Þjóðviljinn - 05.08.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 05.08.1953, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 5. ágúst 1953 þJÓOVILJINN Ctg«íanöl: Samelnlngarflokkur aJ’pýSu — Sósíallatafickkurinn. Ritatjórar: Magnús Kjfcrtansson táb.). Slgurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. A.ug)ýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19.— Sími 7500 (3 iínur). Áskriftarr’erð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T onnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakitl. Prentsmiðja Þjóðviljans h.í. Verzlunarviðskiptin við Sovétríkin i tekin upp á ný Verzlunarsamningurinn við Sovétríkin hefur veriÖ undiiritaður í Moskvu. Eftir 6 ára stöðvun Marshallstefnunnar á þessum við- skiptum eru þau nú hafin á ný með stærsta verzlunarsamning, sem Island hefur gert. Það er þcss vert að rifja upp hvernig þau viðskipti voru stöðvuð, þegar ísland var lagt undir Marshalloki'ð. í júní 1947 hafði íslenzka ríkisstjórnin undirritað í Moskvu sta’rsta viðskiptasamning, sem landið þá hafði gert. Var hann um sölu á íslenzkum útflutningsafurðum til Sovctríkjanna fyrir 96 milijónir ísl. króna, að mestu greitt í dollurum. Þegar stjórn Stefáns Jóhanns og Bjarna Ben. hafði undirritað þennan samning, tók hún ákvörðun um þátttöku íslands í „Mars- hailsafnstarfiiiu‘1. Því fylgdi þá auðsjáanlega það skilyrði að eyði- leggja sem mest viðskiptin við Sovetríkin. Fyrsta skemmdarverkið til þess að slíta þau viðskiptasambönd, sem íslandi voru svo dýrmæt, var sú ráðstöfun Bjarna Ben., að gera einmitf sendiherra íslands í Moskvu að fulltrúa íslands í i „Marshallbandalaginu“, sem stjórnin vissi að Sovétríkin litu á sem „kalr stríð“ gegn sér. Síðan var sendiherra íslands í Moskvu alls ekki látinn koma þangað. Greinilegar var ekki hægt að segja á „diplómata“-máli, að ísland vildi ekkert hafa með Sovétríkin að gera, enda svöruðu þau, eftir að sýnt var að hér var um ráðnar móðganir að ræða, með því að hafa ekki scndiherra hér, heldur aðeins sendifulltrúa. Síðan var haldið áfram með alla þá fruntalegu framkomu, sem einsdæmi munu vera af utanríkisráðherra. Þarf ekki annað en minna á Semjonoff-málið o. fl. o. fl. Og samtímis því, sem utan- ríkisráðhcrrann þannig sparkaði í Sovétríkin við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, setti hann svo upp hræsnissvip, er hann 'var ávítaður og sagði: Hún vill ekki verzla við mig he...a tarna. Allt bannkt’ffi ameriska auðualdsins á yiðsk 'vptiinum viS Sovél- ríkin befur nú hruniS til grunna. Sovétríkin hafa aukiS frarnleiSslu sina, svo itndntm sætir. En Bandankin riSa'á barmi kreppunnar, strax og ,,friSarhœttan' gerir vart viS sig og stofnar aSalatvinnuvegi ameriska auSvaldsins: múgmorSunum, i voSa. Sovérríkin gerðu hverja tilraunina eftir aðra til að eíla viðskiptin við Vcsturlönd og skapa þannig enn sterkari grundvöll friðarstefnu sinnar. Þegar Sovétstjórnin gekkst fyrir heimsráðstefnu í Moskvu 1951 um viðskipti, sýndi íslenzka ríkisstjórnin enn algert áhuga- leysi sitt á viðskitpunum og sendi þangað enga menn. En þegar Adarshallsamningurinn féll úr gildi 1953, tóku Vestur- Evrópuríkin hvert af öðru að hefja viðskipti við Sovetríkin eða auka þau, ef þeim hefði ckki verið slitið. Nú var kreppan tekin að fær- ast yfir auðvaldsheiminn og bönd ameríska auðvaldsins á ríkjum Evrópu að bresta. Kreppan, sem hér á landi birtist í minnkandi sölu freðfisks ti! ,,bandalagslandanna“ og hanni á sölu ísfisks