Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 6
6) _ MÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. júni 1953 þióoyiuiNN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 10. — Simi 7600 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Heildsalaviðundrið enn að stækka Fáir eiga um jafnsárt að binda úr stjórnmálaátökum við Einar Olgeirsson og Björn Ólafsson. Hvað eftir annað hefur það gerzt fyrir opnum tjöldum að hinn fáfróði hrokagikkur og kókakóla- bruggari hefur orðið að viðundri, einmitt er liann taldi sig kom- inn einna lengst í virðulegheitum. Gegn rökum og víðtækri þekk- ingu Einars, hugsjónaeldi hans og stórhug, hefur þessi for- vígismaður svartasta afturhalds landsins reynzt svo berskjald- aður, að alþjóðarathygli hefur vakið. Nægir að minna á útreið Björns Þessa, er hann sumarið 1944 sá ekkert framundan fyrir íslenzku þjóðina nema hrun, hrun og aftur hrun og boðaði í ákafa allsherjarkauplækkun og síversnandi lífskjör. Þennan áróður flutti Björn Ólafsson jafnt úr illafengnu ráðherraembætti og úr blaði því, sem hann heldur úti m.a. fyrir illa fenginn heildsölu- gróða. Vísir og húsbóndi hans, Björn Ólafsson, átti þá engin orð nógu fyrirlitleg um nýsköpunarstefnuna, sem Einar Olgeirsson var tekinei að boða í Þjóðviljanum og á Alþingi. Hann lýsti yfir opinberlega úr ráðherrastól að hann hefði ekki hugmyhd um neitt fé, er hægt væri að nota til nýsköpunarframkvæmda. Til allrar hamingju tókst að reka verulegan hluta af Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum til samvinnu við Sósíalistaflokkinn um ný- sköpunarframkvæmdir, sem uriíu tímamót í atvinnusögu íslend- inga, tryggðu alþýðufólki á íslandi betri kjör en þao hefur nokkurn tíma notið og gaf þjóðinni atvinnutæki, sem nægja til aó gera hana velmegandi'og tryggja stöðugar framfarir, væri nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Frá seinni árurn er einna minnisstæðust meðferð Einars á B:rni Ólafssyni í bátagjaldeyrismálinu. Bjöni sveittist við að afsanna þá fullyrðingu Einars að enginn stafkrókur fyndist í lögum fyrir hieiu óhemjulega okri með bátagjaldeyrinn. Og Birni dagði ekki fávizkuhrokinn, hann hoppaði í vandræðum sínum af einni grein fjárhagsráðslaganna til annarrar, flækti sig í mót- sögnum og vitleysum þar til hann átti engan lagablett eftir að standa á, stóð að lokum uppi til sýnis sem varnarlaus loddari, e> leikið hefur svo klaufalega að loddarabrögðin eru öllum aug- 1 jós. Þessar og fleiri viðureignir hefðu átt að vera Bimi Ólafssyni oí ferskar í minni til þess að hann hætti sér í sama leikinn og 1944. En hann virðist staðráðinn í að verða mesta viðundur í svjómmálum samtíðarinnar ,sem hægt verður að vitna til í skopi og til aðvörunar áratugum saman. Hann hefur ekki getað síillt sig um að taka til við hina glæsilegu nýsköpunaráætlun, sem Sósíalistaflokkurinn birti í aðaldráttum í kosniagastefnu- skrá sinni. Notar hann mjög sömu orðin og um nýsköpunar- áætlun Einars 1944, þetta er „stefnuskrá fyrir glópa“, segir hann. Einar tók rækilega i lurginn á honum í liinni stórmerku grein sinni hér í blaðinu 28. maí. Björn reynir á furðu glóps- legan hátt að snúa út úr þeirri grein á forsíðu Vísis í gær. Til að sýna fram á útúrsnúning ráðherraas á þeim dæmum sem þar eru nefnd, nægir að minna á.orð Einars: „Þessi dæmi eru tekin til þess að sýna nokkra mynd þeirrar eyðslu og óstjórnar, sem á sér stað á peningauppsprettu þjóðarinnar, vinnuaflinu, aðeins til þess að sýna að það er hægt að gera miklu meira en nú er gert á íslandi, aðeins ef stjórnað er með fyrirhyggju og hag þjóðarheildarinnar fyrir augum“. Og síðar: „Sízt ber að skoða þessi dæmi sem áætlun um fjáröflun, því auðvitað myndu, ef iSósíalistaflokkurinn hefði forystu um stjórnarstefnu, lifskjör verkalýðsins verða bætt frá því sem nú er, svo þeir fjármunir, sem spöruðust við að taka upp skynsamlega stefnu, myndu ekki fara allir í stórframkvæmdirnar, heldur að nokkru