Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 8
aiflteí&'Sasjðtfi-jg. &) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. ágúst 1953 JOSEPH STAROBIN: Viet-Nam sækir fram til ís og frelsis Lao tók þátt í ágústbyltingunni 1945 og það var ekki fyrr en í marz næsta ár, að franski r.ýlenduherinn gat brotizt aftur til Luang Prabang og þá með aðstoð hermanna Kúomintangs. Ógurlegt blóðbað hófst eftir að frönsku hersveitirnar komu aftur til höfuðborgarinnar. Franskar herflugvélar vörpuðu sprengjum á tugþúsundir óbreytíra borgara, sem voru á leið yfir Mekong, hið mikla fljót sem rennur gegnum landið endilangt, þaðan um Kom- bodsju út í hafið við Saigon. Byltingarstjórnin var neydd í útlegð til Thailands, sem þá laut tiltölulega frjálslyndri stjórn. Sömu ieppirnir, sem höfðu þjónað Frökkum fyrir stríð og Japönum á stríðsárunum, voru settir aftur í embætti sín. - Dokku blettirnir á kortinu eru þau héruð Viet-Nams sem nú eru frjáls. Þverstrikuðu reitimir eru þau héruð í Viet-Nam, Pathet Lao og Khmer, sem skæruliðar hafa á valdi sínu. En skæruhernaðurinn hætti aldrei og í ágúst 1950 var þjóðfrels- isnefndin Neo Itsala stofnuð á þingi, þar sem um 100 fulltrúar úr öllum hlutum landsins voru staddir. Formaður nefndarinnar er Souphanouvong fursti, mjög athyglisverður maður, sem lauk prófi í verkfræði við háskólann í París fyrir stríð. Það var hann sem undirritaði sáttmálann um bandlag við Viet-Nam. Keomeas er sannur fuiltrúi þjóðar sinnar. Hárið biksvart, and- litið brúnt og brosið sem leiðir í ljós röð skjannhvítra tanna. Kam- bodsja hét áður Khmer og andspyrnuhreyfingin hefur tekið upp þetta gamla heiti. Fjórar milljónir manna búa í þessu auðuga landi, sem liggur milli suðurhluta Viet-Nams og Thailands og liggur í norðri að Pathet Lao. íbúarnir eru afkomendur monkhmer- þióðanna, sem réðu ríkjum í víðlendu keisaradæmi á 11. og 12 öld. Hinir yfirgefnu bæir þeirra í Ankgor eru heimsfrægir. Þetta fólk «r skylt malajum; það talar pali, sem má rekja til sanskrítur og menning þeirra ber mikinn svip af búddatrú. Leifar chamþjóðar- innar, sem eitt sinn bjó í landi Viet-Nams og átti sér nýlendur viða, búa þar einnig. Afkoma Khmerbúa byggist nær eingöngu á landbúnaði og landið er mesta nautgripaútflutningsland Suðaustur-Asíu. Fílarnir í Khmer eru frægir. Hin frönsku verzlunarfélög hafa um langan aidur rakað saman gróða á sölu fisks frá hinni stóru Tonlesapeyju, og gróðinn hefur ekki verið minni af hrísgrjónum og svo náttúrlega gúmmíinu. Eitt þessara félaga Combodia Company, hefur hvorki meira né minna en 22.366 hektara lands til umráða. Náttúrlega er hið svonefnda sjálfstæði þessarar þjóðar hreinasta firra og blekking, því að fulltrúi frönsku stjórnarinnar í landinu fer með öll völdin og franski herinn í Khmer er nú fjölmennari en allur franski herinn var í Indókína fyrir strið. Það er gamalt berbragð nýlenduherranna að egna Khmerana uppámóti Viet- nömum og beita eaodoisttrúarflokknum í Suður-Viet-Nam gegn Fimmtugui í dag: Stefón Runóifsson Hálf öld er alltaf merkistíma- mót í æfi manns það hefur oít- ast rað:zt hvað í manninum býr, hvað hann hefur afrekað og hvers má af honum