Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. ágúst 1953 — 18. árgangur — 187. tölublað
Ríkisstjórnin stöðvar byggingu
þrjátiu og sex íbúða við Skeiðavog
MikiE síld sást á
aHstursvæðÍRH
r
I
IhaldiB i PjárhagsráSi samþykkti aS húsin
skyldu reist, en íhaldiS í ríkisstjórn hindraSi
jboð samkvœmt kröfu Framsóknarmanna!
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins oa Framsóknar-
flokksins hefur nú unnið það afrek að stöðva bygg-
ingu þeirra 36 íbúða, sem byggingameistaramir
Benedikt Sveinsson og Gissur Sigurðsson (Benedikt
& Gissur) ætluðu að reisa við Skeiðavog í sumar og
höfðu fengið lóðir undir hjá bænum.
Með þessari ráðstöfun hefur
ríkisstjómiu enn einu sinni
sýnt sitt rétta andlit og raun-
verulega afstöðu til húsnæðís-
vandamálanna. Henni er ekki
nóg að torVelda allar bygging-
arframkvæmdir landsmanna
með höftum sínum og fyrirskip.
uðu banni á lánveitingum til í-
búðabygginga, heldur grípur
hún beinlínis til þess ráðs að
ónýta fjárfestingarleyfi sem
Fjárhagsráð hafðj rutt sig til
að láta af hendi og kemur þann
ig í veg fyrir byggingu 36
nýrra íbúða í Reykjavík sem
hefja átti framkvæmdir við í
vor og bæjarfélagið að fá til
ráðstöfunar.
Vegna þessarar framkomu rík-
issjórnar Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknar er það úr sög-
unni að þeir félagar geti byrj-
að framkvæmdir við bygging-
arnar í ár. Rétta svarið við
þessu skemmdarverki stjómar-
herranna yæri vitanlega það, að
Reykjavíkurbær réðist í bygg-
ingamar, þrátt fyrir bann rík-
isstjórnarinnar og tæki á sig
þær sektir sem sliku fylgja, ef
ríkisstjómin þjTði þá að grípa
til sektarákvæða fjárliagsráðs-
laganna, eins og í pottinn er
búið.
Fjárhagsráð leyfðí.
Meirihluti Fjárhagsráðs hafði
samþykkt að veita fyrirtækinu
fjárfestingarleyfi til bygging-
Framhald 3. síðu.
Siglufirði í gærkvöld,
Frá fréttaritara Þjóð-
viljaos.
Dálítil síldveiði var í dag um
60 mílur austur af Langanesi.
Vitað var að þessi skip höfðu
fengið síld. Jörundur 300 tunn-
ur, Ingvar Guðjónsson 200,
Súlan 130 og Sæfinnur 100 t.
Síldartlugvélin flaug í
dag um austursvæðið og sáu.
flugmennirnir mikla sí!d röskar
100 mílur aust-suðaustur af
Langanesi. Þar vom engin.
sklp þá, en talið líklegt að þan
hefðu farið austur á bóginn,
þegar fréttist um síldina.
Á Siglufirði er nú þokusúlft
og veiðiveður sæmilegt á mið-
unum hér, en engin síkl.
Hemámsstjóm Sovétríkjanna i'
Aiusturríki hefur laigt niður fimm;
ir á landamærum her->
námssvæðis síns og Bandaríkja-
manna og margar aðrar.
Líkur á að senn komi
hlaup úr Grímsvötnum
Hækkað hefur
Skeiðarárjökull
AUar líkur eru á að hlaup úr
mjög lengi eftir sér, sagði dr.
við Þjóðviljann í gær.
Skeiðarárjökull hefur hækk-
að, eius og venja er fyrir hlaup
og hækkað hefur í Grímsvötn-
um. Var flogið yfir þau í sam-
bandi við leitina að brezku
stúdentunum, og kvað Sigurð-
ur hafa hækkað í þeim að mun
í sumar. M.a. voru kolsýrulind-
irnar sem fundust i vor við
vesturhamar Grímsvatna og
auðþekktar voru af kalksteins-
hellu nú komnar í kaf. Má því
fara að búast við nýju hlaupi.
Síðasta hlaup úr Grímsvötn-
um var 1948, seint í febrúar.
Var það tiltölulega lítið hlaup.
Hlaupin hafa verið óregluleg
síðan 1838, en lengi vel voru
þau ákaflega regluleg. Má
segja að hlaupið hafi á tíu ára
fresti alla 19 öldina og fram til
1938. Fylgdi gos flestum hlaup-
unum. nema 1913, og 1938 var
stórhlaup án goss. Það er kenn-
XeiBIBÍ fOF-
dæmir Pella
Pella, hinn ný,i forsætisráð-
herra Ítalíu, er nú þegar orðinn
valtur í sessi. Búizt hafði verið
við, að stjóm hans mundi leyft
að la£a í nokkrar vikur og að
Nennisósíalistar mundu láta hana
afskiptalausa fyrst um sinn. f
gær lýsti talsmaður flokksins í
öldungadei’ldinni yfir því, að
vegna þeirrar afstöðu sem Pella
hefði lýst yfir að stjórn hans
hefði í utanríkismálum, mundu
sósíali’Star beita sér fyrir falli
hennar.
