Þjóðviljinn - 12.06.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.06.1953, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. júní 1953 ítalskar regnkápur ÞEGAR ma(5ur hugsar um ítalíu, er maður a,lltaf með sumar, sól- skin og hita í huga, en auðvitað rignir lika á ítalíu ekki síður en hér og þá verða ítölsku feg- urðardísirnar að sveipa sig regn- kápum. Hér eru myndir af snotr- um, ítöldkum regnkápum, sem eru ljómandi fal- legar og hentug- ar. Glæru plast- kápurnar hafa vissulega marga kosti, en beztar eru þó regnkáp- ur, sem hægt er að nota í allskon- ar veðri. Ryk- frakkinn er að vísu alltaf í sínu gildi, en það ætti að vera hægt að breyta honum dálitið og fá fjöl- breytni í sniðið. Sama kápan er sýnd á tveimur myndum, á hinni fyrri er hún hneppt upp í háls en á hinni er kraginn brettur niður, svo að hann myndar stóran sjal- kraga. Það er mjög heppilegt þeg- ar nota á kápuna í rigningu og sólskini jöfnum' höndum. Stúlkan með regnh’ífina er í mynstraðri regnkápu. Hún er ljós- grá með svörtum doppum, svo að Um everglaze 'Everglanze kallast nýtt efni, sem hefur náð mikilli útbreiðslu í nágranna’öndunum í vetur. Það er dálítið undarlegt, því að í rauninni er þetta sumar- efni, framleitt úr hreinni bóm- ull. Efnið er skemmtilega upp- hleypt og í víðum pilsum minn- ir þáð einna helzt á þungt taft. Það má aldrei strjúka þetta efni; ef þa5 er gert einu sinni, verður að gera það í hvert skipti. Efnið þolir vel þvott og hefur því aáð mikilli útbreiðslu sem blússuefni. Það krypplast ekki, en það þarf að slétta það og laga það til með fingrun- um eftir þvott. Með blússur og skyrtur á að fara eins að og næ’.onflíkur: það á áð hengja þær til þerris á herða- tré. Rsímcignstakmörkim Kl. 10.45-12.30 Föf.tudagur 12. júní Austurbærinn og miðbærinn milli Bnorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vostan og Hringbraut- að sunnan. það ber ekki mjög mikið á aur- slettum á henni. Hettan er iaus og hægt að taka hana af, og það er mjög mikill kostur. Hættuleg hreinsiefni Allir vita að benzín er eld- fimt, en samt eru ekki allir sem gæta varúðár. Mörg siys hafa orðið' þegar húsmóðir hefur verið að hreinsa föt með ben- zíni. Oft virðist sprengingin 'hafa oroið af sjálfu sér, án þess að opinn eldur væri nokk- urs staðar nærri. Það kemur stundum fyrir að neisti mytid- ist við núninginn á óhreinu föt- unum. Tetraklórkolefni, sem einnig er notað til að hreinsa meö, er ekki eldfimt. Þess vegna eru ekki allir sem siana þeim að- vörunum sem fylgja efninu, að fólk verði að nota hreinsiefnið við opinn glugga eía í drag- súg. E:i þessi aðvörun er mjög þýðingarmikil, því að gufurnar eru mjög eitraðar. Sittu við vinnuna Það er aldrei of oft endur- tekið, að það er hægt að sitja vi'S margs konar heimiíisstörf. Margar húsmæður eru svo ó- vanar þvi að sitja við vieinu a'ð þær muna ekki eftir því að setjast, þegar þær vinna verk, sem vel er hægt að sitja við. Er ekki sjáifsagt að sitja við að smyrja brauð ? Það borgar sig að minnsta kosti þegar mað- ur þarf að smyrja mikið. Það er líka þægilegt að sitja við að hræra köku eða við að skræla kartöflur eða eitthváð þes3 háttar. Ein aðalástæðan til þess að húsmæðumar setj- ast svo sjaldan er senni'ega sú, að þær hafa ekki gott borð til að' sitja við. Við venjuleg eldhúsborð er aldrei rúm fyrir Framhald á 8. siðu 4 A.J.CRONIN: Á aamarlegrl strösid ^ - ■ — .