Þjóðviljinn - 27.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.06.1953, Blaðsíða 6
£) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. júní 1953 JlIÓfilVIUINN Otgefandi: Samelnlngarflokkur alþýCu — Sósíalistaflokkxirinn. J Kltstjórar: Magnús Kjartansson (4b.), Slgurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsia, auglýsingár, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Síml 7500 (3 línur). Áakrlftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavík og nágrennl; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. v ______________________________ .........—✓ Hárbeitt vopn í hendi þér Hver sá sem fylgist með störfum Alþingis, furðar sig á því, Iive langlundargeð fólksins í landinu er mikið, er það sendir á þing kjörtímabil eftir kjörtímabil fulltrúa, sem vinna beint gegn hagsmunum fjöldans og skirrast ekki við að misnota að- stöðu sína til að vinna óhæfuverk gegn landi og þjóð. Þetta langlundargeð, eða réttara sagt andvaraleysi, veldur því, að al- þýðufólk á nú að mæta í kjarabaráttu sinni svörnum andstæð- ingum þar sem er meirihluti Alþingis. Hverju sinni undanfar- andi ár, þegar komið hefur til átaka um brýnustu lífsnauð- synjar fólksins, hafa verkalýðssamtökin átt að mæta i ríkis- stjórn hernámsflokkanna og meirihluta þeirra á Alþingi grímu- iausum andstæðingum, er leggjast á eitt með auðmannastétt Jandsins gegn baráttu fólksins fyrir bættum kjörum, reyna að fcindra að alþýðusamtökin fái kröfum sfcium framgengt og reyna að stela af fólkinu árangrinum, sem það nær í fórn- frekri baráttu, með löggjafarárásum á lífskjör þess. En þetta þarf ekki að vera. Hvers vegna skyldi alþýða lands- rns kjósa kjörtímabil eftir kjörtímabil andstæðinga sína á þing, hvers vegna kýs alþýðumaður mann á þing, sem skipar sér í íjveit gegn öllum hagsmunamálum fátæks fólks, skipar sér í hernámsflokk til að láta erlendan her fjötra þjóðina og ata landið óþrifabælum? Hvers vegna skyldi sannur frjálshuga ís- lendingur halda áfram að styðja og styrkja þá flokka, sem vit- andi vits hafa óskað eftir bandarískum her inn í landið, og bera fyllstu ábyrgð á öllum hinum ömurlegu afleiðingum her- námsins og hættunum sem þvi fylgja? En þeir flokkar heita: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Einn dag, á fjögra ára fresti, er lagt beitt vopn í hendur hvers íslendings, sem orðinn er 21 árs, vopn sem hægt er að nota til að vinna stóra sigra í lífsbaráttunni, vinna göfuga sigra í sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar. Þetta vopn er kjör- seðillinn. Það hefur kostað margra kynslóða baráttu að alþýðan fengi þetta vopti í hönd. Afturhaldsmenn og arðránsflokkar allra Ianda óttast almennan kosningarétt, og hafa haldið honum íyrir alþýðufólki meðan ,þess var nokkur kostur. Einnig hér á Islandi hefur það kostað langa og erfiða baráttu að alþýðan fengi kosningarétt, og að hann yrði ekki bundinn við hærri ald- ur en 21 ár. Afturhaldið óttast almennan kosningarétt. Það veit, að sá eagur kemur, að engar blekkingar þess duga lengur, að al- þýðumennirnir finna með fögnuði hve margir þeir eru, hve sjálfsagt það er, að þeir standi saman og kjósi þá menn eina til valda sem þeir vita að ekki bregðast alþýðumálstaðnum. Afturhaldið á íslandi hefur með ugg og ótta séð fólkið fylkja sér um Sósíalistaflokkinn, gera hann að einum öflugasta róttæka \ erkalýðsflokknum á Vesturlöndum. Það hefur þegar vakið beimsathygli, hversu djarflega þessi forystuflokkur íslenzkrar r.lþýðu, Sósíalistaflokkurinn, hefur tekið forystu í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, og hve miklum árangri hann hefur tiáð á fáum árum að vekja fleiri og fleiri Islendinga til vitundar um nauðsyn og göfgi hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu gegn hernáms- veldinu og leppum þess. Það er einungis eitt afl í íslenzkum stjórnmálum, sem ríkisstjóm bandaríska auðvaldsins og erind- rekar hennar í hernámsflokkunum