Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.06.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. juní 1953 — ÞJÓÐVII JINN — (5 ^Otfinn grefur um sig í brjóstum Bandaríkjamanna1 Hœsfaréftardómarinn William O. Doug- las lýsir handarisku réttarfari Bandarísku hæstaréttardómararnir voru ekki sammála um að vísa frá beiðninni um upptöku Rósenbergsmálsins. Tveir þeirra vildu verða við beiðninni, þeir Hugo L. Black og William O. Douglas. Nokkrum dögum áður en úrskurðurinn féll, hafði Douglas ráð- izt á réttarfarið í Bandaríkjunum og öryggis- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem hafa haft í för með sér að saklaust fólk er dæmt til dauða fyrir afbrot sem aldrei hafi verið framin. Douglas, sem er einn þeirra fáu dómara, sem skipaðir voru í stjórnartíð R-oosevelts ogenn eiga sæti í dómstólnum, er í öll- um meginatriðum samþykkur núverandi utanríkisstefnu USA, en hann hef- ur á seinni ár. um láti'ð í ljós æ meiri kvíða yfir þeim árás um sem gerð- ar hafa verið á frelsisstarf handarísku þjóðarinnár. Hann ogBlack greiddu einnig einir atkvæði gegn dómi Hæsta- réttar yfir leiðtogum banda- ríska kommúciistaflokksins, sem dæmdir voru í fimm ára fang- elsi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, samkvæmt ákvæðpm hinna hinna svonefndu Smith- laga. Pólitískir fordómar ekki í sama stað Douglas hélt ræðu í Lögfræð istofnun Bandaríkjanna í Wash ington 20. maí s. I. og kom þar inn á réttarhöldin vegna Smithlaganna, Rósenbergsmál- ið og hin fjölmörgu „tilbúnu“ málaferli gegn Svertingjum, sem ákærðir eru fyrir nauðgan- ir. Hann tiltók að vísu ctigin ákveðin mál, en það var greini- legt við hvað hann átti. Og þótt hann legði mikla áherzlu á, að hann væri andvígur komm únismanum, hviltaði hann ékki frá þvi áð pólitískir fordómar mættu ekki koma í stað sönn- unargagna og sönnunarfærslu í réttarsalnum. Douglas rifjaði upp landráða- málaferlin gegn sir Walter Ra- leigh í Englandi 1603 og galdra ofsóknadómana yfir 20 galdra- nornum* í Salem, Massachus- etts árið 1692, og sagði, að höfundar bandarísku stjórnar- skrárinnar hefðu lagt grundvöll að réttarfari, sem átti að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig me'ð því ’að tryggja sak- borningum fullan rétt til að verja sig gegn ákærum. Síð- an sagði hann: „Við eigum eldtí í dag neina nákvæma hllðstæðu við landráðaréttarhöldin gegn Ealeigh eða galdra- dómana í nýlendunni Massa- chusetts. En í sumum réttar- höldum og réttarrannsókn- um, sem átt hafa sér stað á okkar dögum, hafa verið nokkrir þeir sömu meinbug- ir og á Raleigh- og galdra- málaferlunum. Við notum aðferðir, sem skerða frelsi borgaranna að mun. Við hrekjum menn úr stöðum þeirra, eyðileggjum mannorð þeirra með aðferð- um, sem em jafnsvívirði- legar og þær, sem notaðar voru í málinu gegn sir Walt- er Raleigh og við bííum við múgsefjun, sem er næstum því eins víðtæk og sú sem ríkti við galdraréttarhöldln.“ Douglas réðst síðan gegn bandarísku réttarfari i dag og lagði fram ákæru í þrem li’ð- um: 1) Ákæruvaldið reynir að hræða kviðdómarana með „kommúnistagrýlunni“. 