Þjóðviljinn - 30.08.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. ágúst 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7
lm bókavörzla og veðurfræði
ViStöl Wð systurnar Öddu Báru og Huldu Sigfúsdœtur
Systurnar Adda Bára og Hulda Heiðiir, dætur Sig- ... .. ....
fúsar Sigurkjartarsonar og konu hans Sigríðar
Stefansdóttur, komu heim í sumar að aíloknu nami.
Var Adda Bára ráðinn veðurfræðingur við Veður-
stofuna frá 1. júní sl. og er deildarstjóri veðurfars-
deildar hennar. Hulda er fyrsta íslenzka konan sem
lýkur bókavarðarprófi. — Þjóðviljinn býður þær
systur velkomnar heim til starfa og bírtir hér viðtal
við þær.
BókavarSarnám og alþySu-
bókasafn Oslóborgar
Hulda Sigfúsdóttir er
fyrsta íslenzka konan, sem
lokið hefur bókavarðarnámi,
og þeir eru heldur ekki margir
íslenzku karlmennirnir sem
hafa þessa menntun. Einmitt
þess vegna bið ég hana að
segja lesendum Þjóðviljans í
fáum dráttum hvað felist i
þessu námi, eins og þvi er
háttað hjá Norðmönnunj.
— Eg byrjaði að vinna á
Bæjarbókasafninu í Reykja-
vík vorið 1950, segir Ilulda,
og vann þar í ár. Þá fór ég
til Noregs og lagði þar stund
á bókavarðarnám. Fyrst var
ég eitt ár við verklegt nám á
Dcichmanske Bibliotek, sem
er bæjarbókasafn Osló-borgar,
þá komst ég á Statens Biblio-
tekskole í Osló og var þar
eini útlendingurinn.
Skólina er ekki gamall, en
er fyrir allt landið, þangað
sækir fólk úr öllum landshlut-
um Noregs, éf það ætlar að
leggja fyrir sig bókavarðar-
starf, en í Noregi er sú mennt
un gerð að skilyrði fyrir bóka
varðarstöðum.
— Og er þetta strangur
skóli ?
— Inngöngu fá ekki aðrir
en stúdentar, sem auk stúd-
entsprófs hafa lokið tveggja
ára verklegu námi við viður-
kcnnt bókasafn. Námsgrein-
um er skipt í átta aðalflokka.
Þar er saga bóka og bóka-
safna og fræðsla um bóka-
gerð, skipulagning bókasafna
og stjórn þeirra, skrásetning
bóka og greining, bókfræði
og leiðbeiningar um heimildir,
bókmenntasaga og bókaval,
kynning bókasafna, sérnám-
skeið fyrir bókaverði í alþýðu
bókasöfnum og fyrir bóka-
verði í vísindasöfnum og sér-
fræðisöfnum.
— Ekki er námsefnið fá-
breytt. Hvað þótti þér at-
hyglisverðast af þessu?
— Eg hafði sérstakan á-
huga. á öllu sem varðaði bæj-
arbókasöfn til almennings-
nota, og í verklcga náminu
vann ég sem fyrr segir á
bæjarbókasafninu í Osló. Þar
var margt að sjá og læra,
sem gaman væii að geta not-
fært sér hér heima.
— Viltu ekki fara með míg
um þetta bæjarbókasai'n og
sýna mér það helzta ?
— Það gæti tekið langan.
tíma. Safninu er skipt í marg-
ar deildir og yfir hverri de'ld
er aðalbókavörður sem hefur
á að skipa bókavörðum og
öðru starfsliði. Bókaverðir eru
þeir einir nefndir sem hafa
bókavarðarpróf, en auk þeirra
vinnur á safni sem þessu
margt skrifstofufólk, sem
ekkí hefur þá sérmenntun.
Aöaldeildia er útlánsdeildin.
Meðal aonarra er þar alltaf
við einn bókavörður, sem ekki
gerir annað en leiðbeina fólki
um bókaval og Iieimildaöflun,
'og er þar oft mikið að gera.
Þess má geta að konur eru í
yfirgnæfandi meirihluta í þess
ari stétt i Noregi. Á skólanum
voru með mér 25 stúlkur en
aðeins tveir piltar. Á Deich-
manske Bibliotek voni hlut-
föllin áþekk, t.d. vann enginn
karlmaður í útlánadeildimú
meðan ég var þar.
-— Þarna væri gott að koma
lestrarþyrstur ?
