Þjóðviljinn - 13.08.1953, Blaðsíða 4
%)' __ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. ágúst 1953
Hvers w©gina er ssnt-
víiim vfNrlscilýðs-
ilokkemncE ncniðsYn?
í DAG eru liðin rétt fjöru-
tíu ár síðan hinn niikli
brautryðjandi sósíalismans í
Þýzkalandi, Ágúst Bebel,
lézt. 1 tilefni þess afmælis
þykir Þjóðviljanum hlýða að
birta eftirmæli Bebels eins
og þau voru skráð af I'or-
steini Erlin"ssyni skáldi fyr-
ir 40 árum. I»au birtust 20.
september 1913 í Verka^
mannabíaðinu, sem út var
gefið af Verkamannafélagir.u
Dagsbrún.
^
Af því að BebeJs hefur verið
getið hér í blaðinu, gseti verið,
að mönnum þætti ekki ófróðlegt
að fá ágrip af hinni merkilegu
ævi þessa manns, en örstutt
verður það að vera hér.
Bebel er fæddur 1840, 22.
febrúar í Köln við Rín á Norð-
'Ur-Þýzkalandi. Faðir hans var
Pólverji af þýzkum ættum og
undirforingi í Prússaher, en
móðir hans prússnesk. Bebel
missti föður sinn á 4. ári og
var móðir hans öreigi eftir.
Hann komst í skóla fyrir fá-
tæk iböm, lifði við örbirgð og
oít við sult. Á 13. ári missti
hann móður sína og fór árið
eftir; til náms hjá rennismið,
var þar s.veinn, og fór siðan í
2 ár um Suður-Þýzkaland, Sviss
og Austurríki.
1860 gekk Bebel í fyrsta iðn-
aðarmannaféiagið og þá ein-
göngu til þess að ná sér í bæk-
ur til að lesa, því til þess varði
hann öllum stundum, jafnvel
frá svefni, og vann þó 14
stunda stranga vinnu.
27 ára er Bebel orðinn sósíal-
isti og er þá kosinn á þing og
um það leyti skrifar þessi
rennismiður ágætan bækling
um stefnu og markmið fiokks-
ins.
Rétt á etir kom ófriðurinn
við Frakka 1870—’71 og börð-
ust þeir þá fyrir því Bebel og
Liebknecht á norður-þýzka
þinginu, áð neitað yrði fé til
framhalds ófriði við lýðveldið
frakkneska, og gerður friður
við það sem fyrst og engin
lönd af því. tekin. Svo víðsýnir
og djarfir vóru þessir menn.
En það varð þeim líka dýrt
hjá Bismarck og hundaþvögu
hans, því að þeim var dæmt
tveggja ára kastalafangelsi
1870, fyrir landráð og drottins-
svik, og framkvæmt vægðar-
laust.
En flokkur þeirra græddi á
því. Hugmyndir þeirra urðu
kunnar um löndin og dáðst að
hugrekki þeirra og stillingu.
Fáum mánuðum síðar féklc
Bebel 9 mánaða fangelsisdóm
fyrir djarfmæli um keisara og
ráðgjafa hans um það, að þeir
hefðu ekki haldið ýms heit sín
við þjóðina efir ófriðinn.
Þessa og aðrar fangelsisverur
sinar notaði Bebel til að
mennta sig, að svo miklu leyti
sem honum voru leyfðar bækur
og skrifaði ágæt rit, þar sem
hann sýndi Ijóslega fram á það
meðal annars, að það væri
miklu fremur menntunarleys-ið
en fátæktin sem gerði verka-
og iðnaðarmenn að undirlægj-
um. Þeir af þeim sem mennt-
unina hefðu kæmust upp á við
og yrðu mikilsráðandi engu síð-
ur en embættismenn og auðugir
menn. Menntunarleysið er tjóð-
urbandið.
Smám saman varð Bebel svo
skæður á ríkiaþinginu að Bis-
marck fór bdátt áfram að
standa stuggur af honum, þar
sem her hans margfaldaðist
líka og skoðanir hans breiddust
óðfluga um landið. Bismarck
var þó svo heppinn að einhver
glópaldi sýndi Vilhjálmi keis-
ara banatilræði 1878 og notaði
Bismarck það til þess að koma
fram kúgunarlögunum sem
Þorsteinn Erlingsson.
getið var um hér í blaðinu og
heftiu allan féíags- og fundarétt
lægri stéttanna. En Bebel varð
honum líka skæðari þar, því
að þótt allt yrði að vera á laun
og í kyrrþey, þá efldist svo
með tilstyrk Bebels menntun
og áhugi verkalýðsins og hatur
þeirra á kúguninni, að flokkur-
inn margfaldaðist enn á ný þau
12 ár, sem kúgunarilögin voru í
gildi, og setti hvem manninn á
fætur öðrum inn í rífcisþingið,
Framhald á 11. síðu.
