Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. júli 1953 Kaupmannahöfn 11. júní 1953 Lengi héfur mig langað til að sjá fólkið úr hinum heims- álfunum. Skoða það gaumgæfi- lega eins og maður virðir fyrir sér dýr eða jurt, athuga hinn ýmislega mun og helzt að fá skýringu á því hvað sá mun- ur héfur að þýða (þó að vera megi að það skipti minna máli en ætla mætti) og nú gafst mér loks tækifæri til að sjá í einu húsi konur komnar af 67 þjóðlöndum, og að virða þær vel fyrir mér án þess til óþægmda væri íyrir mig eða þær, heyra þær tala, sjá hegð- nn þeirra merkilega og óað- finnanlega (eða aðfinnanlega) og forvitni minni fékk ég ekki svalað, heldur vaktist mér meiri forvitni því meira sem ég sá. Þarna sveimuðu þær um húsið Stadion ekki óáþekkt flugum og heyrðist til þeirra þjrður kliður og víst mundu flugur, ef scð hefðu til þeirra, hafa haldið að sveim þeirra væri nokkurskonar flugna- sveim og tal þeirra flugnasuð, mundu þær hafa álitið sitt suð betra og sveiman sina merki- legri. Ekki "þekkjum vér sálir flugnanna né skiljum vér mál þeirra, vera má að flugnasál- ir séu hinar einu scnnu sálir. Konurnar voru þarna sam- an komnar « þeim tilgangi að lieimta frið og banna ófrið- beimta jafnrétti og samlyndi og banna kúgun, og víst mundi hún Fríða gamla sem var í kaupavinnunni hjá Bjarti í Sumarliúsum um árið, hafa átt vel heima þarna í ofanrof- inu sínu og aftankastinu; mundi tal hennar hafa hljóm- að vel í salnum. Forseti þessa þings, eðlis- fræðingurinn madame Cotton, lét mikið að- sér kveða. Er hún yfrið góðmannleg á svipinn og voru henni færð börn eins og Jesú forðum, þar sem hún sat á pallinum í Fælledparken á sunnudaginti var. Blessaði hún yfir þau með höndunum eins og hann gerði og skilaði þeim síðan. Blöðin hafa tekið þessu merkilega móti ákaflega mis- jafnt. Berlingurinn, sem ætlaði að rifna af gleidd vegna krýn- ingarinnar veit ekkert um þetta mót, honum er það und- arlega hulið. Politiken veit að REYKVÍKINGUR kom að máli við mig nýlega, sem vildi koma þeim tilmælum áleiðis til forráðamanna strætisvagn- anna, 'að þeir veittu ýmsum föstum viðskiptavinum þess- ara almenningsfarartækja ein- hvern afslátt af fargjöldum. Lagði hann til, að t.d. skóla- fólk, verkamenn ofl., sem nota vagnana daglega, oftast sömu ,,-rútuna“, fái einskonar kort e'ða skírteini í hendur, sem þeir sýni í hvert sinn og fái lækkun á fargjaldinu, er næraj % af hverri ferð. Virð- ist ekkert sjá’fsagðara en þetta verði tekið ti’ athugun- ar, einkum hvað snertir skóla- bömin á hausti ltomanda. 'k ANNAR maður kvartar und- an því, að í sumum þvotta- •húsum bæjarins sé ekki nógu veí farið með þvottinn og frá honúm gengið. Segir hann það vera algengt, að skyrtum sé skilað með brotnar tölur eða -7T f Bréf til Önnu: K 8 Fólkið ór kmnsn heimsálSimum vísu af því, en birtir um það heldur smáar greinar, en í Land og Foik kveður við ann- an tón. Það er sem þetta blað viti ekki af öðru en mótinu, og hefur fengið menn til að teikna myndir af konunum, er blaðið útkrotað kvennaþings- konum í ba.v og fyrir og