í vötnuimm í sumar, og
hefur hækkaö
Grímsvötnum láti nú ekki bíða
Sigurður Þórarinsson í viðtali
ing Sigurðar að hlaupin setji
eldsumbrot af stað, enda hafa
hlaupin jafnan komið fyrst;
gosin síðar.
Einróma krafa bæjarstjórnar Vestmannaeyja:
Ríkisstjómin ábyrgist að friðsæld
Vestmannaeyj a verði ekki rofin
Vestmannaeyjum. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Bæjarstjórn Vestmannaeyjar-
kaupstaðar samþykkti á íundi sín-
um í dag eítirfarandi tillögu í einu
hljóði:
,,Með því að fyrirhugaðar eru
heræfingar Atlanzhafsbandalags-
ins nú í haust og nokkur ástæða
er til að ætla að eyjar eða drangar
í nágrenni Vestmannaeyja hafi
komið til mála sem skotmörk,
mótmælir bæjarstjórn Vestmanna-
eyja slíku atferli harðlega. Krefst
bæjarstjórnin þess að ríkisstjórn
ísjands ábyrgist að friðsæld Vest-
mannaeyja eða nágrennis þeirra
verði ekki rofin með slíkum ófögn-
uði, enda er augljóst að með fall-
byssuskothríð og sprengjukasti úr
flugvélum gæti hlotizt stórkostleg
röskun á fuglalífi, fiskisæld og
siglingaöryggi."
Samstcnrfstílboð Sósíalistailokksins rætt
í Alþýðuflokksfélögunum í houst
Alþýðublaðið skýrir svo írá í gær að tilboð Sós-
íalistaflokksins til Alþýðuflokksins um samvinnu
flokkanna verði tekið til umræðu og afgreiðslu í
ílokksfélögunum í haust.
Alþýðublaðið skýrir frá þessu
í forustugrein í tilefni af
spuraingu Þjóðviljans um það
hvað dvelji Alþýðuflokkinn. Er
komizt þannig að orði í for-
ustugreininni að sjálfsagt sé að
tilboð Sósíalistaflokksins verði
„vandlega athuguð, og helzt
ekkj afgreitt af flokksforust-
unni einni saman án nokkurs
samráðs við flokksfólk al-
mennt.
Nú er það alkunna, að fé-
Iagslíf er dauft að sumrinu um
háannatímann. Það er því svo
að segja útilokað að ná saman
félagsfundum fyrr en nckliuð
kemur fram í september. Þá
fyrst er þcss að yænta, að hægt
sé að taka Jjetta stórmál tö
umræðu og afgreiðslu í flokks-
félögunum.
Ef fólkið sjálft á að fá að
ráða svarinu — og það sstti
ekki a,ð vera Sósíalistaflokkn-
um á móti skapi, — þá ættu
hann og forustumenn hans að
hafa nolikra biðlund enn uni
siirn —■ og lieízt af öllu að
sýna svolitla stillingu lília, til
þess að spilla eklú þeim góða
árangri af samstarfstilboðinu,
sem hani; og þeir sjálfsagt von-
ast eftir“.
Undirbúningsviðræður
æskilegar.
Það er ástæða til að fagna
þeirri málsmeðferð sem boðuð
er í forustugreininni, ekki sízt
þar sem hún er eflaust skrifuð
af formanni flolcksins, Hanní-
bal Valdimarssyni. Slíkt mál
verður ekki afgreitt nema með
virkri hlutdeild flokksmann-
asana, enda hafa þeir mikið
rætt það síðan tilboð Sósíalista-
Framhald á 3. siðu.
Atburðirnir í Marokkó
fyrir öryggisráðið
Mikil ólga í Arabaríkjunum vegna
framferðis Frakka
Fulltrúar 16 Araba- og Asíurlkja hjá SÞ ákváöu í gær
aö kæra framferði Frakka í Marokkó fyrir öryggisráöinu.
Mikil ólga er í löndum Araba vegna ofbeldisáögerða
Frakka og jafnvel talið líklegt aö sum þeirra slíti stjórn-
málasambandi viö Frakkland.
Naguib, forsætisráðherra
Egyptalands, er nú staddur í
hinni helgu borg múhameðs-
manna, Mekku. Þar stjórnaði
hann í gær bænahaldi og heit-
strengdi að hefnt mundi
verða fyrir framferði Frakk'a
í Marokkó. Þúsundir manna
komu saman í Kairó í gær og
þar bað Nasar, staðgengill Nag-
uibs, fjTir þeim píslarvottum
sem fallið höfðu í baráttunni
fyrir frelsi Marokkó.
Vararektor liins forna Al-
Azhar háskóla í Kairó, Múha-
méð Mahfouz, sagði í gær, að
allir Arabar yrðu að taka hönd-
um saman til að hrinda af sér
oki hinnar vestrænu heimsvalda
stefnn. Fyrrverandi leiðtogi.
sjálfstæðishreyfieigar Marokkó.
Istiqlal, sem nú er útlagi i
Egyptalandi, boðaði til „heilags
stríðs“ gegn hinni frönskn
stjórn í Marokkó.
Framhald á 5. siðu.