Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 12
Forvígðsmaður r Sahedi Le Monde segir Mossadegh hafa fallið af jbv7 Tudehflokkurinn sneri baki viS honum ' Hussein Makki, einn helzti forvígismaöur þess, aö íran- ar þjóönýttu olíulindirnar, lýsti í gær yfir stuöningi sín- um viö stjórn Sahedis. Franska borgarablaöið Le Monde sagði í gær, aö Tudehflokkurinn hefði snúiö baki við Mossadegh og hefði þaö valdiö falli hans. Enn er það óljóst, hver af- staða h:nnar nýju stjórnar verð ur í olíumálunum og deilunni við brezka olíufélagið Anglo- Iranian. Ósamkomulag varð milli Mossadeghs og Makkis í fyrra og sagði sá síðamefndi þá af sér formennsku í stjórn hinna þjóönýttu olíulinda, og nú í ár hótaði hann að segja af sér þingmennsku 1 mótmæla- skyni, þegar Mossadegh voru veitt völd til að stjóma landinu án afskipta þingsins. Makki var handtekinn aaf lögreglu Mossa- deghs í síðustu viku. 1 gærmorgun kom til blóð- ugra bardaga í Teheran milli lögreglu og stuðningsmanna Mossadeglis. Handtökur héldu áfram í gær, og voru meðal þeirra handteknu síðasti for- seti neðri deildar þingsins og bróðir hans. Sagt var, að lög- regla og herlið hefðu umkringt eina byggingu í Teheran og var Hæpið að leyfa óvönu fólki að klífa Vatnajökul Leitin að brezku stúdentunum vonlítil írá upphaíi, þar sem ekki var tilkynnt um hvarf þeirra fyrr en 11 dögum eftir að þeir lögðu af stað Það er mildð álitamál hvort Ieyfa eigi fólki að ganga á hæstu tinda Vatnajökuls, nema það sé því betur útbúið og vanir menn séu í ferðinni. Þannig komst Sigurður Þór- arinsson að orði við Þjóðviljanti í gær, en hann stjórnaði sem kunnugt er leitinni að brezku stúdentunum tveimur sem fór- ust á Vatnajökli. Allt þetta svæði er mjög hættulegt, og ekkert vit að tefla í neina tví- sýnu á þeim stað. Annar pilt- anna mun hafa .verið eitthvað vanur en hinn óvanur að mestu og það er mjög óvarlegt að tveir menn leggi í slíka ferð, þótt útbúnaður þeirra væri góð ur. Þeir munu hafa ætlað að ganga á Hrútsfjall, en á það mun ekki hafa verið gengið áður svo vitað sé, en jökullinn er þar mjög sprunginn og snar- brattar hlíðar með snjóhengj- hafi hrapað með hengju, en þær höfðu víða fallið síðustu daga, eða þá að þeir hafi farið í gjá. Veður var gott þegar þeir lögðu af stað, en síðan tók við þoka og slydda 1 nokkra daga. Segja má að leitin hafi verið vonlítil þegar frá upphafi, þar sem ekki var tilkynnt um hvarf piltanna fyrr en 11 dcgum eft- ir að þeir lögðu af stað. Hefði helzt verið vænlegt til árang- urs ef hægt hefði verið að fara r slóð þeirra, en hún var nú alveg horfin. Leitinni var hætt í fyrra- kvöld. Veður var eins gott og hugsanlegt var þá þrjá daga sem leitin fór fram, leiðangurs- mcnnum á jöklinum gekk á- gætlega og úr flugvélunum talið að Fatemi, fyrrverandi utanríkisráðherra, leyndist í byggingunni ásamt nokkrum fylg'smönnum sínum. Keisarinn mun koma til Te- heran í dag. Hann kom til Bag- dad í gær ásamt fylgdarliði sínu og blaðamönnum. Brezkir blaðamcnn sem rejmdu að ko- ast með fengu afsvar og gaf keisarinn þá skýringu, að stjórn málasamband milli Bretlands og Iran væri enn rofið. Sendi- herrar Irans í Wash'ington, París og Briissels hafa sagt af sér. Brezka kaupsýslublaðið Fin- ancial