Þjóðviljinn - 09.08.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Snnnudagur 9. ágúst 1953 ■ þlÓfiVIUINN Ctgefaadl: Bamelningarf! okkur alþýBu — Sóslalistaflokkurlnn. SUtatjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigiússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg. 19. — Síml 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans hJt. ' Stjórnarflokkamir halda áfram hráskinnsleik "feínum stjómarmyndun. Takmark þeirra með leiknum er að sýn ■gagnvari kjósendum sínum vilja gera ýmislegt, til að b; fyrir gömul afbrot, en ætla sér þó umfram allt að ná san nýrri stjóm með gömlu einokunarstefnunni. En þrátt fyrir sa eiginlegt markmið einokunarklíkunnar í báðum flokkum, rej samt forystumennimir að láta ekki altof mikið á því bera______ niðurstöður leiksins eiga að verða sami grautur í sömu skál. Þeir þurfa sem sé samtímis því að tryggja einokunarklíkunum rétta útkomu að gæta sín við reikningsaðferðina. í'naldið vill geta notað hótunina um haustkosningar sem svipu á Framsókn. íhaldið veit að Framsókn óttast þetta, — og jþað meinar það heldur ekki í fúlustu alvöru, allt saman. En því þykir þó lakara að missa það vopn alveg úr höndum sér. Þessvegna talar — eða skrafar — íhaldið digurbarkalega, Itveður alla „tímatöf“ við stjórnarmyndun „þjóðhættulega“, — en þorir samt ekki að taka sína ráðherra út úr ríkisstjórn- inni, sem það auðvitað gæti gert strax, ef því væri alvnra með 'þessa „þjóðhættulegu tímatöf“. Framsókn vill hinsvegar fresta stjórnarmyndim. Hún vill fá tækifæri til þess að láta ofurlítinn tíma líða frá ósigrinum í kosningunum, svo hún nái sér andlega eftir áfallið og reiðin í ,.vinstri“ mönnum hennar réni. Og hún vill forðast haustkosn- ingar og svifta íhaldið aðstöðunni til að geta hótað með þeim. Og það er henni að takast. Og þar toer hún — réttilega — fyrir sig það atriði að eðlilegast sé að Alþingi komi saman til þes3 að fjalla um stjórnarmyndunina. Auðvitað gæti Framsókn kvatt Alþingi saman strax, en fyrir því hefur hún ekki áhuga. Þvert á móti. Hún mun ekki kalla Alþingi saman fyrr en 1. cktóber, en það eru síðustu forvöð, sem lög leyfa að draga það. En meðan hráskinnsleikur flokkanna er þannig í fullum gangi og leikirnir í refskákinni tilkynntir í blöðum og útvarpi, — era hinir raunverulegu valdhafar að tjaldabaki farnir af stað að semja. Vilhjálmur og Bjöm og Thorsararnir láta kosningar og stór orð flokkapeðanna sinna eklci frekar á sig fá en þýzkir og amerískir auðhringar létu styrjöld milli ríkja þeirra trufla sam- eiginlegar gróðaráðstafanir sínar. Þessir einokunarherrar eru þegar að koma sér saman um að viðháída allri útflutnings og innflutningseinokun sinni ' og slaka ekki á hinum svívirðilegu lánsfjárhöftum. Svo ósvífin er framkoma þeirra og ríkisstjórnar þeirra að m.a.s. lög Alþingis um 16 milljóna króna lán til smáíbúða hafa enn ekki verið ‘framkvæmd. Þessi einokunarhringur álítur gróða sinn í hættu, eins og Björn Ólafsson var að vekja athygli á í ræðu sinni á verzlunarmanna- daginn. Ef atvinnuleysið skyldi hverfa, vegna verzlunarsamnings við Sovétríkin og góðs árferðis, þá er voði á ferðum! — Og menn geta rétt ímyndað sér, hvort röddin frá Coca-cola hefur ekki komið við hjartað í Eysteini: Eymdin í hættu! Það veitir svo sem ekki af að stjórnarflokkarnir fari að tala saman munnlega, einslega og leynilega, þegar annað eius vofir yfir þjóðinni. Það er aðeins eitt afi, sem getur komið í veg fyrir að sama einokunarklíkan drottni áfram í landinu, arðræni alþýðuna með gengislækkunum, tollum og sköttum og skipuleggi yfir hana atvinnuleysið, ef „'hætta" væri á því að það hyrfi. Það afl er alþýðan sjáif, ef liún sameinast um forustu verka- lýðsins, — sterkustu alþýðustéttar landsins. En til þess að verkalýðurinn verði það afl, sem aðrar vinnandi stéttir laiads- ius: bændur, smáútvegsmenn, millistéttirnar, — geti treyst til forastu, þá þarf hann sjálfur að sta’nda sameinaður um hagsmunamál sín. Það er sú eining, sem Sósíalistaflokkurinn nú er að reyna að skapa með samstarfi við Alþýðuflokkinn um hsgsmunamálin. Það er sú eining, sem auðmanuastéttin í land- inu óttast og ráðleggur Alþýðuflokknum að neita. — Það er sú eining, sem verkalýðssamtökin um allt land nú