í að bæta lífs- kjörin. Veruleg lán yrðu tekin til framkvæmda, því það er engin ástæða til þess að pína þessa kynslóð til að borga um leið að fullu allar þær miklu varanlegv. framkvæmdir, sem hún leggur í“. Það talar skýru máli um máttvana ráðleysi Kókakóla-Björns, að rangfræslur þær og útreikningai-, sem hann lætur blað sitt flytja í gær, er eina svar hans við hinoi rökföstu grein Einars OIgeirssonar frá 28. maí. Hér fer sem í fyrri viðureignum þess- ara gerólíku manna. Heildsalaviðundrið verður enn meira við- undur en áður. Og óhögguð standa orð Einars í greinarlok : Stefnuskrá Sósíalistaflokksins er engin skýjaborg, heldur raun- hæft framkvæmdamark stórhuga vinnandi þjóðar, sem vill' hrista af sér hlekki erlends og innlends auðvalds og fá að búa frjáls og sæl að síifum gjöfulu auðlindum og njóta ein arðsins af sinai miklu yinnu. 1 Þjóðareining gegn her í landi Frelsissfríð ©kkcir er hdið Sá atburður hefur nú gerzt, sem mun hvetja til starfs og dáða alla. andstæð- inga hervaldsins á íslandi, en aftur á móti hrella geypilega hina íslenzku forsvarsmenn hersins og iþeirra fylgifiska. Fjórtán landeigendur í Vatnsleysustrandarhreppi hafa á skörulegan hátt, fyrst ir íslendinga, algjörlega neit- að að selja land eða lands- réttindi í hendur hins erlenda herveldis og láta í engu undan síga. Herinn hefur gengið á lönd þeirra, hafið þar óskunda og hernaðaraðgerðir og í skjóii íslenzkra stjórnarvalda brot- ið landslög og mannréttindi. í opinberu skjali, sem land- eigendurnir hafa sent Bjarna Benediktssyni dómsmáiaráð- Iierra og Guðmundi í. Guð- undssyni sýslumanni segja þeir: „Við undirritaðir landeig- endur í Vatnsleysustrandar- hreppi bönnum hér með stranglega allar hernaðai’að- gerðir, þar með taldar skot- æfingar og umferð erlendra herja um lönd okkar. Við mótmælum þeim að- gerðum, sem þar hafe. farið fram og þeirri ósvífni að leyfa slíkt að oss forspui'ð- um. Við 'irefjumst fullra skaða' bóta fyrir öl! spjöll, ó'þæg.indi.,- og tjón, sem við höfum orðið fyrir og kunnum að verða af ' völdum skotæfinga, og að þeir menn sem leyft hafa þessar aðgerðir i heimildar- leysi voru verði latnir sæta þeirri þyngstu Vefsingu scm lög leyfa að beitt sé gegn landræningjum“. Svo sem kunnugt er, hef- ur bandaríski her.'nn sífellt verið að færa út kvíarnar á Suðurnesjum i þau tvö ár, sem hana hefur hér dvalið. Ot frá flugvellinum á að rísa hin bandaríska her- mannaborg, en frá vellinum hefur herveldið teygt hrammana í allar áttir suður um og vestur að sjónum, hann hefur kraf zt land- svæða og brottflutnings fólks, krafizt jarða- og hafna afnota, krafizt sífellt stærri æfingasvæða, gert áætlanir um herskipaha&rr, veglagn- ingar, stórbyggingar. Það liggur í augum uppi að slík ágengni herveldisins annarsvegar og undanláts- semi íslenzkra stjórnarvalda hinsvegar leiðir til þess fyrr en varir, að íslendingum verður byggt út af Reykja- nesskaga, fiskibæirnir verða umkringdir vígvélum og víg- hreiðrum, athafnasvæði landsmanna þrengt meira og meira og loks rekur að því að þeim verður ekki vært og hljóta að hverfa frá hinum fengsælu fiskimiðum. Hinir íslenzku ábyrgðar- menn hersins, stjórnarvöld landsins, hafa til þessa dags látið í öllu undan ágengni hersins og ýmist samið um landsafsal eða látið hertaka land eftir útgefnar tilkynn- ingar eða kannski án til- kynninga. Nauðugur hefur margur látið land sitt og gengizt undir ok herslns. En 25. maí 1953 gerast þáttaskil. Þá rísa upp 14 landeigendur, sem réttindi Islendlnga tilkyuna á svo stórbrotmn og virðulegan hátt að öli.