Times ræddi stjórnar- skiptin í Iran í gær og þær breytingar á afstöðu írans til Vesturveldanna, sem þau geta haft í för með sér. Blaðið sagði að nú væri viðhorfið annað en fyrir tveim árum, þegar olíu- lindirnar voru þjóðnýttar. Olíu framleiðslan annars staðar í heimieium og þó einkum í ná- grannalöndum Irans hefði auk- izt svo mjög, að engin þörf væri nú lengur fyrir þær 30 millj. lesta af olíu, sem Iran getur framleitt á ári. Ef fram- leiðsla og sala olíu frá Iran hæfist aftur, mundi það ein- ungis leiða til þess, að dreg- ið yrði úr olíuframleiðslu í ná- grannalöndunum og það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. * Laugardagur 22. ágúst 1953 — 18. árgangur — 187. tölublað Búkarestfarariilr konifli tfl Kaupmaimafialiaar í gær Nokkrir íara aí stað með Gullfossi í dag en flestir með Drottningunni á þriðjudag Kaupmannahöfn í gær, frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Komum til Kaupmannahafnar árdegis í dag eftir 26 daga dvöl í löndum sósíalismans. Við' höfum gist fjögur þjóðlönd á ferð okkar og kynnzt lífi hamingjusamara fólks en við þekktum áður. Nokkrir úr liópnum fara héð- an með Gullfossi en flestir fara með Drottnlngunni á þriðjudaginn kemur. Kærar kveðjur. — BJARNI. Nokkurra jarðhræringa vart í Hveragerði Landskjálftamælar veðurstofunnar sýndu um 100 smákippi á einum sólarhring Nokkurra jarðhræringa varð vart í Hveragerði og nágrenni á fimmtudaginn var, í fyrrinótt og í gær. Á sama tíma fannst einn landskjálftakippur í Keykjavík, en mælar veðurstofunnar sýndu urmul af smákippuni, um 100 á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Ey- steinn Tryggvasonar, sem sér um landskjálftamæla veðurstof- unjnar í Rvík, voru þeir athug- aðir í fyrrad. kl. 16 og sýndu þá fyrst hræringar kl. 11 f.h. þann dag, þá allmikinn kipp kl. 12 en þann langmesta kl. 13.11. Var það kippurinn, sem fannst. Milli kl. 13.11 og 16 um. Er líklegast að piltarnir sást yfir allt. Klofningssamböndín fall- asf á smánarboi Laniels Aflýsa verkföllum CGT berst áfram en Klofningssambönd sósíaldemókrata og kaþólskra í franskri verkalýðshreyfingu tilkynntu í gær, að þau hefðu komizt að samkomulagi við stjórn Lanieis og mundu því aflýsa þeim verkföllum, sem félög innan þeirra hafa boðað til. Verkföllin hófust upphaflega, fyrir hálfum mánuði, til að mótmæla stjórnartilskipunum um að rýra kjör opinberra starfsmanna á ýmsan hátt. Síð- ir ur'ðu verkföllin að baráttu fyrir allsherjar kauphækkun meðal alls launafólks. Sam- komulag það sem klofnings- sam'böndin hafa nú gert við rík- isstjórn Lan:els er á þá leið, að ríkisstjórnin skuldbindur sig til þess að láta tilsk'panirnar ekki koma til framkvæmda nema að hafa ráðfært sig við viðkom- andi verkalýðsfélög áður. Enn- fremur lofar ríkisstjórnin að ,,taka til athugunar“ kröfur þeirra lægst launuðu um kaup- hækkun. Jafnframt fellst hún á, að opinberir starfsmenn fái kaup fyrir þann tíma sem þeir hafa átt í verkfalli. Ríkisstjórnin hefur því ekki einu sinni lofað að afturkalla Framhald á 5. síðu. Allsherjarþingio um Kóreuráðstefnuna: Þrjú Norðurlöndin með- mæít þátttöku Sovét- ríkjanna og Indlands En hver er afstaða íslands? Á fundum stjórnmálanefndar allsherjarþings SÞ í gær lýstu fulltrúar