Þjóðviljinn - 19.07.1953, Side 11

Þjóðviljinn - 19.07.1953, Side 11
Sunmidag'ur 19. julí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (U Evisögudrög Framhald af 7. síðu. samkomum, eins og þá tíðkað- ist í einum bæ hér vestra. Þorgrímur heitinn var nokkuð við slark kenndur, en hann var greindur og — ágætur lesari. ■Engir vinir né óvinir voru þeir faðir ..minn og hann. Ég skildi, að föður mínum var þarna nóg boðið, en [hann] lagði ekki orð til, fyrr en þá þraut, en sagðj þá með nokkurri glettni: jæja — þetta kann að geta verið betra, en skrifað stendur: Á stóli spámannanna sitja skriftlærðir og farísear, hiýðið þeirr.a kenningu en breytið ekki eftir verkum þeirra“. Þetta kom svo flatt upp á þessa ungu siðameistara, í þann veginn ,að verða norsk-synódiskir biblíu- hestar, að þeir steinþögnuðu. Heyrt hefi ég, að Stefán faðir föður míns hafi verið bókavin- ur mikill og raddmaður með ■afbrigðum. Eitt var víst, faðir minn hafði í æsku kynnzt nær öllu í íslenzkum bókaskápum, sem þá var til, andiegu og ver- aldlegu,.fomu og nýiu, þó hann ræddi lítið um. O-g allt, sem nýtt kom út og hann náði til, las hann einhvem tíma, en var þó ákafur iðjumaðui-. Hann þótti lesa óvenjulega skýrt og vel, og var fyrir það stundum afbæja við húslestra. Hann var alvörumaður og stórlyndur, ötull oig ósérhlífinn, dyggur og ráðvandur, sleit sér út fyrii) aðra og fyrir örlög fram. Bjarg- aði sér og sínum aðeins með erfiði sínu. Móðir mín var góðlyndið sjá'lft. Mjög hneigð til kven- hannyrða og næm á þær, sem hún sá fyrir sér, eftir því sem efni og timi hrukku til, og svo greind, að hún lærði af sjálf- dáð að fleyta sér á bók, bæði í dönsku og ensku, eftir að hún kom vestur um haf. Hvorugt hafði hún kynnt sér áður, og var þá hnigin á efri ár. Bæði foreldfi mín kúnnu að rita, þó sjaldan tækju þau á því, og höfðu lært það án tilsagnar. Gátu skrifað bréf, ef á lá. Ahrif annarra Eg man þau eiginlega engin, nema foreldra minna, sjálf- sögð. Eg man ýmislegt, sem mér fannst veil til mín gert og sagt, af vandalausum. Nokkuð iíka frá hinni hliðinni, en örfátt. Enginn einstakur varð mér hetja né fyrirmynd. Slíkt var eðlilegt. Ég ólst upp afskekkt, í fámenni foreldra minna að- eins og einnar systur miklu yngri, þó margan gest sæi ég koma úm stund. Hef orðið ein- rænn og það ,',sem verða vildi' úr sjálfitm mér, og þegar hing- að kom, þá rétt tvítugur, mót- aður svo, að verða lítið steypt- ur upp. — (Bleira). Framhald af 4. síðu. Fyrsta morguninn var ég kom- inn niður á veg nægilega snemma, iþví ég er stundvís maður og vil engan svíkja hvorki í þeim efnum né öðrum. Það var grenjandi stormur af austri með rigningu, svo hún varð hrollköld biðin undir það síðasta, því lauðvitað kom vagn- inn ekki á réttum tíma, en slík óþægindi eru lítilmótleg hjá því að koma of seint. Það var dásamlegt að stiga upp í strætisvagninn og vera viss um að hafa nógan tíma, þrátt fyrir biðina. En hitt er öll-u óþægilegri uppgötvun, að komast allt í einu að raun um, að þessi strætisvagn, sem mað- ur hafði sett allt sitt traust á, er allt í einu hættur að