er að þessu mikil prýði. Því miður gafst mér ekki tækifæri til að tala við konurn- ar brúnu, gulu og svörtu, augnayndi mitt í ofanrofum þeirra og aftanköstum, því ég er sögð stirðlega talandi móð- urmál mitt, hvað þá mál þeirra sem búa í t'jarlægum heims- álfum, en kæti þeirra virtist sama sinnis sem kæti vor, og ræður þeirra, sem útvarpað var á 7 tungumálum, þekktust ekki frá hvítra kvenna ræðum, nema ég held þær hafi saman- lagt verið öllu betri. (Heyrði ég þó of fáar til að geta dæmt um þetta), Þó að fríðleikur og fram- koma og klæðnaður hafi ekki átt að vera mælikvarði á gildi fulltrúanna sá ég glöggt hver þjóðin átti fremsta fulltrúaon að þessu leyti, en það voru Indverjar. Kona frá Pakistan talaði þarna og hlustaði ég á, og ég minnist þess sem séra Sigurbjörn Ástvaldur sagði einu sinni í riti til að hræða Islendinga frá Hindúatrú, að sú saga gengi í Indlandi, að guð þeirra Krishna hefði átt 10.000 unnustur samtímis og veitt hverri þeirra það er skyldi, (og ekki fara jafn á- gætar kraftaverkasögur af vorum herra), og þá er þessi dóttir Indra eða Krishna sem afsvarizt hefur trú feðra sinna, stóð í ræðustólnum og mælti fögrum rómi ágætt mál, sveipaði af henni þvílíkum þokka sem ég hygg sjaldgæf- an vera muni. Illa lét hún af stöðu kvennanna í landi sínu, óskaði hún landi sinu innfyrir jámtjald. Síðan talaði kona frá Japan, lítil, ljós eða grá- leit í andliti. Illa lét hún einnig af ástandinu í laadi sínu, sagði fátæktina fara vaxandi með aukinni fólksf jölgun, en barna- ■mergðin skeifileg. Lastaði hún hersetu Bandaríkjamanna og óskaði lándinu inn fyrir járn- tjald. Stucidum stóð ég mig ao því að segja augu mín fara með ósannindi: svona kvenmaður er ekki til þó ég sjái hann, þessum örgrönnu beinum er eflaust samantyllt til þess að þau tolli og þessi fíni vefur utan um er ekki kvenh'old heldur jurtar, vera þessi er ekki af konu fædd heldur stíg- ur út úr lótusblóminu, klæð- inu er sveipað utan um hana og það er sem nálega ekkert gangi innan í klæðinu. Það dregur mikinn dökkva fyrir hugskotsaugu mín af öllu þessu blásvarta, hrafn- svarta eða kolsvarta hári, tinnudökkum augum og mó- svarta hörundi en þetta er þægilegur dökkvi og bregður hvergi fyrir þessum ólánlegu nefjum sem vér höfum, það er sem skaparinn hafi af ein- skærum ótuktarskap verið að leika sér að þeim þegar hann bjó þau til, t því skapi að gera okkur að háði, ýmist und- ' ið þau út á hlið eða teygt þau fram eða belgt þau upp, dæmalaus er ófríðleikur mann- fólksins hér á vesturlöndum. Svo sem Asíukonumar bera af oss að fríðleik sumar( en hinar icidversku af þeim), eins ber klæðnaður þeirra af flíkum okkar. Þá er vér klæðumst ýmist í skræpóttar eða dauf- lega litar fatatuskur, sem rubbað hefur verið af til að græða á þeun, sjáum vér þær sveiptar fögru klæði, sari, og slík er helgi þeirrar flíkur, að engu hefur mátt breyta um margar aldir, þó er mér sagt að fyrir skömmu hafi helgi- klæðinu sari verið breytt og gert þægilegra að bera. Kín- verskur klæðnaður er að vísu engu síðri, en konurnar sem bera hann, ekki