íslenzku óttast. Það afl er kósíalistaflokkurinn og sú víðtæka hreyfing gegn hernáminu, sem nú er að skapast meðal vaknandi þjóðar, vegna þrotlausrar haráttu þess flokks. Óskastund fólksins rennur upp á morgun. Hárbeitt vopn, kjör eeðillinn, verður lagður í lófa þinn. Ósk þín varðar örlög þjóð- arinnar, kjör þín sjálfs og ástvina þinna, varðar framtíð og líf bama þinna. Óskarðu þér valda handa hernámsflokkunum þremur, valds til að selja landið, blett fyrir blett, valds til að fctofna íslenzkan her? Óskarðu þér sundmngarmanna, sem í ábyrgðarleysi kljúfa raðir fólksins í sjálfstæðisbaráttunni ? — Eða ætlarðu að hjálpa til þess að vinna stóran sigur í lífsbaráttu fólksins, í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, ætlarðu að stuðla að því að alþýðan, að íslenzki málstaðurinn eigi fleiri þingmenn á Alþingi í haust? Því svarar ,þú, þegar hárbeitt vopnið verður lagt i hönd þér á morgun. Ég heiti á þig, særi þig: Láttu ekki svæfa þig lengur Viðtal við Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu Það hefur svo lengi verið að dimma í lofti yfir íslandi, ekki svo að 'bpði veðragný, heldur bara undanfari myrkurs. Er- lendir ofiarlar okkar hafa setzt að á þjóðarheimilinu og hrifs- að til sín stjórn þess, heimilis- fólkið verður að sitja og standa svo sem ofbeldismennirnir bjóða. Margur hefur af þessu orðið Sinnulaus og kjarklaus og kemur ekki auga á gagn- semt andófsins. Aðrir eru kærulausir cg stendur á sama hvernig allt veltist eða koma hreint ekki auga á neina hættu. Enn aðrir — og þeirra tala vex, annað væri óhugs- andi — gera sér fulla grein fyrir háskanum, sem íslend- imgum sem slíkum stafar af nútímia landræningjum og reyna hver eftir sinni getu að vekja þjóðina, að hún hafi gát á öllum möguleikum til .að reka af höndum sér ofstopa- mennina og glæði þá sjálfs- kennd sem hefur varnað út- þurrkun smáþjóðar á liðnum öldum. Þeir forýna þjóðina til að sýna þrek og gefa sig ekki undir þá sjálfstortímingu, sem igeðleysi og undirgefni við of- beldið Ieiðir af sér. Þeir stæla vilja hennar til sjálfsvamar, sem er grundvöllur sigursæll- ar baráttu. f þessum hópi þjóðhollra ís- lendinga eru skáldin fremst — nú sem fvrr. Þegar reynt er ,að véla um þessa þjóð, bregðast henni aldrei beztu menn orðs- ins listar, þar hlustar hún á raust sinna eigin hjartaslaga. Og ialltaf koma fram ný og ný skáld og kveða því kröft- ugar sem meira lig-gur við. Hvert sinn sem nýr iiðsmaður héyrist hljómar strengur í þjóðarsálinni og við heilsum þessum heimamanni innvirðu- lega. Þær móttökur hefur Jakobína Sigurðardóttir hlot- ið og þó hefur hún aðeins birt örfá kvæði, hér í Þjóðviljan- ■um aðeins þrjú: Morgunljóð, Hvað mun dreyma? og ísland frjálst. Jakobína er hér á ferð og við notum taekifæ.rið til að heilsa á hana í önnum örstuttr- ar viðstöðu í höfuðstaðnum. „Mér er ekkert um að iáta birta viðtal við mig, þvi ég er ekkert merkileg persóna á neinn hátt. Það skiptir ekki máli hver yrkir ljóðið, heldur hver áhrif það hefur“, segir Jakohína, þegar hún heyrir mig segja .að margur myndi vilja vita noklcur deili á höf- undi Morgunljóðs, en nafn þessarar greinar er hending úr því kvæði. „Ég er, fædd í Hæliavík á Homströndum 8. júlí 1918 og vorum við 11 systkin. Nú bý ég í Garð; í Mývatnssveit með manni mínum og 2 smátelpum. Hef alla tíð -unnið venjuleg störf verkafólks og svo er ekki meira um mig ,að segja“. „Og hvemíg endist sveita- konu tíminn, þegar með öðru knýr á hana þörfin að semja ljóð?“ spyr ég Jakobínu, þeg- ar hún ætlar augsýnilega ekki að rifja frekar upp æviatriði. „Nú á tímum á sveitakona með börn yfirleitt engar tóm- stundir. Ég hef ekki .tíma til að sinna skáldskap, skrifa því setningu og setningu á stangli milli þess að ég hleyp til verka. Hafði heldur aldrei verulegan áhuga á ljóðlist, en Jakobína Stgurðardóttir langaði til að fást við óbundið mál. Fann þá að mig skorti bæði hæfileikana og menntun. Þá var ég rúmlega tvítug. Hef aldrei haft trú á mér sjálf — en yrki mér til hugarhægðar, finnst að málstaður fólksins kalli á alla að leggja sitt af mörkum“. „Hver núlifandi skáld vrkja helzt að þínu skapi?