Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. júní 1953 RáS vi& bletfum Ein af vinkonum Heimilis- þáttarins hefur sent honum eft- irfarandi ráð til að losna við Ibletti: Ávaxtablettir hverfa í frosti. ÍSítrónusafi, javellevatn (hlæ- ivatn), karbon tetraklóríð (blettavatn) og benzín hreinsa vel. Hvað varkár sem við er- um koma blettir og litir á föt, sérstaklega hjá börnum, t. d. grasblettir, blek og margir aðrir. Bezt er að hreinsa bletti, meðan þeir eru nýir. Ávaxta- blettir eru einna alvarlegastir. Sveskjur, perur og aðrir ávext- ir skilja eftir dökka bletti, sem sjást ekki fyrr en búið er að þvo flíkina. Hafðu ekki áhyggj- ur af því, — þvoðu flikina eða servíettuna sem bletturinn er i. iiengdu hana út i frost. Þcgar bún hefur verið þvegin aftur er bletturinn horfinn. Blævatn er gott að nota á hvit léreft og bör. Blævatn. % pd. þvottasódi, % 1. sjóðandi vatn, y<i pd. klór, y4 1. kkalt vatn. Sódaduft er leyst upp í sjóð- andi vatni, síðan kælt. Klór er leyst upp í köldu vatni og lát- ið standa, þangað til vatnið er tært. Síðan er því blandað saman við sódavatnið. Botn- fallið á ekki að nota. Hella þvi svo í flösku með góðum tappa og geyma á köldum stað. Þegar þetta er notað á að hafa helm- ing af köldu vatni. Þvo síðan flíkina úr heitu sápuvatni, ann- ars fúnar efnið. Stundum festast blettir, svo áð ómögulegt er að hreinsa þá burtu, ef þeir eru þvegnir úr venjulegu sápuvatni. Ef um venjulega bletti er að ræða, er -því betra, ef unnt er, að nota hreinsunarefnið, áður en þvegið er. Berjablettir. Teygið hið blettaða efni yfir skál, hellið síðan á það sjóð- andi vatni úr nokkurri hæð (t. d. hálfum metra). Ef þetta nægir ekki er rétt að nota blævatn. Á eftir þarf að þvo efnið vel úr heitu sápuvatni. Sveskju- og perublettir. Nuddið blettinn úr blævatni í eina eða tvær minútur og þvoið hann síðan á venjulegan hátt. BJóð- og kjötblettir. Þvoið blettinn strax úr köldu vatni, heitt vatn festir hann. Nuddið blettinn síðan með sápu og þvoið hann. Ef flíkin er úr ull, hrærið þá línsterkju í köldu yatni og látið hana liggja þang- að til blóðið er losnað. Burstið það síðan af. Rafmagnstakmörknn Kl. 10.45-12.30 Þriðjudagur 2. júni Ausrturbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. ojr - Aðalstrætís, Tjarnar- götu, Bjarkargötu.. að vestan og HHngbrautar að sunnan. Blekblettir. Bleytið með söltuðum sítrónu safa og sólþurrkið blettinn. Endurtakist ef þörf er. Ef bletturinn er nýr, leggið flíkina í súra mjólk eða áfir. Grasblettir. Þvoið strax úr köldu sápu- vatni eða notið blævatn. Síðan úr iheitu sápuvatni. Ryðblettir. Bleytið með sítrónusafa og stráið salti á og sólþurrkið síðan. Endurtakist ef þörf er á. Myglliblettir. Ef myglan er ný næst húu með köldu sápuvatni. Ef hún er gömul þarf flíkin að liggja fáeinar minútur í blævatni. Á eftir þarf að þvo flíkina vel. Málningar- og lakkblettir. Nuddið terpentínu með tusku á blettinn. Ef efnið þolir ekki mikið, á að nudda það með blettavatni. Tékkneskur sloppur Hvers vegna ekki? A. J. CRONIN : 35; Sloppur er hentug flík og hér er falleg tékknesk útgáfa. Hann er saumaður úr smárönd- óttu bómullarefni, sem er haft þversum í allri flíkinni, og það er alls ekki fitandi, séu rend- urnar nógu smágerðar. Slopp- urinn á myndinni er