Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1953, Blaðsíða 6
£) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. júli 1953 lUÓOVIUINN Öígfifandi: Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíaliataflokkurinn. ilitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jonsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars etaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. ___________________________________________ —• Eigum við að byggja togara fyrir oss sjáifa eða sprengjugeymsiur fyrir Ameríkana? Það er larið að leggja togurunum bæði í Reykjavík og út um land. Samtiímis berast bæjarbúum reikningar tog- araútgerðarinnar, sen: sýna hve geysilegur hagur bæjar- búum er að togaraútgerðinni, hvort sem hún sýnir reikn- ingslegt tap eða gróða. Engum heilvita manni blandast bugur um að útgerð þeirra 45 togara, semi ísland nú á, er aðalundirstaða efnahagslífsins. Eigi hagur almennings að batna, eigi viðskipti þjóðar- innar að vaxa, þá verður að fjölga togurunum, enda er það svo að jafnt í Reykjavík sem út um land vantar nýja togara. Á þeirrj togurum, sem þjóðin nú rekur, vinna allt að 1500 sjómenn, en allt að því helmingi fleira fólk í landi, ef unninn er t. d. freðfiskur úr aflanum. Og þessir togarar framleiða r.ú útflutningsverðmæti fyrir um( 300 milljónir króna, en gætu framleitt útflutningsverðmæti fyrir um 500 milljónir króna, ef rétv. vœri að farið. En á Kei'lavíkurflugvelli vinna yfir3000 íslendingar vinnu sem engum kemur að gagni. en 'kallar hættur yfir þjóðina. Þessir menn eru teknir frá framleiðslunni, vinnuafli þeirra er glatað. Því veldur ríkisstjórn, sem ekki hirðir um að gera Island efnahagslega sjálfstætt, heldur stefnir að því að gera það að amerískri nýlendu. En ef við eigum 'að geta rekið Ameríkanann burt úr okkar landi og tryggt öllum Íslendingum vinnu við fram- Jeiðslustörf, þá verður að hefjast handa um aukningu togaraflotans sem eins liðat í því að tryggja öllum íslend- ingumj vinnu í íslenzkum atvinnuvegum. Sósíalistaflokkurinn setti fram í kosningastefnuskrá sinni tillöguna um smíði togara hér í Reykjavík. Reynslan sýnir að við getum smíðað járnskip hér heimta. Það þarf aðeins að stíga eitt spor fram a við enn, til þess að smíða hér togara líka. Við höfum verkamennina, æfða, góða járnsmiði. V ið höfum góð tæki, sem aðeins þarf að bæta dálítið við. Og við þurfum á fleiri togurum að h'alda. Markaðivnir eru nægir, ef vel er unnið og heiðarlega að því að afla þeirra. Útgerðin borgar sig, ef fargi auðhrimg- anna er létt af herðunj hennar. Við þurfum á öllum sviðum að fá að vinna að skapandi, íslenzkri íranýeiðslu í stað neikvæðrar, amerískrar hern- aðarvinnu. Ábyrgðarleysi Að vonum svíður ritstjóra Frjálsrar þjóðar undan því að Þjóð- viljinn hefur fyrir kosningar, og eins eftir að kosningaúrslitin urðu kunn, bent á það glæfraspil sem Þjóðvarnarflokkurinn vann, er hann hafnaði án viðræðna samvinnu við Sósíalista- ílokkian í þessum kosninguum, og klauf með því á herfilegasta hátt fylkingu þeirra Islendinga sem nú þegar hafa skilið, að and- staða gegn hernáminu þýðir að kjósa ekki lengur hernámsflokk- ana, en mikið skortir enn á það, því miður, að andstæðingar her- námsias hafi yfirleitt öðlazt þann skilning. Það þýðir ekki að segja eftir þessar kosningar að Sósíalista- flokkurinn hafi einungis hugsað um flokkslegan ávinning af her- námsandstöðunni. Þegar við stofnun Þjóðvarnarflokksins bauð Sósíalistaflokkurinn