þurfa að skapa 'hvað sem auðvaldið segir. UM ÍTÖLSKU FASISTANA Mussólíni flytur ræSu í stórráSi fasista. fvótt margt hafi verið ritað * um orsakir og upprana fasismans, um eðli ógnar- stjórnar hans, um þátt hans í aðdraganda styrjaidarinnar og um ósigur hans og fall að lokum, hefur iítið eitt verið gert til að meta manndóm eða manndómsleysi foringja hreyfingarinnar, enda hefur til skamms tíma skort traust- ar heimildir, sem þess háttar mat yrði reis á. En með birt- ADOLF IIITLER ingu ýmissa gagna, — skjala, dagbóka og endurminninga, —á undanföraum árum varð- andi feril fasistahreyfingar- innar hefur verið brugðið upp mjmd af leiðtogum hennar, stefnumálum þeirra og starfs- aðferðum, sem fyllir í eyðurn- ar í sögu fasismans. ^agbækur Cianó greifa eru eitt þessara gagna. Cianó var utanríkisráðherra ítalíu frá '1933, er hann var 33 ára gamall, þar til 1943, er har.n var tekinn höndum og liflát- inn af fyrri félögum sínum. Hann var kvæntur dóttur Mússolínis og sennilega sá maður, sem honum var toand- gengnastur lengst af þessi ár. í ágústmánuði 1937 tók haan að halda dagbók, sem nær síðan yfir alla embættistíð 'hans. Cianó var maður friður sýn- um, greindur vel og ágætlega máli farinn, en maður án sannfæringar eða siðgæðismeð vitundar. I fyrstu hafði hann gaman af embætti sínu líkt og barn af leikfaogi og skeytti lítt um annað eti auð og upphefð. I starfi sínu sýndi hann þó kænsku, ef ekki fyrirhyggju. Og í dag- bókunum hlakkar hann yfir brögðunum, sem hann beitir. Erleud tíðindi Þegar hann skrifaði í dagbck sína síðasta sina í Veróna- facigelsinu 23. desember 1943, harmar hann að liafa ekki getað unnið úr þessu ágæta efni í sjálfsævisögu. Dagbækur hans hafa verið gefnar út í þrennu lagi. Sú fyrsta þeirra, sem nær yfir árln 1937—’38, er ríkust af persónulýsingum fasistafor- ingjanaa. Þá er enn ekki tek- ið að halla undan fæti fyrir ítölsku fasistunum og þá beit- ir Cianó lítið gagnrýni sinni, heldur segir aðeins blátt á- fram frá því, sem gerist. , llt snerist um dýrkun for- ingjans.- í dagbókinni, sem hann skrifar þó aðeias fyr;r sjálfan sig, minmst hann ekki á Mussolíni án þess að ‘ nota hástemmdar lýsingar „Hin heilaga persóna foringj ans“. — „Foringinn hefur lýs yfir saniþykki sínu“. — „For ” iaginn er ánáegður". — „For inglan er í góðu skapi“. Þeg ar einn ráðherranna bar frair umkvörtun, skrifaði Cano: ,,.... jafnvel þótt hann haf haft á réttu að standa átt hann ekki að vera að ónáðr for:ngjana“..... „Foringinr hefur ailtaf á réttu aí' staatía“. — 2. febrúar 1938 skrifar hann: „Es: sagði foringjanum frá á hrifununi, sem hin hermannlegr ræða hans hafði í gær, Hann er ánægður. ifenn hefur yndi af o- tileinkar sér æ meir hina stá’ hertu framkomu hermannsins." Þegar Mussolíni var sagt frá ógn þeirri, sem spænskum bæium stæði af ítölskum loft- várásum, „fagnaði hann því að Italir breiddu nú út ógn og skelfingu með árásum sínum í stað gleði og skemmtunar sem mandólínieikarar“. Cianó skrifar 20. apríl 1938: „Eins, og ærin ástæða var til, reiddist foringinn ofsalega, er hann heyrði, að bændur frá Bari, sem voru í heimsókn í Brúna húsinu í Munchen, hafi gengið örna sinna í stiganum.. (Foringinn) sagði að innræta yrði þjóðinni hærri hugmyndir um kynstofn sinn, enda væri það óhjákvæmilegt þeim, sem kom’a vilau á fót nýlenduve;di. Hann þrumaöi gegn „ambáttarsonun- um" og sagði að hann mundi i'yðja þeim öllum úr vegi, éf þeir hefðu með sér ákveðin sljó- leikablæ, sannfærður um það, að hann væri að gera mannkyninu og ítalíu mikinn greiða." Cianó reynir að stæla hern- aðaranda Mússólínis. Þegar 27. ágúst 1937 hafðj liann s>r;fað: „Eg öfunda Frakka vegna Les Invalides og Þjóð- •verja vegna Hersafnsins. Ekkert máiverk er eins mik- ils virði og herfáni, sem tek- inn hefur verið af óvimmum". Cianó segir frá ræðu, sem Mussólíní flutti i stórráði fas- ista 7. október 1938, þegar toann komst svo að orði: „Ég var fæddur til að láta ítali aldrei í friði. Fyrst Afríka, í dag Spánn, á morgun eitt- hvað annað“. Stórráðið tók BENITÖ MÚSSÖLINÍ þessum orðum með fagnaðar- látum, að sögn Cianós, einu sviði skaraði ítalska utanríkisráðið fram úr undir stjórn Ciaaós: njósnuni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.