mjög smá- röndóttur, langt frá yirðist hann einlitur, en vegna rand, anna er hann ekki eins við- kvæmur og einlituf sloppur. Sloppurinn er tekinn saman með teygju í mittið og þáð má nota undir hann blússu ef vill. Á annarlegri strönd Það varð löng þögn, sem var allt í einu rofin af áraglammi sem barst til þeirra gegnum mistrið og von bráðar sáu þau móta fyrir báti. 1 honum voru átta menn og honum miðaði hægt áfram í áttina til skipsins. „Þarna er báturinn“, sagði Jimmy allt í einu. „Nú fara þau í land, iþessi þrjú, sem ætla til Orotava“. „Og ekki harma ég það,“ sagði mamma Hemmingway og spýtti vindilstúfhum út í vatnið. „Það voru þurr í mér augun, þegar þau kvöddu okkur við morgunverðinn.. Þó er litla frúin ágæt, það skal ég viðurkenna. Mary átti lítið lamb á lagðinn hvítt sem snjór. Hún er eins við alla. En hin tvö! Hamingjan sanna! Áð vísu er mannleg náttúfa mannleg náttúra, en svei mér þá alla daga ef maður þarf ekki að araga markalínu einhvers staðar.“ Aftur varð iþögn og þau horfðu öll þrjú á bátinn sem nálgaðist. Og á neðra þilfarinu stóð Harvey Leith og horfði einnig á bátinn. Augu hans voru dimm og festuleg, en það var eins og þau væru að horfa á eitthvað annað en litla bátinn. Undir sólbrunanum virtist andlit hans kynlega fölt. Hann var eins og í leiðslu. Báturinn nálgaðist óðum; hann kom stöðugt nær og loks var hann kominn upp að skipshlið- inni og hvarf sjónum hans. Honum var þungt um hjartað; þokunni var farið að létta og dálitlir vatnsstraumar runnu niður eftir hurðinni eins og tár. Hann heyrði farangur dreginn til, fótatak, mannamál; en hann. heyrði það án þess að hlusta eftir því. Allt í einu rétti hann úr sér. Hún var þama. Mary stóð í ganginum, klædd ferðaföfum, horfði á hann dökkum alvarlegum augum. „Eg er að fara,“ sagði hún svo lágri röddu að hann gat varla greint orð hennar. Hann starði á hana eins og í draumi. Hún var að fara. „Eg kvaddi ykkur öll — við morgunverðinn.“ „Eg veit að það var óþarfi, en ég kom samt. Báturinn er kominn að.“ Hann rétti úr sér. „Já, ég sá hann koma.“ Hann þagnaði og leit í vandræðum sínum á úrið. Hendur hans skulfu. „Það er svo skrýtið að fara burt í þessum úða,“ sagði hún jafnlágt. „Allt virðist svo und- arlegt. En á morgun — á morgun hlýtur sólin að skína aftur. Það gerir gæfumuninn.“ „Já, það gerir gæfumuninn.“ Þau horfðu hvort á annað. 1 augúm hennar var angurvær ljómi; hún virtist horaðri í and- liti og það va>- eins og líkami hennar hefði rýrn- að. Og hann minntist svölunnar sem hafði flögr- að þreytulega um þilfarið. Allt í einu minnti hún hann á þennan litla, þreytta fugl. „Yður líður betur þegar þér komið í land,“ sagði 'hann embeittur. „Eg veit að yður þykir leitt að yfirgefa skipið.“ ,,Auðvitað.“ Hún reyndi að brosa, en úr því varð sárt ancivarp. Stórt tár rann hægt niður ikinnina á henni. „Kjáni get ég verið,“ sagði hún óskýrt. „Það er ekkert að mér. Eg verð mér alltaf til skammar." „Er nokkuð að yður“ „Nei, nei,“ stundi hún. „Það er ekkert að mér. Mér líður ágætlega.“ Hún stóð álút og leit undan eins og hræddur fugl. Allt í einu rétti hún fram höndina. „Jæja —“ Hann tók í hönd hennar, hún vár lítil og hlý; honum varð þungt um hjartað. Hann sagði loðmæltur: „Eg fer ekki niður að bátnum.