honum samvinnu í kosningunum. Og með framboði sínu, i Reykjavík og Gullbringu- og Kjósarsýslu, sýndi Sósíalistaflokkurinn, að það sem hann iagði áherzlu á var ein- mitt að sameina andstæðinga hernámsins í eina fylkingu. Gegn þessu tefldi Frjáls þjóð hinum hógværu og gáfulegu heilræðum forystumanna sinna, að Sósíalistaflokkurinn, sem safnað hafði fimmtungi þjóðarinnar í fylkingu gegn hernáminu og um ís- ienzka málstaðinn 1 margra ára þrotlausri baráttu, skyldi lagður niður. Má mikið vera hafi ekki hlakkað í bandarísku her- stjórninni við þá uppástungu og þann ábyrgðarlausa áróður gegn Sósíaiistaflokknum, sem einkennt liefur Frjálsa þjóð. Hitt er broslegur málflutningur að ráðast á sósíabsta fyrir það, að við borð lá að Þjóðvarnarflokkurinn gerði ónýr, atkvæði á sjötta þúsund andstæðinga hernámsins. Sökinni á því ábyrgðarleysi, sem skín út úr þeim tölum, tekst Frjálsri þjóð ekki að koma á aðra en heimamenn sína. Fyrri hluta vikunnar heyrði maður fátt annað en tilkynn- ingar um úrslit kosninganna og stóiskar hugleiðingar útvarps- stjóra um kosningar á frum- skeiði þess fyrirbæris í ís- l lenzku þjóðlífi. Vikan fæddi af sér nýja út- varpssögu Byrjun hennar sþáir ekki illu, en lítt er þó hugsan- legt, að hún fái mikla áheyrn af vörum Lofts Guðmundsson- ■ar. Það er tvímælalaust meiri vandi en líklegt gæti þótt að óathuguðu máli að lesa fram- haldssögu, svo að hún verði hlustendum hugstæð. Það er vafamál, að enn hafi komið fram á sviðið nema tveir menn, Helgi Hjörvar og Sverrir Krist- jánsson, sem staðizt hafa það próf, og er Sverrir þó óreynd- ur nemá á sviði glæpareyfar- ans. Einar Ól. Sveinsson hefur á sama hátt náð tindinum í flutningi íslendingasagna. Loft- ur virðist ekki hafa agnarögn til að bera til þessa starfs. Lesturinn er skaplaus og lit- laus, þar sem á að taka til viðkvæmrar rómantíkur, fær maðúr í staðinn bragðlausa væmni. Erindaflutningur vikunnar var með rýrasta móti að snilli og ekki laus við átakanlega galla. Einar Magnússon er allt- af hressilegur í tali, en það verður ekki komizt hjá að láta í Ijós mikla óánægju yfir því, ■að þaulreyndur kennari skuli henda fram að lítt athuguðu máli kollvarpandi tillögum um skólafyrirkomulag á sama tíma og öfí" menningarlegs fjand- skapar eru að leita tækifæris að kippa til baka þeim ár- angri, sem blómaskeið síðasta áratugar vildi færa skólakerfi landsins. Kennarar verða að vita það og skilja, að þeir gallar, sem nú eru í fram- kvæmd skólamá,la á grundvelli nýju skólalöggjafarinnar, verða bezt lagfærðir eftir samhuga ráðum þeirra er við þessi mál fást en ekki með skorinorðri rödd einstaklingsins, sem lítt hefur komið nærri undirstöðu- starfinu á skólaveginum. Ég efast um, að Einar hafi íhugað það sem skyldj er hann legg- ur til, að aftur verði horfið að því ráði, að engir geti komizt / inn um hlið menntaskólanna nema með sérstöku námskeiði við skólana sjálfa og þá inn í 6 ára skóla. Ég þykist vita, að hann geri sér það ekki Ijóst,; hvílíkt bjargráð það hefur ver- ið mörgum efnilegum unglingi úti á landsbyggðinni ,að geta tekið tvö fyrstu vetur hins fyrra menntaskólanáms heima í sínu héraði og jafnframt sitt próf til framhaldsnámsins und- ir handarjaðri kennara sinna og vandamanna. Tillaga Einars hnígur að upptekt hins fyrra ástands að gefa æskulýð stærstu bæjanna, og þá fyrst og fremst Reykjavíkur, forrétt- indaaðstöðu til mennta- og há- skólanáms. Erindi Júlíusar Havsteens um ferð til Þriggja höfuðborga