Þjóðviljinn - 14.07.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 14.07.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 14. júlí 1953 tMÓOVIUBNN Ctgeíandl: Samelningarflokkur alþýCu — Sdefalistaflokkurinn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurOur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. AuglýBingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 18. — Simi 7600 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 11 jtnnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eint&kíð. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Innlent vinnuafl í hernsðarfram- kvæmdir — Erient vinnuafl í íslenzka framieiðsluatvinnuvefi? Þeim ríkisstjórnum afturhalds- og hernámsflokkanna sem retið hafa að völdum-á Islandi síðan 1947 hefur tekizt að koma málum þjóðarinnar í slíkt óefni að furðulegt má teljast. íslend- mgar höfðu öll skilyrði til að lifa við batnandi hag og örugga afkomu þegar afturhaldið sveik nýsköpun atvinnuveganna og hóf Iandráðastarfsemi sína í þágu bandarísks auðvalds. Þessu hefur gjörsamlega verið snúið við. Lífskjör alþýðu. hafa ekki aðeins verið stórlega skert með þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið fyrir frumkvæði afturhaldsins á Alþingi og i ríkisstjórn. Samtímis hefur grundvellinum verið kippt undan lífsafkomu hjóðarinnar með því að eyðileggja markaði erlendis fvrir íslenzkar útflutningsvörur. Þetta hefur verið gert skipu- lega og eftir fyrirmælum Bandaríkjamanna. Þetta var eitt af skilyrðum Marsjallsamningsins 1948, sem afturhaldsflokkarnir allir stóðu að og hafa ekki átt nógu sterk orð til að róma. En afturhaldinu nægði ekki að eyðileggja unna markaði og kippa þannig grundvellinum undan útflutningsframleðslunni. Til viðbótar voru allar framkvæmdir í landinu lagðar í fjötra banna og hafta. Fjárhagsráð var beinlínis sett á stofn til þess að hindra eðlilega og nauðsynlega byggingastarfsemi lands- manna. Og lánsfjárbannið var skipulagt til þess að fylgja þeirri tyrirætlun eftir að stöðva sem mest þær framkvæmdir sem landsmenn þurftu að ráðast í til að hafa atvinnu og bæta lífs- skilyrðin. Þessar ráðstafanir allar hafa heppnast. Stjórnarvöldunum tókst að skapa almennt atvinnuleysi ofan á þá skerðingu lífs- kjaranna sem náðist með tollahækkunum, gengislækkun, báta- gjaldeyri og drepandi sköttum. Og þegar svo var komið lá ekki pnnað fyrir atvinnulausum verkalýð Islands en leita á náðir bandaríska hernámsliðsins, leitast við að vinna fyrir sér og sínum á vegum þeirra böðla íslenzks sjálfstæðis sem hernáms- flokkarnir og ríkisstjórn þeirra hafði boðið velkomna á ís- lenzka grund. Á þennan hátt hafa þúsundir verkamaona víðsvegar að af 'iandinu verið hraktir suður á auðnir Reykjanesskaga til þess að vinna við þjóðhættulegar hernaðarframkvæmdir. Enginn skyldi ætla að íslenzkir verkamenn og iðnaðarmenn hverfi að slíku með glöðu geði, vitandi um öll þau verkefni sem bíða óleyst í Janainu sjálfu og horfandi á íslenzkar framkvæmdir stöðvast fyrir aðgerðir stjórnarvaldanna. Þetta hefur verið neyðarganga, Jiiðurlægjandi og ömurleg, viðbjóður hverjum heiðarlegum og ærlegum íslendingi. En þannig er nú komið að þúsundir vinn- andi manna leggja orku sína fram við að undirbúa eyðilegging una og dauðann sem bandarískt auðvald leiðir yfir þjóð vora fái það hrundið hugsjónum sínum í framkvæmd. En á sama tíma standa íslenzkir atvinnuvegir uppi án vinnu- afls, rofi til á einhverju sviði þeirra. Svo er nú að því er snertir sildveiðarnar. Islenzkir útvegsmenn og skipstjórar standa marg- ir hverjir uppi með báta sína mannlausa, og síldarsaltendur sjá fram á tilfinnanlegan skort á vinnuafli. Er hér vissulega um alvarlegan hlut að ræða þar sem verðmæti síldaraflans veltur að verulegu leyti á því að unnt sé að salta sem allra mest af þeirri síld sem á land berst. Viðbrögð síidarsaltenda eru þau að leita fyrir sér með inn