jafn ununar- samlegar. Það sást karlmaður og karl- maður á stangli á þessu kvenna þingi, þótti mér enginn eftir- tektarverður nema einn, sat hjá honum kona af sama þjóð- flokki og var mér sagt, að þau væru frá Tibet, sjálfu því landi sem ég er vönust að heimsækja í anda. Himininn er nálega svartur þar, þó að sól , skíni í heiði. Þau voru bæði j hávaxin eins og títt er um i fjallaþjóðir, mjög flatnefja og \ dimm og get ég ekki sagt að j mér hafi geðjazt að höfuðlagi | hans. Það var hnöttótt og vax-* ið illhæringi, sýndist mér. Það segir Baldur aagnfræðingur, að Tibetbúar sé sératakur kyn- þáttur og engum skyldur nema Indíánum. Hafi þessi kynþátt- ur greinzt £ tvo flokka og ann- ar leitað upp í fjöllin miklu í Mið-Asíu, en hinn hrakizt um, strendur og útskaga alla leið til Alaska, en síðan suður um alla þá álfu, sem áður var ó- byggð, og séu þeir Indíánar. Það segir hann vera einkenni þessara manna að þeir leiti æ- tíð undan þá er á þá er ráð- izt, bíði þeir ætíð lægri hlut. Þessir undanleitarmenn búa nú í landinu ofar heiminum, 2000 metrum ofar efstu gnýpu Öræfajökuls og stunda þar galdur. Þá er sir Francis Younghusband braust til Lhassa með herflokk sinn snemma á öld þessari og knúði preláta borgarinnar til að gera verzlunarsamning við brezku ríkisstjórnina. fengu þeir ekki rönd við reist (þó var samn- ingurinm. þeim ekki óhagkvæm- ur, því sir Francis var göfug- menni), en þeir gerðu honum galdur, svo hann undi sér ekki inni og þá er liann var út kom- inn var honum svo brugðið, að honum var ekki frjálst að. ganga hvert sem hann vildi og í enga átt nema upp á þanm hól sem galdramenn höfðu ætl- að honum að ganga upp á, en' þá er hann var upp á hólinn kominn, sé yfir hann sú rósemi ásamt upplyftingu ■ hugarins, sem galdamennirnir höfðu ætl- að honum, og upp frá því þótti honum erindi sitt lítil- vægt og hvarf hann burt úr landinu. Minnir þetta á sög- una af Galdra-Lofti þá er fjandinn sótti hann. Toldi hann ekki inni í húsinu, en var knúinn til að róa á sjó. (Ég er kominn langt frá efninu). Ekki sátu fund þenna nema konur frá 67 löndurn. Konur frá 10 löndum sem ætlað höfðu að koma, komust ekki fram og voru flestar frá Afríku, enda var utadarlega lítið af svörtu kvenfólki, en fallegt það sem ég sá, og var ein þeirra fulltrúi Bandaríkjanna og er ég illa svikin ef hún liefur ekki mikinn mann og góðan að geyma. En þriggja þjóða konur komu að landa- mærum Danmerkur en var ekki hleypt innfyrir. Þessar konur voru frá löndum sem eiga í stríði og skil ég ekki ástæðuna til þess að þeim var ekki leyfð landvist meðan á þinginu stóð. Það þótti mér vanta að ís- lenzku fulltrúamir bæru þjóð- búninginn, hin eina sem bar hann, María Þorsteinsdóttir, sómdi sér vel í honum. Ilún mælti á ensku þá er hún hélt ræðuna í salnum, og varð mér undarlega við og hélt ég ekki að þetta hið umkomulausasta af málum, íslenzkan, væri svona umkomulaust. Allar þær konur, sem innan búa jámtjaldsins, hrósuðu kjöriun sínum, og einkurn þótt- ust hinar kínverksu mega muna tvenna tímana. Héldu þær að yfir