til ,,bandamannanna“ brezku, knúði íslenzku ríkisstjórnina á árinu 1952 til þess að hefja viðskipti við Austur-Þýzkaland, sem staðið höfðu_til boða síðan 1950, en ekki verið sinnt. Og nú er það land annar stærsti freð- fisk-markaður íslands, — þar til samningurinn nýi við Sovétríkin kemur ril sögunnar. — Og nú hefur kreppan kennt íslenzku ríkis- stjúrninni að láta að kröfum almennings um að hagnvta stórkost- lega viðskiptamöguleika við Sovétríkin. Marshall-okiS er aS bresta. Sjálfur Adarshallsamningttrinn er fall- inn úr gildi. Og f>aS þarf aS hindra aS striSsbrjálœSiS, sem veriS er aS reyna aS korna inn í />jóS vora, verSi hagnýtt af valdhöfunum, til pess aS eySileggja aftur f>á stórkostlegu möguleika til öruggrar 4ifkomu fyrir ísland, sem siaukin vi'Sskipti viS kreppulausan heim sósíalismans veita f>jóS vorri. — ÞaS eru brýnustu nauSsynjavörur 'allt, sem vér eigum aS fá frá Sovétríkjnnum: olia, sement, járn o. fl. Viðskiptin eru />annig f>au hagstæSustu, sem viS getum óskaS — Og f>aS f>arf aS treysta og skapa viSskipta- og vináttubör.d viS f>essi sríki alftýSunnar, sem aldrei hafa gert Islandi nema gott, en veriS svivirt og rógborin svo af valdhöfum Islands aS einsdœmi er. Odi^temcitískur scmx&leikisr trat dipiomdískt plcagg Norski hcrprablað íýsir spilamennsku Vesturveidanstð ff^NSKU blöðin eru yfirleitt *■* heldur óánægð með ákvörð- unina um að stefna saman utan- ríkisráðherrurh stórveldanna fjögurra. Það er skiljanlegt, ef maður kynnir sér boðið nánar, — og einkum þá það sem að baki þessu liggur. Eins og' kom- izt hefur verið að orði: Það hef- ur meiri keim af ._Dulles en Churchill. Málið er kannski nokkuð flóknara. Því það er líka keim- ur af Adenauer í þessu boði, rammur keimur. Kanslari Vest- ur-Þýzkalands — sem er tölu- vert slungnari stjórnmálarefur en Dulles — hefui' staðið á bak DULLES: Meii'i kebnur af honum eu Churchill. við og bent Dulles á, hvaða spil hann ætti að leggja á borðið í fyrstu lotu. Og svo getur spilið hafizt. En skiptingin nægir ekki í fjögur hjörtu. TTTÓRIR utanríkisráðherrar — það var ekki fundur fjögurra utanríkisráðherra, sem Churc- hill krafðist, þegar hann féllst á hugmyndina um að ræða málin við sovétrússana. Fyrirætlun hans var f jórvelda ráðstefna „æðstu manna“, þ. e. Malenkoffs, Churchilis og helzt Eisenhowers, ásamt þeim manni, sem veitti frönsku stjórninni förystu, þegar að ráðstefnunni kæmi. Engin rígskorðuð dagskrá átti að liggja fyrir ráðstefnunni að áliti Churchills. Það átti að vera hægt að ræða öll milliríkja- vandamál, sem á döfinni eru, án þess að nokkur væri hræddur um að verða fyrir álitshnekki. Fundurinn sem ákveðinn var á Washingtonráðstefnunni eftii’ mikinn reipdrátt var allt ann- arrar tegundar. Svo að yfir ekk- ert sé hilmað: Það lítur út fyrir, að dagskrá- in sé samin þannig, að engin von sé til að nokkur árangur náist. Samkvæmt henni verða aðeins rædd mál, sem Sovétríkin geta ein gert tiislakanir í án þess að Vesturveldin þurfi að taka nokk uð á-sig í staðinn. Þetta er ó- diplómatískur sannleikur um það diplómatiska plagg, sem varð árangur Washingtonfund- arins. U^AÐ lítur vel út á prenti: Boð- * ið er upp á viðræður um friðarsamninga við Austurríki. Erlend tíðindi Hér er aðalatriðið, hvort Sovét- ríkin vilji flytja burt herlið sitt af sínu hernámssvæði eða ekki. Það skiptir minnstu máli í þessu sambandi, hvort Vesturveldin fara eins að. „Observer" (brezkt íhaldsblað. — Þjv.) bendir í gær réttilega á, að „friðarsamningur við Austurríki — sem fæli í sér brottflutning sovéthers frá Ung- verjalandi og Rúmeníu — sé til- slökun, sem Sovétríkin hafa lengi haft í bakhöndinni ef á móti kæmu ákveðnar tilslakan- ir af hinna hálfu.