flutning á síldarstúlkum frá Noregi. Stendur sú athugun nú yfir og mun hafa verið sótt um leyfi til ríkisstjómarinnar fyrir inn- flutningi slíks vinnuafls. Má þá segja að hringavitleysa stjórn- arstefnunnar blasi við í allri sinni nekt, þegar svo er komið að íslenzkar hendur eru bundnar við hernaðarvinnu hjá fjand- mönnum þjóðarinnar, en útlent vinnuafl flutt inn til að bjarga þeim verðmætum sem að landi berast. Er ekki mál að slíkri þróun lirini og það sem fyrst ? Eða á ríkisstjómin að fá að ganga helgönguna til enda, leggja atvinnu- vegina í rúst og gera þjóðina að algjömm bónbjargarmönnum bandarísku hemaðarstefnunnar ? Þjóðareining gegn her í landi ...Vill herrann láta bursta sína skó? i. Fyrsta hernámshaustið gerðist sá atburður að kvöld lagi sunnarlega á Njarðar- götunni í Reykjavík að her- maður með byssu um öxl snaraðist að stúlku sem var að fara heim til sín, dró hana með sér nokkurn spöl, skellti henni utan í hitaveitu- skurð og vildi njóta atlota hennar þar, því nær á al- mannafæri. Stúlkan kallaði á hjálp og menn bar að. Þeg- ar lögreglan kom á vettvang var hermaðurinn enn í tuski við stúlkuna og hafði að nokkru svipt hana klæðum. Við rannsókn málsins kom í ljós, að stúlkan hafði í raun- inni ekkert haft á móti því að ganga til fylgilags við hermanninn, heldur aðeins viljað fara lengra afsíðis en í hitaveituskurðinn. II. Þótt kynlegt kunni * að virðast minnir þessi frásögn sífelldlega á kunningja okk- ar, sem standa í íþróttafor- ustunni hér á landi þessi missiri. Þeir virðast haldnir gífurlegri áráttu til fylgilags við bandarísku setuliðsmenn- ina. Að vísu þykir þeim venjulega ekki sæmandi að eiga faðmlög við þá á al- mannafæri, — bara svolítið afsíðis. En með hverri tungl- komu bjóða þ.eir sig innan- húss til allra lystisemda. Með berum orðum sagt: Stjórn íþróttasambands Is- lands og heimar nánustu fylgismenn hafa gert íþrótta- sambandið að skækju her- liðsins á Keflavíkurvelli. Þeir hafa auk þess gengið á mála hjá helstefnu hernað- arins, brotið niður þjóðern- islega viðleitni, sem vakin var meðal íþróttafélaganna á stýrjaldarárunum, — þeir hafa gerzt opinberir þjónk- unarmenn ríkisstjórnaarinn- og rekið pólitík hennar eftir- minnilega innan íþrótta- hreyfingarinnar. Þetta rifj- ast upp að nýlolmu íþrótta- þingi, þar sem þeir atburðir gerðust, er lengi mun verða bent á sem hryggilegt dæmi um undirlægjuhátt við her- námsliðið og erlenda ásælni. III. Mörg mál voru til umræðu á íþróttaþinginu, en eitt þeirra skar úr um þjóðern- islegt og menningarlegt á- stand þingfulltrúanna. Það var afstaðan gagnvart banda ríska setuliðinu, — hvort halda skyldi uppi íþrótta- samvinnu við hermennina, — hvort íslenzkur æskulýð- ur skyldi bjóða hermöiinum til leiks og keppni og opna víðtæk kynningarsambönd milli íþróttafélaganna og setuliðsins. Er ekki að orðlengja það: Meiri liluti fulltrúanna sam- þykkti að opna allar flóð- gáttir og veita leyfi til keppni milli hermanna og ís- lenzks æskulýðs, — og þar með láta „sömu reglur gilda um þá og aðra erlenda í- þróttamenn". Með þessari samþykkt hefur íþróttahreyfingin sagt sig úr lögum við öll þau menningarsambönd í landinu, sem hafa lýst sig andvíg öllu óþarfa samneyti við herliðið og talið það skaðlegt og ó- hæfilegt. Iþróttaforkólfarnir hafa á síðustu missirum an- að út í hverja fíflskuna af annarri, oft í gerræði við almenningsálitið, stundum í þóttafullum gorgeir og ána- legu fálmi og stefnuleysi. Mun ég færa rök að þessu síðar í greininni. En áður en lengra er Iialdið, skal að nokkru rakin forsaga þess- ara mála, tekinn upp þráður- inn frá styrjaldarárunum og rakinn til þessa dags. Mun þá skýrar koma í ljós, að forráðamennirnir stefna til ófremdar í þessum málum, svo að þjóðin getur hvorki við þagað né við unað. IV. Ekki höfðu hermenn verið lengi hér á landi á styrjald- arárunum, þegar ískyggileg- ur uggur greip þjóðina út af