Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. júlí 1953 Engar ermar Það eru ekki aðeins sumar- kjólamir sem eru ermalausir í ár. Blússumar eru einnig hafðar emialausar, og því er sjálfsagt fagnað af mörgum nýliðum í saumaskapnum, sem eiga erfitt með að láta errnar fara vel. Ermalausu blússurn- ar eru einnig þægilsgar undir dragtarjakka, því að það fer svo lítið fyrir þeim og ermarn- ar kryppla.st ekki. í rauninni kemur ermalausa blússan í stað „platblússu" en þó er hún hentugri, vegna þess að vel er hægt að nota hana eina og jakkian er eklci cevinlega nauð- synlegur yf'r. Errnalausu blússurnar eru saurnaðar bæði einlitaðar og mynstraðár; þær sjást úr köfló<tum, röndóttum og dropóttum. efnum og allar efn'sgerðir eru notaðar i þær, allt frá popiíni og upp í blúnduefni og nælon. E mnig í tízkn í U ng'ver j alandi Tízkan er alþjóðleg og hún skýzt furðu auðveldiega yfir landamæri, -hvar svo sem þau Langsjal á herðarnar Langsjölin eru enn mjög í tízku og þau eru gerð úr mjúkri, lipurrj ull eða liðlegum hör. Á myndinni er léreftsstóla, sem lcgð er um herðarnar á stúlku í svartri dragt. Stólan er gras- ‘græn og hún gefur búningnum mjög skemmtilegan svip. Ekkert getur sett eins fjörlegan svip á gamian göngubúning og einmitt stólan, og hún er til annars og meira en skrauts, því að hún er hlý yfir jakkann o% létta sum- arkjóla. Til eru margar fallegar itc.lur í verzlunum, en þær eru flestar dýrar. En akar konur ættu að geta heklað eða prjónað ■ ár stólu úr þunnu ullargarni; það verður ekki mjög dýrt og það er ekki flóknara en svo að hver einasta kona setur gert það án fyrirmyndar. liggja. Sem dæmi má taka litlu húfurnar úr leóparðaskinni eða eftiriíkingu af því. Tízkan sú er upprunnin í P.arís og náði þar mikilli útbreiðslu. Tizkan breidd- ist'út til fleiri ianda og á mynd- inni er snotur ungversk útgáfa ;af þessari skemmtilegu tízku. Húfan er hlý, situr vel á höfð- inu o% hún er í sínu gildi. allan ársins hring. Saíiaa^slafosði'kaa Kl. 10.45-12.30 , Þriðjudagur 7. júlí Austurbærinn og miðb.'rrinn mí’li Snorrabr. osr ÁSalstrætis, Tjarnar- gptu, Bjai'karpctu að vestan og Hringbrautar a.ð sunnan.. Framhald af 3. síðu. fæst á ö’Ium b'aðsc’ ustöðum og 1 bókaverzlunum. Þeir sem vildu koma efni í næsta b!aJ. eða gera tillögu ura efni, sku'u senda bréf sén til Neytenda- samtaka Reykja.vi.kur, pósthólf Í096. Með því að gerast neðiimir neytendasamfa.kanna ei’uð þér að vinna r l eigtn hcg! Ný tízka í skartgripum er að setja saman gyiltan málm og leður; [ að sést bædi á glæsi- legum nálum, hnöppum og arm- böndum. Litað leður í sterk- um litum, svo sem rauðum eða grænum iit, fer mjög vel við gylltan má’m. Þctta er dýr tízka enn sem komið er og ber metst á henni er'end.