•— Safnið er mikið og gott,
og þurfa menn sjaldan að
fara þangað alveg erindis-
leysu. Enda er það mikið not-
að af almenningi, sem sækir
þangað lesefni til skemmtunar
og fróðleiks, en líka er hægt
að hafa þess mikil not við ým-
is fræðisterf.
— Eru ekki útibú frá safn-
inn víðsvegar?
— Jú, aðalútibúin eru fjög-
ur en auk þess smærri út-
lánsstöðvar í útjöðrum borg-
arinnar. Safnið hefur mikla
samvinnu við barnaskólana og
er ein deild þess skóladeildin.
Skólarnir hafa bókasöfn og
lesstofur sjálfir en Deich-
manske Bibliotek hefur á
hendi skipulagningu og yfir-
stjórn þeirra. Auk þess lánar
það að staðaldri bækur til
skólasafnanna til að auka á
fjölbreytni þeirra.
— Eitthvað er þá til handa
börnunum líka?
— Já, það er cinn sá þáttur
í bókasafnsstarfi, sem þvrfti
að leggja rækt við hér heima.
í Deichmanske Bibliotek er
sérstök barnadeild. Þar er
bókaútlán og lestrarsalur,
eingöngu ætlað börnum, og
þar -eru á vetrum lesin æfin-
týri og sagðar sögur, þar geta
meira að segja litlu börnin
sem ekk; eru oroin læs setið í
næði og skoðað myndabækur,
en eldri böm sækja þangað
margs konar fróðleik. Bóka-
verðir leiðbeina og aðstoða
þessa ungu bókasafnsgesti.
Þangað koma skólaböm sem
eiga t.d. að gera stíl um eitt-
hvert efni og fá leiðbeiningar
um heimildir. Mikið er gert að
því að kcnna börnum og ung-
lingum að nota sa.fnið, heilir
bekkir koma úr skólunum og
þeim cr kennt að nota spjald-
Huhla og Adda Bára
skrár safnsins og hagnýta sér
þjónustu þess. Þeim er inn-
prentað að þau eigi þetta
safn, það sé til afnota fyrir
þau, og það er áberandi hvað
ungt fólk kann betur a,ð hag-
nýta sér safnið en eldra fólk-
ið.
— Þetta væri eins og æfin-
týri fyrir bömin hér í Reykja
vik. Hvert vildtu fara með
mig næst?
—- 1 lestrarsalinn. Það er
eiii deild safnsins, stór og
mikill salur og er tímarita-
salui- í öðrum enda hans.
Þarna sitja stúdentar og ann-
að námsfólk að jafnaði og
lesa, enda er þar inik'ð úrval
af hvers konar handbókum,
og þar fer fram. aðalupplýs-
ingastarfið, það sem Norð-
menn kalla „referansearbeide“
en það eru margvíslegar leið-
beiningar til fólks um bóka-
kost og heimildaöflun.
— Er mikið leitað eftir
því ?
— Já, þar er spurt um allt
milli himins og jarðar, me'ra
að segja í síma. Fólk kemur
og' spyr um bækur eða
fræðslu um viss efni, og er
þá allt gert til að láta gest-
ina ekki fara. er'ndisleysu,
enda oftast hægt í spald-
skrám og handbókum að finna
ef ekki bækur þá tímarits-
greinar um flest það sem
fólki kemur til hugar að leita
scr fræðslu um. Þessi þjón-
usta safnsins er mikið notuð
af fólki í allavega leshring-
um. Safnið ýtir beinlínis und-
ir þá notkun með því að lána
herbergi ókeypis til leshr'nga-
stárfs, og er gert ráð fyrir
henni í öllum nýjum söfnum.
Þeir 'sem stjóma lcshringum
um fjarskyldustu efni e;ga
jafnan aðgang að söfnunum
með þessa fyrirgre'ðslu um
húsnæði og alla hjálp sem
safnið getur veitt.
— Þetta væri ekki amalegt
fyrir blaðamenn?
— Það er oft leitað til
safnsins frá blöðum og nt-
varpý til dæmis útvcgar þa,ð
myndir til að gera eftir
myndamót. Er vikið að því í
bókavarðafnáminu hvaða
myndir eru beztar til myuda-
mótagerðar.
— Þá hef ég séð það
helzta á Deichmanske Biblio-
tek ?
— - Þetta er rétt að líta
þangað inn. Eg hef t.d. elcki
enn minnzt á tækiiideildina.
Þar er að finna bækur um
tækni og náttúruvísindi.
