Þjóðviljinn - 19.07.1953, Page 4
4) —ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 19. júlí 1953
fræfísva0fuim
Ég hef einhvern tíma lesið
]>að í b'ók eftir vitran mann,
að þjóðfélagið væri eins og
strætisvagn, sem æki ákveðna
leið á ákveðnum timum, næmi
staðar á ákveðnum stöðum,
tæki farþega og skilaði þeim
aftur á ákveðnum stöðum. Á-
ætlun vagnsins væri óhaggan-
leg eins og sjálf lífsrásin. O,
jæja! Vitrir menn geta stund-
um verið misvitrir. Ég treysti
mér að vísu ekki til þess að
mótmæla staðhæfingu hans um
óhagganleik lífsrásarinnar, ég
er ekki nógu vel að mér í þeim
fræðum til þess, en ég þekki
strætisvagninn og ég hef
.aldrei vitað strætisvagn á rétt-
' ium stað á réttum tíma. Stræt-
isvagninn er duttlungafyllsta
tæki, sem ég þekki, kannski er
réttara að kalla hann skepnu.
Hann er í það minnsta kynlegt
sambland af dauðu og lifandi,
og ég veit ekki hvort má sín
betur. í mörg ár hefur hann
verið hluti af tilveru minni,
svo náinn, að ég fæ ekki skilið
þar á milli, og þó hata ég
hann meira en allt annað, sem
ég þekki. Láf mitt hefur verið
látlaust kapphlaup við þessa
sálarlausu ófreskju, sem virðist
eiga þann cina tilgang að vera
annað hvort á eftir eða undan
áætlun, og ég veit ekki hvort
verra er. Þegar ég h.ef verið
svo handviss um að hafa nóg-
an tíma, hef ég séð hann bruna
sína leið. Og ég hef orðið að
velja á milli þess að biða eftir
næsta vagni, sem aidrei ætlar
iað koma, eða freista þess að
fiýt.a svolítið fyrir mér með
því að ganga að næsta við-
komustað, eða þeim næst
næsta, þegar ég er orðinn úr-
kula vonar um, að þetta bölv-
aða farartæki láti sjá sig fram-
ar. Ef til vill hefur vagn-
stjórinn ekið á Ijósastaur, orð-
ið bráðkvaddur, eða ökutækið
blátt áfram afsagt að fara
lengra en það var komið. En
mitt í þessum hugleiðingum
kemur svo bölvað skrýmslið
æðandi. Ég er kominn mátu-
lega langt, til þess að snúa við
og vantar ■ spöl upp á til þess
að vera kominn nógu langt, og
afleiðingin vitanlega sú, að
bannsett járnaruslið ekur fram-
hjá mér með þvíMkum hraða,
að ég er næstum fokinn út af
veginum. Ég tek til fótanna í
þeirri fávísu von, að vagn-
stjórinn veiti mér athygli og
kannski doki agnar ö'gn við
eftir mér á næsta viðkomustað.
Hann hlýtur að sjá það, mann-
skrattinn, að svona hleypur
enginn nema sá einn, sem á
lif eða dauða undir því að ná
í þenna vagn. Ekki þann
næsta eða næst næsta, heldur
þenna vagn og engan annan.
Svolítil von skýtur upp koll-
.inum, og ég herði mig á loka-
lokasprettinum einsog mér er
framast unnt. En í sömu svif-
um spýtir bannsettur þrællinn
í, rægsnið tékur viðbragð, leys-
ír sótugan, þefillan vind ,fram-
an í mig og á fleygiferð, en ég
-jStend eftir lafmóður og hóst-
,andi og hef týnt öðrum vettl-
ingn'Um á hlaupunum. Og enn
á ný verð ég að velja. á milli
þess að bíða eða arka áfram,
en hvorugt getur bætt úr því,
að ég er orðinn of seinn, allt
of seinn.
Ég er verkamaður og vinn
allt, sem fyrir keniur þegar
eitthvað er að fá, annars ekki
og það er algengara. Seint og
snemma þarf ég að vera á
ferðinni og kemur fyrir ekki.