2) „Við höfum liér á landi komið upp geysivítæku kerfi til að hlusta á símtöl og hlera hvað menn segja í hí- býlum sínum. I New York borg einni var 58.000 sinnum gefin heimild til símahler- unar á árinu 1952. Þegar árið 1949 gat New York Tinies skýrt frá því, að síma hlerun væri orðin svo algeng að embættismenn forðuðust að ræða trúnaffarmál í síma“. skýrði frá því, að gengishækk- unin væri m. a. gerð til að bæta viðskiptaaðstöðu Tékka gagnvart Sovétríkjunum Innfluttar vörur frá Sovétríkjunum hefðu verið of háar lí verði og of lítið hefði fengizt fyrir útflutning til Sov- étríkjanna. Nú væri bætt úr þessu misræmi. Jafnframt gengishækkuninni verða allir peningar innkallaðir og nýir gefnir út. Er ætlað á þennan hátt að komast fyrir það fé, sem safnazt hefur í vasa stórbænda, braskara og annarra leifa auðstéttarinnar. Þeir sem hafa grætt íé á svartamarkaðs- braski, munu ekki fá neitt end- 3)„Við leyfum, að sann- anir fyrir þimgum ákærum í málaferlum gegn embættis- mönnum ríkisins og útlegð- armálaferlum séu fengnar á grundvelli framburðs vitna, sem hvorki ríkisvaldið né sakborningarnir vita deilur á. Af því lelðir að sí- vaxandi hópur þefara getur hulið sig skikkju leyndarinn- ar. • Eftir því sem leyndin vex, því erfiðara verður að reiða sig á upplýsingar, sem þannig eru fengnar. Sá sem eklti gengur undir eldskírn! eiðspjallsins, sá sem ekltí i þarf að standa augliti til i auglits við þann sem hann ber sakir á, sá sem ekki þarf að óttast spurningar í réttarsalnum, er oft fljótur til að bera sakir á aðra.“ „Þessi var skoðun Warburt- oas dómara í málinu gegn Ra- leigh: „Ef ekki mætti dæma hestaþjófa án vit.na, mundu of margir þeirra, sleppa við refs- ingu.“ Þessi skoðun. ,er viður- styggileg frá sjónarmiði okkar hefðbundna réttarfars. Eg veit, að úrskurðir fylkja- og sam-; bandsdómstóla oltííar eru mót- aðlr af öðru viðhorfi en ég aðhyllist. En ég álít að ég túlkl anda laganna, l>egar ég segi, að þessa úrskurði verði að for- dæma“. Og Douglas dómari bætti við: „Óttinn grefur um sig í brjóstum manna, þar til að því kemur, að jafnvel gaml- ir kunningjar og nábúar tor- tryggja hver annan. Hættu- merki eru gefin í sífellu og menn færa sér liræðsluna í nyt, þar til heil þjóð veit ekki, hverju hún á að trúa eða hverjum hún getur treyst.“ pema litlum hundraðshluta. Jafnframt gengishækkuninni var öll skömmtun í landinu af- numin, en mikill hluti þjóðarinn- ar man ekki þann dag að hægt var að verzla á frjálsum mark- aði. Gengishækkunin í Tékkósló- vakíu er í samræmi við sams konar aðgerðir í öðrum alþýðu- ríkjum. í október 1950 var gengi pólska zlotysins hækkað, svo að hlutfallið við rúbluna var 1:1, og rúmenska leiið var hækk- að í febrúar 1952, svo að hlut- fallið milli þess og rúblunnar var 2,80 lei móti 1 rúblu. Gengi tékknesku krón- nnnar nær sjöfaldað Oll skömmtun samtímis afnumin í landinu Um helgina var gengi tékknesku krónunnar nær sjö- faldaö, héðan í frá eru 1.80 tékkn. kr. í 1 rúblu, áður var hlutfallið 12.50:1. Forsætisráðherrann Siroky urgreitt og endurgreiðslur fyrir háar upphæðir munu aðeins Mesfl sjénieikur veraldar seftur á svlð í Mannf jöldinn æpti 'af kæti begar Karl litli álpaðist út í gluggfann „Mesti sjónleikur veraldar“ hefur krýning Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningar, sem fram fer í dag, veriö kölluö og þúsundir Londonarbúa tóku að koma sér fyrir á götunum, sem skrúðgangan fer um. þegar á miönætti á sunnudag til að geta fylgzt sem bezt meö þessu sjón- arspili. Þegar í gær haffji svo margt fólk safnazt á Trafaígartorgi, The Mall og öðrum helztu