Þjóðviljinn - 13.08.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. ágúst 1953
þlÓOVIUINN
fftgeí&ndi: Bamelningarflokkur alþýOu — Bóslallstaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Blgurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigíússon, Magnús Torfi Ólafsson.
iiuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áakrlítarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. It
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljane h.f.
I Efling viðskipta Islands út é við
Hinn mikli viðskiptásamningur Islands við Sovétríkin opnar
alveg ný viðhorf í viðskipta- og atvinnumálum landsins. Meira að
segja málgögn Verzlunarráðs íslands viðurkenna nú að einmitt
,,dollaravörurnar“, sem við fáum frá Sovétríkjunum leysi að
miklu levti vandann hvað ,,harðan“ gjaldeyri snertir. En hann
hefur verið mikill allan ,,Marshall“-tímann og ekki hafði tekizt
að leysa hann, er ,,Marshalláætluninni“ lauk, en það hafði þó
einmitt verið hinn yfirlýsti tilgangur méð henni.
★
Það er því þegar auðséð, að sá viðskiptasamningur, sem rík-
isstjórnin vegna Marshallstefnunnar hefur hindrað að gerður
-væri i 6 ár, gerbreytir nú viðhorfum íslands í viðskipta- og at-
vinnumálum, — svo framanlega sem hægt'er að nýta til fulls fyr-
ir alþýðu manna afleiðingar hans.
★
I>ær ættu fyrst og fremst að vera tvennskonar:
I fyrsta lagi að hægt væri að auka útflutning Islands stórum
og efla þar með hina íslenzku atvinnuvegi og tryggja öllum Is-
lendingum vinnu við þá.
★
I öðru lagi þarf að tryggja það að viðskiptin við útlönd verði,
að svo miklu leyti sem ríkið ekki annast þau sjálft með hags-
muni heildarinnar fyrr augum, gefin sem allra mest frjáls.
Hvað hið fyrra snertir þá liggur í augum uppi að nú er brott
fallinn — og hefur i rauninni aldrei verið sönn, — sú ástæða,
sem mest hefur verið hampað á undanförnum árum sem orsök
atvinnuleysis: að ekki væri hægt að fá nóga markaði fyrir af-
urðir okkar. Freðfiskútflutningur Islands hefur undanfarin tvö
ár verið 30—35 þúsund smálestir. Möguleikar okkar til þess að
framleiða freðfisk með öllum okkar mikla togara- og bátaflota
og hinna mörgu liraðfrystihúsa eru mjög miklir, þegar markað-
ur er öruggur. Ef sú áætlun um hagnýtingu alls aflans í land-
inu, sem Sósíalistaflokkurinn setti fram fyrir kosningar, væri
framkvæmd, myndi framleiðslan í freðfiskinum einum verða um
65 þúsund smálestir. Og verðmæti þeirrar framleiðslu einnar
væri um 390 milljónir krcna. Slík tvöföldun freðfiskframleiðsl-
unnar myndi auka stórkostlega atvinnuna í landinu og hafa úr-
slitaáhrif í því að gera íslendingum mögulegt, að sjá sér far-
borða við eigin atvinnuvegi.
★
Nú hefur það komið í ljós að við getum á einu ári selt 21
þúsund smálestir af freðfiski til Sovétríkjanna. Við höfum á
undanförnum árum selt allt að 30 þúsund smálesta til Bandarikj-
anna og alþýðulýðveldanna í Evrópu og nokkurra annarra ríkja.
Við vitum að einmitt verðið í alþýðuríkjunum hefur borgað tap-
ið á sölunni til hinna landanna, hvað þorskinn snertir. Við þurf-
v.m nú að kappkosta að halda þessum mörkuðum og efla þá. Þá
er hægt að komast upp í um 60 þúsund smálestir freðfisks á
ári. Þessvegna þarf að hindra að nú verði farið að draga úr
framleiðslunni fyrir aðra markaði, eins og auðsjáanlega eru uppi
hugmyndir um hjá valdhöfunum. Það þarf að nota alla markaði
og auka þá.
★
En alþýðan veit hvað að er: Valdhafamir óttast mikla íslenzka
atvinnu. Þeir vilja koma í veg fyrir hana. Þessvegna eru þeir
nú að hugsa um að minnka markaðina, til þess að geta sagt, eins
og þeir sögðu meðan þeir lokuðu rússneska markaðnum og bönn-
nðu framleiðslu að vissu marki: það eru ekki til nógir markaðir.
Þessvegna er það og krafa almennings að næst á eftir því að
tryggja megi markaði og þar með næga íslenzka atvinnu þá
verði að veita frelsi til útflutnings og innflutnings, en ekki að
einoka hvortveggja í höndum nokkurra stofnana, sem ríkis-
stjórnin hefur velþóknun á. Að svo miklu leyti sem ríkið sjálft
annast slíkan innflutning með hag alþjóðar fyrir augum, er það
gott, en því miður er þess sjaldan að vænta, meðan ríkisvaldið er
einokunarbæli auðmannaklíknanna. Þessvegna verður um fram
allt að binda endi á þá einokun auðvaldsins, sem einokar bæði
atvinnu og gróða alþýðunni til bölvunar.
Eru ssskápar Malénkoils ægi-
legri est skriðdrekar hans?