væri komin sú gullöld sem aldrei þryti, breið- leitar eru þær og sýnist saman komið í andlitssvipnum margt sem hann má pi ýða, vit, dugn- aður og gott skap, og verður þessum kynþætti víst seint út- rýmt. Mætti ég ráða, mundi ég þó kjósa dóttur Indra sig- ur yfir öðrum kynþáttum, nema mér sjáist yfir ágæti vors íslenzka kvenfólks sem blaðið Politiken sagði um dag- inn þá er blómadrottningin Heba var hér á ferðinni, að kallað væri hið fegursta í heimi. Fríða Einars. ilfsláítur af fargjöldum — Meðferð á þvofti — Vita- torg barnaleikvöllur — Hitabylgjan — Reykvísk menning í skáldsýn tölulausum, auk þess sem oft komi fyrir, að stykki týnist. Slæmt,'ef satt er. ★ HVERFISGÖTUBIJI skrifar: „... .Ég hef oft undrazt það, að Vitatorg skuli ekki vera notað betur en gert er. Hvern- ig stendur á því, að torgið er ekki girt og haft fyrir barnaleikvöll ? Ekkert vir'öist auðveldara og sjálfsagðara. Svo virðist sem þar eigi eklci að byggja, og ekki er það nein samgönguæð. Þar standa stundum bílar, vinnuskúrar eða annað um stundarsakir, en samtímig er allt hverfið leikvallarlaust, og þannig hef- ur það veri'ð frá upphafi. — Setjið nú smekklegt grindverk um torgið, Wggið það grasi og komið þar fyrir rólum, sand- kössum og öðru því, er börn hafa gaman af... ★ HÉr má bæta því við, að vit- anlega er hægt að gera barna- leikvelli me'ð tiltölulega litlum kostnaði víðar en á Vitatorgi, ef áhugi forráðamanna bæjar- ins væri fyrir hendi. Mér koma til hugar staðir eins og lóðin við gamla Ingimarsskól- ann við Lindargötu, Klambra- túnið, bletturinn stóri austan við Austurbæjarskólann, ofl. ★ HITABYLGJAN, sem gengið hefur yfir öll Nor'ðurlöndin að undanförnu og ennþá er ekki liðin hjá, hefur gert vart v.’ð sig hér með óvenju miklu votviðri og hlýju undanfarin dægur. En ekkert höfum við af þeim geysihitum að segja, sem lama allt líf fólks í nær- liggjandi höfuðborgum — sem betur fer. I bréfi, sem ég fékk í hendur nýlega fúá Danmörku, er sagt frá 40 stiga á Celcius. Það cr nokku'ð mlkið af því góða, og betra að hafa íslenzku veðráttuna, þótt kalsaleg sé á stundum. Ann- ars er þáð mála sannast, að víða á landinu er veðurfar stöðugra og meira skjól fyrir stormi en hér í höfuöborg- inni. Við erum hér úti á nesi, og ekki þarf Iengra að fara en til Hafnarfjarðar, stundum, til þess að komást í logn, þótt hann sé hvass af norðan í Reykjavík sjálfri. .....Þar voru allir menn orðn ir Gútemplarar og öll vín- drykkja var orðin ókunnug, aptur á móti höfðu kaupmenn eigi við a'ð flytja súkkulaðe og sódavatn, limonade og Brama-Bitter, og var veitt til þess stórfé úr landssjóði eptir lögum aiþmgs; brjóst- sykur var selt í skippundum og stóð tannlæknir á hverju götuhornj með stóreflis klípi- töng í hendinni til að draga út tennur úr fólkinu, því að allt hafði tannpínu, og lágu tennurnar hrúgum saman á borgarstrætunum, en bæjar- stjórnin ætlnði að láta brúa með þelm göturnar....“. (Ur Þórðar sögu Geirmundarsonar eftir Ben. Gröndal; — lýsing á Reykjavík framtíðarinnar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.