göt- um. borgarinnar, sem. drottningin Elís.abet 2. og maSur hennar, Fillpus og fylgdarlið hennar fer um, að öll umferð var stöðvuð. Drottningin tók á móti 11 forsætisráðherrum brezka sam- veidisins og 70 öðrum ráðherr- um í hásætissalnum í Bucking- hamhöll í gær og höfðu meira en 50.000 manns safnazt fyrir utan höllina í þeirri von að fá hana að sjá. Úr því varð ekki, en mannfjöldinn laust upp fagnað- arópi,, þegar Karl litli prins, son- ur hennar þriggja ára, álpaðist út í einn glugga hallarinnar. Þegar móðir órottningar og syst- ir hennar Margrét héldu frá höllinni þjappaðist fólkið svo að bíl þeirra, að hann stöðvaðist og þurftu mæðgumar að fá að- stoð riðandi lögreglu til að kom- ast leiðar sinnar. Skrúðgangan leggur frá Buck- inghamhöll árdegis í dag pg held ur til Westminster Abbey, þar sem tugir brezkra konunga og drottninga hafa verið krýndir. Athöfnin nær hámarki kl. 11,46 eftir staðartíma, þegar drottning- in sver eið sinn og kóróna hei- lags Játvarðar er sett á höfuð henn-i. Brezka útvarpið mun lýsa skrúðgöngunr.i og krýningarat- höfninni sjálfri á 42 tungumál- um og hægt verður að fylgjast með henni í sjónvarpi, samtímis í Bretlandi, Frakklandi, Hol- íandi, Belgíu og Vestur-Þýzka- landi. En kvikmyndir verða sendar jafnharðan vestur um haf með þrýstiloftsflugvélum og er vonazt til að hægt verði ^ið sýna þær í sjónvarpi þar áður en deginum lýkur. Framhald af 1. síðu. skilyrðið feli ekkj. í sér, að stjórn Suður-Kóreu haíi í huga að ráðast á Norður-Kóreu, þeg- ar hún er orðin einráð í lands- hlutanum, heldur vilji hún að>- eins ekki útiloka þann mögu- leika, að hægt verði að grípa til herstyrks til að framkvæma „sameininguaa"!!! Syngman Rhee boðaði líka ráðuneyti sitt á, skyndifund í gærmorgun og stóð hann í hálfa fjórðu klukkustund. Eftir fundinn lýsti utanríkisráðherr- ann yfir, að séi'hver útlendur hermaður sem kæmi til. Suður- Kóreu til að annast fanga- gæzlu samkvæmt tillögum Bandaríkjamaana, yrði skotinn. Og hann bætti við, að þetta næði einnig til indverskra lier- manna, enda áliti stjórn Suð- ur-Kóreu, að Indverjar væru hliðihollir kommúnismanum. Fundí fresíað Samninganefndimar áttu að koma saman á fund í gær, en þeim fundi var frestað að beiðni norðanmanna tii fimmtu- dags. Málgagn kinyersku stjóm- arinnar Blað fólksins, sem gef- ið er út í Peking, sagði í gær, að síðustu tillögur Bandaríkja- manna væru fram komnar vegna þess að samningamenn norðanmanna hefðu hafna.ð fyrri tillögum þeirra af ein- beitni og vegna almemiings- álitsins í mörgum löndum, sem hefði knúð Bandaríkin til und- anhalds. NYT viðui’kennir undanhald Bandaríkjamanna New York Times komst þann- ig að orði í gær, að viðbragð Syngmans Rhee og stjórnar hans við bandarísku tillögun- um væru skiljanleg, en menn þyrftu að hafa í huga, að þær hefðu verið bornar fram af illri nauðsyn, — til að koma í veg fyrir að Sameinuðu þjóð- irnar splundruðust. Það er ástæða til að mxnna á. nú, að eina „sönnunin“, sem færð hefur verið fjTÍr því, að Norffur-Kúrea hafi átt upptökin að styrjöldinni, er til- kynning frá stjóm Suður-Kói;- eu, um að hersveitir frá N- Kóreu hefðu að fjrra bragði ráðizt yfir jlandamæriu. AtP burðir síffustu daga eru öllum, sem kunpa og viíja hugsa sjálf- ir, ótvíræður vitnisburður um sannleikann í þessu máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.