Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 lidSsmdi S. í, S. lokið ’ Skorað á kaupfélögin að leggja fram fé tii gistiherbergja að Bifröst 51. aoalfundi S.Í.S. lauk í Bifröst s.l. föstudagskvöld, og hafSi fundurinn jþá staSið í tvo daga. Úr stjórn Sambandsinsi áttu aö ganga þeir Eysteinn Jónsson og Björn Kristjánsson, en voru báðir endurkosn- ir. í varastjórn voru endurkosnir ‘ Þórhallur Sigtryggs. son, Eiríkur Þorsteinsson og Bjarni Bjarnason. Endur- skoöandi var endurkosinn Páll Hallgrímston. Eitt nýtt kaupfélag fékk inngöngu í Sambandið á fund- iuum en þuð er Kaupfélag Kópavogshrepps. Þá voru ræddar breyfingar á Lífeyris- sjóði starfsmanna samvinnufé- laganna og samþykkt reglu- gerð fyrir Minningar.sjóð S.Í.S. sem stofnaðer var með kr. 500.000 á 50 ára afmæli Sam- bandsins. í tilefni af hinum miklu á- rásum, sem gerðar hafa verið á. Sambandið og forráðamenn þess, gerði fundurinn eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur S.Í.S. vottar forstjóra þakkir sínar og fyllsta* traust fyrir frábær störf hacis í þágu samvinnu- félaganna. . Jafnframt þakkar fundur- inn ómetanleg störf haas og stórhug við framkvæmd olíu- verzlunarinnar og vítir harð- lega. blaðaárásir á hann, Sam- bandið og Olíufélagið h.f., sem ómaklegar og með öllu ástæðu- lausar“: Eftir umræður um verðlags- mál og framkvæmdir sam- þykktl fundurinn: „Aðalfundur S.Í.S. 1953 lýs- ir ánægju yíir því, Samband- ið og kaupfélög innan þess selja vörur yfirleitt með lægra verði cn kaupmannaverzlanir, auk þess sem þau leggja fé í tryggingarsjóði í hlutfalli við vörukaup þeirra. Telur fund- urinn mikilsvert, að S.Í.S. og félögin geti haldið áfram að fullnægja þörfum félagsmanna fyrir góðar vörur með réttu verði. Jafnframt lýsir fundurinn sér- stakri ánægju yfir því að sam- vinnufélögin hafa á síðustu ár- um stöðugt verið að færa starfsemi sína yfir á fleiri svið. Þakkar fundurinn þeim mönnum, sem hafa haft for- göngu um nýjungar í stárfi samvinnufélaganna og ályktar, að áfram skuli haldið á þeirri braut að beita úrræðum sam- vinnunnar við enn fleiri við- fangsefni til framfara og auk- innar hagsældar fyrir almenn- ing í landinu". Mjög bagalegt er, að ekki skuli vera gistiherbergi í Bif- röst, en fjárfestingarlevfi fyr- ir slíkri viðbyggingu hafa ekki fengizt. Samþykkti fundurinn tillögu frá Jónasi Jónssyni og fleirum þess efnis, að skorað er á kaupfélögin að leggja fram fé, sem svarar kostnaði eins herbergis hvert, og beri hvert herbergi heiti þess sam- vinnufélags, sem lagt hefði fram stofnkostnað þess. Á laugardag fóru fram að- alfundir Samvinnutrygginga, Líftryggingafélagsins And- vöku, Vinnumálasambands samvinnumanna og Fasteigna- láaafélags samvinnumanna. Aðulfu m d m r S amwi m nutritaaiHQ Samyinnutryggingar héldu aðalfund sinn að Bifröst í Borgar- firði sl. laugardag. Stendur liagur félagsins með miklurh blóma og. starfsemi þess hefur farið stöðugt vaxandi. Iðgjaldaaukningin á árinu 1952 nam 2.147.000 krónum eða 17,3% og varð tekjuaf- gaagur svo mikill, að unnt reyndist að' endurgreiða. trygginga- tökum yfir 2 milljónir króna. Áður liafði stofnunin endurgreitt eæplega eina milljón króna, svo að samtals hefur hún á fjórum síðuiitu árum skilað hinum tryggðu aftur rúmlega þrem millj. Þeir Vilhjálmur Þór, formað- ur félagsstjórnar, og. Erlendur Einarsson, framkvæmdastjóri fluttu skýrslur um rekstur fé- lagsins á liðnu ári. Samtals voru gefin út 8 962 ný trygg- ingaskírteini, en tala tilkynntra tjóna varð 1774, þar af 1360 í bifreiðadeild og 329 í sjódeild. faidazt síðan 1950. Samtals nema sjóðir Samvinnutrygginga 1G 462 000 krónum. Auk tryggingastarfsemi hafa Samvinoutryggingar haldið uppi nokkurri fræðslustarfsem: í öryggis- og tryggingamálum, meðal annars með útgáfu rita o. fl. Á fundi bæjarráðs 3. þ. m. var samþykkt að ráða Magnús Ólafs- son sem aðstoðarlækni borgar- iæknis í stað Tómasar