ýi, en tízka af þessú tagi breiðíst oft ört út og lækkar fljótlega í verði. A. J'. CRONÍ N: A annarlegri strönd tók upp vasaklút og snýtti sér. Tvær mínútur liðu. Hann horfði á útlinur líkama hennar; það kom aftur roði í kinnar hans. Haun hörf- aði undan; nam staðar; leit aftur á hana. Allt í einu kafroðnaði hann og stamaði: „Gætirðu ekki — ó, Elissa, þótt þú viljir ekki giftast —“ Hann þagnaði, varir hans voru þurrar, hann einblíndi á þetta mjólkurhvíta hörund og vonaði að hún kæmi honum til hjálpar. En hún þagði. „Gætirðu ekki —“ stamaði hann aftur. „Gætirðu ekki — verið góð við mig —“ Hann leit niður í örvæntingu; svo fylltist hann ömurlegri reiði. Svipur hans varð ólund- arlegur; nann fann að hann var sigraður og hann hætti að fara bónarveg; auðmýkingin brenndi kverkar hans eins og gall. „Svo að þú vilt ekki skipta þér meira af mér,“ hreytti hana út úr sér. „Eg er víst ekki nógu góður. Þú þykist eiga með að sparka í mig. Þú — sem situr hérna meðan vinkona þín er veik •—- þú ert of eigingjörn til að fara til hennar.“ „Einmitt,“ samsinnti hún. ,,Eg var búin að segja þcr, að ég væri eigingjöm." Það var eins og hann heyrði ekki hvað hún sagði.“ „Og nú ætlastu til að ég hrökklist út, — að við séum skilin að skiptum. Gott og vel. Eg skal sýna þér, hvort mér stendur ekki á sama um álit þitt. Eg skal sýna þér hver liefur ekki bein í nefinu fremur en köngurló.“ Hann gekk aftur á bak til dyra, tók um húninn og opnaði. Svo leit hann af henni, gagntekinn gló- andi reiði. „Þú heldur ef til vill að þú getir haft mig fyrir fótaþurrku,“ hrópaði hann. „Þú þvkist vera mér svo miklu fremri. En bíddu bara. Eg skal sýna þér. Keyrirðu það, ég skal sýna þér.“ Rödd hans varð há og skerandi; svo skellti hann hurðinni ofsalega og var far- inn. Honum var ekki alveg ljóst í svipinn, hvað hann ætiaði að sýna henni. En þegar hann æddi niður stigann og þaut út úr gisti- húsinu var eins og hann stæði í björtu báli. Hann slcálmaði yfir torgið — hcaum var sama hvert liann fór. En hann ætlaði ekki aftur til Laguna; hann gat ekki farið aftur til þessa við- bjóðslega, tortryggna Rodgers. Það yrði til að gera út af við hann. Nei, nei, hann ætlaði að vera hér kyrr. Hann ætlaði að vera kyrr. Haan skyldi sýna þeim -— sýna þeim öllum. Og allt í einu mundi hann eftir gistihús- inu í Calle de la Tuna. Hann vissi auðvitað, livers konar staður það var; hann hafði að minnsta kosti gmn um það. Haan kingdi munn- vatni og var á báðum áttum. Hann gat ekki farið þangað; hann vissi það; það var synd- um spilltur staður. En þó var hann í vafa — í senn hrifinn og hræddur. Eiahvers staðar varo hann ao vera; hann gat ekki farið aftur til Rodgers; og hann var ekki viss — hann vissi engar sönnur á því að þetta væri svo slæmur staður. Það var ekki rétt að fella dóm að óreyndu og ef staðurina reyndist spilltur, var það þá ekki skylda hans að reyna að bæta hann? Meðan hann hugleiddi þetta, herti hann gönguna, breytti um stefnu og hélt í áttina til hafnarinnar. Og um leið fór hann að biðja á feimnislegan og óttasleginn hátt. „0, guð.“ tautaði hann fjTÍr munni sér. „Eg vil ekki breyta illa. Eg vil ekki fara þangað. Hún á sök á þcssu. Eg vildi gera það sem rétt var? Og það var hún sem hæddist að mér. Ó, drottinn, hjálpaðu mér. Eigi leið þú oss í freistni." Hann fór að hraða sér eins og djöflar væru á hælunum á honum. Og hann stefndi beint að höfninni. Og í sífellu tautaði hann fyrir munni sér: „Drottinn, hjálpaðu mér. Hjálpaðu mér. Láttu mig ekki syndga.