— Það var einhver seiðandi liljómur í orðum heunar. „Eru veikindi í borginni?" spurði hann. ,,Sí, Senjór“. ,,Mikil veikindi?“ „Sí, Senjór“. Hún stakk blóminu upp í sig og fór að naga á því legginn í mestu makindum. „Eg þarf að komast til Hermosa. Casa de los Cisnes. Geturðu vísað mér leið þangað?" Hún horfði á hann rólegum, tindrandi augum. Hún tók blómið út úr sér milli tveggja fingra eins og það væri sigaretta. „Það er þar sem veikindin eru. Þau eru um garð gengLn í Laguna. En ekki í Hermósa". „Ég þarf að komast þangað“. „Þar eru veikindi", sagði hún; og bætti svo við með ógn í svipnum: „Jesús María. Það hvílir bölvun yfir staðnum“. Þau héldu áfram þegjandi; en spottakorn frá borginni nam hún allt í einu staðar og benti með gula blóminu á hliðargötu. ,,Þarna“, sagði hún hljómlausri röddu. ,,Þetta er leiðin, Senjór“. Hliðargatan sem hún benti honum á lá inn á milli furutrjáa; hann þakkaði henni fyrir og stefadi þangað. Um leið og hann gekk inn á milli trjánna, fannst honum hún horfa á sig óg ósjálfrátt snerist hann á hæli. Það var rétt. Þarna stóð hún og horf ði á hann; en þegar hann leit við, lagfærði hún krukkuna, signdi sig og flýtti sér af stað. Og allt í einu hvarf sól.'n niður fyrir sjóndeildarliringinn. Um leið varð íkaldara í lofti, eins og kaldir og rakir fingur hefðu snert það. Það var skuggalegt í skóginum, stígurinn. þröngur og skrælþurr. Laus steinn, sem hann rak tærnar í, ’valt með hamagangi niður í upp- þoraaðan lækjarfarveg. Og það var eins og trén færðu sig nær hvert öðru; og léttur blær bærði greinar • þeirra og það var eins og þær segðu: „Ussu — sussu“. Drungaleg kyrrðin umlukti Harvey og hann fylltist þunglyndi. Hann stikaði gegnum skugg- ana eins og í blindni — hefði getað haldið þana- ig áfram endalaust. En allt í einu urðu trén gisnari; hann fór yfir trébrú og stóð í skóg- lausu svæði skammt frá dálitlum búgarði. Hann var lítill, en hann bjóst við að þarna væri stað- urinn sem hann leitaði að — frjósamur dalur, vökvaður af lítilli lind, gróðurinn ótrúlega þétt- ur og fjölskrúðugur. Jarðvegurinn var svo frjó- samur, gróðurinn svo ríkulegur að umhverfið allt fékk á sig einhvern villisvip: það var eins og þetta væri allt í óhirðu en þó þrungið ein- hverri seiðandi fegurð — frumstæðri, áhrifa- mikilli. Harvey skyggndist gegnum smíðajárns- hliðið og tók andaan á lofti: Blóm — þvílík blóm! Litskrúðugar blómabreiður glitruðu í kvöldhúminu. Villtar azaleur, svo rauðar að hann sveið í augun; fölar liljur í lítilli tjörn; blá, rauð gul og hvít blóm; höfugur ilmur fjólunnar barst að vitum hans. Hann kom aftur til sjálfs sín. Hann tók í látúnshúninn á hliðinu, sneri honum, ýtti á fornfálega hliðið. En það bar engan árangur; hliðið var læst. En það gerði ekkert til; girð- ingin lá allsstaðar niðri. Það var í samræmi við allt annað. Hann var að leggja af stað frá hliðinu, þegar hann kom allt í einu auga á merki sem steypt var í bogann ofan á hliðinu. Það var svanur á flugi. Svanur — á flugi.. Eins og í leiðslu starði hann á myndina af svaninum, sem virtist þrunginn lífi. Casa de los Cisnes. Auðvitað. Hann tók andann á lofti og hann stirðnaði upp. Að honum skyldi ekki hafa dottið þetta í hug. Casa