Helgason- ar, sem fengið hefur stöðu í Landsspitalanum. Liftrygginafélagið Andvaka hélt aðaifund sinn í Bifröst í Borgarfirði sl. laugardag. Gáfu þeir skýrslur um starfsemi fé- lagsing Vilhjálmur Þór, formað- ur félagsstjórnar, og Jón Ólafs- son, framkvæmdastjóri. Gefin voru út 605 ný líftrygg- ingaskírteini á áriau 1952 og nam fjárhæð þeirra 8,6 milljón- um króna. Er þá tryggingastofn Andvöku orðinn 42,9 milljónir og hefur hann meira en fjór- faldazt á þrem árum. Anserískur maðyr fersf í bíl- slysi í Kép«vogi I fyrrinótt varð það slys í Itópavogi að tvær bifreiðar rákust á með þeim afleiðingiun að farþegi í annarri, Albert Mainolfi að nafni, beíð bana. Auk’a eigin áhæíta — dreg ið iir eniliirtryggingum. Það á mikinn þátt í batnandi hag Samvlnnutrygginga, að fé- Iagið hefur með traustari fjár- hag getað aukið eigin áhættu J ingum erlendis. Árið 1951 fóru Í 25% tekna félagsins til endur- 'í trygginga, ea 1952 aðeins 17,5% vl Þá hefur tekizt vel að halda A ■ d reksturskosnaði félagsins niðri, 'íj og nam hann á árinu 16,5% Ieða 0,5% minna en árið áður. Er þetta mjög lítill reksturs- kostnaður í samanburði við það, sem tíðkast hjá tryggingafélög- um, jafnvel erlndum félögum, sem talin eru vel rekin. Vaxandi sjóðir. Sjóðir félags'n.s hafa haldið áfram að vaxa ört, og er það þeirri aukningu að þakka, að félagið hefur getað aukið eig’n áhættu og þannig bætt hag sinn stórlega. Iðgjaldasjóðir eru nú 9 968 843 kr. og hafa nær tvö- AtburSur þessi gerðist um hálfsexleytið í gærmorgun. — Slcammt sunnan við Kronbúðiiia í Kópavogi rákust á bifreiðarn- ar X—351 og R—5582. Er sá síðarnefndi jítill Renault-bíll og voru í honum fjór'r mena: bíl- stjór.'an og þrír Bandaríkja- menn, þar af tveir starfsmenn á Keflavikurflugvelli; en sá þriðj', Albert Mai.uo'fi búsettur að Laugav. 12 hér í bæ. Varð á- reksturinn svo harður a’ð bifreið arnar lögðust mjög saman, og meiddust allir sem í þeim voru méira og minna. Annars var í gær allt óljóst um atburð þenn- an, þar eð báðir bílstjórarnir vorn svo meiddir og illa haldnir að lögi'eglan gat ekki yfirheyrt þá um hver.nig slysið hafði bor. ið a'ð höndum. En Alfbert Main- olfi mun hafa látizf"mjög fljót- lega eftir áreksturinn. Annar hinna Bandaríkjamannanna hlaut skurð á höfði, bílstjórinn í R—5582 fékk heilahristing auk meiðsla, bílstjórimi í X—351 meiddist einnig allmik- ið, en afirir minna. Albert Mainolfi var kvæntur íslenzkri konu, Soffíu Pálma- dóttur og hafði búið hér á landi allmörg ár. ABYRGBARTRVGGIIVGAR 0 ' ; — ný gr©Sii váÉFyggiiiga Sjö íslenzk vátryggingafélög eru nú að byrja á nýrri grein vátrygginga, frjálsum ábyrgðartryggingum. Hlutverk þessara trygginga er að bæta hinum tryggða fjárútlát, sem hann verður fyrir, ef honum ber, samkvæmt íslenzkum lögum eða réttar- venjum, að greiða bætur fyrir tjón á möeinum eða munum, enda sé bótaskylda lians ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda. Tryggingin nær ekki aðeins til sjálfra skaðabótanna held- ur líka til málskostnaðar, sem á tryggða kann að falla í sam- bandi við bótakröfuna á hendur honum. Inuan þeirra takmarka, sem getið var hér að framan, nær tryggingin einnig til þeirr- ar skaða’bótaskyldu, er starfs- menn ’ tryggða baká honum gágnvart þriðja maani. Ábyrgð- artryggingar eru lítt þekktar hér á landi, nema liin lög- boðna ábyrgðartrvgging öku- tækja og flugvéla. Að vísu hafa íslenzk vátryggingafélög útvegáð ábyrgðartryggingar í einstökum tilfellum, þegar sér. staklega hefur ver:ð beðið um það>. Einnig hefur umboðsmað- ur eins erleads vátryggingafé- lags haft þiessar tryggingar á boðstólum til skamms tíma. En útbreiðslu hafa þær engri náð, enda ekki verið sniðnar eftir íslenzkum þörfum. En víða er- lendis, meðal annars á hinum Norðurlöodunum hafa ábyrgðar trygg'ngar náð mikilli út- breiíslu. Hin síðari ár hefur það mjög farið í vöxt hér á landi, áo tjón þolar geri bótakröfu á hendur