var svo frábærlega lélegt og leiðinlegt, að það er hreint ekki afsakanlegt að þegja yfir því. Hann er hrifinn mjög í þrem höfuðborgum og notar í lýs- ingu sinni öll glæstustu orð tungunnar í hástigi, og þó er öll frásögnin vita litlaus. Út- varpið á að vita það, að það er ekki nóg að biðja hvern, sem eitthvað ferðast, um ferða- sögu. Það þarf sérstaka hæfi- leika til að segja vel ferða- sögu og lýsa því, er fyrir augu ber, einkum ef margir hafa sagt frá sömu slóðum áður. Flutningur Júlíusar átti líka sér.lega illa við þetta efni, og hvað eftir annað kom mállýtið „sem að“, bæði orðin sungin á heilnótum. „Heirna og heim- an“ var einnig þunnur og litt smekklegur, átti að vekja æv- intýrahugblæ í sanrbandi við nautabana og prinsessu, sem orðið hefur útlagi vegna frels- isbaráttu þjóðar sinnar. Það hlýtur að misheppnast, ef gera á spænskan nautabana hlið- stæðan við karlssoninn, sem í ævintýrunum okkar endur- speglaði draum alþýðunnar um baráttu til æðstu valda yfir lífi sínu og tilveru. — Síðasta erindi Ólafs Þorvaldssonar um Hafnarfjörð á timamótum var aftur á móti hið ákjósanlegasta. Við ræðum oft hinar miklu breytingar á þjóðhögum hér á landi á síðasta mannsa'dri. Þegar verið er að rifja upp forna hætti til ; samanburðar við það, sem nú er, þá er venjulega gripið til gömlu sveitabaðstofunnar, gömlu bú- skaparáhaldanna og vinnu- bragðanna í sveitinni. En það fer ekk; milli mála, að breyt- ingin hefur þó orðið enn stór- tækari í bæjunum, sem voru írumstæðingsþorp um aldamót- in. Lýsing Ólafs á Hafnar- firði var skýr og látlaus. Ing- ólfur Daviðsson flutti erindj á nýjum vettvangi, sem heitir víðavangur, um gróðurfar á Is- landi, sveipað smekldegri róm- antík. Dagskrá Sambands íslenzkra hestamannafélaga var góð. Formálinn hefði að vísu mátt ver.a styttri,, og - það mættu for- málar sams konar kvölddag- skráa vera yfirleitt. Erindi Steinþórs Gestssonar var hið fróðlegasla . í sinni grein og hlaut að ná eyrum hvers ein- asta manns, sem nokkra á- nægju hefur af því að leiða huga sinn að íslenzka hestinum. Hafnfirzki kvartettinn gegndi prýðilega sínu hlutverki, og ég efast um að lag Kaldalóns „Á Sprengisandi" hafi öðru sinni verið listilegar sungið, að minnsta kosti fyrir eyru hesta- manna, þar ómaði fótatak heils hestahóps, þar sem hver neytti síns gangs, en allir runnu þeir þó fram hlið við hlið. 'Hesta- vísur Einars Sæm. voru um skeið góðir og skemmtilegir kunningjar um land allt, og í ævisögu Jóns Steingrímssonar naut hin skýra og látlausa framsögn Andrésar Björnsson- ar sín betur en við sum önnur tækifær; að undanförnu. Skemmtilegasta kvöld vik- unnar átti 1. júlí, enda ógleym- anlegt, eftir að útvarpssögu var lokið. Það var helgað níræðis- áfmæli Theódóru Thoroddsen. Hverníg skyldi hafa verið líð- an þeirra þriiggja íjórðu hluta þjóðarinnar, sem tveim dögum áður höfðu með blýantskrossi á kjörseðil látið í l.iós þá ósk sína, að innan skamms mætti mál þulunnar islenzku vera dautt mál, engin kona til í heiminum, sem kynn; íslenzka Framh. á II. síðu. Á stóru landsvæði í norðurhéruðum. Brasilíu er nú hallærisástand i'egna langvarandi þurrka. 1 Sobral, þar sem þessi drengur á heima, hefur ckkj rignt nema í tvo mánuði samtals síðastliðin þrjú ár. BarnaJijálparsjóður SÞ hefur hlaupið þarna undir bagga meðal annars með þurrmjólkurgjöfum. Drengurinn er að koma frá að sækja nijólknrskammt sinnar f jölskyldu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.