Þjóðviljinn - 24.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. júní 1953 Nokkrar hugleiðlngar 53, A.J.CRONIN: Á anmarlegrl strönd hvíldu á honum — það fyllti hana ólýsanlegum kvíða. En jafnvel það gat ekki dregið úr ljóma augna hennar né léttleika göngulagsins, þegar hún opnaði dyrnar sem stóðu í hálfa gátt og gekk iun í anddyrið í Los Cisnes. Enginn var .á ferli. Með eftirvæntingarsvip á ófríðu and- litinu gekk hún inn í borðstofuna. Enginn morgunverður var lagður á borð; engin manu- vera var sjáanleg. Hún varð undrandi og hikaði um stund; svo brosti hún með sjálfri sér og hugsaði: Hann hefur auðvitað sofið yfir sig —- hann er ekki kominn á fætur. Brosið var kyrrt á andliti hennar eins og henni væri skemmt. Svo sneri hítn sér við, gekk hægt upp stigann og nam enn staðar. Svo barði hún feimnislega ,,Eruð þér kominn á fætur“, kallaði hún. Það varð kynleg þögn; svo heyrðist rödd hans innan úr herberginu. En þótt hún legði eyrað upp að veggnum, gat hún ekki greint orðaskil. Aftur varð þögn og svo heyrðist rödd hans aftur — skýrari — og hann bað hana að koma inn fyrir. Hún tók í húninn og gekk inn í herbergið. Hún gekk þrjú skref inn í herbergið en þá kom eitthvað fyrir bros hennar. Það fóru viprur um munn hennar og öll gleði hvarf úr svipnum. Hún leit af teknu andliti hans og á líkamann í rúminu. Hún var að því komin að reka upp hljóð. „Hún er veik“, sagði hana hljómlausri rödd. „Það er þessi hræðilega pest“. Og hann sneri sér undan. Heimurinn hafði allt í einu misst ljóma sinn í augum Súsönnu. Henni datt ekki í liug að spyrja, hvers vegna Mary væri þama. Það var nóg að hún var þarcia — það var hræðilegt áfall sem rak á flótta allar hinar nýju vonir. Hún leit sljólega kringum sig í her- berginu og hún sá allt sem þar var að sjá: vot handklæðin á gólfinu, beran handlegginn á Mary, hönd hennar sem hvíldi í hönd hans, silkinærfötin í hrúgu í stólnum. Um Ieið var eins og óbærileg þjáning gagntæki hana. En hún neyddi sjálfa sig til að tala. „Er hún mjög veik?“ „Já“. „Og er húji ekki í neinu — ekki •—■ ekki einu sinni náttkjól ?“ „Skiptir það nokkru máli?“ Þögn. „Vöktuð þér yfir henni í alla nótt?“ „Já“ „Þér unnuð allan daginn í gær og vöktuð álla nóttina. Þér hljótið að vera dauðþreyttur". Hann svaraði engu; hún sagði ekkert heldur. Svo fannst honum sem hann væri tilneyddur að koma með einhverja skýringu, og hann sagði henni í stuttu máli frá komu Mary kvöldið áður. Hún horfði niður fyrir sig meðan hún hlust- aði; síðan sagði hún. „Þér getið ekki haft hana hér. Hún verður að fara til Santa Crus. Hér eru engar aðstæður til að hjúkra sjúklingi. Þé.r hafið engin lyf, ekki neitt“. ,jÉg get fengið ailt sem ég þarfnast. Það má ekki flytja hana. Ég vil ekki láta flytja hana“. Súsanna svaraði ekki. Hún einblíndi á gólf- ið. Hún titraði af löngu andvarpi, sem komst ekki lengra en upp í hálsinn. Hún færði sig til, gekk hægt nær, tók af sér hattinn, bóm- ullarhanzkana og lagði hvort tveggja á borðið við gluggann. „Jæja, þér þurfið að minnsta kosti að hvíla yður núna“, sagði hún loksins; hún talaði svo lágt að orð hennar heyrðust varla. „Þér hljótið að vera dauðþreyttur. Ég skal annast hana“. Það var engu líkara en hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði, en þegar hún fór að taJra til í herberginu horfði hann útundan sér á hnitmiðaðar hreyfingar hennar. Og loks sagði hann: „Ætlið þér iþá að hjálpa mér að hjúkra henni ?“ ,JÉg skal hjúkra henni. Ég á ekki annars úrkosta. Það er skylda mín“. Hann virti hana fyrir sér svefnþungum aug- um, svo sagði hann lágt: „Þessu mun ég ekki gleyma. Þér eruð þá góð í raun og veru“. Súsanna kipptist við eins og hún hefði orðið fyrir ciálstungu. Og hún eldroðnaði — roðnaði af blygðun. Það var eins og hún kæmi ekki upp neinu orði, en loks hrópaði hún: ,,Yður skjátlast", og hún talaði ekki lengur lágt. ,?