Ég bý i skúr fyrir innan bæ,
og þessi bústaður var einu
sinni klæddur tjörupappa að
utanverðu, en að innan hef ég
fóðrað hann með Morgunblað-
inu og Vísi, og þegar búið er
að líma nógu mörg blöð hvert
ofan á annað innan á veggina
kom'ast stormarnir ekki inn
nema eftir krókaleiðum. I
þessu húsi, sem þó getur ekki
kallazt hús, kúldrumst við
hjónin með krakkana sjö. Það
er mikið grjót í holtinu um-
hverfis og betra að ganga þar
varlega í myrkri. Það er dá-
lítill spölur oná veginn þang-
að sem strætisvagninn hefur
næsta viðkomustað, og þenna
spöl er ég ævinlega í kapp-
hla-upi Við sekúndumar.
Um hádegisbilið tekst mér að
hlaupa í gættina rétt í þcim
svifum, að vagninn er að
leggja af stað af torginu, og
ævinlega bætast nokkrir við,
jafnvel eftír að vagninn er
kominn af stað, þó það sé löngu
augljóst, að þessi vagn tekur
ekki við fleirum. Vagnstjóran-
um tekst um síðir, að þræla
hurðinni í lás, og vagninn
sargast af stað. Ég stend í
tröppunni og innan við mig
rís órjúfandi veggur af lif-
andi fólld, og þótt aðstæður
séu allt annað en þægilegar
eru þær smámunir hjá því að
komast ekki með. Vagninn
rétt mjakast áfram og það
ískrar og sargar í honum eins
og hann hafi aldrei verið
smurður. Drottinn minn! Með
þessu áframhaldi kemst ég
ekki nógu snemma heim, til
þess að ná í réttan vagn tíl
baka. Hvaða erindi á allt þetta
fólk einmitt með þessum vagni?
Gat það ekki öidungis eins far-
ið með næsta á undan eða
beðið eftir næsfca vagni?
Fyrsti viðkomustaður! Strax
og vagninn nemur staðar þyrp-
ist stór hópur að dyrunum.
Þunginn að utan þrýstir mér
inn í þetta lifandi innihald
vagnsins, sem virðist þó löngu
hætt að geta tekið við fleirum.
Færið ykkur aftar, segir vagn-
stjórinn. Færið ykkur aftar.
En hann segir það þannig að
það detfcur engum í hug að
færa sig aftar, og sjálfur veit
hann ofur vel að það tekur
enginn mark á orðum hans.
Það er pláss aftast, tístir í
einhverjum, sem er að berjast
við að týna ekki golunni. Hvers
vegma færir fólkið sig ekki
aítar, ef þar er rýmra? Er það
af sjálfspyntingamautn að það
vill ekki láta fara betux um
sig?
Á einhvern óskýranlegan
hátt er ég kominn inn í þenn-
an lifandi vegg. Hann hefur
með dularfullum hætti sogað
mig til sín án þess að rofna.
Ég finn hvernig hann læsist
um mig, hvernig ég verð óað-
skiljanlegur hluti af honum.
Það er áreiðanlegt að út úr
honum kemst ég aldrei fram-
ar. Það rifjast upp fyrir mér
gömul saga um vinnukonu,
sem giuðsmaður einn barnaði
löngu fyrir mína daga. En sá
vissi lengra nefi sinu, svo hann
galdraði stúlkukindina inn í
margra álna þykkan moldar-
vegg 'hvar bein hennar og ó-
fullburða barns fundust þegar
veggurinn var rifinn fáeinum
mannsöldrum síðar. Það gebur
tæpast verið óþægilegra að
vera kviksettur þannig heldur
en að ferðast með yfirfullum
strætisvagni.
ÍFæ rið ykkur aftar, segir
vagnstjórinn, en enginn hreyf-
ir sig. Ég reyni að taka undir
við hann en orðin sitja föst í
andrúmslofti vagnsins. Kven-
fólkið æjar ekki eins og kven-
fólk gerir þó oft, sérstaklega
þegar engin ástæða er til þess
að æja, en nú krimtir ekki í
því, kannski þykir því það e'kki
svo afleitt að vera svona fast
upp iað öðrum. — Hver og
einn rígheldur sér þar sem
hann er kominn, eins og
drukknandi maður í vesœla
lífsvon, og hvorki heyrir né
sér. Það er eins og einhvers
konar gerjun eigi sér stað í
þessari kös, svo úr þessum
lifandi mannvegg verður rjúk-
andi og daunill kjötkássa. Og
með þenna farm mjakast vagn-
inn áfram hósfcandi og ískrandi.