Ágúst. Bebel.
í stéttaþjóðféiagi eins og
okkar ræður það mestu um f jár-
hagslega afkomu og sigursæld
höfuðstétta þjóðfélagsins í á-
tökunum um skiptingu arðsins
og mótun heildarstefnu í art-
vinnu og fjárhagsmálumhveraig
verkalýðsstéttinni og auðsétt-
inni tekzt að skipuleggja sam-
tök sín og baráttu, bæði á sviði
hagsmunaátakanna í þrengri
merkingu og sjálfrar stjórn-
málabaráttunnar.
Sú stéttin sem stendur betur
saman, skipuleggur sig af meira
öryggi og festu, slcapar víð-
tækari einingu í hagsmunasam-
tökum sínum og þeim traustari
forustu, hlýtur að standa betur
að vígi í þeim átökum sem ó-
hjákvæmileg eru innan auð-
valdsþjóðfélagsins um skipt-
ingu arðsins af vinnu og fram-
leiðslu þjóðarheildarinnar og þá
fyrst og fremst verkalýðsstétt-
arinnar.
Sama er að segja um þá bar-
áttu sem háð er á vettvangi
löggjafarstarfs’ms. Sú þessara
höfuðstétta þjóðfélagsins, sem
ræður yfir öflugri og samhent-
ari stjórnmálasamtökum hlýtur
að ráða meiru um þá stefnu
sem mörkuð er og fylgt á hverj-
um tíma. En á því veltur ekki
hvað sízt hve haldgóður og
traustur sá árangur reynist
sem næst á sviði hagsmunabar-
áttunnar.
Islenzka verkalýðsstéttin hef-
ur skapað sér fjölmenn og
sterk hagsmunasamtök sé þeim
rétt beitt og stjórn þeirra í
höndum heiðarlegra manna sem
láta hagsmuni verkalýðsins
sitja í fyrirrúmi og ráða stefnu
sinni og athöfnum. Það sem á
hefur skort í þessu efni á síð-
ari árum eða síðan 1948 er að
yfirstjóm heildarsamtakanna
hefur verið í höndum útsendra
fulltrúa stéttaraadstæðingsins,
auðstéttarinnar í landinu, og
þannig verið gerð að fótaþurrku
annarlegra og framandi afla.
Þetta hefur gert íslenzku
verkalýðsstéttinni örðugra að
halda í horfinu þeim lífskjörum
sem hún náði meðan sam-
tökin voru í höndum hennar
sjálfrar.
Þetta hefur gert auðstéttinni
færara en ella að ræna verka-
lýðinn smám saman árangrin-
um af þeirri baráttu sem hann
háði sameinaður og sterkur und
ir forustu einingarstjórnarinnar
í Alþýðusambandinu '1942—
1948. Því það er ómótmælanleg ■
staðreynd að samstjórn auð-
stéttarinnar og Alþýðuflokks-
foringjanna í Alþýðusambandi
Islands hefur legið eins og mara .
á hagsmunabaráttu verkalýðs-
ins síðustu árin og jafnframt
gert sig seka um stórfelld
skemmdarverk þegar verkalýð-
urinn hefur neyðst til að taka
forustuna í eigin hendur og-
skipuleggja varnarbaráttu sína
gegn skerðingu lífskjaranna.
Dæmin úr vinnudeilum síð-
ustu ára sanna þetta á óvé-
fengjanlegan hátt.
Samfylking Alþýðuflokksfor-
ingjanna og auðstéttarinnar f
verkalýðshreyfingunni er því
versti skaðvaldur verkalýðs-
stéttarinnar og hefur átt sinn.
stóra þátt í því að auðstéttinni
hefur tekizt að skerða lifskjör-
alþýðunnar en safna sjálf vax-
andi gróða.
Á stjórnamálasviðinu hefur-
auðstéttin komið sér upp sterk-
um og vel skipulögðum samtök-
um sem gæta hagsmuna hennar
í hvívetna og láta hvergi á sig
ganga að nauðsynjalausu. Þessi
samtök er Sjálfstæðisflokkur-
inn. Með ótakmörkuðu fjár-
magni og lævísum áróðri hefur
þessum hagsmunasamtökum.
auðstéttarinnar á sviði stjórn-
málabaráttunnar tekizt að villa
miklum fjölda alþýðufólks og
millistétta sýn, fá hann til að
leggja fjandmönnum sínum lið,
véla hann til að bregðast eigin.
hagsmunum á fölskum og upp-
lognum forsendum, og efla
Framh. á 11. síðu.