Ég geri þetta ekki af neinum gæðum. UW OC CAMMI Faðir: Af hverju skekltirðu svona skóna þíns drengrur? Sonur: Ætii það sé ekld af þvi að jörðin e hnöttótfc. ,... Móðlr: Hvað er orðiö aí kökunni, sem lá þarn rétt áðan? Spáðl: Ég gaf hana strák sem var svangur o Imigaði svo mikið í hana. Móðir: l»að var faliega gert — hvaða stráku var þetta? Snáði: O, það var nú ég sjálfur. Hóndi: I*essi nýi maður hjá borgarstjóranun það or undarlegur fugl: hann vill eiga allt ser hann sér. Hús.freyja: Eigiun við að bjóða honum heir einhverntíma og láta hana Möggu okkar taka móti honum? Framhald af 3. siðu. Yfirmenn Hamiltons voru spurðir af fulltrúa félagsmála- ráðuney.tisins að því hvort mað- urinn fengi kaup eða annað meðan hann væri veikur, og svarið sem Hamilton gaf var eitt nei. Svon.a eru blessaðir vemdar- amir okkar Bjarna bingó. Eru þeir ekkí góðir? Hvers vegna fá þeir helmir.gi hærra kaup? Otg svo er eitt sem við allir sem vinnum á fkigvellinum vild- um umfram allt fá svar við: Hversvegn,a fá hinir erlendu verkamenn meira en helmingi hærra- kaup en við, íslending- amir, sem vinnum með þeim sömu vinnu? Er.það til þess að þeir geti keypt þessar 6 fiöskur af vín; á vik.u og selt þær aftur, eða hvað? Er það til þess að þeir -ge.ti boðið íslendingum 500.00 kr. og 2 flöskur af víni, ef þefr geti komið þeim í kunningsskap við stúlkur eitt kvöld? Burt með kanann af íslandi! Ef einhver verkamaður skyldi vera svo ósvífinn að reyna að leita réttar síns og .tala við Is- Iendingana sem kallaðir eru „yfirmenn" þorir enginn í þeirra ihópi að ige.ra neitt. Þeir segja aðeins: Ef við gerum eitthvað í þessu þá ve.rðum við bara rekn- ir. Því miður er þetta satt. Ég veit um nokkur slík dæmi. Framhald af 1. síðu fram, að í þessu máli væru slík rök ekki einh'ít. Hér kæmu til greina bæ’ði pólitískar og efnahagslegar ástæður. Og síð- an vék hann að „reynslunni frá Islandi", og viðhafði þau orð, sem hér voru höfð eftir að ofan. Hann mimti á, að fyrir ári hefði norska stjórnin synjað tilmælum Bandaríkjamanna um herstöðvar og sagði, að sú af- staða Norðmanna hefði orðið til að móta skocun margra Dana í þessu máli. Það væri skoð- ua fjölmargra, að slík herseta mundi ver'ða til að sundra sam- fylkingu borgaraflokkanna og sósíaldemókrata um atlanzpóli- tíkina. Auk þess hélt Hedtoft þ\n fram, að mjög væri vafa- samt, hvort landvörnum Dana yrði befcur borgið, þótt erlend- um flugher yrði leyfð seta í Iandinu, á meðan hæpið væri hvort hægt yrði aö verja landa- mærin með |>eim lier. sem Jæir hafa á að skipa. Hedtoft sagð- ist ekki vita, hver afstaða rík- isstjórnarinnar væri í þessu máli, utanríkisráðherrann segði eitt, forsætisráðherrann annað. En að öllu því athuguðu, sem hann hefði upp talið, teldi hann, að við þær aðstæíur. sem nú ríktu í alþjóðamálum, og vegna þeirra herfræðilegu og sálfræðilegu raka sem til greina kæmu, yrði stefna flokks ius í þessu máli að vera sú, að „tilboð“ bandamannanna um sendingu herliðs til lands- ins verði þakkáð, en því vísað á bug. Raímagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Miðvikudagur 24. júní Hafnarfj. ogr nágrenni, Reykjanes. Svona er „lýðræðið11 á íslandi 1953. Er það ekk; glæsilegt? Ég er búinn að vinna í ár á Kef'lavíkurfluigvelli og hef því lært ,að þekkja hina réttu hlið á málinu. Nei, ísl.endingar, allir sem vinnið á KefLavíkurf’.ugvelli, ég veit hvemig ykkur er innan- brjósts og að enginn ykkar væri hér ef nóg önnur vinna væri fyrir hendi í landinu. En þið skuluð muna hverjir valda því að þið eruð komnir á Keflavik- urfliuigvöll til erlends hers. Munum það allir 28. þ. m. Lát- um engan hernámsfIokkann,a fá atkvæði okkar. Burt með Kan- ann, burt með herinn af íslandi. Með beztu kveðju. Keli frá Hlí2. ! n n r á s á V es'tfi r ð / Framhald af 3. síðu. .