Þetta er hluti af útláninu
og þykir gott að leita þang-
að. Sé bók ekki til sem um er
beðið er allt sett í gang til
að fá hana að láni úr öðrum
söfnum.
Auk þessara deilda eru svo
sérstakar deildir sem vinna
að bókaöfluu og spjaldskrár-
vinnu og skrifstofa sem hef-
ur alveg með að gera innrit-
un lánþega, spjaldskrá yfir þá
og aðra skrifstofuviiiLiu varð-
andi stjórn og rekstur safns-
ins.
— Þetta virðist vera miklu
víðtækari starfsemi en al-
mennngsbókasöfnum er, ætlað
hér ?
— Já, það mun vera. En í
Osló er að sjálfsögðu einnig
safn sem svarar að ýmsu til
Landsbókasafnsins og Há-
skólabókasafnskis hér, ætluð
vísindamönnum og fræði-
mönnmn, en það er bókasafn,
Oslóarháskóla. Við kynntust
því líka, enda fer kennslan
að nokkru leyti fram í húsa-
kynnum safnsins.
— Og hvað er nú fram-
undan að námi loknu?
— Eg hef sótt um bóka-
varðarstöðu við Bæjarbóka-
safn Reykjavíkur. Bæði er
það að ég vann á safninu áð-
ur en ég fór til náms og hef
sérstaklega reynt að kynna
mér það sem bæjarbókasöfn.
varðar.
VeÖurfrœÖinám og starfsemi
VeÖurstofunnar
Þá kemur röðin að Öddu Báru:
— Hvað geturðu sagt okkur
um námið og gang þess?
— Námið hóf ég haustið 1947
við háskólann i Osló með veður-
fræði sem aðáln^msgrein og
stærðfræði og eðlisfræði sem
aukanámsgreinar. Embættis-
prófi lauk ég í vor.
— Hafa fleiri íslendingar tek
ið það próf?
— Tveir aðrir, frú Teresía
Guðmundsson veðurstofustjóri
og Eysteinn Tryggvason. Flestir
aðrir íslenzkir veðurfræðingar
hafa notið menntunar i öðrum
löndum.
— Þú hefur komið heim á
sumrin?
— Já, ég hef unnið á Veður-
slofunni á sumrin. Gert veður-
aíhuganir, verið sem hálfgild-
ings veðurfræðingur við flug-
spár að næturlagi og fleira.
— Hvert var aðalverkefnið á
p ófinu?
— Prófritgerðin var athugun
á áhrifum landslagsins á vind-
inn á helztu veðurathugunar-
stöðvum hér á landi. Þetta at-
ríði hefur ekki verið athugað
hcf á Iandi áður, en hinsvegar
talsvert i Noregi.
Rannsóknin byggðist á því,
að hægt yrði að relkna út all-
nákvæmiega hvaða vindátt og
vindstyrkur mundi vera á til-
teknum stað, ef landið sjálft
hefði engin áhrif á vindinn. —
Með samanburði á þessum
reiknaða vindi og raunveruleg-
um vindi má gera sér grein fyr-
ir áhrifum landslagsins, en þekk
ing á þessu atriði ætti að geta
verið gagnleg fyrir nákvæma
vindspá.
— Er Osló heppilegur há-
skólabær fyrir islenzka stúd-
enta?
— Osló er tilvalinn bær fyrir
stúdenta, vegna þess að tiltölu-
lega ódýrt er að lifa þar. Um
námið get ég ekki borið nema
í þeirri deild sem mér er kunn-
ugust, náttúrufræði- og stærð-
fræðideildinni. Þar er kennslan
mjög mikið miðuð við það að
búa menn undir kennarastarf
í menntaskólum og gagnfræða-
skó'um og er tilhögun hennar
góð fyrir kennaraefni, en er ef
til vill ekki að öllu leyti heppi-
leg fyrir veðurfræðing.
— Eru Norðmenn ekki í
fremstu röð í veðurfræði?
— Norðmenn hafa unnið þar
mikið brautryðjendastarf og
standa enn framarlega. Ef til
vill mætti segja að itokkuð
slcorti á að nægilega sé þar
tengt saman fræðilegt starf og
verklegt og gætir þess sérstak-
lega í háskólafræðslunni.
— Er ekki veðurfræði ein
þeirra greina sem fleygir fram
á stríðstímum?
— Það vantar ekki að veður-
fræðin sé mikilvæg á stríðstím-
um, en veðurfræðingar eiga þá
mjög örðugt um vik vegna þess
að veðurskeytin eru þá hern-
aðarleyndarmál og má einungis
Framh, á 11. síðu.