Á hverju augnabliki vænti ég
þess, að þetta argvítuga tól af-
segi að fara lengra, því hvern-
ig eiga hjól, sem aldrei eru
smurð að gefca snúizt. Og þarna
kom að því! Frakkastígur, seg-
ir vagnstjórLnn og oprtar fram-
dyrnar. Bara Frakkastígur!
Nýtt áhlaup á vagninn. Inn
með ykkur, segir vagnstjórinn,
og hann ber ekki við að fara
lengra fyrr en allir eru komn-
ir inn, sem vilja vera með og
trúlega einhverjir fleiri. Hann
skellir: hurðinni í lás og skipt-
ír í kraftgír, en í sömu svif-
um rennur það upp fyrir tveim-
ur kellingum aftast í vagnin-
um, að þær ætli ekki lengra.
og með þeirri elju, sem kon-
um einum er gefin brjótast
þær fram eftir öllum vagni
eins og sú leið sé hin eina til
útkomu. Það kraumar og ólg-
ar í kjötkássunni við þessar
hræringar. Helvítis kellingarn-
ar! Voru kannski bakdyrnar
ekki nógu góðar til þess að
ganga út um? Ég hata þær
svo mikið, að ég fæ gallbragð
í munninn. Góði guð! Láttu
þær detta og lærbrotna, það
er sú minnsta refsing, sem þær
eiga skilið.
Á hverjum viðkomustað hefst
grimmileg fólkorusta við fram-
dyr vagnsins milli þeirra, sem
koma að utan og hinna, sem
leita út. Mér hefur verið kýtt
aftur í enda vagnsins, og þar
stend ég með annan fótinn á
gólfi, en hinn einhversstaðar
á kafi í kjötkássunni. Með
vinstri hendinni reyni ég að
varðveita hitabrúsann minn,
en með þeirri hægri held ég
dauðahaldi í hláendann á
slánni, og ég er staðráðinn í
því að sleppa ekki því taki.
Fyrr skal handleggurinn slitna
frá bolnum, og ég vænti þess
satt að segja á hverju augna-
bliki, að hann dingli laus á
slánni, því það hljóta að vera
einhver takmörk fyrir því hvað
vöðvar og sinar í eieum hand-
legg þola. Ég held það ekki úfc
öllu lengur. Er vagnstjór.inn
steinsofandi eða er helvízkur
skrjóðurinn alltaf í bakgír hjá
honum? Verði ég svo lánssam-
ur að vera ekki meira en hálf-
dauður þegar ég loksins kemst
alla leið, verð ég að minnsta
kosti alltof seinn, og ég veit
ekki hvort betra er. Ég hefði
orðið fljótari á mínum tveim-
ur fótum. Það getur ekki verið
svo erfitt að hafa við strætis-
vagni í bakgir.
Ennþá einu sinni stanzar
vagninn! Verði honum að góðu.
Mér kemur það ekki lengur
við hvort hjólin ó þessu farar-
tæki snúast aftur á bak eða
áfram, eða alls ekki. Mér er
orðið gjörsamlega sama um allt
milli himins og : jarðar nema
það eitt að sleppa ekki taki á
þessari slá, aldrei að eilífu.
Og þó að járnaruslið fari aftur
af stað með heljar hnykk,
sleppi ég ekk; .að heldur. Hel-
vízkur dóninn- hugsaði ég með
mér sigri hirósandi. Þér skal
ekki takast að hrista rnig afl
þér. Þú igetur slitið mig í
tætlur, en þessu tak; sleppi ég
ekki fyrr en mér sjálfum þókn-i
ast.
Það káfaði einhver utan í
mig, óverulega í fyrstu, erii
hann færði sig upp á lagið.