hreyf- •ast. Benzinstífla, segir vágn- stjórinn ósköp hógværlega, og við því sé ekkert að gera ann- >að en að bíða eftir næsta vagni. Það kosti ekki neitt aukalega. Bara taka lifinu með ró. Ég kom tuttugu mínútum of seint í vinnuna og verkstjórinn tautaði eitthvað um, iað það væri fullsnemmt að svíkiast .um strax fyrsta daginn. Ég ■ sagði að það væri strætisvagninum að kenna. Verkstjórinn sagðist hafa heyrt svona áður. Morguninn eftir var það vekjaraklukkan, sem brást. Það er -óupplýst. hvað olli því, að hún stanzaði um miðja nótt, en afleiðing þess var auðvitað sú, iað ég vaknaði tuttúgu mín- útum of seint. Skelfihgin, sem greip mig 'þeigar mér varð þetta l.ióst gerði það að verkum að mér gekk illa að finna sum- ar flíkurnar og komast í þær, og þegar ég tkom út sá ég hvar vagninn geystist niður veg. Það var sama hvað ég hljóp hart, ég náði bonurn ekki. Og ég gat ekki hætt að hlaupa, þótt hann væri fyrir löngu horfinn, en hafði það éitt upp úr því, að ég missti af næsta vagni líka, því ég gætti þess ekki iað biða hans á rettum stað. Verkstjórinn varð bálvondur þegar ég loksins kom óg sagð- st reka mig ef þetta kæmi fyr- ir oftar, hann ætti völ á nóg- um stundVísum mönnum. Þeg- ar ég sagði honum, að þetta væri vekjiaraklukkunni að kenna ságði hann mér að halda kjafti. Um kvöldið tók ég vekjara- klukkuna og reynd, með öllum hugsanlegum aðgerðum að koma henni í gang. en hjólin í henn.i íengust ekki til þess að snúast frekar en.hiól í ónýt- um strætisvagni. Ég var í öng- um mínum, því ég á alltaf bágt með að vakna snemma af sjálfsdáðun og þó sér í lagi í skammdeginu. Krakkamir voru yfir sig hrifin og Vildu fá hana strax til þess að leika sér að henni, en vekjaraklukka er of dýrmætur hlutur, til þess að lenda í höndunum á óviít- um. Ef til vill er hægt að fá gert við hana fyrir ærna pen- inga. Vekjaraklukka er gagn- legasta eign fátæks manns, og ég hefði heldur viljað missa einhvern krakkanna en hana. Góði guð! láttu mig ekki sofa of lengi í fyrramálið. Ég verð iað ná í fyrsta vagninn niður úr, því ef ég missi af honum missi ég atvinnuna. Ég verð iað ha.fa andvara á mér, ég má ekki sofna nema með öðru auganu í einu. Ég reyndi ,að sitja uppi við dogg og blunda þannig, en það var eng- ■an veginn öruggt. Svo gat ég ekki haft almennilega ofan á mér svona sitjandi uppi, og konan varð úrill og sagði, að ég héldi fyrir sér vöku, og ég yrði aldrei lengi vinnufær ef ég hætti að sofa. Þessi nó.tt er einhver sú lengsta og skelfilegasta, sem ég hef lifað á œvínni. Ég var ým- ist bullsveittur eða ískaldur, og ef mér rann í brjóst rauk ég strax upp með andfælum, nötr- andi af taugaóstyrk og hjart- slætti og hélt að ég væri búinn að sofa yfir mig. Fálmandi eft- ir eldspýtunum, en fumið var svo mikið á mér, að mér ætl- aði ekki að takast að láta týra svo á neinni, að ég sæi á úrið, og þegar það loksins tókst voru ekki nem,a tíu mínútur liðnar, kannski ekki nema fimm mínútur frá því ég leit á það síðast. Það var ekki ein- 'þiftJWIÚINN Undirrit.__óska að gerast áskrifandi að Þjóðviijanum Nafn............................................. Heimili ....................... f..