tjónvaldanda. Þróunin virðist ganga í þá átt, að dómúrskurð- ur í skaðabótamálum fari hækk andi með verðlaginu og jafnvel heldur meira en það. Þess eru dæmi, að bætur fyrlr persónu- slys hafa farið yfir 300.000.00 krónur. Þa'ð liggur í augum uppi, að ekki er á færi margra einstaklinga að greiða slíkar bætur. Jafnvel stórum fyrir- tækjum gæti verið það um megn. Það er sérstakiega ástæða til að benda á, að ábyrgðartrygg- ingar þessaí bæta trygginga- taka eiimig þáð tjón, cr hann kann að verða dæmdur til að greiða vegna slysa, er starfs- menn hans verða fyrir við vinnu sína. Þegar um alvarleg slys er að ræða vantar rnikið á, að lögboðna slysatryggingin bæti mönnum að fullu það fjár- hagstjón, er þeir verða fyrir. En alvarleg siys v:ð vinnu eru því miður býsna algeng, t;l dæmis við vinnu um borð í skipum, við uppskipun, verk- smiðjuvinnu o. fl. Þegar tjón verður á mönnum eða munum, er það þjóðfélags- legt vandamál að ákveða, hver á að bera hið fjárhagslega tjón. Nú er það að vísu svo, í mörgum tilfellum, að tjónþoli á bótakröfu á tjónvaldanda. En ekki er allur vandi leystur me'ð því. 1 fyrsta lagi er bótakrafan oft einskis virði, vegna þess að tjónvaldandi getur eagar bætur greitt. í öfiru lagi getur svo háttað til, að tjónvaldandi get. ur að vísu greitt einhverjar bætur, en fjárhagur hans fer út um þúfur við það. I báðum þessum tilfellum getur ábyrgð- artryggingin leyst vandann Fyrir lítils háttar árlegt. gjald getur hver áðili, sem á það á hættu að valda öfirum mönnum fjárliagslegu tjóni, tryggt sér það að geta greitt allar þær tjónabætur, sem á hann kunna að falla. Við samningu á trygginga- skilmáium og iðgjaldaskrá var farið eftir fyrirmyndum frá Norðurlöndunum þremur, Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. Ska'fiabótaréttur þeirra ianda er riáskyldur þeim íslenzka, þó að nokkuð beri á milli í einstöku atriðum. Við ákvörðun trygg- ingaupphæða og iðgjalda varð að sjálfsögðu að taka þiað með í reikningian, að verðgildi ís- lenzku krónunnar er miklu lægra en hinna norðurlanda- krónanna. Sé tii dæmis gert róð fyrir, að ákveðið tjón kosti hér á lapdi þrefalt f!e;'ri íslenzkar krónur en samskonar tjón kost- ar í norskum krónum í Noregi, þá þurfa bæði tryggingaupp- hæfiin og iðgjöld að vera þre- fait hærri í islenzkum krónum en norskum. Enda þótt tryggingaupphæðir í ábyrgðatryggingum séu rnjög háar, 500 0C9 t’l 1 000 000 kr., verður áhættan þó að lang mestu leyti borin af íslenzkum vátryggingaféi ögum, og án þess að nokkurt þe:rra taki á sig óeðlllega mikla áhættu. Þessu er þannig fyrir komið, að hvert félag endurtryggir mestan hluta af áhættu si.nni hjá íslenzkri endurtryggingu en fær í staðinn frá því félagi þátttöku í áhætt- um frá hinum félögunum. Tryggingar þessar geta varð- að mai'ga að'la, bæði einstakl- inga og féiög. svo sem húseig- endur, skipafélög, lækna, lyfja- búðir, sjúkrahús, sundlaugar, Fra.mha.ld á 9. síðu Neytendasamtök Reykjavíkur munu setja á fót skrifstofu inn- an skamms, ef meðlimasöfnun sú, sem nú er haf'n, gengur nægilega greiðiega, Neytenda- samtökunum hefur boðizt hús- næði undir skrifstofu á bezta stað í bænum, og er mikils um vert, a’ð hægt verði að taka því bofii. Skrifstofan á að verða miðstöð fyrir starfsemi samtak- anna og Neytendabiaðið, og þangað þurfa meðlimir samtak- anna að geta leitað aðst. og upp'ýskiga. Árgjaldifi. er að- eins 15 kr. og 'áskrifendur að Neytendablaðinu njóta fullra félagsréttinda, búi þeir innan lögsagnarumdæmis Reykjavik- ur. Meðlima- og áskriftarlistar liggja frammi í þessum bóka- verzlunum: Braga Brynjólf s- sonar, Isafoldar, Sigfúsar Ey- mundssonar, Lárusar Blöndals og Laugarness. Einnig geta menn gerzt meðhmir og áskrif- endur með því að hringja í eft- irtalda síma: 82742, '3223, 82383 og 5443. Sala Neytendablaðsins hefnr aukizt jafnt, og þétt, en þ ð Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.