vænta. Það er því eðlilegt að staldrað sé við og örlítið litið til baka yfir farna leið. I dag, 2. ágúst, fer einn af okkar áhugasömustu íþrótta- mönnum fram hjá þessum ,mílu steini', en það er Stefám Run- ólfsson sem oft kennir sig við Hólm, fæðingarbæ sinn í Land- broti. Stefán getur litið til baka yfir langan íþróttaferil. Hann var ágætur glímumaður, og ennfremur ágætur frjálsíþrótta maður, sérsaklega hlaupari. Um langt skeið starfaði hann í Glímufélaginu Ármanni. En iþað sem hefur mest haldið nafni Stefáns á lofti eru af- skipti hans af Ungmennafélagi Reykjavíkur. Hann hefur verið svo að segja frá byrjun lífið og sálin í þeim félagsskap. Þó félagið sé ekki nema rösklega 10 ára gamalt þá hefur það náð iþvílíkum árangri að fá eða engin félög hafa á fyrstu 10 árum afrekað slíkt bæði íþrótta lega og félagslega. Stefán hef- ur verið bjartsýnn og það er einn af kostum hins góða for- ustumanns. Og Stefán hefur verið djarfur í framsókn sinni fyrir þau málefiai sem hann hefur beitt sér fyrir. Stefán er oft raunsær í at- hugunum, og ályktunum og e.t.v. er það ástæðan fyrir því hve liðtækur han hefur orðið sem forustumaður og félagi. Stefán er óvenju hreinskilinn. Hefur það oft skapað honum stundaróvinsældir. Menn eiga oft svo erfitt með að heyra sannleikann og viðurkenna hann og grípa þá til þess sem sízt skyldi. En þetta er einn af hinum mörgu kostum Stef- áns sem íþróttaforustumanns. Um langt skeið var Stefán for- maður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, og leysti það vel af hendi. Hann hefur gegnt ýmsum nefndar- og ábyrgðar- störfum fyrir íþróttamálin, og nú síðast var hann kjörinn fyrsti varamaður í fram- kvæmdastjórn l.S.Í. Stefán hefur alla tíð verið trúr hugsjón og starfsanda ungmennafélagshreyfingar- innar. Hann hefur kunnað að meta það þjóðlega og félagslega sem hún hefur boðið æsku lands- ins uppá. Hann hefur liaft trú á að þessa hugsjón mætti bjóða reykvískri æsku, og að því er bezt verður séð með góðum árangri. Má þar nefna það djarfa tiltæki hans að sanna höfuðstaðarbúum að það er hægt að halda uppi vinlaus- um skemmtunum ef vilji ráða- manna og stjórn skemmtananna er örugg. Á þessum tímamót- um getur Stefán því litið ti! ■ baka og sannfært sjálfan sig um að allt þetta fórnfúsa á- hugastarf -liei'ur borio árangurL að það hefur stuðlað að því að fá fleiri með í íþrótta- og ungmerinastarfið. Góðum í- þróttaforustumanni eru það beztu launin. Beztu þakkirnar. íþróttasíðan árnar Stefáni allra heilla í tilefni af afmælinu, og vonar að íþróita- hreyfingin megi njóta sem lengst starfskrafta þessa fimm- tuga unglings. Haínarstræti 11. Hollenzka leikkonan Charon Bruse syngur og dansar í G.T.-húsinu í kvöld. Ennfremur syngja þau satman Charon Bruse og Haukur . . Morthens Hljómsveit Carls Billich leikur Aðgöngumiðar frá kl. 6.30. S.K.T. Skrifstofnstálka Æfður vélritari með góðri menntun óskast til opinberrar stofnunar. Umsóknir merktar „1. nóv- ember“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 26. þ. m. ÞJÓÐVEUANN vantar krakka til að bera blaðið til kaupenda í SKIÓLIN ÞIÓÐVIUINN. sirai 7500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.