ÞEGAR ég heyri fréttir af því,
að nú sé að fara fram lands-
leikur í knattspyrnu milli
Dana og íslendinga eða milli
einhverra annarra þjóða, þá
verður mér hUgsað til knatt-
spyrnumannsins í Plágunni
eftir franska rithöfundinn Al-
bert Camus, og þá sé ég skýrt
■ og greiniiega eins og ég horfi
á tvær mynd’r sem hanga upp
1 á vegg hvor við hliðina á ann-
arri, hver rnunur er að lifa
1 við ástand striðs eða friðar;
ég veit að þegar borgarhlið-
unum hefur verið lokað og
stríðið er í algleymingi, þá er
' ekki lengur ne:n knattspyrna.
Eg get ekki stillt mig um að
taka hér upp glefsur úr Plág-
unni, ef aðrir skyldu þá koma
'betur auga á þessar tvær
: myndir:
„Það var einn sunnudag,
síðdegis, að þeir Tarrou og
' Rambert lögðu leið sína til í-
' þróttavallarins. í för með
j Jieim var Gonzales, knatt-
Knattspyrna — Plága — Þjóð
spymumaðurinn .... Þegar
þeir hittust hafði Gonzales
orð á því, að þáð hefði ein-
mitt verið á þessum tíma
dags, sem hann hefði verið
vanur að klæða sig í knatt-
spyrnubúningiein, áður en drep
sóttin brauzt út. Nú þegar
leikvellirm'r höfðu verið tekn-
ir eignarnámi, var ekki leng-
ur hægt að stunda knatt-
spyrnu, og Gonzales var fyrir
vikið bæði í útliti og raun eins
og hann vissi ekki hvað hann
ætti af sér að gera .... Him-
ininn var hálfþakinn skýjum
og Gonzales, er horfði upp í
himininn, sagði með saknaðar-
hreim í röddinni, að ekki væri
hægt að hugsa sér betra veð-
ur til að leika knattspyrnu,
hvorkí rigning né of mikill
hiti. Hann reyndi eftir megni
að endurvekja í huga sér ilm-
inn af smyrslunum í búnings-
klefunum, mannmergðina á á-
horfendapöllunum. litskæru
knattspymubolina yfir mógul-
um vellinum, sítrónurnar í hlé
inu milli hálfleika, eða gos-
drykkinn, sem stakk skræln-
aðar kverkarnar þúsund hress
andi nálum .... “ Þannig er
það, þegar stríðsástand ríkir.
EN við sitjum við útvarpið og
■hlustum á lýs'ngu á knatt-
spyrnukappleik sem fram fer
í Danmörku milli Islendinga
og Dana. Við höfum beðið ó-
sigur, já, já. En hvað gerir
það til? Við segjum bara:
Þetta hef ég alltaf sagt; og:
Þeir geta ekkert í knatt-
spyrnu; en það skiptir engu
máli. Við skrifum um þá í
blöðin og segjum að þeir séu
labbakútar og aumingjar að
gera þjóðinni það til skammar
að tapa með fjórum mörkum
gegn engu, og síðan skömm-
um við Reykvíkinga fyrir að
þeir, sem hafa í mörg ár haft
beztu skilyrði til knattspyrnu-
iðkana þrátt fyrir grasvalla-
skort, skuli vera svo slakir í
knattspyrnuíþróttinni að við
verðum að fá fjóra eða rétt-
ara sagt fimm utanbæjarmenn
í landsliðið; og við látum okk-
ur um munn fara ýmis miður
vinsamleg orð um alla þessa
knattspyrnumenn, að þeir
skuli ekki sparka hinsegin í
stað þess að sparka svonar
og áð þeir skuli ekki hafa
meira þol, og við segjum að
heiður þjóðarinnar sé í veði
og þar fram eftir götunum;
en samt skiptir þetta engu
máli. V;ð höfum beðið ósigur
fyrir austurrískum knatt-
spyrnumönnum og við höfum
beðið ósigur fyrir dönskum
knattspyrnumönnum og við
eigum sjálfsagt eftir að bíða
ósigur fyrir norskum knatt-
spyrnumönnum. En þrátt fyr-
ir alla þessa ósigra stöndum
við jafn uppréttir. Og þó að
v;ð eigum eftir að 'bíða marga
slíka ósigra, þá geta þeir ekki
gert ckkur neinn skaða. Þeir
skipta engu máli. Hitt skiptir
xnáli, ef við biðum ósigur fyr-
ir stríðsprédikurunum, ef v:ð
bíðum Ó3igur fyr:r öflum
plágunnar, sem reyna að
smeygja snöru ófrclsisins um
háls okkar. — Því að hvar
heyjum við landsleik, ef við
erum ekki lengur þjóð?