þjóðin beinir at— hygli sinni til þ-'.rra. Ilvað hefur gerzt? I raun- inni það, sem hlaut að ske innan tíðar, því að á sítí- ustu tímum hefur leglð í loft- inu sú vissa að strauir.hvörf væru í nánd, að yfirgang- ur hersins .yrði stöðvaður áður ea hann snerti hjarta- taugar þjóðarinnar, en jaf.v framt yrði •refsivðndtnýr’.n reiddur að ísleþzkum for- svarsmönnurn. hersins. Andspyrnuhreyfdngin ger-:n her í landi, sem með hveri- um degi verður storkari rg víðtækari, heitir lande'gend- um í Vatnsleysustranda:'- hreppi fullum stuoningi í hvívetnn við málstað þeirra, því að málstaður þeirra er ■málstaður okkar, — mál- staður allrar íslenzku þjóð- ar’nnar. Við munum benda þjóoinni á manndóm þeirra og fordæmi. Mun svo cnn reynast sem fyrr, að alþýða manna mun dyggilegast standa á rétti þjóðarinnar, þegar á herðii'. Hinn mesti styrkur fyrir þessa landeig- endur svo og þjóðina i heiíd er að lá.ta hernámsflokkana fá áfall í kosningum þeim sem framundan eru. Bíði hernámsflokkarn'r hnekki, mun þeim ekki vært ao halda áfram á óheillabraut hel- stefnunnar, cn upp verða tek’nn nýr háttur og giftu- samlegri í íslenzkum málum. Víða um lönd er nú háð frelsisstríð þjóða gegn er- lendum yfirgangsþjóðum og innlendum leppum þeirra, gagn , •nýlendukúgurum, gcgn erlendu fjármálavaldi *--♦-•--♦--♦—■)-4 •-♦-•--♦-•--♦-- og hervaldi. Á síðustu miss- erum hefur stefnt að því, að ‘bandaríska herveldið, með samþykki íslenzkra stjórnar- valda leggi undir sig landið og þjóðlífið. Ennþá hefur herinn á Keflavíkurvelli ekki beinzt gegn öðrum en ís- lenzku þjóðinni. Hann hefur flutt spillingu inn í landið, lamað eðlilegt atvinnulíf landsmanna, múlbundið stjórnarvöld landsins og sagt iþeim fyrir verkum, beitt fjármálavaldi til þess að gera þjóðina ánauðuga Bandaríkjunum og seilast æ lengra og lengra til yfirráða á landssvæðum og auðlindum þjóðarinnar. Markmiðið er að hremma orku og auðlind- ir landsins til þjónustu við tortímingaröfl hervaldsins, sem stjóroað er af mönnum, sem fyrirlíta sjálfstæðisvið- leitni íslendinga. Enginn gleðineisti hefur kviknað i návist hersins, en skömm og niðurlæg'ng af honum hlot- izt. Það hcfur verið stórt orð og áherzlumikið í rnunni Sjálfstæðismanna, að eignar- réttur.'na væri friðhélgur. Þeir hafa allra manna hæst 'hrópað um mannhelgi og mannréttindi. Hvort rnan ekki þjóðin áherzlur for- manns Sjálfstæðisflokksins Ólafs Thors, á þessuni orð- um? En hvað er nú virtar eignarrétturirm í kjördæmi Ólafs Thors. Hver er mann- helgia þar? Hversu mikill vörður mannréttinda- er nú Óiafur Thors, þegar vahi- formaður fiokksin?, Bjarn' Benediktsson, afsalar landi viðstöðulaust eftir kröfum liersjns. Þegar á reynir eiai þetta innantóm orð, skvaldur og lýðskrum. En íslenzka þjóðin cr vökn- uð. Hennar frelsisstríð er hafið. Hún mun fara að dæmi landeigendanna í Vatnsleysustrandarhreppi og krefjast þess að hernaðar- aðgerðir á Islandi verði stöðvaðar, herverndarsamn- ingnum sagt upp og herinn fluttur á brott. Fyrsta sóknarlota okkar er í kosninguuum, sem fram- undan eru. Við hvetjum alla þjóðholla. íslendinga til þess að ganga inn í raðir and- spyrnuhreyfngarinnar og heyja með okkur fyrstu sókn arlotuna í sigursælu frelsís stríði þjóðarinnat. G.M.M. Y f irlýsing: Hallgrímur Jénassou er í œsi4 spyrnuhreyfingunsii en ekki Þgóðvarnarflokknum Fylgiblað Morgunblaðsins birti s.l. sunnudag svolátandi greinar- stúf: „Haligrímur Jónasson fordæm- ir Þjóðvamarflokkinn. , Svo sem kunnugt er sat -Hall-' grímur Jónasson, ■ sem er einn forvígismaður Þjóðvarnarílokks- ins þessa svokölluðu þjóðarráð- • stefnu gegn her í landi. Þar sam- þvkkti hann m. a. eftirfarandi: ..Jafnframt, fordæmir þjóðar- ráðsíefnan allan klofning meðal þeirra, sem eru gegn her í landi,. þar eð slíkt eykur aðeins styrk forsvarsmanna.* herstnsi ■■ Ráðstefnan vill í þessu sam- bandi skora á þá menn, sem standa að útgáfu blaðsins „Frjáls þjóð“ og nú hafa stofnað „Þjóð- v.arnarflokk“ að, einangra sig ekki frá hinni stóru meginfylk- ingu andstæðinga hernámsins.“ Þar eð Hallgrímur Jónasson er erlendis,- en ég .tel mig vel kunn- ugan málum sökum samvinnu við Hallgrím, vil ég gera al- menningi grein fyrir hinu rétta í þessu máli. Hallgrímur er ekki og hefur aldrei verið „einn af forvígigmönrium Þjóðvarnar- ■,jy ' •* Framháld á li; siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.