■;'zu: I Xv: ..»•■; 4?Í.II ) -. • \v — Skólavörðustíg 19 — Sími 7500: -----------------" leikið hvað það gekk hægt þessa nótt. Sníglaðist þetta áfram með seigdrepandi tregðu, og ég hélt áfram að morra svona hvorki vakandi né sof- andi, héilt áfram að hrökkva upp strax' og höfuðið seig nið- ur á bringuna í eilífðar bar- áttu við hættulegan óvin, sem sat um ,að ná ítökum á mér. Og þessari viðureign lauk með því, að ég sofnaði alveg, að minnsta kosti vissi ég ekki af mér, ég veit ekki hv.að lengi. Og það var svo gott að sofna, ibiða ósigur fyrir bessum óvini, hverfa með öllu út úr þreng- ingum vökunnar. — En þeim mun skelfilegra að vakna aftur, þreifa ií nötrandi ofboði eftir síðustu eldspýtunni, til þess að lita á úrið og lesa þbð eins og dauðadóm á úrskíf- funni, að klukkan er fimmtán mínútur yfir sjö. Ég pota mér í eitthvað af fötum í fumandi flýti, og ég man eftir því að ■grípa kaffitösk-una' míiia i stó- arhúsinu um leið og ég hleyp út. Það stendur heima, að ég' sé vagninn koma í sömu svif- ■um. Það ;er útilokað, að ég nái honum nema með bví að stytta tmér leið með: Því að hlaupa beint yfir holtið og komast þannig í veg fyrir hann, og takist mér þaðiskal hann ekki sleppa fram hjá mér. Ég hleyp ■svo har.t yfir stórgrýtið, að mér finnst ég vera á sléttri grund, og það er lán, að ennþá er dimmt, því ég hefði ekki þorað að hlaupa þessa leið í björtu. Það er ising á grjótinu, en það flýtir aðéins fyrir mér. Bilið styttist. Ég næ honum ef ég herði mig svolítið betur. Bölv- aður asninn að skilia ekki kaffitöskuna eftir, því hún slæst í lærið á mér' og tefuí fyrir mér og einmitt þegar ég er að taka lokasprettinn hrekk- ur hún opin. Hitabrúsinn minn hrekkur út í grjóitið og ég heyri brothljóð. Ég hendi tösk- unni á eftir honum, því það er léttara að hlaupa þegar maður hefur ekkert í höndunum. Það er skurður meðfram' veginunt oig girðing á bakkanum. Ég tek undir mig geysilegt stökk yfir þessar torfærur inn á veg- inn um ieið og vagninn kemur brunandi og hellir yfir mig hvítu, skerandj ljósi. Það er flughált á veginum. svo ég á erfitt með að fóta mig. Ég baða út höndunum, æpi. Hanh hlýtur ,að taka eftir m'ér og ■stanza. Vagnljósin steypast ýf". ir mig eins og hvíitur foss. Ég heyri skerandi ískur í hemlum, óp og óhljóð. Hv,að igengur á? Hvers vegna æpir fólkið svona?, Ég þurfti aðeins að ná i þenna strœtisvagn — og mér tókst' það. — f þetta skipti varð ég ekki. of seinn. Blöðin daginn eftir: í gærmorgun klukkan að ganga átta varð dauðaslys á Suðurlandsbraut. Strætisvagn- inn R-20004 var á leið d bæ- inn þegar maður hljóp allt í einu inn á veginn fyrir fram- ■an vagninn. Vagnstjóranum tókst ekki að afstýra slysi, því bilið var stutt og hálka á veg- inum. Við áreksturinn kastað- ist maðurinn í götuna og fóru bæði framhjól vagnsins yfir hann og mun hann hafa látizt samstundis. m Einlttapgtfr LlPtm AFGREIÐSLA ♦ 55 CáJ m sa C»«l S5 35 >• SS 45 M &*■ «s i — MÍÐGMSUK, ÞðBSGðTU 1 522 se o 25 tn 59 & ■22 ís» 32 e > ♦ ♦■■■»- -+—*—♦—♦- «11JT4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.