Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 4
1); — í>JÓÐVILJINN — Laugardagur 22. ágús^l953 Þjóðviljanum barst í gasr eft- irfarandi athugasemd frá freð- fisksútflytje.ndum: „1 blaði yðar í gær er birt rammgrein með fyrirsögn „Hversu mikið er af óseldum íslenzkum freðfiski í ©andaríkj unum?“. Eru það vinsanileg tilmæli vor að þér birtið eftirfarandi leiðréttingu í blaði yðar: 1 sambandi við skrif „Þjóð- viljans“ undanfarandi daga, og þá sérstaklega grein blaðsins íþann 20. ágúst, með fyrirsögn- inni „Hversu mikið er af ó- seldum islenzkum freðfiski í IBandaríkjunum“, þá leyfum vér oss að taka eftirfarandi fram: 1. Ríkisstjórn Islands sér ekki um útflutning, né fram- hvæmir neinar sölur á íslenzk- um freðfiski til Bandaríkjanna. Þessi mál eru eingöngu í hönd um þriggja útflytjenda S.H., S.l.S. og Fiskiðjuvers Ríkisins. 2. Heildarútflutningur af íreðfiski til Bandaríkjanna á sl. ári nam um 17.000 smá- lestir, og var hér ekki um neinn óeðlilegan útflutning að fæða. i 3. Með því sölufyrirkomu- lagi, sem talið er heppilegast í Bandaríkjunum, verður ekki Ihjá því komizt að hafa nokk- urt magn óselt af freðfiski á hverjum tima. Er þessi fiskur seldur úr geymslum víða um IBandaríkin. 4. Birgðir af íslenzkum fiski í Bandaríkjunum í dag eru með minna móti. 1 því sam- ibandi má benda á að m/s ,,Lagarfoss“ er nú að lesta um '1.500 smálestir af allskonar ifiski fyrir þann markað. 5. Getgátur Þjóðviljans um fyrirætlanir að ráðstafa fiski til Evrópu, sem þegar er flutt- Ur til Bandaríkjanna, eru al- gjör fjarstæða. 6. Vér höfum reynslu fyrir að skrif í blöðin, sem byggð eru á vanþekkingu og misskiln- ingi um afurðasölumálin, hafa orsakað verðfall og aðra erfið- leika, sem óhjákvæmilega geta skaðað sjómenn, verkafólk, framleiðendur og þjóðina í heild. Reykjavík, 21. ágúst 1953, pr.pr. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna The Icelandic freezing plants corp Björn Halldórsson. pr.pr. Samband ísl. samvinnu- félaga Helgi Pétursson pr.pr. Fiskiðjuver ríkisins J. Sigurðsson“. Þjóðviljinn þakkar svörin við fyrirspumum sínum, en bendir á að tiokkuð skortir á að þau séu tæmandi.. Sagt er að „nokkurt magn“ sé æfinlega ó- selt í Bandaríkjunum en það sé nú ,,með minna móti.“ Væri æskilegt að fá að vita hversu mikið þetta magn er, hversu lengi það hefur verið geymt, hversu mikill geymslukostnað- urinn hefur verið og hvort lík- ur eru á því að það seljist, þegar nýjar birgðir eru nú.flutt ar til landsins, þótt í litlum mæli sé. Einnig væri fróðlegt að fá að vita hversu mikið af því magni sem sent hefur verið til Bandaríkjanna á undanförn- um árum hefur ekki selzt á neinu viðunanlegu verði. Anægjulegt er að heyra að þremenningarnir telja það „al- gjöra fjarstæðu“ að flytja gamlan freðfisk frá Bandaríkj- unum til Evrópu á sama hátt og tveggja ára gamalt kjöt var flutt þá leið fyrir skemmstu. Verðfall og erfiðleikar í af- urðasölumálum stafa vissulega ekki af blaðaskrifum heldur af rangri stefnu, sem m.a. birt- ist í því að Bandaríkjamönnum er seldur fiskur langt undir framleiðsluverði. SKipAUTGERfl RIKISINS . Þorstelim fer til Patreksfjarðar, Gjögra, Hvalskers og Bíldudals á mánu dag. Vörumóttaka árdegis í dag. Leiðin liggur um Bankastræíi í bókabúð K r o n liggur um Bankastræti í Bpkabúð K-r o ;n Ferðamenn! ÞEGAR ÞIÐ takið til ferðaútbúnaðinn, þá munið eftir að taka eitthvað skemmtilegt, með til að lesa. BÓKABÚÐ vor hefur ávallt á boðsiól- um mikið úrval innlendra og er- lendra bóka, blaða og tímarita. Góð h6k. blað eða tímarit eyltar áiægju ferðalagsins. 