Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins í Ilai'nar- fiirði að Strandgötu 41 er opin alla daga kl. 10—22, símí 9551. Kjörskrá liggur þar frammi, en kærufrestur reun- ur út 6. þ. m. 1951 Ríkissíjórnin œtlar aS selja óverkaSan fisk á hraklegu yerÓi á sama fima og eftirspurn eftir fullverkuSum fiski er meiri en nokkru sinni fyrr Blaðið Verkamaðurinn á Akureyri birtir s.l. föstudag mjög athyglisverða frásögn um leyni- samningana við brezka auðmanninn Dawsou, en íslenzku samningsaðilarnir hafa til þessa ekki fengizt til þess að greina neitt frá þeim kjörum sem íslendingum er ætlað að una. Blaðið skýrir þaiuiig frá: Verð það sem samið hefur verið um er 50 shillingar fyrir hvert kitt af þorski. Síðasta veturinn sem íslenzku togararnir seldu afla sinn í Englandi var verðið oftast 60-72 shillingar fyrir kittið. Verð bað sem Dawson á að greiða er þannig 20-30% lægra en algengasta söluverð á þorski var vertíðina 1951. Togaraeigendur telja að vart sé hægt að gera ráð fyrir hærri aflasöl- um með þessu verði en 9000-9500 sterlingspund í söluferð nýsköpunartog- ara, en þeir herma að það sé a.m.k. 1000 sterlingspundum minna en svarar tilkostnaði í meðallangri veiði- og söluferð. Eins og kunnugt er liafa her- námsblöðin gumað miög af brezka auðkýfingnum Dawson og samningunum við hann, lion- um hefur verið lýst sem upp- reisnarmanni gegn hinu harð- svíraða útgerðarauðvaldi Bret- lands, hann hefur verið talinn bandamaður íslendinga við að brjóta löndunarbannið o s. frv. Það var aðeins eitt sem aldrei mátti nefna: verðið sem íslend- ingar fengju. O.g nú er ljóst af hverju þetta stafaði. Verðið er langt undir margyfirlýstu fram- leiðsluverði á togarafiskinum og stórkostlegt undirboð á brezka markaðnum. Þetta atferii er þeim mun furðulegra sem aðstæðumar til sölu á íslenzkum fiski eru betri en nokkru sinni fyrr. Nýlokið er mestu aflaleysisvertíð seinni tíma, bæði við Noreg, Færeyjar og í Norðursjó, — og einmitt þá hleypur ríkisstjórifin til og ætl- ar að selja gæðabezta fisk sem fáanlegur er langt undir algengu markaðsverði og óhjákvæmilega með stórri meðgjöf með hverjum togarafarmi, meðgjöf sem eflaust á isvo að vinna upp með nýjum sköttum á íslendingum. Einmitt nú var tækifærið fyr- ir íslendinga að ná stórfelldum árangri í afurðasölumálum. Nú átti einmitt að nota tækifærið- til þess að framleiða úr togaraafl- anum ósvikna og verðmæta gjaid eyrisvöru í þá markaði sem Norðmenn geta engan veginn fullnægt vegna aflabrests og nota þannig þessi mikilvirku framleiðslutæki til þess að skapa þúsundum verkamanna og kvenna lífvænlega atvinnu næsta vetur. — ★ — Undanfarið liefur eitt hneyksl- ið rekið annað í afurðasölumál- unum: í vor var ríkisstjórnin staðin að því að hafa flutt út skemmd- an og gallaðan freðfisk til Aust- urríkis og Tékkóslóvakíu. - í síðustu viku rakti Þjóðvilj- inn hin stórfelldu hneykslismál í sambandi við Esbjergsölumar. Degi siðar skýrði Þjóðviljinn svo frá að ríkisstjórnin fyrirliug- aði að selja Norðmönnum 10—12 þús. tonn af óverkuðum salt- fiski til þess að þeir gætu ftill- verkað hann, skapað atvimiu innanlands, haldið mörkuðum sínum og fu lnægt liinni geysi- legu eftirspurn á heimsmarkaðn- um. Þet.ta eru aðeins þrjú nýjustu og ferskustu dæmin í langri og ófagurri sögu. Það hefur verið stefna rikisstjórnarinnar síðustu árin að færa framleiðsluna nið ur á nýlendustig. Það hefur ver- ið stórlega takmarkað og stund- um bannað ,að frysta fisk og salta, en hins vegar hefur verið heimilt að sjá öðrum þjóðum fyrir hráefnum. Tilgangurinn með þessum athöfnum hefur verið sá að losa íslenzkt vinnu- afl til hernámsframkvæmdanna. Viðskiptin við Dawson virð- ast eiga að vera nýjasta afrekið i þessari öfugþróun, og niðurboðin virðast vart skýrð með öðru en því að Thorsararn- ir — sem önnuðust leynisamning- ana — eigi þar einhverra ann-i ai'legra hagsmuna að gæta, einsl og á öðrum sviðum afurðasölu?