“ Haan beygði .fyrir horn, gekk niður götu, sem við voru smærri og óásjálegri hús. Hann heyrði hlátur, gítarleik. 1 þröngu húsasundi stóð kona og tautaði eitthvað í eyra hans um leið og hann gekk framhjá. Hvað sagði hún? Fimm peseta, senjór. Hún var mjög digur, brjöstin eins og fitukeppir. Lágur hlátur heim- ar ómaði í eyrum hans niður eftir þröngri göt- unni. Hann var enn að biðja og augu hans log- uðu, þegar hann fór inn í Calle dc la Tuna. XXIII. Aftur var sólin sezt bakvið tir.dinn og nótt- in lag'ðist yfir Los Cisnes Dökkir skuggar liðu um sjúkrahúsherbergið. Hornin voru orðia ó- Ijós. Það var eins og mjúk rökkurblæja hefði verið hengd fyrir þau. Nær og næi komu skugg- arnir og umluktu dvínandi birtuna, eins og hún væri líf sem yrði að útrýma. Skuggarnir einir hreyfðust ; allt annað var ó- hugnanlega kyrrt. Glugginn var hálfopinn en englnn andvari barst inn til að fjarlægja þef af lyfjum og veikindum scm lá í loftinu. Loftið var heitt og rakt, svo að erfitt var að draga andann. Við rúmið sat Harvey, studdi hönd undir kinn svo að tekið aadlit hans sást ekki, og hann sat teinréttur og stirðlegur. Á litla borð- inu hjá lionum var línurit, nokkrar krukkur, skál með sótthreinsuðu vatni, sprauta, röð af lyfjaglösum. — öllu hafði Súsanna raðað af mikilli nákvæmni. Hún hafði byrjað á því að þvo og skúra allt herbergið og undanfarna daga hafði hún haldið öllu í röð og reglu eins og á sjúkrahúsi. Þarna í húminu si óð hún honum til hægri handar, studdi hendinni á háu kistuna, eins og hún væri ormagna af þreytu. En hún einblíndi á rúmið eins og Harvey. Rúmið eitt var upplýst, baoað daufu gulleitu ljósi, sem virtist einnig hörfa undan dimmunni. Og á koddanum var andlit Mary, umkringt þessu ljósi eins og geislabaug, fölt eins og fílabein og mjög magurt; aöeins skuggi þess andlits sem einu sinni hafði brosað og fagnað líf'au. Nú lék ekkert bros um þurrar varirnar. Nú var engin gleði í sokknum augunum; aðeins örlítill lífsneisti. Allt í einu rétti Súsanna úr sér og rauf þögnina. „Er kominn tími til að kveikja á kertunum ?“ Rödd hennar var róleg, en þó hol og annarleg. Harvey svaraði ekki. Hann heyrði rödd henn- ar en orðin náðu ekki til hans. Gegnum ör- væntingu hugans komust aðeins þaakabrot. Hvað hafði hann setið lengi þarna? Og þó var það svo stuttur tími. Mælikvarði andartaksins — mælikvarði lífsins. Sandur sem strejanir — hvert korn sekúnda, tár, maunslíf. Sandurinn rann svo ótrúlega liratt; svo var glasið tómt, tárið hnigið, lífið slokknað. Það var hræðilegt Presturínn (viö skírn): Ilvað á barnið að lieita? Móðirin: Jón Pétur Siguröur Hallur Ingi Haf- þór. rresturinn: Afsakið, en mig vantar meira vatn. Maðurlnn: Hringdi ég ekki til þín einmitt til að seg.ia þér að koma ekki með móður þína með þér? Ifonan: Það er þessvegna sem hún er koniin að tala við þig. Þjónninn: Meira vín, herra? Maðurinn: Á ég að fá mér meira vín, I.ára? Lára: Á hann að 'fá sér eitt staup enn, mamma? Brúðurln: I’étur er svo takmarkalaust góöur við mig. Hann gefur mér alit sem ég bið um. Móðlrin: Það 'sýnir það eitt að þú biður ekkl um nógu mikið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.