Noröurlandanna þriggja, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, yfir því, að þau væru meðmælt þátttöku Sovétríkjanna og Indlands 1 fyrirhugaðri stjórnmálaráð- stefnu um Kóreu. Bandaríkin hafa barizt með oddi og egg gegn þátttöku iþessara ríkja. Ekki var frá því skýrt í fréttum, hvort fulltrúi íslands á þinginu hefur látiö nokkuð uppi um afstöðu íslands til þessa máls. Bæði norski og sænski full- trúinn lögðu á það áherzlu, að án þátttöku Sovétríkjanna mundi ráðstefnan ekki geta unnið neitt raunhæft starf og Indlasnd væri sjálfkjörið til Iþátttöku vegna þess hve mik- illa hagsmuna það ætti að gæta í sambandi við Kóreu. Sænski fulltrúinn tók fram, að stjórn hans áliti ekki, að hún hefði neioa ástæðu til að taka þátt í stjórnmálaráðstefnunni, en fyr- ir því var gert ráð í tillögu Visjinskís um þátttökuríkin. Norski fulltrúinn sagði Noreg vel geta sætt sig við íþau 11 ríki, sem Visjinskí til- nefndi. Eftir þessar yfirlýsing- ar Norðurlandanna er ljóst að öll Vestur-Evrópuríkin eru þess fýsandi, að Sovétríkin og Indland eigi sæti á ráðstefn- unni. Bandaríkin hafa lýst yf- ir, áð þau muni ekki sætta sig við þátttöku Indlands, en Syng- man Rhee hefur lýst yfir, að taki Indland þátt í ráðstefn- unni, muni það vel geta orðið til þess að Suður-Kórea komi ekki nærri henni. Af þeim sem tóku til máls á fundum nefndarinnar i gær, var það aðeins fulltrúi Kúbu, sem kvaðst mundu greiða at- kvæði gegn þátttöku Imdlands. Fulltrúi Suður-Afríku sagðist mundu sitja hjá. Þegar fundur átti að hefjast í aefndinni í gær, var enginn á mælendaskrá og enginn bað um orðið. Var fundi því frestað og jafnframt ákveðið að fella niður fundinn sem átti að vera í dag,' svo að nefntíin kernur aftur saman á mánudaginn. mátti svo greina 16 minniháttar jarðhræringar. Um 100 smákippir. Klukkan 16 í gær voru mæl- arnir svo athugaðir aftur og sýndu það að jarðhræringar höfðu haldið áfram fram að hádegi í gær. Munu mælarnir hafa sýnt alls um 100 smá- kippi á sólarhringnum, sem liðið hafði frá fyrri athugun.. Síðasti áberandi kippurinn kom kl. 4.11 í fyrrnótt. Það verður ráðið af þeim upplýsingum, sem liggja fyrir, að hræringarnar hafi átt upp- tök sín aðeins sunnan við há- austur í 40—50 km fjarlægð frá Reykjavík, þ.e. að segja rétt austan við Hveragerði. Stöðugur hristingur. í Hveragerði voru jarðhrær- ingamar miklu meiri en í Reykjavík eins og áður var sagt. Má segja að stöðugur hristingur hafi verið á jörð- unni þar frá því um hádegi á fimmtudag og fram á nótt, en mestir urðu kippirnir milli klukkan 18 og 19 þann dag. Fólk í næsta nágrenni þorpsins varð einnig vart jarðhræring- anna, en hins vegar varð engra kippa vart á Nauta- flötum, nýbýli undir Ingólfs- fjalli. Bendir það með öðru til þess að upptökin hafi verið ná- lægt Hveragerði. I maímánuði 1947 urðu tals- verðar jarðhræringar í Hvera- gerði, en mun meiri en nú, enda sýndu mælingar að upp- tökin voru nær þorpinu. 20,000 hús í rústum I Alþenu var á gær skýrt frá þvi, að 90% allra bygginga í bæjum og þorpum Jónisku eyj- anna hefðu eyðilagzt í jarð- skjálftanum. Um 20.000 hús eru al.gerle.ga í rústum. í gær fund- ust 40 lík undir rústum dóms- hússins í Argostoli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.