* málanna. ---------------------------1 Alpélaii birtir nýja gerl 1 skáldsögunnar iim £gil rauða ! í stað lögregluhandtöku eiga rifstjérar Þjóðviljanst nú að vera bjargvætfir áhafnarinnar! j , ............ -.. ■ Rhee setur Bandarikjasfjórrt stólinrt fyrir dyrnar * Vill aS USA og SÞ ábyrgist að ekki verSi hlufast fil um sfriS hans á hendur N-Kóreu Alþýðublaðið 22. maí 1953. Það var fyrst eftir að einn skipverja hafði sagt rit- stjórum Þjóðviljans frá_þcssu hneyksli, við daufar undlr tektir þeirra, að ráðið var í senda skipverjum viðbótarfé og koma þeim í fæði á hóteli, heldur en að missa sjó- mennina af skipinu. ] $ Alþýðubiaðið 31. maí 1953. Lofar að þá muni hann láta af andstöðu við vopnahléstillögur USA, en lætur jafnframt lýsa yfir að skotið verði á indverska hermenn sem koma til Kóreu ef samið verður á grundvelli þeirra Eisenhower forseti kallaði í gærmorgnn saman á skyndifund Öryggismálaráð Bandaríkjanna og yfirmenn hers, flota og flughers til að ræða svar Syngmans Khee við beiðni hans um* að stjórn Suður-Kóreu léti af andstöðu sinni við vopnahlés- tillögur bandarísku samningamannanna í Pan- munjom. Ef frásögn Réuterfréttastof- unnar af innihaldi svarsins er rétt, en það má telja víst, er engin furða., þótt Eiseahower forseti hafi þótzt, tilneyddur að kveða saman í skyndi þá menn, sem mestu ráða nú um stefnu Bandaríkjanna. Syngman Rhce lofar- í svari sínu, að sögn Reuters, að háetta öllu andófi gegn síðustu tillögum Banda- ríkjanna, ef eftirfarandi skil- yrðum sé fullnægt: 1. Strax og voþnaMé hefur veriS samíð og gengið frá máhun alira stríðsfanga. hverfi líandaríkjamenn og ailar aðrar þjóðir sem her- nienn eiga í Kóreu, beggja 'egna vígstöðvanna, á burt með hér ssnn. 2. Bandaríkin og SÞ á- byrgist í saineiningu, að ekki verði reynt að konia í veg fyrir að Syngman Rhee „sameíni“ allt Iandið undir sinni stjórn. 3. Bandarílun geii hern- aðarbandalag \ ið stjérn Suð- urKóreu og veiti lienni aíla þá hernaðar- og efnahags- hjáíp, scu: liún þarfnast. Fi'éttaritari Reuter.s segir, að í Washingto-n sé bent á, að 2. FramhaJd á 5. síðu. Hannibal Valdimarsson hefur nú heykzt á því að halda til' streitu þvættingsbombu sinni um að ritstjórar Þjóðviljans hafi látið lögregluna taka fastan skipverja af Agli rauða, sem hafi kvartað undan aðbúðinni þar, (þótt hann skorti enn manndóm lil þess að biðjast afsökunar. I stórum forsíðuramma í fyrradag er ekki minnzt einu orði á neina lögregluhandtöku, heldur kemur allt í einu alveg ný útgáfa á málinu: „Það var fyrst eftir að einu skipverja hafði sagt ritstjórum Þjóðviljans frá Jiessu hneyksli, við daúfar undirtektir þeirra, að ráðið var í að senda sltipverjum viðbótarfó og koma þeiin í fæði á hóteli“. Mikill æsingur og lögregluhandtaka hefur nú breytzt í „daufar undirtektir" sem eru þó ekki daufari en svo að mennirnir fá á samri stund mat á hóteli og peninga!! Við þetta þarf litlu að bæta. Aðeins skal frá því skýrt, að þessi nýja frásöga um athafnir ritstjóra Þjóðviljans er einnig alger skáldskapur ; þeir hafa hvorki haft þessi né önnur afskipti af málefnum Egils rauða! En nú er eftir að ,sjá hvað hinu málefnasnauða skáldi við Hvcrfisgötu dettur næst í hug

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.