1 Á jr ' • i'. Hémðsntóf UMSK i > •• fer fram á íþróttavelli Aftureldingar á Leirvogstungubökkum laugardaginn ,, " 22. ágúst kl. 16.00: Keppt verður í frjálsum íþróttum. Sunnudaginn 23. ágúst .. kl. 14.00: Guðsþjónusta, séra Hálfdán Helgason, prófastur, frjálsar íþróttir, ” handknattleikur kvenna, starfshlaup, traktorsakstur. Mótinu lýkur í Hlégaröi " kl 20.30 með keppnz í að leggja á borð. Verðlaunaafhending og dans. .. AFTUítELDING Kaupandi blaðsins skrifar: ÞEGAR ég tók mér Þjóðviljann í hönd í morgun (fimmtudag), leit ég yfir Bæjarpóstinn með nokkurri eftirvæntingu til að sjá, hvort ekki kæmi einhver athugasemd við greinarstúf, er birtist þar í gær af því tilefni, að verið er að brjóta niður múr- ana umhverfis lóðirnar austan j megin Tjarnarinnar og opna þær til umferðar og unaðsauka fyrir almenning. Greinarhöfundi þyk- ir þetta átakanleg spjöll á mann- virkjum, en hann sér þó fram á enn átakanlegri spjöll á ung- meyjum framtíðarinnar sökum aukins samneytis við glæpa- imenn, er sigla muni í kjölfar þessara ráðstafana. Frá blaðsins hálfu var engin athugasemd gerð, og virðist því liggja beint við að álykta, að ritstjórnin telji meiningar bréfritarans athygl- isverðar, ef ekki beinlínis talað- ar út úr sínu hjarta. Eg átti leið um Fríkirkjuveg- inn í morgun, og þá notaði ég tækifærið og skoðaði verksum- merkin. Mér sýnist svæðið fríkka til stórra muna við það að þessar leiðinlegu girðingar fara. Eg hélt lika, að það væri eitt af þvi fáa, seir, allir A. jæja nærri allir — væru sammála um, að það sé einungis gleðiefni þegar umgengnismenning bæjarbúa er orðin svo þroskuð, að óþarft er að bægja þeim með járngrindum og múrveggjum ‘frá fallegustu blettum bæjarins. Eg leit sem sagt á nýbreytnina með velþókn un og gat með engu móti eygt neitt siðferðishrun yngismeyja í falli þessara múra. Astæðan til þess, að ég tek mér penna í hönd nú, enda þótt ég geri lítið að því að skrifa í blöð, er þó ekki sú, að mér þyki brýn nauðsyn að svara hinni fá- víslegu grein — hún þarfnast varla svars — heldur langar mig að minna hlutaðeigendur á það í fullri vinsemd, að sumt það, sem á pappír er fest, á ekki erindi lengra en í bréfakörfuna. Einn af kaupendum Þjóðviljans. Reykjavík 20. 8. — 53. Kæri Bæjarpóstur. NÝLEGA var auglýstur þýzkur varalitur fljótandi, sem sagður var kossekta og átti að endast allan daginn. Við glöptumst á að kaupa þennan andskota fyrir kr. 40.00. Það 'ér skemmst frá að segja, að hann entist ekki stundinni lengur á manni og var alls ekki kossekta og hafði enga þá kosti til að bera, sem auglýstir voru. Tvær bálillar. í DAG er 20. ágúst og ég heyri alla vera að tala um það að þetta sé merkilegasti dagur í sögu íslendinga, nú eigi íslend- ingar að snúa heimsmálunum til betri vegar, koma þjóðunum til hjálpar, píramídinn hafði spáð því, og þá er ekki að sökum að spyrja, úr því píramídinn segir það, sem sé dagurinn er upp runninn. En hvað er það sem gerist? Allir eru að spyrja um það. Mér skilst að eitthvað hafi átt að ,gerast í lífi íslend- inga, en allar fréttir koma utan úr heimi. Og það er sannarlega nóg um að vera, ekki vantar það. En efíir er aðeins að vita hvernig við íslendingar grípurn inn í þetta allt saman og snúum öllu til betri vegar. í dag er stundin upp runnin, eða hvað? Við höfum okkar píramídaspá- mann, og veit hvernig þetta ber að skýra. Nú bíðum við með öndina í hálsinum. En það er þó verst ef við horfum of fast á píramídann að við sjáum ekki hvar við stöndum, íslendingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.