“ „Nei — þi ð er bezt." ■ *. Angistin í hjarta hans knúði hann til að kóma með skýringar : ‘ ,;Hitt íólkið — verður þar..“ „Já.“ „Og þetta —O þetta er kveðjustundin.“ Hún endurtók orð hans eins og þau fylltu hana skelfingu; stóð andartak hreyfingarlaus og máttvana; svo gagntók örvæntingin hann. Hann hélt ekki lengur um hönd hennar; hann horfði ekki lengur í tárvot augu hennar. Hún var farin. Hann lét fallast þimglega niður á stólinn og huldi andlitið í höndum sér eins og hann þyldi ekki lengur að horfa á umhverfið. Hann sá ekki bátinn mjakast frá skipinu og stefna í áttina að óljósri ströndinni. Aldrei á ævi sinni * hafði hann verið svona einmana. Hann hafði aldrei fyrr gert sér Ijóst hvað einvera var, en nú var eins og margra ára einangrun nísti hjarta hans. Honum fannst hann sjálfur vera útskúfuð mannvera; ófær um að afla sér vina; maður, sem enginn vildi elska. Hann var slit- inn upp frá starfi sínu, útlagi á skipinu, sem hafði borið hann að annarlegri strönd, og þar hafði hann staðið eitt apdartak eins og á þrösk- uldi og sál hans titraði af eftirvæntingu og fögnuði. En nú var eftirvæntingin horfin, fögn- uðurinn á brott — og á skipinu, sem var tákn og tæki örlaga hans, var hann að snúa aftur sömu leið og hann hafði komið. Hann fylltist óendanlegri beizkju. Að ofan heyrðist skóhljóð og skipanir,. en hann tók ekki eftir neinu þar sem hann sat og einblíndi fram fyrir sig, döpr- um vonleysisaugum. Það var farið að rigna og droparnir féllu dapurlega niður úr þungbúnum skýjunum. Og vindur stóð af hafi, næddi ónotalega um kol- gráan hafflötinn. Sjávarfuglarnir görguðu flugu hring eftir hring, stungu sér, aftur og aftur og það var líka eitthvað dapurlegt við flug þeirra. Þungbúinn himinninn war einnig dapurlegur, einmanalegur og afræktur. Ef. til vill skini sólin aftur á morgun og golan léki um litskrúðuga jörð; en nú, þegar. Aureola vaggaði á úfnum, kolgráum öldum — var allt svo undur dapurlegt. Skipið klauf þungar öld- urnar — og hélt á brott, á brott. XIV En yon þráðar var rigningin að baki. Ferð- inni tjl Santa Cruz var lokið og síðasta spöl- inn sigldi Aureola í sólskini. Súsanna horfði á borgina sem blasti fram- undan eins og marglitt folóm við rætur fjall- annar svo hljóp hún niður í klefann til foróður síns. „Við erum komin, Robbi. Við erum loksins komin!" Hún var í uppnámi, gagntekin eftir- væntingu og hún.var enn fagnandi yfir brott- för Elissu. Svo þagnaði hún snögglega. Hann sneri bakinu að henni og var að bogra ■ / yfir ferðatösku og það var engu líkara en hann hefði risið upp í skyndi til þess að látast vera eitthvað að gera. Það kom undrunarsvipur í CjUNS OC CftMN t Irar eru svo þjóðræltnir að þeir segjast skilja öll tunffumál ef þau séu aðeins töiuð með írskum framburði -p livað sem þeir ltunna að eiga við með því. Hann: Eg veit ekkl hvað kemur að mér í kvóld — ég hef aldrel dansað svona illa áður. Hún: En þér hafið samt dansað áður? Ntégif þér að stýra með annarri hendlnni? Já, já svaraði hann eftlrvæntingariulhir. Jieja, héma er þá epli ef þú vilt. Eigum við að sltja héma og rabba saman? Nel, ég er svo þreytt; við skulum lieldur dansa. Vinur: Og hvað verður svo sonur- þimi liégar hann hetur loklð próflnu? li’aAír* namall -mfljKiir:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.