de los Cisnes — Svana- höll. Haoan stóð þarna dryfcklanga stund, horfði upp og hugur hans fylltist undrun og eftir- væntingu. Svanahöll. Svo andvarpaði hann og sneri undan. Þetta var ímyndun; þetta var ekki annað en tilviljun. Hann hætti að hugsa um þetta, gekk nokkur skref til liægri, steig yfir girðinguna og gekk út á gróna akbrautina. Tvö lítil hús stóðu sitt til hvorrar handar og við fyrra húsið nam hann staðar og barði að dyrum tvívegjg. Ekkert svar. Ekkert heyrðist nema bergmálið af höggum hans. Dyrnar voru læstar, hlerar fyrir glugg- unum, húsið autt og skyndilega dapurlegt. Hann gekk að hinu húsinu. Dyrnar á því voru galopnar og hann sá inn í eina herbergið, sem þar var inni. Þar sást ekkert lífsmark. En á moldargólfinu var ábreiða og á ábreið- unni lá dáinn maður, augun brostin og star- andi, munnurinn opinn eins og af undrun. Inni logaði á tveim kertum sem vörpuðu flöktandi bjarma á andlit líksins. Og loftið var þungt af fjóluilmi. Þarna var ekkert að gera. Harvey gekk út og lokaði á eftir sér. Hann hélt áfram eftir akbrautinni sem lá í suðurátt í áttina að hús- inu, sem stóð undir hæð og skuggaleg tré í baksýn. Þetta var fallegt hús úr ljósum steini, lágt en reisulegt og í sorglegri niðurníðslu; þrepin skæld, svalirnar brotnar, hlerarnir fún- ir og skakkir, veggirnir allir með rakablettum. Tvö stór ker, sitt livorum megin við dyraar, lágu á hliðinni. Hann gekk upp slitin þrepin sem voru vaxin eldrauðum steinbrjóti og hringdi bjöllunni. Löng stund leið. Aftur hringdi hann bjöllunni. Þá opaaði miðaldra þjónustustúlka í blettótt- um léreftskjól. Hún starði á hann eins og hann væri opinberun gegnum gættina,, þangað til hann sagði: „Má ég tala við húsmóður yðar“. Og andlit hennar, sem var umkringt kol- svörtu hári og rauðum og gulum klút, fékk á sig hræðslusvip. „Það er áliðið, Senjór“, svaraði hún. .„Dagur er kominn að kvöldi“. „Það er ekki enn komið kvöld“. „Góði Senjór, sólin er horfin bak við tind- inn. Morgundagurinn er heppilegri". Hann hristi höfuðið. „Eg verð að tala við hana.“ „En, senjór, markgreifafrúin er gömul. Og hún á í erfiðleikum. Hún tekur ekki á móti gestum“. Hann steig työ sikref áfram, svo að hún hörf- aði undan inn í ganginn. „Segið henni að ég sé héma“. Hún horfði rannsóknaraugum á andlit hans, hendur hennar fálmuðu við svuntuna, svo taut- aði hún eitthvað, sneri sér við og gekk hægt upp þrepin. Hann leit í kringum sig. Anddj’rið var hátt undir loft, loftið hvelft með óljósum útskurði. Inni var dauf, annarleg birta, sem barst inn um lítinn glugga, sem á var máð mynd af svani. Á veggfóðrinu mynduðu brugðin sverð ) Maður einn sló stúlku gullhamra með þessum ) orðum: Þú ert alveg eins og 18 ára rós. ) Gamall sjómaður: Páðu mér aðra sokka — ) þessir leka. ) Kona kærði mann sinn fyrir að hafa barið ) sig. ) Lögreglan við manninn: Er það satt að þér ) hafið barið konuna yðar? ( Maðurinn: Ég bandaði til hennar með snýtu- ( kluf. ( Konan; Má ég geta þess til skýringar að hann. ( snýtir sér alltaf með höndunum. ( Læknirinn við prestinn: Getið þér skýrt fyrir r mér hvernig menn á dögum gamlatestamentis-i / ins urðu svona gamljr eins og þ.ar er sagt? ) Presturinn: Ja, ,þá var læknisfræðin ekki kom- in á oins hátt stig og nú.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.