarður bandarisks varðliðs og íslenzks hers út. „VIÐ FÁUM KANNSKE BRÁÐUM BYSSUR“ — Já, við höfum lögregluvald; sagði pilturinn. Við megum leita í bílum. Og til frekari áherzlu kikti hann enn aftur í bílinn. Við skrúfuðum niður afturrúðuna svo hann gæti gefið sem nákvæmasta skýrslu um rykið á skónum okk- ar, litinn á buxunum og hve gólfdúkurinn í bilnum væri mik- ið slitinn. — Þá hljótið þið að fá ein- kennisbúning, og kannske kylfur? — Já, kylfurnar erum við bún- ir að fá, en við erum bara ekki farnir að nota þær ennþá. um mánaðamótin. Þeir kjós- endur sem eru á förum úr Reykjavík til útlanda eða út á landi mega ekki gleyma að kjósa áður en þeir fara. Þeir kjósendur sem dvelja fjaj-ri lögheimilum sínum geta kosið hjá næsta lirepp- stjóra, bæjarfógeta eða sýslu manni ef þeir dvelja á Is- landi en hjá aðalræðis- manni, ræðismanni eða vara- ræðismanni ef þeir di’elja utanlaiuls. — Kosningaskrif- stofa Sósíalistaflokksins veit ir allar nauðsynlegar upp- Iýsingar x’arðandj utankjör- staðaatkvæðagreiðsluna. Haf ið samband við hana og gef- ið upplýsingar um kjóscnd- ur flokksins er dvelja. fjarri lögheimilum sínum. KJÖR- SKRÁ: Allir þurfa að at- huga hvort þeir eru á kjör- skrá og einkum þó þeir sem flutt hafa nýlega. Eftir 6. júní er það um seinan því þá rennur kærufrestur inn á kjöskrá út. Kosningaskrifst. Sósíalistaflokksins veitir all- ar upplýsingar viðvíkjandi kjörskrá og kærum. Stuðn- ingsmenn C-listans vinnið að sigrj flokksins. Hafið sam- band við kosningaskrifstofu Sósíalistaílokksins. Þórsgötu 1. Sími 7510 (þrjár línur). opin frá- kl. 10 f.h, tii 10 eftir hádegi. Frá kosrangaskriístofu Sósíalistaflokksins: 31 dagur er til kjördugs Kæmfrestur rennur út 6. j'úní n. k. UTANKJÖRSTAÐAAT- KVÆÐAGREIÐSLA hefst — En einkennisbúning? — Jú, við íáum búning, svar- aði hann og leit niður á vinnu- buxurnar sínar. — Þeir eru bara ekki búnir ennþá, hélt _ hann álram. Við fáum líka kannske bi-áðum byss- ur. —Verðið þið þá ekki settir i lögreglubúning? — Nei, hann verður öðruvísi. Nei, þá væri ekkert varið í það; þá væri eins gott að ganga bara í íslenzku lögregluna. „ÞAÐ ERU EKKI ALLIR TEKNIR í. ÞETTA, STARF“ ,. . j— Heldurðu að ykkur. verði . trúað fyrir by^sum. Er þetta annars ekki gott starf? — Jú, þetta er voðarólegt starf, en maður verður bara að tusku af að húka svona inni. — Það er ekki amalegt að komast í svona rólegt starf. — Það eru ekki allir teknir í þetta starf, sagði pilturinn og nú varð augnaráðið enn þýðingar- mikið. — Það eru ekki teknir í það nema þeir sem kunna ensku. Þeir verða að kunna vel ensku. — Hvað þýðir þetta merki á handleggnum á þér? Á þetta SG kannske að tákna sýslumaðurinn í Gullbringusýslu? — Nei, það þýðir Security Guard Nortli District. * Eftir nokkur frekari orða- skipti kvöddumst við með virkt- um, og pilturinn í Security Guard North District fór aftur inn í skúrinn Sinn. Það var þá misskilningur hjá verkamönnunum að N stafimir S G N D þýddu sýslumanns-garms- ins noi-p-drengir heldur ber að lesa úr þeim Security Guard North District eða öryggisvörður norðursvæðisins. Slíkt starfsheiti kemur íslend- ingum undarlega fyrir sjónir á suðvesturkjálka lands síns. En þeir verða bara að athuga að þessi frumleiki kviknaði ekki í kolli Guðmundar Guðmundssonar hernámsstjóra heldur ber hann ' með sér að vera hugsaður fyrir „westan“ þar sem ísland er kall- að tilheyra „norðursvæðinu" . .. Þetta er sem sagt fyrsti veik- byggði anginn af hernum er þeir Hermann og Bjarni boðuðu um áramótin, hernum sem herraþjóð- in ætlar að narra kúgaða ný- lenduþjóð til að stofna gegn sjálfri sér. J.B. Hver á R-1400? 1 aðför hinnar vopnuðu bandarísku lögreglu gegn ts- l'endingum við hlið Keflavík. urflugvallar, en frá henni var skýrt í blaðinu í gær, var einn bilanna sem þeir bandarísku leitu'ðu í bílliein R-1400, sem mun vera eign rannsóknarlögreglunnar hér í Reykjavík. Ráku þeir ís- lenzka rannsóknar’ögreglu- mannina sem í henni var út með harðri hendi og fram- kvæmda nákvæma leit. — Hann huggar sig sennilega við að sér sé ekkj vandara um en Guámundi sýslumanni þegar leitað var „í skottinu“ hjá honum á sinum tíma! Kjörskrá fyrir Reykjavík ligg- ur frammi í kosuingaskrif- stofu Sósíaiistaflokksins, Þórs- götu 1. j ,l||

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.