„Kjósið gegn afsali landsréttinda! Kjósið Alþýðuflokkinn!" er nú orðinn svo seldúr að hann h-afði ekki eitt orð að segja um þetta mál! Þannig stendur formiaður Al- þýðufloikksins vörð gegn afsali íslenzkra landsréttinda!! Irmrásin á að liefjast eftir kosningarnar. Innrás bandaríska hersins á Vestfjörðum á að hefjast eftir kosningar. Fyrir lalllöngu luku Bandaríkjamenn við smíði mikils innrásiarpramma í Keflavík, sem knúinn er tveim vélum. Hefur hartn legið í Keflavíkurhöfn síð- an og beðið síns tíma. Agentar bandaríska hersins hafa verið að þreifa fyrir sér um að fá tvo vélbáta til sinnar þjóniustu, en skipstjóramir urðu að vera „þaulkrmnragir fyrir vestan"!! Þegar spurt var hvar „fyrtr vestan“ skipstjórarnir þyrftu sérstaklega að vera kunn- ugir mátti með engu móti segja það! Bandaríski herinn tekur „Iandshöfn.ina“ í Njarðvík. Að sögn Tím.ans bíða íslenzku ráðherrarnir eftir því með ó- þreyju iað bandaríski heriim byrji á byggingu herskipahafnar í „landshöfninni“ í Njarðvík. Hyggilegast hefur þó þótt fyrir ■kjörfylgi Ólafs Thórs og Guð- mundiar Guðmundssomar her- námsstjóra að fresta fr.amkvæmd um fram yfir kosningar. En Bandaríkjamenn hafa þó ekki getað stillt sig: Þei,r tóku hafn- argarðsbútinn í Njarðvík til sinna afnota á laugiardaginn var og settu vörð til að íslenzkir fiakimenn væru ekki að hnýsast í gerðir þeirra! Hafa þeir hafið þar smíði nýs innrás-arpramma, — hvort sem stefna á honum „vestuir“ eða á einhvern annan stað sem hemámsstjómin þegir um enn. Þögi» einnig um Þjórsá. Á fundinum ræddi Haukur einnig um fyrirætlanir hemáms- stjómarinnar um að afhenda Bandarikjunum yfirráð yfir Þjórsá til stórvirkjunar í þágu B andarík jam anna. Hemámsflokkaframbjóðend- umir reyndu ekki með einu orði iað bera þetta af flokkum sínum, þeir.bara þögðu. Og eiga seldir eiðrofar nokkum annan kost? Framhald af 12. síðu. vitund og samþykki brezkra, franskra og vesturþýzlcra stjórn arvalda, en Pravda minnti á, að þegar á árinu 1950 hefði Bandaríkjaþiag samþyskt að verja 1.00 milljónum dollara til undirróðursstarfsemi og skemmdarverka í alþýðuríkjum Austur-Evrópu. Pravda sagði, að það hefði ekki verið nein tilviljun að ó- eirðimar hófust um sama leyti og Syngman Rhee hóf skemmd arverk sín gegn vopnahléi í Kóreu. Hvort tveggja ,átti sér stað, þegar vemlegar horfur voru orðnar á sáttum, vopna- hléi í Kóreu og bættu samkomú lagi milli þýzku landshlutanna. Pravda mimti á, að á síðustu vikum hefði stjóm Austur- Þýzkalands látið koma til fram- kvæmda ýmsar ráðstafanir til að bæta sambúðina við Vestur- Þýzkaland og kjör fólksins í la.ndshlutanum; þessar ráðstaf- anir hefðu verið löng skref í áttina til friðsamlegrar samein- ingar Þýzka.lands.' Því hefði klíka Adenauersstjórnarinnar og bajadamanna hennar gefið flugumönnum sínum fyrirskip- un um að láta til skarar skríða. Brezka útvarpið skýrði frá því, að dómstóll í -á-Ustur-Þýzka Iandi hefði dæmt 42 ára konu Ema Dori til dauða. fyrir þátt- töku hennar í óeirðunum. Hún hafði veitt forstöðu einum af fangabúðum nazista og hafði verið dæmd í ævilangt fangelsi. I óeirðunum hafði henni tekizt að losna úr fangelsinu og hafði síðan tekið virkan þátt í þeim. Sýnir þetta glögglega, hvaða öfl voni að verki í síðustu viku í Austur-Berlín, svo glögglega, að t.d. danska útvarpið forð- aðist að minnast á fortíð þess- arar konu, þegar það sagði frá dómnum yfir henni í gærkvöld. Skríll réðst í gær inn á 3 skrifstofur Sameiningarflokks sósíalista í Vestur-Berlín í gær og braut þar allt og bramlaði, reif myndir af veggjum niður og varpaði, skjölum og hús- gögnum út um gluggana. Lög- reglan lét atferli skrílsjns af- skiptalaust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.