samneyti æskulýðsins . við hermennina. Hugsandi og á- byrgir menn og leiðtogar æskulýðssamtaka sáu að í ó- efni stefndi, væri ekki reynt að andæfa öfluglega gegn hinum erlendu skaðsemis á- hrifum. Af þeim sökum boðuðu 14 félög í Reykja- vík til almenns æskulýðsfund ar sunnudagirm 13. október '1940, meðal þeirra voru 7 íþróttafélög, eitt ungmenna- félag, skótafélag, Farfuglar og þá pólitísk félög ungra manna. Aðsókn var ör og húsið fullskipað einhuga fólki. Ræðu fyrir hönd í- þróttafélaganna flutti Er- lendur Ö. Pétursson. Að um- ræðum loknum samþykkti fundurinn ályktun í mörg- um liðum. Þar segir m.a.: „Fundurinn álítur, að hintii almennu starfsemi æskulýðs- félaganna beri að halda al- gerlega innan ísleuzkra vé- banda, t.d. sé ekki viðeigandi að iþróttafélög keppi eða hafi samæfingar í nokkrum íþróttagreinum við setuliðið né heldur geti íslenzkir skát- ar, þrátt fyrir alþjóðlegt eðli skátahreyfingarinnar, átt samstarf við skáta innan setuliðins, meðan þeir eru undir heraga og I herklæð- um. Fundurinn álítur, að í skemmtanalífinu geti leiðir íslenzkrar æsku og erlends setuliðs ekki legið saman“. I framhaldi æskulýðsfund- arins gcngust 15 æskulýðs- félög í Rvík fyrir sameigin- legri skrúðgöngu í höfuð- staðnum á fullveldisdaginn 1. des. 1940. Féíögin fylktu liði undir fánum símrm og hófu gönguna undir kjörorð- unum: Sýnið samhug og Jijóðlega einingu. Alvara var í svip þátttakenda, en jafn- framt einbeittur vilji og (»4 fögnuður yfir því að ganga í fylkingu og röðum hinna mörgu samlanda undir hug- takinu: samhugur bg þjóð- lfeg eining. Aldrei fyrr á þessum merkisdegi hafði sézt slíkur fjöldi í skrúð- göngu, enda náði einingar- viljinn nú út í raðir allra stétta . íslendingar viljum við allir vera, stóð letrað í augum f jöldans, en af vör- um hins mikla skara hljóm- aði þróttmikill söngur ætt- jarðarljóða. Árið eftir, 3. ágúst 1941, buðu setuliðsmenn íslenzkum íþróttamönnum til keppni. I þróttafélögin minntust þá samþykktarinnar frá æsku- lýðsfundinum og úrskurðuðu ásamt stjóru Iþróttasam- bandsins að Islendingar mættu ekki lteppa við setu- liðsmenn. Þessu var svo framfylgt á styrjaldarárun- um og hafði mikla og góða þýðingu fyrir þjóðina í heild. Eftir að herliðið kom hingað vorið 1951 var auð- sætt, að svipuð vandamál og fyrr myndu rísa og þá einkum útaf samneyti ís- lenzks æskufólks og her- manna. Fjölmörg félög hófu því andmæli gegn hernum og vöruðu við hættunni er frá honum steðjaði, en slíkar á- lyktanir komu frá ungmenna félögum, prestum, kennurum, kvenfélögum, verklýðSfél. iðnfélögum og nemendasam- tökum. En íþróttasamtökin þögðu. Þegar samþykktir voru gerðar um verndun . æskufólksins fyrir erlendum spillandi áhrifum lét íþrótta- sambandið ekki á sér kræla. Öðru nær. I stað þess laum- aðist stjórn sambandsins til þess að samþykkja samneyti setuliðsmanna og íslenzks æskufólks í hvert sinn, er sótt var á. Þannig þverbraut stjórnin hefðina og sam- þykktirnar frá styrjaldarár- unum og lagðist þar með í eindæma volæði, sem komið hefur fram í hnignun og margskonar glappaskotum. Það er eins og forkólfarnir sækist eftir því að draga íþróttahreyfinguna út úr menningarlegum sambönd- um, enda hefur þcim orðið töluvert ágengt. Þegar for- menn flestra stærstu menn- ingarsamtaka í landinu sendu út ávarp til þjóðar- innar um kröfuna: handritin heim, hafði gleymzt að bjóða forseta Iþrottasambandsins að skrifa undir. Ég bcnti á það opinberlega, að í íþrótta- samtökunum væru um 23 þúsund manns, svo að við- eigandi hefði verið að bjóða formanni þeirra að skrifa undir hið virðulega ávarp. Þegar svo síðar var komið með ávarpið til Iþróttasam- bandsins, var forsetinn svo móðgaður, að liann vildi ekki skrifa undir, hcldur lét með- stjórnarmann sinn gera það. Þegar íþróttasambandið hélt hátíðlegt 40 ára afmæli sitt F.ramhald á 11. síou.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.