“ „Við eigum mörg góð Ijóð- skáld. Ég held að varla verði komizt lengna í formfágun fn í kvæðinu í Úlfdölum eftir Snorra Hjartarson. Guðmundur iBöðvarsson er yndislega ljAð- rænn, en ég held að kvæði Þorsteins Valdimarssónar eig' ,bezt við skap mitt. Hann yrkn- mörg baráttukvæði síu undir þeim háttum sem komu fram á mest.a niðurlægingartímabili þjóðarínnar. Nú hefiur þjóðin um nokkur ár látið bjóða sér hina dýpstu niðurlægingu. Það er því eðlilegt að þessir brag- arhættir endurvekist í full- komnari mynd“. ,,Hvað viltu segja okkur um álit þitt á nútíma kveðskap?" „Eins og flest sveitafólk er ég víst gamaldags þegar um nútimakveðskap er að ræða. Að sjálfsögðu hef ég ekki menntiun tiL að skilia skáld- skap sem skírskotar til bók- mennta alls heimsins, eins og honum var lýst í tímaritsgrein fyrir nokkru. Leit hinna ungu skálda finnst mér eðlileg, te.l hana framsókn og því aldrei til skaða. Það er ekki hægt að segj.a mönnum hvernig eða um hvað þeir eiga að yrkja, ef þeir bara finna sinni tjáning- arþörf útrás. Hins vegar skil ég ekki hvernig nokkur getur komizt hjá að mótast af bar- áttu dagsins". „Hvar hafa kvæði þín birzt?“ .Nokkur kvæði komu í Eim- í-eiðinni , fyrir mörgum árum. Eitt ljóð mitt var lesið í út- v.arp á ljóðskáldakvöldi, og öðru sinni án þess leitað væri leyfis míns. Ég frétti foara af því. Þetta voru æskuverk. Vin- kona mín Las kvæðið „ísland frjálst" á samkomu á Isafirði 1950. Þar var því vel tekið. Nú held ég að þýddi ekki að bjóða neinu folaði það til birt- ingar nema Þjóðviljanum". „Þú hefur þá gefið þér tíma til að hugsa um stjórnmál og mynda þér skoðun á þeim“. „Já, nokkuð. Ég var hér í 'Reykjavík á verstiu kreppuár- unum fyrir stríð og þekkti þá til iað fólk svaLt. Þó að það dæi ekiki beint úr hungri, þá drós,t það þó upp. Svo las ég líka MorgunbLaðið og það held ég >að hafi átt drýgstan þátt í að gera mig að sóisíalista, það er mér óhætt að segja". „Þú ert þá ekki sama sinnis og svo margar konur, sem vilj.a ekki leiða hugann að þjóðmálum og teijia sér jafn- vel til .tekna hlédrægni sina' á því sviði?“ „Nei, rnér þykir vænt um að fá tækifæri til að beina því sérstaklega til kvenfólksins að hLutleysi þeirra um stjórnmál er jafn hættulegt sem hlut- leysi Islands í átökum stór- veldanna er nauðsynlegt". ,jMál málanna herinn og sjálfstæðismálið. Hvór eru við- brögð sveitafólksins við þeim vanda?“ „Það ’ eldra fólk sem hefur að staðaldr; trúað á ísafold og Tímann virðist flest líta á dvöl ameríska hersins hér se.m iila nauðsyn, því að annars komi Rússinn! Fyrir síðustu kosn- dnjgar var mér sagt að Júlíus Havsteen hefði hvíslað því að kjósendum að úti fyrir Gríms- ey lægi rússneskt herskip! Átti þetta að hafa áhrif á kjósend- ur. Mér finnst unga fólkið Hk- legra til várnar málstað lands ins. Ég er mjög vongóð hér syðra, því að fólk kemst ekki hjá því hér að hrugsa um þesú mál, þó að það sé e. t. v. reik- ult í pólitískri afstöðu sinni. Fyrst er að gera sér grein fyrir að vandi er á ferðum“. „Að lokum' ein spuming: Hvað segir þú um ástandið í dag?“ „Það segi ég í kvæðum mín- um. En ég vil þó segja nú að óg vona að sem flestir taki sem fyrst afstöðu með sínu eigin landi og þjóð“. Ég hef nú tafið Jakobínu lengur en ætlunin var og þakika henni samtalið. Þess-i látlausa unga kona af Horn- ströndum ber vitni stritsamri æv’i. Grannvaxin er -hún og svo sem fólk á íslandi er flest. En kraftur kvæða hennar ber vott um óvenjulegan persónu- leika. Nú notar hún gáfu sína í þágu þess fólks sem ól hana, trú þeirri skyldu sem hverjum Islendingi með sérstæða skáld- gáfu hefur ver.ið lögð á herðar. Mér finnst ekkj eins dimmt í lofti eftir þessa heimsókif. N. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.