Rœða forsœthráðherra Sovétrikjanna og
bollaleggingar bandarisks blaðamanns
^he Keportcr nefnist banda-
rískt tímarit, sem á fáum ár-
um hefur unnið sér álit og út-
breiðslu með því að taka ræk'-
lega til meðferðar þýðingar-
mikil efni, sem önnur blöð
þar í landi hafa gengið fram
hjá. Greinaflokkat þess um
fjárburð kínversku Kuomin-
tangklíkuunar á bandaríska
þingmenn og um lii.nar víð-
tæku símahleranir, sem opin-
berir að:lar og einstakir menn
reka í Bandaríkjunum hafa
til dæmis vakið mikla athyg’i.
1 The Reporter sem út kom
26. maí síðastliðinn er aual-
efnið greinar um mál, sem lítt
hefur verið rætt i borgaraleg-
um blöðum auðvaldslandanna;
þýðingu hinnar geysilegu út-
'þenslu í atvinnulíf1 Sovétríkj-
anna fyrir heimsþróunina
næstu áratugiaa.
B
^^ðalfréttaritari The R’part-
er í Evrópu, Theodore White,
var gerður út tii að rekja
garnirnnr úr þeim'hagfræ'ðing-
um í Vestur-Evrópu, sem hafa
það fyrir sérgrein að fylgjast
með hagþróun Sovétríkjanna.
Ályktunin. sem hann dregur
af upplýs'ngum þeirra er
þessi: ,,Stórkost!egt áfall
(fyrir Vesturveldin) virðist nú
vera í uppsiglingu, áður en
tveir áratugir líða getur það
orðið ein af þeim staíreynd-
um, sem úrslitum ráða um
stjómmálaþróun heimsins....
Hernaðarmáttur iðnaðar Sov-
étríkjanna er vissulega gíf-
urlegur. ... að mirmsta kosti
tvisvar sinnum meiri en á
síðasta ári heimsstyrjaldarinn-
ar, þegar Rússar framleiddu
meðal annars fjörutíu þúsund
flugvélar og þrjátíu þúsund
skriðdreka, vélknúffar fall-
byssur og brynvagna...... En
það er ekki þessi hernaðarógn-
u.n. scm mestu máli skiptir. .
.. Pólitíska hættan, sem staf-
ar af framleiðslugetu Sovét-
ríkjanaa er þýðingarmeiri,
varasamari og erfiðari við-
fangs“.
H’nn bandaríski blaðamað-
ur rekur síðan, livernig Sovét-
ríkin eru komin fram úr effa
eru að fara fram úr öllum
ríkjum Vestur-Evrópu til sam-
ans í afköstum und'rstöðuat.-
vinnuveganna. $em dæmi um
það, hve mik'u hraöari þróun-
in er í Sovétríkjunum nefnir
hann það að Bretland, helzta
kolanámuframleiðsluland Vest
ur-Evrópu, hefur sett sér það
mark að auka kolaframleiðsl-
una um 20 milljónir tonna á
tólf árum. Hinsvegar jókst
kolaframleiffs'a Sovétríkjanna.
á tveim ánun, 1951 og 1952,
um 40 milljónir tonna. Síðan
stríði lauk hafa hin miklu
stá'framleiðslulönd V-Evrópu,
Bret’and, Frakkland, Benelux
og V-Þýzkaland, aukið stál-
framleiðs’una um 12 milljóirr
tonna. ,.Iskyggilegast af öllu
í þessum samanburði", segir
White, „er þó stöðnunin sem
nú er að færast yfir iðnað
Vestur-Evróp\i.... Ef sama
útþensla heldur áfram í at-
vinnulífi Sovétríkjanna og
sama stöffaun’n í Vestur-Evr-
ópu, hafa Sovétrík’n næstum
hundrað prósent tryggingu
fyrir úrslitayfirburðum þegar
frá líður. . . . Pó’itíska hættu-
markinu verður náð þegar
vaxandi fram’eiðsla undir-
stöðuatvinnuvtganna kemur
fram á sviði neyziuvarnings-
ins“.
H
S^Siðurstaða he’mildarmanna
White er sú, að Sövétríkin
eigi um margar leiðir að velja
og allar geti þær gert stjórn-
um Vesturveldan.ua lífið leitt.
Til dæmis gætu Kremlverjar
aukið vopnafram’eiðsluna svo
að Vesturveldin sprengdu s'g
á því að hafa við Sovétríkjun-
um í vígibúnaðarkapphlaup-
Jaiu. Annar möguleiki er sá að
sovétstjórnin taki að selja
þjóðunum í Asiu og Afríku,
sem dregizt hafa afturúr í
tæk.niþróuninni, fra.mleiðslu-
tæki í stórum stil og ráði þær
Framhald á 9. slðu.
* ©
Vöxtur iðnaðarframlejðslu (Sovétríkjanna síðan liemistyrjöldinni
síðari lauk sést Iá þessu linuriti. Miffað er við framleiðslu síðasta
fyrirstríðsársins, 1940, sem 100.
I sovétlýðveidinu Karelíu eru fiskveiðar miklar, enda
liggur þaff að hinu fiskauðuga /Hvíta Ciafi. Myndin
er úr niffursuðudeild fiskiðnaðarstöðvarinnar í Bel-
omor. Starfsstúlkurnar Lidia Matasova (til vinstri)
og Julia Rugasjeva hafa báðar komizt í fiokk stakh-
anoffverkafólks fyrir niikil afköst og vandaða vinnu.