Hvað er maðurinn að fákna?i
Sér hann ekki, iað ég verð að
hanga á þessari slá hvað serri
það kostar? Það eru lúalegar!
aðfarir að káfa utan í mann,
sem getur ekkj borið af sér og
vill vera í friði. Ég hélt að
þrællinn mundi hætta, ef ég
þættist ekk; verða hans var,
og ég blíndi beint upp í þak-
ið eins og það eitt skipti málf
fyrir mig. En hann hélt áfrarrí
að nudda. Svo fór hann að
beita talfærunum rétt við eyr-
að á mér, en hvernig á maðui*
að heyra mannsins mál í þess-
ari hriktandi og ískrandi ó-1
freskju? Ég neyddist til þess'
að snúa svoMtið upp á mig,
til þess að geta sent kauða
augnagotu, sem skyti honum;
skelk í bringu. En þetta var þá'
enginn annar en hann Jói,
sauðmeinlaust skinn. Ég þekki
hann vel, því við höfum ofti
unnið saman. Hvað genigur að
drengnum? Hann er ekki van-
ur því að abbast upp á menn
að ástæðulausu.
Ertu að villast, maður?
heyrði ég hann segja, eða rétt-
ara sagt, ég sá hann segja það.
Og svo bættj hann við: Þú ert
ekki vanur að fara svona langt.
Höndin sleppti takinu af
slánni svo smöggt, að ég næst-
um hlunkaðist flatur. Kominn
allt of langt! Þetta er vagn-
stjóranum að kenna, hann á
að kalla upp viðkomustaðina.
Vísast, að hann hafi gert það
af bölvun sinni að halda
kjafti. Ég brölti á fætur og
öskra: Stopp, stopp! Lem frá
mér og leita til dyranna, klof-
ast yfir einhvern, sem hefur
Iekið í gólfið og leggst á hurð-
ina. í gegnum rúðuna á hurð-
innj sé ég, að vagninn geys-
ist áfram eins og hann sé dreg-
inn af þúsund graðhestum. Éfí
hamast á handfanginu en auð-
vitað stendur það á sér eins og
ævinlega. S-topp, stopp! ég eF
kominn allt of langt. Er þessi'
djöfiulsins vagnstjóri heyrnar-
laus? Nú getur hann spýtt í,
þrællinn sá anna, nú geta öll
hjól hringsnúizt í þessu rægsni,
af því að það er öðrum til
bölvunar að þau snúist. Harð-
ara, 'harðara, harðara. Þessi
vagn stanzar aldrei framar.
En líklega hefur hann stanz-
að, því ejnhvern veginn komst
ég út. Og þá tók ég til fót-
anna, það veit sá sem allt veit.
Þessa Wka óraleið. Gleypti í
mig fáeinar munnfyllir af
graut, og hóf svo nýtt kapp-
hlaup við strætisvagninn. Of
seinn, of seinn.
Það var vetur og ég var
lengi búinn að vera atvinnu-
laus. En loksins fékk ég vinnu
í pakkhúsi, og ég hef aldrei
verið hamingjusamari á ævi
minni, en þegar verkstjórinn
sagði, að ég væri ráðinn, því
það voru fleiri en ég, sem
vildu fá þessa vinnu. Vinnan
hófst klukkan hálf átta á
morgnana, og þar af leiðandi
varð ég að ná í fyrsta vagn-
inn, sem ék niður í bæinn.
Framhald á 11, síðu
Með bókum sínum hefur
Sigurður Róbersson vakið
athygli þeirra íslenzkra
lesenda, sem fylgjast með
nýjum. mönnum í ibók-
menntaheiminum. Smá-
sögusöfiti hans, „Lagt upp
í langa fer«“ og „Utan við
alfaraleið“ og ekki siður
skáldsögurnar „Augu,
mannanna“ og „Vegur
allra vega“ hafa kynnt
hann sem duglegan og
vandvirkan rithöfund. Sig-
urður hefur eimnig feng-
izt við leikritagero, og hef-
ur eitt þeirra komið út í
bókarformi, „Maðurinn og
húsið“.