“ GREININ, sem hér er birt, er rftstjörnargrein úr mál- gagni norska Vinstriflokks- ins í Osló, „Dagbladet”, og er skrifuð af utanríkismála- ritstjóra þess, RagnariVold, sem er þriðji maður á lista flokksjns þar í þingkosning- unum í haust. Vinstri flokk- urinn norski er að uppruna skyldastur Framsóknarfl. ís- lenzka, og þessi grein er m. a. birt hér í því skyni, að sýna fram á, livílíkt Iiyldýpi skilur orðið borgaraflokka meginlandshis og banda- rfsku dindiana hér. Það mundi einliver reka upp stór augu, ef skoðanir svip- aðar þejm sem fram koma í greininni, væru settar fram í „Tímanum". Að sjálfsögðn er I»jóðvil,jinn ekki sammála öilu, sem sagt er í þessari grein, þó hún túlki að verulegu leyti þá afstöðu, sem Iiann hef- ur tekið tii þess máls, sem þar er rætt. — ás. Auk þess eiga utanríkisráð- herrarnir samkvæmt Washir.g- tontillögunni að ræða fram- kvæmd frjálsra kosninga í öllu Þýzkalandi og — nú er það Adenauer sem skerst í leikinn sem slunginn spilamaour — stofnsetningu þýzkrar ríkis- stjórnar „með fullt athafnaí'relsi bæði í innanríkis- og utanríkis- málum.“ Hér er það orðið „athafna- frelsi“, sem skiptir mestu. )ÉTT eftir að Rússar höfðu Lkvatt Sjúkoff heim og skipað Semjonoff umboðsmann sinn í Austur-Þýzkalandi, flutti Adc- nauer ræðu — það var 9. júní. Hann var fullur angistar vegna hinnar nýjú stefnu, hræddur um að Þýzkaland yrði að borga brúsann fyrir deiluhjöðnun milli vesturs og austurs. I ræðunni setti hann fram fimm skilyrði fyrir sameiningu Þýzkalands. Fimmta skilyrðið hljóðaði þannig: „Þýzku stjórn- inni verður frjálst að gera samn inga við aðrar-þjóðir, svo fremi sem þeir eru í samræmi við til- gang Samcinuðu þjóðanna." í þessari kröfu felst, eins og Adenauer hefur ítrekað síðar — einnig rétt fyrir Washington- fundinn — krafa um, að sam- einað Þýzkaland geti gerzt aðili að varnarkerfi Vesturveldanna. Og einmitt þetta fimmta skil- yrði gengur aftur í þeirri dag- skrá, sem eining varð um á Washingtonfundinum, enda þótt. ekki sé minnzt einu orði á það. fÚ er alls engin ástæða til að fagna því, að Þjóðverjar óska eftir athafnafrelsi í utan- ríkismálum — slíkt athafna- frelsi má reyndar nota til allt ÍSkiptingln ’hjörtu. fjögur annarra verka en Adenauer hef- ur hugsað sér. En í þessu sam- bandi er þetta athyglisverðast: Þegar það er beinlínis gert að skilyrði, að gengið verði að þátt- töku sameinaðs Þýzltaiands í Atlanzbandalaginu, þá má ganga' að því visu fyrir fram, að ekk- ert samkomulag náist. Það er vel hugsanlegt, að Moskva sé fús að fórna skipu- lagi kommúnista í Austur- Þýzkalandi. Ýmsar þær ráð- stafanir, sem þar voru gerðar í fyrri helming júní, benda á- kveðið í þá átt. En skilyrði þess er, að Þýzkaland verði a. m. k. hlutlaust í milliríkjadeilum. Annars getur Moskva engan hag haft af að gefa frá sér jafn. mikilvæga vaidaaðstöðu. Moskva mundi eins og nú stendur hafa mikinn hag af hlut- lausu Þýzkalandi. Það mundi greiða Eyrópuhernum bana- höggið. Það má ganga að því vísu, að Moskva sé reiðubúin tii að greiða vel fyrir jafn feita veiði. Auk þess gerir Moskva ráð fyrir — og það ættu allir að gera — að það sé óhugsandi, að Þýzkaland verði sundurhlutað um fyrirsjáanlega framtíð. Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.